Laugardagur, 31. maí 2008
Jarðskjálfti 4 á Ricter í kvöld
Snarpir eftirskjálftar hafa orðið í Ölfusi í kvöld. Fyrst urðu tveir skjálftar, sem báðir voru um 4 stig á Richter kl. 22:05 og 22:07. Þá urðu tveir skjálftar klukkan 22:51 og 23:04. Fyrri skjálftinn var ríflega 3,5 að stærð og sá seinni líklega 4,2 til 4,3 að stærð. Allir fundust þeir vel á svæðinu.
Að sögn Veðurstofunnar áttu skjálftarnir upptök sín við norðvesturenda Ingólfsfjalls og teljast til eftirskjálfta á þeirri sprungu, sem gekk til í meginskjálftanum í gær.
Af þessu er ljóst,að skjalftahrinunni er ekki lokið.En visindamenn virðast sammála um að ekki komi eins stór skjálfti eins og í gær í bráð en sá skjálfti var 6,3 á ísl. mælikvarða.
Björgvin Guðmundsson
Snarpir eftirskjálftar í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.