Kjör mundu batna við aðild að ESB

 Í nýrri skýrslu, sem Evrópufræðasetrið við Háskólann við Bifröst hefur unnið fyrir Neytendasamtökin, kemur fram að margt bendi til þess að kjör almennings myndu batna við aðild Íslands að Evrópusambandinu og evrunni, einkum vegna verðlækkunar á landbúnaðarvörum og lægri vaxta á húsnæðislánum.

Telur stofnunin að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Íslands í ESB. Þá megi gera ráð fyrir að með aðild að myntbandalagi ESB  lækki vextir á íbúðarlánum töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði en hvert prósentustig hafi mikla þýðingu fyrir heimilin.  

Þetta  er athygliverð niðurstaða og veigamikil röksemd fyrir aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Gott og blessað. Hið jákvæða er að vöruverð lækkar og jafnvel lánin okkar líka.  Þá er stóra spurningin Björgvin.  Felast engar neikvæðar hliðar  með aðild að ESB fyrir Ísland?

Þorkell Sigurjónsson, 10.4.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Johnny Bravo

Alþingi setur fjárlög, Afgangur = minni eftirspurn = lægri verðbólga = lægri vextir.

Ef vextir lækka í evru standard, hækkar húsnæði bara um helming eins og hendi sé veifað. Það mun gerast en hægar.

Óhlutdrægasta skýrsla sögunar. Ekkert talað um mikinn framgang í bankaiðnaði, ef krónan er svona slæm af hverju gengur þá betur hjá okkur í vexti en öðrum.

Ekkert talað um þá kvöð sem fjárlög fá á sig eða gróðann af því að geta stjórnað fjármagnsflæði með vöxtum. Okkar vandamál er fjármagnssvelti fyrir 2002, sem hefur aldrei náð sér.

Ef ég væri Evrópufræðingur sem bara hliðholt fólk Evrópusambandinu gerist myndi ég líka reyna að selja það í skýrslum sem ég fengið borgað fyrir að búa til, svo í framtíðinni getur maður fengið vinnu í Evrópumálaráðuneyti og verið í belgískum bjór 1 viku í hverjum mánuði.

Johnny Bravo, 10.4.2008 kl. 15:39

3 Smámynd: Björgvin Guðmundsson

Jú,við yrðum að samþykkja sjávarutvegsstefnu ESB.

Kveðja  BG

Björgvin Guðmundsson, 10.4.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég er búin að skoða fyrri hluta skýrslunnar, þ.e.a.s þann sem fjallar um matvælaverðið. Í henni er víða vaðið nokkuð á súðum að mínumati og enga útreikninga sé ég um hvernig höfundar komast að því að talan 25% sé sú rétta. Í Finnlandi lækkaði matarverð um 11% við aðild að ESB. Mér finnst líklegt að samkeppni á matvörumarkaði sé hér minni en í Finnlandi einfaldlega vegna smæðar hans. Skýrslan er full af vangaveltum og tilvitnunum í aðrarskýrslur en ég sé enga eða litla sjálfstæða rannsóknavinnu að baki þessari ályktun.

Erna Bjarnadóttir, 10.4.2008 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband