Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Lægstu laun komin langt fram úr lífeyri aldraðra! Gliðnun byrjuð á ný
Samkvæmt línuriti,sem ég er með fyrir framan mig yfir bætur almannatrygginga og dagvinnutekjutryggingu verkafólks eru lægstu laun verkafólks ( dagvinnutekjutrygging verkafólks) nú komin langt fram úr lífeyri aldraðra og öryrkja ( grunnlífeyrir,tekjutryggging og heimilisuppbót). Lægstu laun eru 145 þús. á mánuði en hæsti
llfeyrir frá TR 135.900. fyrir einhleypinga. En samkvæmt línuritinu var lífeyrir lífeyrisþega hærri en lægstu laun í mörg ár þar á undan. Ástæða þessa er sú,að lífeyrisþegar fengu ekki rétta uppbót á lífeyri sinn í kjölfar kjarasamninganna í febrúar. Það vantar 9100 kr. upp á á mánuði að uppbæðin sé rétt miðað við þau viðmið,sem samið var um 2003 og 2006. Þetta eru 3,3 milljarðar á ári. Fjármálaráðherra reiknaði út uppbót lífeyrisþega og hann hefur vanreiknað hana. Þetta verður að leiðrétta strax. Það á ekki að skerða kjör lífeyrisþega.Það á að bæta þau.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Jón Sigurðsson vill í ESB
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu, að tími sé kominn til að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Jón segir, að vandi Íslendinga á sviði gjaldeyris- og peningamála sé augljós. Í hagkerfinu séu í raun þrír gjaldmiðlar: íslenska króna, verðtryggð og gengistryggð reiknikróna og evra. Seðlabankinn hafi aðeins vald yfir íslensku krónunni og verði að forskrúfa hana til að geta haft áhrif á önnur viðskipti. Þetta gangi ekki nema á stuttu millibilsskeiði. ESB og evra virðist framtíðarkostir og aðrir möguleikar aðeins fræðilegir.
Jón segir m.a. að forsendur sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB eigi ekki við á Íslandsmiðum þótt sjávarútvegsmálin verði erfið viðfangs í samningum við sambandið. Þá verði aðild að ESB landbúnaðnum frekar til stuðnings en hitt vegna þess að væntanlegar stefnuákvarðanir Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni valda róttækum breytingum í landbúnaði á næstu árum.
Þessi grein Jóns eru mikil tíðindi. Áður hafa aðrir þungavigtarmenn í framsókn lýst sömu stefnu svo sem Valgerður Sverrisdóttir,Magnús Stefánsson og Björn Ingi Hrafnsson. Guðni formaður er hins vegar einangraður í málinu en nýtur stuðnings Bjarna Harðarsonar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Tímabært að sækja um ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Leiðrétta verður misrétti kvótakerfisins
Mánudagur, 28. apríl 2008
Grunnskólakennarar fá 25 þús.kr. hækkun
- Skrifað var undir kjarasamning milli Félags grunnskólakennara (FG) og launanefndar sveitarfélaga (LS) í dag. Samningurinn gildir til eins árs og hækka laun kennara um 25 þúsund krónur á mánuði 1. júní auk hækkana í ágúst og október.
Samkvæmt upplýsingum frá samningsaðilum er með hækkuninni 1. júní verið að hluta til að færa launataxta að greiddum launum þar sem yfirborganir hafa átt sér stað. Við upphaf næsta skólaárs þann 1. ágúst bætast 9000 krónur inn í launatöflu auk þess sem uppbyggingu hennar er breytt til hagsbóta fyrir yngri kennara. 1. október hækka öll starfsheiti um einn launaflokk.
Þessar þrjár hækkanir fyrir þá, sem ekki hafa notið yfirborgana, nema samtals um 15-23% á grunnlaun eftir aldurshópum. Þann 1. janúar 2009 hækka laun síðan um 2,5%. Á þessu ári má vænta að launakostnaður sveitarfélaga vegna þessa samnings hækki um 1,2 milljarða króna.
Það er fagnaðarefni,að þessir samningar skuli hafa náðst.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Laun grunnskólakennara hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Deilan á Landspítala leyst?
Forsvarsmenn Landspítala hafa frestað gildistöku nýs vaktakerfis, sem átti að taka um mánaðamótin, fram til 1. október. Leggur spítalinn til að hjúkrunarfræðingar og geislafræðingar, sem höfðu sagt upp um mánaðamótin vegna kerfisins, fresti uppsögnum fram á haust og tíminn verði nýttur til viðræðna og samninga.
Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem hófst nú klukkan 16 en þar las Anna Stefánsdóttir, annar tveggja starfandi forstjóra spítalans, upp fréttatilkynningu þessa efnis.
Fram kom í fréttum Útvarpsins, að hjúkrunarfræðingar muni væntanlega greiða atkvæði um þessa tillögu á morgun en fundur hefur verið boðaður í félagi þeirra um málið.
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Ljóst er,að stjórnendur spítalans hafa séð að sér og ákveðið að fresta framkvæmd nýs vaktakerfis. Það er virðingarvert. Væntanlega verður sumarið notað til samningaviðræðna milli aðila og vonandi næst samkomulag.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Landspítali frestar nýju vaktakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Verðbólgan 11,8%
Verðbólgan á Íslandi mældist 11,8 prósent í apríl eftir að vísitala neysluverðs hafði hækkað um 3,4 prósent á milli mánaða. Hefur hún ekki verið hærri í nærri átján ár.
Verðbólgan var 8,7 prósent í síðasta mánuði en ýmislegt kemur til hækkunar neysluverðsvísitölunni. Fram kemur á vef Hagstofunnar að gengissig íslensku krónunnar undanfarið hafi skilað sér mjög hratt út í verðlagið.
Hækkaði verð á innfluttum vörum um 6,2 prósent í mánuðinum og hafði það áhrif til hækkunar á vísitölunni um 2,1 prósent. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 7,1 prósent, þar af hækkaði verð á nýjum bílum um 11 prósent og á bensíni og olíum um 5,2 prósent.
Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 6,4 prósent en þar af hækkaði verð á mjólk og mjólkurvörum um 10,2 prósent.
Sem fyrr segir hefur vísitala neysluverðs hækkað um 11,8 prósent síðastliðna tólf mánuði .
Þessi mikla verðbólga er stóralvarlegt mál. Ríkisstjórnin verður að taka í taumana. Það þarf strax að láta samkeppniseftirlitið gera rannsókn á því hvað verðlag hefur hækkað mikið undanfarið. Þá mun koma í ljós,að sumar vörur hafa hækkað óeðlilega mikið. Reynist það svo á að gefa verslunum nokkurra daga frst til þess að lækka þessar vörur eitthvað en ella að setja þær undir hámarksálagningu. Það er of mikið í húfi til þess að láta allt reka á reiðanum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 28. apríl 2008
Landspítalinn leitar eftir erlendu vinnuafli!
Landspítalinn hefur auglýst eftir geislafræðingum til starfa en 40 af 52 geislafræðingum hætta störfum 1. maí ef ekki leysist úr deilunni milli þeirra og stjórnenda spítalans. Ef svo fer sem nú horfir verður sú raunin.
Hansína Sigurgeirsdóttir, deildarstjóri á myndgreiningarsviði LSH, segir að ef uppsagnirnar gangi eftir þurfi að ráða jafnmarga í staðinn og rætt hafi verið um að auglýsa á Norðurlöndunum og jafnvel á Írlandi. Þegar starfa sex norskir geislafræðingar á Landspítalanum og er einkum horft til Noregs í von um framtíðarstarfskrafta.
Það þarf enginn að segja mér,að Landspítalinn fái norska geislafræðinga fyrir sömu laun og greidd eru íslenskum geislafræðingum.það verður að borga þeim hærri laun. Og hið sama er að segja um hjúkrunarfræðinga. Ef ráðnir verða erlendir hjúkrunarfræðingar verður að greiða þeim hærri laun. En yfirstjórn Landspítalans finnst ef til vill í lagi að greiða hærri laun,aðeins ef það fer ekki til Íslendinga!Breyting á vaktafyrirkomulagi þýðir launaskerðingu fyrir hjúkrunarfræðinga.Ef spítalinn hefði boðist til þess að greiða hjúkrunarfræðingum aukakostnaðinn ( launaskerðinguna) hefðu þeir dregið uppsagnir sínar til baka.,
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Landspítalinn horfir til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. apríl 2008
Er Samfylkingin á réttri leið?
Björgvin Guðmundsson skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni: "Er Samfylkingin á réttri leið?" Þar segir svo m.a.:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Verð á kjúklingum hækkað um 30% í Nóatúni!
Nóatúns verslanirnar hafa um langt skeið selt steikta kjúklinga og hafa þeir verið mjög vinsælir hjá viðskiptavinum.En nú bregður svo við ,að verðið á heilum kjúklingunum er hækkað um 30% eða úr 998 kr í 1298 kr. Þetta er algert okur. Það er nýbúið að gera nýja kjarasamninga og meðalhækkun taxtalauna hjá láglaunafólki var 7,3%. Verðbólgan er 8,7% á ársgrundvelli.Kauphækkun nýgerðra kjarasamninga rýkur út í veður og vind. En Nóatún lætur sér ekki nægja að hækka um svipað og nemur aukningu verðbólgunnar þ.e.,um 8-10%. Nei Nóatún hækkar um 30%.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 27. apríl 2008
Kreppa framundan á fasteignamarkaði?
Spár um kreppu á fasteignamarkaði virðast vera að ganga eftir. 51 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í nýliðinni viku. Það sem af er árinu hafa umsvif á fasteignamarkaði verið í sögulegu lágmarki, og nýjustu tölur benda til áframhaldandi samdráttar.
Á vef Fasteignamatsins eru birtar upplýsingar um fjölda kaupsamninga og veltu fasteignaviðskipta á höfuðborgarsvæðinu í 67 mánuði, frá september 2002. Á þessum tíma hefur verið algengast að 5-900 kaupsamningum hafi verið þinglýst í hverjum mánuði, mestu umsvifin voru seinni hluta árs 2004 þegar algengt var að yfir 1000 samningum væri þinglýst á mánuði.
Glögg skil urðu í byrjun þessa árs, þá má segja að fasteignamarkaðurinn hafi dottið niður í tæplega þriðjung þess sem algengast var allt frá 2004. Í janúar voru viðskiptin minnst, 324 samningar, þeir voru 425 í febrúar og 354 í mars. Í þessum mánuði stefnir í að viðskiptin verði svipuð og í febrúar. Þegar skoðaðar eru tölur um fjölda kaupsamninga í viku hverri er nýliðin vika, frá 18. til 24. apríl óvenju dauf, þá var 51 samningi þinglýst. Það lætur nærri að samsvara því að rétt um 2/3 löggiltra fasteignasala hafi selt fasteign þessa viku.
Í mars voru kaupsamningar tæpum 63% færri en í sama mánuði í fyrra, veltan í krónum talin var 55% minni. Ekki er að sjá að klár skil séu komin fram í skráðum tölum í framhaldi af spá Seðlabankans um 30% lækkun á raunverði íbúða, en áhrif spárinnar, sem sett var fram 10. apríl, gætu þó enn átt eftir að koma í ljós.
Svo virðist því sem spár um kreppu á fasteignamarkaði séu að koma fram, samkvæmt þeim tölum sem birtar hafa verið á árinu. Skýringar sem fram hafa komið eru einkum að tekið hefur að stórum hluta fyrir aðgengi að lánsfé, vextir hafa hækkað, lág fjárhæð hámarksláns Íbúðalánasjóðs, verð á íbúðum er enn mjög hátt, en Seðlabankinn spáir verðlækkun. Kaupendur hafa því að stórum hluta horfið af markaðnum.
Það er mjög alvarlegt,ef mikið verðhrun verður á fasteignum. Í mörgum tilvikum er fólk með aleigu sína í íbúðum sínum. Verðhrun á íbúðum þýðir því mikið eignatjón fyrir fólk. En það er lítið unnt að gera í málinu.Helst binda menn vonir við að Íbúðalánasjóður veiti áfram hagstæð lán til íbúðakaupa og helst,að vextir lækki enn meira.
Björgvin Guðmundsson

