Ég minnist kreppunnar fyrir stríð

Samdrátturinn í íslensku efnahagslífi hefur nú breytst í kreppu.Atvinnuleysi eykst,fyrirtækin eru að stöðvast og mörg gjaldþrot framundan.Fólk er hrætt og kvíðir framtíðinni sem von er.En við getum huggað okkur við . að  við höfum byggt upp öflugt velferðarkerfi og sterka lífeyrissjóði.

Ég minnist kreppuáranna fyrir stríð.Ég var þá 5-6 ára.Pabbi var atvinnulaus.Hann var verkamaður og það var enga vinnu að fá.Og það voru engar atvinnuleysistryggingar þá.Það þýddi því ekkert að skrá sig atvinnulausan í traustri þess að fá atvinnuleysisbætur. Þær voru ekki til .Ef allt um þraut og enginn matur var til handa börnunum urðu menn að leita á náðir bæjarins og biðja um fátækrastyrk.En verkamenn voru stoltir í þá daga og fóru ekki til bæjarins nema í algerri neyð. Pabbi reyndi að snapa eitthvað að gera niður við höfn og tókst stundum að fá einhver viðvik.En oft var ekkert að hafa.Þetta voru erfiðir tímar svo tímarnir í  dag eru luxustímar miðað við kreppuárin fyrir stríð.Þó veit ég að það er efitt hjá mörgum í dag,sérstaklega þeim sem eru  að berjast við að halda húsnæði sínu og eiga erfitt með að greiða af´húsnæðislánum,sem hækka og hækka vegna verðtryggingar og myntkörfulána.Aðgerðir ríkisvaldsins til bjargar þessu fólki þola enga bið.

 

 

Björgvin Guðmundsson


Verðbólgan komin í 15,9%

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í október  hækkaði um 2,16% frá fyrra mánuði samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis  hækkaði um 3,02% frá september.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,9% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 17,8%. Er þetta mesta verðbólga á ársgrundvelli hér á landi frá því í maí 1990 þegar verðbólgan var 18,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4% sem jafngildir 16,8% verðbólgu á ári (22,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis). 

Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 4,3% (vísitöluáhrif 0,55%) og verð á fötum og skóm um 4,9% (0,22%). Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 7,1% (0,46%), á varahlutum og hjólbörðum um 19,6% (0,2%), á flugfargjöldum til útlanda um 18,7% (0,2%) og verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum o.fl. hækkaði um 10,6% (0,15%). nt

Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,4% (-0,17%).

Kostnaður vegna eigin húsnæðis lækkaði um 1,3% (-0,21%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,24% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,03%.

Hagstofan segir, að hlutur húsnæðisviðskipta þar sem fasteignir og lausafé séu notuð sem greiðsla hefur vaxið verulega frá maí á þessu ári. Við núvirðingu kaupsamninga í viðskiptum af þessu tagi hefur verið ákveðið að hækka ávöxtunarkröfuna sem notuð er við útreikning á staðgreiðsluverðmæti fasteigna. Áhrifin af þessari leiðréttingu eru 0,22% til lækkunar á vísitölu neysluverðs.

Nýskráningar bifreiða hafa nánast stöðvast af efnahagsástæðum. Í ljósi þessa er ekki tekið tillit til breytinga á listaverði bíla frá september, en það hefði hækkað bifreiðalið vísitölunnar um 4,1% (áhrif 0,30%).(mbl.is)

Kjaraskerðingin heldur áfram.Verðbólgan hefur aukist allt árið eða frá því nýir kjarasamningar voru gerðir 1.feb.sl.Gengi krónunnar hrundi í mars og hefur verið í frjálsu falli síðan.Ekki veit ég hvað kjaraskerðingin er orðin mikil en gengið hefur fallið um 50%.Það þýðir 100% hækkun á  verði erlends

gjaldeyris.Vonandi tekst að stöðva fall lrónunnar þegar lán IMF kemur og  og unnt  verður að koma á frjáksum gjaldeyrisviðskiptum.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Verðbólgan nú 15,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin var á eyðslufylleríi

Þjóðin hefur lifað um efni fram mörg undanfarin ár.Góðærið svonefnda var  byggt á erlendum lánum að verulegu leyti.Það var látið líta þannig út að allt léki í lyndi. Allur almenningur eyddi langt um efni fram.Fólk keypti luxusbíla,luxuríbúðir, luxus innbú  og luxus ferðir til útlanda en hugsaði lítið um hvort það hefði efni á þessu. Það elti hver annan á þessu eyðslufylleríi. En viðskiptahallinn við útlönd og miklar yfirdráttarheimildir heimilanna sýndu,að fólk hafði ekki efni á þessu.Viðskiptahallinn við útlönd  átti stærsta þáttinn í gengishruni krónunnar.Krónan hefur fallið um a.m.k. 50 % á árinu. Gengishrun krónunnar og verðbólgan var staðreynd áður en bankahrunið kom til sögunnar. Það bættist við og eykur nú á vanda þjóðarinnar.
Meðan "góðærið" var voru kjör almennings bætt verulega.Kaupmáttur jókst. En eldri borgarar og öryrkjar gleymdust. Kaupmáttur lífeyris þeirra jókst aðeins um brot af því,sem kaupmáttur almennings jókst um. M.a. þess vegna er ekki unnt að leggja neinar byrðar á aldraða og öryrkja nú.
Björgvin Guðmundsson

50 þús. mótmæla yfirgangi Breta gegn okkur

Tæplega fimmtíu þúsund manns hafa skrifað nafns sitt við þjóðarávarp til Breta á netsíðunni Indefence, en síðan var opnuð á fimmtudaginn. Á síðunni er þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum gegn íslensku bönkunum mótmælt harðlega. Nokkuð hefur verið fjallað um átakið í erlendum fjölmiðlum en markmiðið er að afhenda breskum yfirvöldum yfirlýsinguna og undirskriftalistann í viðurvist fjölmiðla. (visir.is)

:Þessi mótmælaalda sýnir hve fólki ofbýður yfirgangur Breta gegn Íslendingum en þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur,"vinaþjóð" í NATO.Íslendingar hafa mótmælt þessu hjá NATO en ekki verður séð,að NATO hafi neitt gert í málinu.

Björgvin Guðmundsson



 



Ný könnun: Samfylking með 36%

Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki verið minna síðan í maí 2004, þegar fylgið mældist 25,0 prósent, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29,2 prósent segjast nú styðja flokkinn. Væru þetta niðurstöður kosninga fengi flokkurinn 20 þingmenn, í stað 25 nú.

Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi meðal kvenna og á höfuð­borgarsvæðinu, rúmlega sex prósentustigum. Fylgi Samfylkingar hefur á hinn bóginn ekki verið meira frá því í júní 2004, þegar 37,0 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Nú er fylgið 36,0 prósent
Stuðningurinn eykst mest frá síðustu könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, um rúm tíu prósentustig.
Miðað við fylgi Samfylkingarinnar í dag fengi flokkurinn 24 þingmenn kjörna, en hafa 18 nú.

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er 65,2 prósent, en einungis 41,3 prósent styðja ríkisstjórnina. Meirihlutinn, eða 58,8 prósent styðja hana ekki. Ef litið er á stuðning við ríkisstjórnir eftir stuðningi við stjórnmálaflokka, segjast 94,4 prósent sjálfstæðisfólks styðja ríkisstjórnina nú, sem er svipað og í síðustu könnun en einungis 51,7 prósent samfylkingarfólks. Í síðustu könnun sögðust 87,1 prósent þeirra styðja ríkisstjórnina.( visir.is)

Þetta er athyglsverð skoðanakönnun.Enda þótt stjórnaflokkarnir fái 65,2% fylgi samanlagt styðja aðeins 41,3% ríkisstjórnina. Og af þeim,sem styðja Samfylkinguna styðja aðeins 51,7% ríkisstjórnina. 94,4% Sjálfstæðismanna styðja stjórnina. Er ljóst,að hinar erfiðu efnahagsaðstæður hafa dregið úr stuðningi við stjórnina.

Fylgi Vinstri grænna er nú svipað og í mars 2007, þegar 23,3 prósent studdu flokkinn. Nú er fylgið 23,0 prósent og Vinstri græn fengju því 15 þingmenn kjörna í stað níu nú. Mesta aukningin er meðal karla, um 8,7 prósentustig.

Björgvin Guðmundsson

 


Varnarræða Björgólfs

Björgólfur Guðmundsson flytur mikla málsvörn í Morgunblaðinu í dag. Agnes Bragadóttir ræðir við hann um fall bankanna,útrásina, ábyrgð eigenda bankanna  og útrásarfyrirtækja.Björgólfi tekst málsvörnin nokkuð vel. Í stuttu máli sagt telur hann sig bera litla ábyrgð. Agnes spyr hvort hann hafi ekki séð orðna atburði fyrir og hvort hann og stjórnendur Landsbankans hefðu ekki getað tekið í taumana. Hann segir,að Seðlabankinn hafi fylgst náið með' bankanum. Matsfyrirtæki hafi metið stöðu bankans reglulega og bankinn hafi staðist öll próf. Hann segir: Hinn 30.sept.lá fyrir í bankanum hjá okkur,að við áttum eignir umfram skuldir.En eftir að Seðlabankinn og ríkisstjórnin þjóðnýtti Glitni lokaðist fyrir allar lánalínur og bankarnir áttu ekkert líf eftir það.

Björgólfur er spurður um eignir sinar en hann segist ekki vita hverjar þær eru. Hann veit ekki hver staða hans er

i dag. Þeir feðgar töpuðu 130-140 milljörðum við þjóðnýtingu Landsbankans.

Björgólfur segir að hann hafi ekki sem bankaráðsmaður mátt hafa áhrif á lánveitingar til einstakra viðskiptamanna.Hann hafi fylgst með störfum bankans sem bankaráðsmaður og fengið allar skýrslur.

Staðan er þessi: Seðlabankinn firrir sig ábyrgð. Fjármálaeftirlitið firrir sig ábyrgð og bankaráð og bankastjórar firra sig ábyrgð. En ég tel,að þessir aðilar beri allir ábyrgð.Auðvitað átti bankaráð og bankastjórar Landsbankans að  taka í taumana og stöðva óeðlilega  miklar lántökur erlendis. Þessir aðilar máttu vita að bankinn gæti ekki endurgreitt þessi miklu lán.Bankarnir hafa verið  duglegir við að brýna fyrir einstaklingum að taka ekki of mikil lán og  þeir hafa verið duglegir að innheimta hjá þeim en sjálfir hafa bankarnir ekki farið eftir þeim reglum,sem þeir settu einstaklingum,sem tóku lán hjá þeim.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir og láglaunafólk geta ekki tekið á sig neinar byrðar

Það er farið að tala um það,að þjóðarframleiðslan muni  dragast saman um 10% næsta ár.Sagt er,að ráðstöfunartekjur geti dregist saman enn meira.Þó á ekki að leggja neina skatta á þjóðina vegna lántökunnar hjá IMF. En atvinnuleysi eykst nú ört og gengishrun krónunnar hefur valdið mikilli kjaraskerðingu.Talið er líklegt að ríkið verði að taka á sig einhverjar byrðar vegna Ice save reikninga Landsbankans í Bretlandi.Hrun bankakerfisins veldur atvinnulífinu og almenningi miklum erfiðleikum.Lífeyrissjóðirnir hafa tapað miklum fjármunum.Talið er víst,að fljótlega verði að draga úr ríkisútgjöldum eða hækka skatta.Allt er þetta þó óljóst enn. En auknar byrðar munu örugglega leggjast á þegna þjóðfélagsins. En þá er áríðandi að dreifa byrðunum réttlátlega. Hinir lægst launuðu geta ekki tekið á sig neinar byrðar.Það gildir um  lægst launuðu launþega,aldraða og öryrkja. Þessir aðilar hafa aðeins 130 þús. kr. á mánuði eftir skatta. Það lifir enginn af lægri tekjum og raunar er ekki unnt að lifa sómasamlegu lífi af þessum tekjum. Þess vegna verður að leggja byrðarnar á þá betur settu.

 

Björgvin Guðmundsson


Björgólfur G.: Þjóðnýting Glitnis setti bankana á hausinn

Mikið viðtal birtist við Björgólf Guðmundsson,fyrrv. bankaráðsformann Landsbankans í Mbl.Þar segir svo m.a.: ..þegar Glitnir var tekinn,þá voru allar lánalínur og öll bankasambönd í einu vetfangi rifin af okkur Íslendingum.Þá gátum við ekki lifað   lengur.Sú aðgerð ein  og sér er sú hættulegasta og skaðlegasta,sem framin hefur verið  gagnvart íslensku þjóðfélagi".

Margir sérfræðingar um bankarekstur hafa haldið því fram áður,að þjóðnýting Glitnis  hafi gert meiri skaða en gagn,.þar eð sú ráðstöfun hafi skapað svo mikla tortryggni erlendis  gegn Íslandi,að  erlendir bankar hafi talið að íslensku bankarnir væru að komast í þrot. Strax eftir þjóðnýtingu Glitnis hrundi gengi krónunnar og samkvæmt upplýsingum Björgólfs lokuðust allar lánalínur til Íslands. En við það komust bankarnir hér í þrot. Björgólfur er hér að tala um ráðstöfun formanns bankastjórnar Seðlabankans,Davíðs Oddssonar. En það var einmitt Davíð sem afhenti Björgólfi Landsbankann á silfurfati þegar bankinn var einkavæddur!

 Björgvin Guðmundsson


Kapitalisminn er dauður

Kapitalisminn er dauður  sagði Jón Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar í þættinum  Í vikulokin á RUV í morgun.Hann tók sterkt til orða  af manni,sem hefur aðhyllst auðvaldsskipulag.Ég er að mestu leyti sammmála honum.Ég mundi segja,að aðvaldskipulagið,markaðsskipulagið hafi brugðist.Það var skoðun Bush Bandaríkjaforseta þegar hann lét bandaríska ríkið leggja  óhemju háa fjárhæð   fram til þess að reisa bandaríska fjármálakerfið við.

Íslendingar hafa eins og Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir  fallið fram og dásamað  markaðskerfið og þeir létu það afskiptalaust. Bankarnir voru efirlitslausir. Seðlabanki og Fjármálaeftirlit brugðust eftirlitsskyldu sinni.Umsvif bankanna voru orðin 12-föld þjóðarframleiðsla en Seðlabankinn gerði ekkert í málinu.Seðlabankinn segist hafa varað menn við.Þegar eldur kemur upp í húsi er ekki nóg að slökkviliðið sendi viðvörun til borgarstjóra og segi það er eldur. Nei slökkviliðið ræðst gegn eldinum og slökkvir hann. Hið sama átti Seðlabankinn að gera. Hann átti að stöðva útþenslu bankanna. Hann átti að stöðva óhóflegar lántökur bankanna erlendis.Þegar bankakerfið var komið í sömu umsvif og þjóðarbúið átti að stöðva frekari útþensku bankanna.Þá var auðvelt að eiga við málið. Það átti ekki að bíða eftir því að umsvif bankanna yrðu margföld þjóðarframleiðslan.

Björgvin Guðmundsson


IMF: Þjóðarframleiðsla dregst saman um 10%

Paul Thomsen, formaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í dag, að ljóst væri að mjög erfiðir tímar væru framundan á Íslandi. Spár gerðu ráð fyrir að verg landsframleiðsla kunni að dragast saman um allt að 10% en sú spá væri háð mikilli óvissu.

Thomsen sagði, að hættan væri sú, að þegar gjaldeyrismarkaðir verða opnaðir á ný verði gjaldeyrisflótti og það muni leiða til enn frekari lækkunar krónunnar. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki. Því væri meginverkefnið nú er að koma á stöðugleika í gjaldeyrismálum.

Til lengri tíma væri verkefnið, að koma á jafnvægi í ríkisbúskapnum. Mikil umskipti yrðu nú á stöðu íslenska ríkisins, sem hefði verið lítið skuldsett en yrði nú mjög skuldugt. Ekki lægi fyrir hverjar skuldirnar yrðu í raun fyrr en eftir nokkur ár þegar ljóst yrði hver verðmæti íslensku bankanna í útlöndum væri. 

Thomsen sagði að gert væri ráð fyrir, að draga muni úr verðbólgu á næsta ári og hún verði orðin um 4,5% í lok næsta árs.

Hann sagði að áætlað væri að Ísland þyrfti á 6 milljarða dala fjármögnun að halda á næstu tveimur árum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni leggja fram 2 milljarða dala en líklegt væri að Norðurlandaþjóðirnar myndu taka með jákvæðum hætti þátt í því verkefni.(mbl.is)

Er þetta ástand allt tilkomið vegna þrots bankanna.Ekki allt en að verulegu leyti. Krónan var búin að falla mikið  áður en bankarnir fóru í þrot. Krónan var að falla allt árið vegna mikils viðskiptahalla og vegna krónubréfa,sem var verið sð selja. Menn voru að losa sig við krónur,þar eð hún var orðin verðlaus og  menn höfðu ekki lengur trú á

íslensku efnahagslífi. Ef Ísland hefði verið með evru hefði þetta ástand ekki skapast. Miklar líkur eru á því að við hefðum einnig komist hjá þroti bankanna ef við hefðum verið með evru og verið í ESB.

 

Björgvin Guðmundsso n

 

 

Fara til baka Til baka


mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband