Útvarpsaga í baráttu gegn Ingibjörgu Sólrúnu!

Undanfarið hefur þess orðið vart,að útvarpsaga væri  í krossferð gegn Ingibjörgu Sólrúnu,formanni Samfylkingarinnar. Stöðin hleypti af stokkunum skoðanakönnun um spurninguna: Er Ingibjörg Sólrún jafnaðarmaður? Þetta er svipað  og spurt hefðio verið : Er Geir  Haarde sjálfstæðismaður? Síðan kom önnur spurning: Er Samfylkingin búin að svíkja verkamenn? Þess hefur ekki orðið vart ,að sambærilegar spurningar væru lagðar  fram um aðra flokka.Er þetta ekki of langt gengið hjá  "óháðri" útvarpsstöð.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Björgvin þetta er eina gagnrýnin sem kemst að á vafasama stjórnarhætti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur ef frá er talið að Staksteinar koma við og við með örpistla. 

Ef þú skoðar Fréttablaðið t.d. þá eru allir ritstjórar mjög hlyntir ríkisstjórninni og sama er að segja um fasta penna blaðsins ef frá er talinn Ármann Jakobsson.  Ég sendi grein í Fréttablaðið sem var gagnrýnin á ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og var hún ekki birt fyrr en eftir mánuð þrátt fyrir loforð um annað og að ég væri stöðugt að minna á hana.

Varla vilja Samfylkingarmenn þagga niður í öllum gagnrýnisröddum í samfélaginu, eða er svo Björgvin?

Sigurjón Þórðarson, 1.5.2008 kl. 12:53

2 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Er ekki stæðsti eigandi Sögu blá í gegn og fer að villja Stjórnar sjálfsstæðisflokkins

Jón Rúnar Ipsen, 1.5.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Loopman

Ég var að hugsa um að blogga um þetta mál.  Arnþrúður sem er ábyrg fyrir þessu öllu sem útvarpsstjóri og "árásaraðili" í málinu, ætti að skammast sín. Það er ótrúlegt að fullorðin manneskja sem hefur heila útvarpsstöð sem vopn vinni skipulega gegn ákveðnum flokkum, einstaklingum og skoðunum. Hún svo sem má gera það, ekkert ólöglegt þannig. En svo siðlaust og heimskulegt að það hálfa væri nóg.

Annars er þetta stöð sem segist vera með opna umræðu, en þarna hringja bara eldri borgarar sem margir hverjir hafa ekki neinn annan að tala við og svo öryrkjar sem eru margir hverjir mjög bitrir útí lífið.

Það sem er alvarlegra er þó þessi árátta að vera með fals miðla og einhverja nýaldar spekinga sem ráðleggja veikgeðja fólki eitthvða rugl þegar það ætti að leita hjálpar hjá sálfræðingum. Í þokkabót eru þessir falsmiðlar að selja einhver orkumeðöl og lofa fólki bara gegn því að það drekki einn dropa á dag af einhverju seyði, sem það selur sjálft.

Þetta heitir á enskunni EXPLOITATION og er eitthvað sem heiðvirt fólk gerir ekki.

Loopman, 1.5.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki hélt ég að það þyrfti að spyrja svona spurninga þar sem verið er að spyrja eingöngu um einn flokk eða fólk honum tengt.

Þessar spurningar hef ég ekki séð og þar af leiðandi ekki svarað þeim.

Ég er reyndar á því og það er mín persónulega skoðun að samfylkingin hefur svikið fólkið og málstaðinn, byrjaði þegar núverandi formaður var kosinn.

Tek það fram að þetta er mín skoðun.

Hitt er svo annað mál að það er í mínum huga siðlaust af einni "óháðri" útvarpsstöð að ráðast á hóp fólks fyrir pólitískar skoðanir.

ég er ekki á móti Ingibjörgu sem slíkri en það er það sem hún gerir/gerir ekki sem pirrar mig. Þá er einkum um það sem snýr að utanríkismálum sem mér finnst hún ekki "tækla".

Ólafur Björn Ólafsson, 1.5.2008 kl. 16:57

5 identicon

Ég er þér sammála um að þarna gengur útvarpsstöðin allt of langt.  En málið er það að þetta er ekkert einsdæmi og ef "útvarpsstjórinn" fær eitthvað mál, málefni eða einstakling á heilann þá er stöðinni miskunnarlaust beitt í þágu "útvarpsstjórans".  Athyglisvert gæti verið að kanna málið nánar en í svipinn man ég eftir t.d. Davíð Oddssyni, Hannesi Hólmsteini og "sölunni á eignunum upp á vallarsvæði" en í því máli gætu vafalítið margir aðilar kært "útvarpsstjórann" fyrir meiðyrði svo gróf gat hún verið í umfjöllun sinni og lét svo nokkrar leiðandi spurningar í skoðanakönnun svokallaðri fylgja með.  Reyndar er ekki hægt að kalla stöðina óháða eins og þeir vita sem á hana hlýða.

Jóhann Hannó Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:14

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er þetta endilega óháð útvarpsstöð? Þetta er eitt það leiðinlegasta fyrirbæri sem ég veit þessi útvarpsstöð. nöldur og fjas út í eitt, út af öllu og engu. Ég bara get ekki skilið hvernig í fj....... hægt er að hald úti svona apparati og hverjir fást til að kosta rekstur á þessu ósköpum. Ég tek það fram að ég er ekki að kvarta yfir meðferð á ISL, enda fellur hún undir það sama og flestir handhafar valds, sem er að valdið spillir jafnvel hinu vænsta fólki.

Gísli Sigurðsson, 1.5.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst Saga aðallega vera í herferð gegn skynseminni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2008 kl. 19:43

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég get ekki séð hvernig stöðin á að geta verið óháð Björgvin. Hún mótast talsvert af skoðunum Arnþrúðar Karlsdóttur sem var jú framsóknarmaður í eina tíð. Ég hlusta talsvert á stöðina en myndi ekki treysta mér til að segja hvað hún kysi núna.

Frjálslyndir hafa verið duglegir að koma sér á framfæri þarna og eru áberandi í innhringitímum. Arnþrúður slær örugglega ekki hendinni á móti þeirra auglýsingafé frekar en annarra.

Það er nokkuð almenn óánægja með Samfylkinguna núna. Solla dúllar sér við þýðingarlítil utanríkis- og varnarmál á meðan fólki finnst að hún ætti að taka þátt í að fást við alvarleg efnahagsvandamál heima fyrir. Það lítur aldrei vel út að vera hoppandi í einkaþotum á NATO-fundi þegar Róm brennur!

Til að kjósa eitthvað kaus ég Samfylkinguna síðast, en sá eftir því fljótlega vegna þess hversu mikið flokkurinn koðnaði niður í þjónkun við íhaldið (sem ég var að flýja) til að fá ráðherrastóla.

Haukur Nikulásson, 1.5.2008 kl. 20:58

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má kannski bæta því við að Egill Helgason er duglegur að hleypa Sollu í drottningarviðtöl þegar hún er gagnrýnd, hann er nefnilega sá sem heldur manna mest að það sé alltaf verið að gera samsæri gegn henni.

Ef einhver er hlutdrægur, og þá fyrir Samfylkinguna, þá er það Egill. Hann missir reglulega út úr sér "við" þegar hann talar um flokkinn.

Haukur Nikulásson, 1.5.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband