Eiga aldraðir að lifa á 200 þúsund kr á mánuði eftir skatt?

Margir undrast það hvað stjórnvöld tregðast  mikið við að veita þeim lægst launuðu meðal aldraðra  sómasamleg kjör þ.e.  kjör sem gera eldri borgurum kleift að lifa með reisn á efri árum.Þeir eiga ekki að þurfa að kvíða morgundeginum. Lífeyrir þeirra,sem verst eru settir í dag,  er  197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá þeim,  sem eru hjónabandi  og 229 þúsund kr á mánuði hjá einhleypum. 

Samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.  Alþjóðasamningar segja ,  að lífeyrir aldraðra eigi að hækka svipað  lágmarkslaunum.Eftir þessu hefur ekki verið farið.Árið 2015 urðu gífurlega miklar launahækkanir  hér; launaþróun  var slík, að eðlilegt var, að lífeyrir hækkaði mjög ríflega. En hvað gerðist þá?

Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði um 3% í janúar 2015 og síðan ekkert meira allt árið þrátt fyrir miklar hækkanir flestra stétta.Lágmarkslaun verkafólks hækkuðu í mai  um 14,5%.Þá hefði verið eðlilegt,að lífeyrir hækkaði um það sama eða  a.m.k. um 11,5 %.En það gerðist ekki.Læknar fengu yfir 40% hækkun á þessu ári,fiskvinnslufólk,sem var að byrja, fékk 30% hækkun, og þannig mætti áfram telja.

Loks í janúar 2016 hækkaði lífeyrir á ný,  um 9,7%,  eftir að hafa verið óbreyttur í 11 mánuði;  þá hækkuðu lágmarkslaun á ný svipað og lífeyrir.

Miðað við orðalag laganna er  ljóst,að lögin hafa verið brotin á öldruðum og  öryrkjum.Lífeyrir hækkaði ekki í samræmi við launaþróun 2015 og lífeyrir hækkaði  ekki í samræmi við hækkun lágmarkslauna.

Stjórnvöld hafa ekki hagað sér betur við aldraða á þeim tíma, sem liðinn er síðan.Lífeyrir hækkaði  i janúar 2016 og síðan ekkert meira allt árið 2016. En í janúar 2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar,sem höfðu verið meira en 10 ár í undirbúningi.Bötnuðu þá ekki kjör lífeyrisfólks mikið? Nei öðru nær.Frumvarpið var lagt fram með 0 kr hækkun fyrir þá lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja!Það tókst að þvinga stjórnvöld til þess að láta aldraða og öryrkja fá örlitla hækkun í janúar 2017 eða þessa: Giftir eldri borgarar og þeir sem voru í sambúð hækkuðu um  12 þúsund á mánuði eða í 197 þúsund á mánuði eftir skatt.Einhleypir eldri borgarar hækkuðu um 22 þúsund kr á mánuði eða í 229 þúsund á mánuði eftir skatt.Ekki var þetta stórmannlegt hjá fyrrverandi ríkisstjórn.Þetta var alger hungurlús.

 

Björgvin Guðmundsson,viðskiptafræðingur

Birt í Fréttablaðinu 21.júni 2017

 

 

 

 

 

 

 

 


Fá margar milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir slíkar afturvirkar hækkanir

Enn einu sinn hefur kjararáð ákveðið að stórhækka háttsetta embættismenn upp úr öllu valdi og veita þeim stórar fúlgur í afturvirkar launabætur.Þannig fær ríkisendurskoðandi 4,7 milljónir í afturvirkar launabætur.Hvenær fá aldraðir og öryrkjar slíkar launabætur aftur í tímanna.Sennilega ekki fyrr en kjaramál aldraðra verða færð undir kjararáð.Ríkisendurskoðandi hækkar nú í launum úr 1,3 milljón kr í 1,7 milljón kr. á mánuði.Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hækkar úr 1,6 milljón kr í 1,8 milljón kr. og fær 4  milljónir í vasann strax í afturvirkar launabætur.Hagstofustjóri hækkar úr 1,3 milljón í 1,5 milljón kr.Hann fær 1,2 milljónir í uppbætur til baka.

Þetta er enn eitt dæmið um það,að nógir peningar eru í þjóðfélaginu.En þeim er dreift til fárra útvaldra.Aldraðir og öryrkjar fá ekki líkar launabætur og hér eru raktar.Þeir mega áfram hafa 200 þús á mánuði eftir skatt,þeir sem eingöngu hafa tekjur frá TR.Meðferðin á öldruðum er blettur á íslensku samfélagi.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir hefur hækkað miklu minna en lágmarkslaun

Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði á alþingi,að lífeyrir hefði hækkað jafnmikið og lágmarkslaun.Þetta er alrangt eins og fram  kemur í eftirfarandi  frá Öryrkjabandalagi Íslands:

Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur.
Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.

Niðurstaða Hagfræðistofnunar var sú,að á tímabiinu  2009 til 2016 hefðu laun hækkað um 37% en lífeyrir um 10%.Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega hækkaði á sama tíma aðeins um 6%. Það er því ljóst,að ráðherrann hefur farið með rangt mál.Lífeyrir ´hækkar miklu minna á umræddu tímabili en laun.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fráleitt að banna reiðufé

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur áhuga á því að banna reiðufé.Það er furðulegt.Hann hefur nefnt málamyndástæður fyrir því svo sem að koma  eigi í veg fyrir að hryðjuverkamenn geti þvegið peninga sína á Íslandi.Ekki hafa verið birtar neinar upplýsingar um að það hafi verið reynt.Ég tel þetta  vera algera málamyndaástæðu.Sennilegra er,að Benedikt vilji færa sem mest viðskipti til kortafyrirtækjanna.Landsbankinn færði Borgun nokkra milljarða á silfurfati  með vafasömum viðskiptum.Margir töldu þá,að bankamálaráðherrann þáverandi,BB,hefði haft puttana í þeim viðskiptum.Það vekur mikla tortryggni,að Benedikt fjármálaráðherra vilji nú fullkomna verkið með því að færa kortafyrirtækjunum öll peningaviðskipti en ef Benedikt bannar reiðufé færast þau viðskipti öll til kortafyrirtækjanna.

Erna Indriðadóttir segir,að engri annarri þjóð hafi komið til hugar að banna reiðufé.Og það er rétt enda er þetta fráleit ráðstöfun. Fólk á að geta ráðið því sjálft hvort það vilji borga með peningum eða greiðslukortum.Stjórnvöld eiga ekki að ákveða það fyrir okkur.Einhvern tímann hefði það þótt alger forsjárhyggja,að stjórnvöld ætluðu að taka slíka ákvörðun fyrir almenning.Ef einhver vinstri flokkur hefði lagt slíkt til hefði Sjálfstæðisflokkurinn(og útibú) umhverfst.
 
Björgvin Guðmundsson

Eldri borgarar fá skattafslátt erlendis

Mörg ríki veita eldri borgurum skattafslátt með skattleysismörkum,sem ætluð eru fyrir ellilifeyrisþega.Þessi ríki verðlauna eldri borgara.Hér er þeim refsað.Lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir til þess að bæta kjör íslenskra launamanna.Þeir áttu að veita lífeyrisfólki myndarlega  viðbót við lífeyri frá  almannatryggingum.Reynslan hefur orðið sú, að ríkið hrifsar til sín meirihlutann af því sem lífeyrisfólk á að fá eða eða yfir 70%,sem ríkið tekur í skatta og skerðingar.Er ekki kominn tími til að leiðrétta ranglætið.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Baráttan bar árangur: Engir vopnaðir lögreglumenn 17.júní!

Það er stundum sagt,að barátta almennings gegn stjórnvöldum beri engan árangur.Stjórnvöld lemji hausnum við steininn.Og víst er það oft rétt. En það eru einnig mörg dæmi um það,að barátta almennings beri árangur.Og eitt dæmi þess sást 17.júní.Lögreglan var búin að tilkynna að lögregla mundi mæta með alvæpni 17.júní.Og það stóð ekki á ýmsum að réttlæta það,að svo yrði.En andstaða almennings var einnig mikil.Almenningi leist ekki á að byssumenn vöktuðu almenning 17.júní.Það mundi spilla þjóðhátíðinni. Og barátta almennings bar árangur. Stjórnvöld sáu að sér: Enginn vopnaður lögreglumaður sást 17.júní í Reykjavik,ekki vegna þess að hættan á hryðjuverkaárás hefði skyndiega minnkað,heldur vegna þess að stjórnvöld áttuðu sig á því að almenningur vill ekki hafa byssumenn yfir sér á þjóðhátíðinni. Ekki hefur heyrst,að neinar vísbendingar hafi borist um,að hryðjuverkamenn væru hér eða væntanlegir hingað.En vissulega þarf lögreglan hér samt að vera við öllu búin.En ég hef sagt og endurtek það að byrja má á því að auka öryggisviðbúnað á flugvöllum og í höfnum landsins.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvers vegna er kjörum aldraðra og öryrkja haldið niðri?

Vinur minn einn á Facebook skrifaði eftirfarandi færslu þar: Af hverju þurfa öryrkjar og aldraðir alltaf að berjast með kjafti og klóm fyrir lífi sínu? Hvers vegna eiga stjórnvöld aldrei frumkvæði að (kjara) leiðréttingum? Ég tek undir þessi orð. Eftir að ég hafði unnið í mörg ár fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík, fór ég einmitt að undrast það hvað stjórnvöld hér voru neikvæð í garð aldraðra og öryrkja. Þessu er öfugt farið í grannlöndum okkar. Þar eru stjórnvöld jákvæð i garð eldri borgara og öryrkja. Þetta breytist ekkert hér þó uppsveifla sé í hagkerfinu, hagvöxtur í hæstu hæðum og afkoma ríkissjóðs hafi stórbatnað. Stjórnvöld haga sér áfram í samskiptum við lífeyrisfólk eins og kreppa sé í landinu! Nógir peningar fyrir aðrar stéttir. Launahækkanir til annarra en aldraðra og öryrkja eru hins vegar ekki skornar við nögl. Stöðugt berast fréttir af nýjum kjarasamningum embættismanna og miklum launahækkunum þeirra. Áður höfðu verið birtar fréttir af miklum launahækkunum ráðherra og alþingismanna. Það er athyglisvert við launabreytingar embættismanna og stjórnmálamanna, að þeir fá yfirleitt allir hækkanir langt aftur í tímann allt upp í 18 mánuði! Hvers vegna fá aldraðir og öryrkjar ekki afturvirkar hækkanir á sínum lífeyri? Með hliðsjón af öllum þessum miklu launahækkunum er vissulega tímabært að endurskoða lífeyri aldraðra og öryrkja og hækka hann það myndarlega að þessir aðilar geti lifað mannsæmandi lífi og þurfi ekki að kvíða morgundeginum. Í umræðunni um kjaramál aldraðra og öryrkja er vert að halda eftirfarandi til haga: Greiddir eru fullir skattar af lífeyri aldraðra og öryrkja. Lífeyrir úr lífeyrissjóði veldur skerðingu lífeyris frá almannatryggingum. Ég tel að lífeyrir aldraðra og öryrkja eigi að vera skattfrjáls. Þannig er það í Noregi. Þegar stjórnvöld birta upplýsingar um kjaramál aldraðra og öryrkja láta þau gjarnan í té upplýsingar um heildartekjur allra lífeyrisþega (og þar á meðal lífeyrissjóðstekjur). Með því að taka hæst launuðu eldri borgara með hækkar meðaltal tekna verulega og það lítur út fyrir að tekjur allra eldri borgara séu ágætar. En svo er ekki. Margir eldri borgarar og öryrkjar hafa mjög lágan lífeyri og óviðunandi kjör. Bæta þarf kjör þeirra, sem verst eru staddir Kjarabarátta eldri borgara snýst um að bæta kjör þeirra, sem verst eru staddir; þannig að þeir hafi sómasamleg kjör. Einnig er barist gegn skerðingu tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingar en að þeir yllu ekki skerðingu tryggingalífeyris.

Björgvin Guðmundsson

Fréttablaðið 15.júní 2017


Á lögreglan að vera með alvæpni út um allt?

Ríkislögreglustjóri hefur allt í einu tekið upp á þvi að láta rikislögregluna mæta með alvæpni hvar sem almenningur safnast saman til samkomuhalds.Sjálfsagt gerir hann þetta í samráði við Bjarna Benediktsson.Það var gagnrýnt í þjóðaröryggisráði,að þetta skyldi ekki tilkynnt fyrirfram,heldur kom þetta almenningi gersamlega á óvart.Vissulega þurfa Íslendingar að vera við öllu búnir,þar eð ekki er unnt að útiloka það,að það verði framin hryðjuverk á Íslandi eins og í grannlöndum okkar.

En ég hefði talið að byrja ætti á þvi auka öryggisgæslu á flugvöllum og í höfnum landsins þar sem möguleiki er á,að óvelkomnir og hættulegir gestir gætu komið til landsins.En það hefur ekki verið gert og má það furðulegt heita.Það virðist því svo sem rikislögreglustjóri og einhver úr rikisstjórninni séu í hermannaleik.Þegar lið ríkislögreglustjóra mætti allt í einu með alvæpni í miðbæ Reykjavikur var það eins og sýning fremur en öryggisráðstöfun.En auðvitað veigra menn sér við að gagnrýna ráðstafanir ríkislögreglustjóra.Enginn vill draga úr því að brugðist sé rétt við.Ég tel t.d. ágætt að setja upp vegartálma á stórum útisamkomum.Það dregur úr því að unnt sé a aka á stórum flutningabílum inn i mannfjölda til þess að skaða hann.En það er unnt að auka öryggsgæslu mikið án þess að skjóta almenning skelk í bringu.Ákveðin upplýsingamiðlun getur einnig verið nauðsynleg.

Björgvin Guðmundsson


Fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar:Lamandi hönd

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,sem samþykkt var með eins atkvæðis mun 1.júní leggst eins og lamandi hönd yfir alla innviði þjóðfélagsins: Einkum  er þetta tilfinnanlegt fyrir heilbrigðiskerfið,menntamálin,samgöngur og velferðarkerfið og þá sérstaklega málefni aldraðra og öryrkja.Allir flokkar lofuðu fyrir kosningar að efla þessa málaflokka.Auk þess eru jöfnunarráðstafanir veiktar svo sem húsnæðisbætur og barnabætur.Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram tillögur um breytingar á tekjuhliðinni.Lagðar voru fram tillögur um réttlátara skattkerfi,sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar.Mikil þörf er á því að samþykkja og framkvæma slíkar tillögur..

Björgvin Guðmundsson


Ný rikisstjórn Theresa May er mjög veik!

Theresa May hefur myndað nýja ríkisstjórn enda þótt hún hafi tapað meirihlutanum á þingi.Þetta er minnihlutastjórn sem styðst við hlutleysi Lýðræðislega sambandsflokksins,DUP á Norður Írlandi.Sá flokkur hefur 10 þingsæti.Hann fær ekki sæti í ríkisstjórninni.DUP er mjög hægri sinnaður flokkur,lengra til hægri en breski Íhaldsflokkurinn. Íhaldsflokkurinn fékk 318 þingsæti og tapaði meirihlutanum,missti 12 þingsæti.326 sæti þarf til þess að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn vann mikið á,bætti við sig hátt í 30 þingsætum.

Stjórn Theresa May verður mjög veik og mun eiga erfitt með að koma málum gegnum breska þingið.Theresa May ætlar samt að hefja samningaviðræður við ESB um útgöngu Breta úr ESB seinna í þessum mánuði. En samningsstaða May hefur veikst.Hún misreiknaði sig herfilega; hélt að hún gæti styrkt stöðu sína með því að efna til kosninga. En það reyndist þveröfugt. Theresa May stóð sig illa í kosningabaráttunni,gerði hver mistökin á eftir öðrum.Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins stóð sig hins vegar mjög vel í kosningabaráttunni;naut sín mjög vel.Dæmi um mistök May: Lagði til,að eldri borgarar yrðu látnir borga sjálfir fyrir að fara á hjúkrunarheimili.Málið snérist í höndunum á henni og hún varð að falla frá því. Corbyn boðaði hins vegar róttæka stefnu í heilbrigðismálum og velferðarmálum,vildi efla mikið heilbrigðiskerfið.

Ekki er talið,að stjórn May verði langlíf. Flokksþing verður hjá Íhaldsflokknum í oktober og þá gæti dregið til tíðinda.Boris Johnson utanríkisráðherra reynir ef til vill að velta May úr sessi.

Björgvin Guðmundsson


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband