Fylgi Samfylkingar minnkar

Fylgi Samfylkingarinnar hefur dregist saman um 7% undanfarinn mánuð samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í útvarpsfréttum. Er fylgi flokksins komið undir kjörfylgið. Þá hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað umtalsvert frá því í lok mars og sömuleiðis ánægja með störf ráðherra.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 26% og hefur ekki verið minna á kjörtímabilinu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nánast óbreytt eða um 37%. Fylgi VG mælist 21% og eykst um 4 prósentur milli mánaða. Fylgi Framsóknarflokks mælist tæp 10% og fylgi Frjálslynda flokksins tæp 6 eða það sama og síðast. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist varla.

58% sögðust styðja ríkisstjórnina og er það 9 prósenta minna fylgi en fyrir mánuði. Þá hefur ánægja með störf ráðherra minnkað umtalsvert frá því síðast var spurt um hana í september. Mest er ánægja með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, eða um 60% en var 70% í september. Þá sögðust 46% vera ánægðir með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og um 40% voru ánægð með störf Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde en í sepember sögðust 70% ánægð með störf Geirs.

Þessi könnun kemur ekki mikið á óvart. Mikils  óöryggis gætir nú hjá fólki vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gengishrun krónunnar hefur  aukið verðbólguna mikið og hækkað  greiðslur af lánum. Fólk kennir ríkisstjórninni um það. Fylgið minnkar hjá  Samfylkingunni þar eð Samfylkingin hefur ekki efnt kosningaloforðin nema að litlu leyti enn.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband