Föstudagur, 10. október 2008
Nú er timabært að ríkið taki kvótann
Í þeim þrengingum,sem nú er við að etja er tímabært að ríkið taki kvótann í sínar hendur. Ríkið á að innkalla allar veiðiheimildir og leigja þær út eða
bjóða upp. Ríkið þarf á öllum sínum tekjum að halda nú og þess vegna er ástæðulaust að láta einkaaðila valsa með eign þjóðarinnar,veiðiheimildirnar og í mörgum tilfellum leigja handhafar kvótanna þá út.Það er nær að ríkið leigi út sína eign. Ekki mun veita af tekjunum til þess að rétta efnahag þjóðarinnar við. Auk þess á að auka þorskkvótann eins og Guðjón Arnar hefur lagt til. Það er nógur fiskur í sjónum og það mundi hjálpa efnahag þjóðarinnar mikið að auka strax þorskkvótann.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll!
Ef við viljum fara milda leið þá má fara fyrningarleiðina.
Kv .BG
Björgvin Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.