ESA:Neyðarlögin halda

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur nú tilkynnt um bráðabirgðaniðurstöðu vegna sjö kvartana erlendra fjármálastofnana undan neyðarlögunum sem sett voru í fyrrahaust. Þar ítrekar ESA álit sitt frá 4. desember s.l. um að neyðarlögin samræmist EES-samningnum.

 

Í frétt um málið á vefsíðu stjórnarráðsins segir að þessar sjö kvartanir hafi komið frá almennum kröfuhöfum gagnvart einhverjum af gömlu bönkunum. Kvartað var vegna neyðarlaganna og aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við þau.

 

Bráðabirgðaniðurstaða ESA er í öllum tilvikum á sama veg og í niðurstöðunni frá 4. desember, þ.e. fallist er á sjónarmið Íslands í málunum, forgangur sem innstæðum var veittur fær staðist að mati ESA og íslensk stjórnvöld höfðu að mati stofnunarinnar rétt til að verja bankakerfið og almannaöryggi. Ekki er fjallað um hugsanlega mismunun milli innlendra og erlendra innstæðueigenda í neinu þessara mála, fremur en í því máli sem tilkynnt var um þann 4. desember.

 

Sem kunnugt er tilkynnti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) með bréfi dags. 4. desember sl. að stofnunin hefði komist að bráðabirgðaniðurstöðu vegna kvörtunar hóps almennra kröfuhafa á hendur gömlu bönkunum, vegna aðgerða íslenskra yfirvalda í tengslum við setningu laga nr. 125/2008 (sk. neyðarlaga).

 

Bráðabirgðaniðurstaða ESA var sú að ákvæði laganna, einkum varðandi forgang sem innstæðum var veittur og ráðstafanir íslenskra stjórnvalda á grundvelli laganna, samræmist EES-samningnum og öðrum lagalegum skilyrðum. ESA benti á að önnur úrræði hafi ekki verið sjáanleg en þau sem gripið var til sem hefðu getað spornað við algjöru hruni efnahagslífsins á Íslandi.

 

Jafnframt féllst ESA á það sjónarmið stjórnvalda að neyðarlögin og ákvarðanir FME hafi verið einu aðgerðirnar sem voru trúverðugar við þær aðstæður sem uppi voru.(visir.is)

Niðurstaða ESA er mjög mikilvæg enda þótt ESA sé ekki dómstóll. Hvort niðurstaða EFTA dómstólsins verður samhljóða veit enginn fyrr en sá dómstóll fjallar um málið og kveður upp sinn dóm.

Björgvin Guðmundsson

 

  •  
    • +++

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband