Miðvikudagur, 7. október 2009
Unnu mál gegn peningamarkaðssjóðum í undirrétti
Héraðsdomur hefur fallist á varakröfu hlutdeildarskírteinishafa í peningamarkaðssjóðum Landsbankans að hluta til. Fallist var á,að þeir sem höfðuðu málið ættu rétt á bótum en ekki var sagt hve miklum bótum. Sennilega verður að fara í ný mál til þess að fá ákveðnar bóaupphæðir. Hér er um mjög merkilegt mál að ræða sem getur verið fordæmisgefandi.Vonandi leiðir þetta til þess að fólk,sem tapaði miklum fjárhæðum í peningamarkaðssjóðum fái frekari bætur.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Bótaskylda Landsvaka viðurkennd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Peningarmarkaðssjóðirnir voru að fjárfesta í hlutabréfum
Afhverju er réttur þeirra sem fjárfestu beint í hlutabréfum minni (í raun enginn) en þeirra sem gerðu það í gegnum peningarmarkaðssjóðina?
Grímur (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 14:25
Sæll Grímur!
Þeir sem kaupa hlutabréf i fyrirtækjum vita að þeir eru að taka áhættu.Ef vel gengur græða þeir en ef illa gengur tapa þeir. Ef fyrirtækið verður gjaldþrota tapa þeir öllu.
Kveðja
Björgvin Guðmundsson
Björgvin Guðmundsson, 7.10.2009 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.