Sunnudagur, 18. maí 2008
Margir krakkar í húsdýra- og fjölskyldugarðinum
Stöð 2 bauð áskrifendum og fjölskyldum þeirra frítt í húsdýra-og fjölskyldugarðinn. Þetta var gott framtak hjá stöðinni. Gífurlegur fjöldi krakka mætti og það var góð stemmning enda skemmtiatriði og fríar pulsur og kók. En það var einn galli á þessu. Það var svo gífurlegur fjöldi,að biðraðir voru alltof langar og margir krakkar gáfust upp á því að bíða og komust því ekki í tækin. Sennilega væri skynsamlegast fyrir Stöð 2 að hafa þetta í tvennu eða þrennu lagi næst.
Sonarsonur minn,Arngrímur Guðmundsson, fór í garðinn ásamt pabba sínum og skemmti sér vel enda þótt hann kæmist ekki í nein tæki.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.