Sameinast Kaupþing og Spron?

Kaupþing banki og SPRON hafa ákveðið að taka upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna. Gert er ráð fyrir að viðræðunum
verði lokið á um 4 vikum. Sameining félaganna er háð samþykki hluthafafundar SPRON, stjórnar Kaupþings,
Fjármálaeftirlitsins, Samkeppniseftirlitsins og lánveitenda félaganna.

Þetta eru mikil tíðindi.Vonandi tekst sameining þessara tveggja fjármálastofnana. Það  mundi styrkja þær báðar,þó stærðarmunur sé mikill á þeim. Fjármálakreppan kallar á sameiningu banka.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is SPRON og Kaupþing saman?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halli á vöruviðskiptum við útlönd eykst.Mest aukning á innflutningi bíla!

Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 78 milljarða króna en inn fyrir 102,7 milljarða króna fob (111,9 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 24,7 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 12,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 12,5 milljörðum króna óhagstæðari en á sama tíma árið áður.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að í marsmánuði voru fluttar út vörur fyrir 34,3 milljarða króna og inn fyrir 37,1 milljarð króna fob (40,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í mars, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 2,8 milljarða króna. Í mars 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 4 milljarða króna á sama gengi.


Fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 10,1 milljarði eða 11,4% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 41% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 15,4% minna en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru nær helmingur alls útflutnings og var verðmæti þeirra 11,7% meira en árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.

 

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 2,4 milljörðum eða 2,4% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mest aukning varð í innflutningi á fólksbílum og hrá- og rekstrarvörum en á móti kom samdráttur í innflutningi á flugvélum og fjárfestingavöru.

Það er stórundanlegt,að aukning skuli mest vera í innflutningi bíla á fyrstu 3 mánuðum ársins þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu og gengislækkun krónunnar um 25%   Það er  eins og Íslendingar taki ekkert mark á efnahagslegum staðreyndum. Þeir lemja hausnum við steininn.

 

Björgvin Guðmundsson

 



mbl.is Aukinn halli á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkaupmenn gagnrýna viðskiptaráðherra

Félag íslenskra stórkaupmanna sendir Björgvini G. Sigurðsssyni viðskiptaráðherra tóninn í tilkynningu í kjölfar átaks ráðuneytisins vegna hækkunar verðlags.

Þar gagnrýnir félagið þá ákvörðun stjórnvalda að fela hagdeild ASÍ að standa að sérstöku átaki í verðlagseftirliti. Það sé ekki til þess fallið að skapa traust því bæði formaður og hagfræðingur ASÍ hafi látið hafa það eftir sér að fyrirtæki í verslun hafi hækkað vöruverð langt umfram þörf án þess að hafa þurft að rökstyðja þær fullyrðingar. Spyr FÍS hvort líklegt sé að samtök þar sem forsvarsmenn hafi svo fyrirframmótaðar skoðanir á þessum málum geti gert hlutlaustar verðkannanir.

Félagið segir þó að mesta furðu veki orð viðskiptaráðherra sem vilji að fyrirtæki fresti hækkunum og lækki jafnvel verð. „Ætlast viðskiptaráðherra virkilega til þess að verslunin í landinu taki á sig afleiðingar gengisbreytinga undangenginna vikna upp á tugi prósenta, afleiðingar erlendra hráefnishækkana upp á tugi prósenta og afleiðingar innlendra kostnaðarhækkana, einnig upp á tugi prósenta? Er ráðherrann að fara fram á það við fyrirtækin að þau jafnvel stundi undirverðlagningu á vöru og þjónustu? Er ráðherrann að ætlast til þess fyrirtækin hagi rekstri sínum þannig að hann sigli í kaf?" spyr Félag íslenskra stórkaupmanna.

Allir verða að leggjast á eitt í baráttunni við verðbólguna. Ef verðbólgan æðir stjórnlaust áfram verður það allra skaði, einnig stórkaupmanna. En vissulega getur verið erfitt fyrir stórkaupmenn að taka á sig hækkanir af völdum gengislækkunar.Aðalatriðið er að verslanir séu ekki að hækka vörur meira en gengislækkunin gefur tilefni til. Krónan hefur einnig  verið að hækka aftur þannig að það kemur væntanlega á móti.

 

Björgvin Guðmundsson


40 geislafræðingar hætta einnig

40 geislafræðingar ætla að hætta störfum á Landspítalanum á miðnætti, samkvæmt samkvæmt upplýsingum Ásbjörns Jónssonar, sviðsstjóra myndgreiningarsviðs Landspítala. Í gær ákváðu einnig rúmlega hundrað  skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar að standa við uppsagnir sínar. 

Stjórn spítalans sagði upp vaktakerfi geislafræðinga og hjúkrunarfræðinganna og átti uppsögnin að taka gildi á miðnætti. Starfsfólkið sagði þá upp störfum.

Stjórnendur spítalans ákváðu á mánudag að fresta gildistöku vaktakerfisins til 1. október og fóru þess á leit við geislafræðinga og hjúkrunarfræðinga að fresta uppsögnum til 1. október. Þeir hafa nú hafnað því.

Vandræðin á Landspítala ætla engan  endi að taka.Ekki verður séð að stjórn spítalans komist út úr þessum vandræðum öðru vísi en að draga alveg til baka nýja vaktafyrirkomulagið,sem setja átti í framkvæmd.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Geislafræðingar hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi ræðir lífeyri aldraðra

Alþingi ræðir í dag um lífeyri aldraðra og öryrkja samkvæmt ósk Guðna Ágústssonar,formanns Framsóknarflokksins.Mun verða rætt hvort útreikningur á hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja hafi verið réttur  vegna nýrra kjarasamninga í feb. sl. Alþýðusamband Íslands,Landssamband eldri borgara (LEB)og Félag eldri borgara í Reykjavík segja,að  hækkun á lífeyri lífeyrisþega hafi verið vanreiknuð  í kjölfar nýrra kjarasamninga og vanti þar 9100 kr. á mánuði upp á hjá þeim,sem einungis hafa bætur TR. Ákveðið var árið 2006,þegar samkomulag var gert milli ríkisstjórnar og LEB að við gerð nýrra kjarasamninga skyldi miða breytingar á lífeyri  við lágmarkstekjutryggingu launþega í dagvinnu en ekki lægstu taxtalaun. Þess viðmiðun var einnig í gildi 2003. Þessi skoðun kom skýrt fram á fundi félags-og tryggingamálanefndar alþingis.

Fróðlegt verður að sjá hvernig alþingi tekur á þessu máli í dag.

 

Björgvin Guðmundsson


Neyðaráætlun á Landspítala

Kappkostað verður að halda úti eins góðri þjónustu á Landsspítalanum og mögulegt er miðað við aðstæður.

Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra við Morgunblaðið eftir fund sem boðað var til seint í gærkvöldi með stjórnendum spítalanna á Akranesi, Selfossi, í Reykjanesbæ og Hafnarfirði. Á fundinum var rædd aðkoma spítalanna og samvinna við lausn á þeim mikla vanda sem fyrirsjáanlegur er á Landspítalanum þegar uppsagnir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga taka gildi 1. maí. Á fundinum voru einnig rædd viðbrögð við boðuðum aðgerðum geislafræðinga, að sögn ráðherra.

Gripið verður til viðbragðsáætlunar sem verður nánar skipulögð í dag og á morgun. „Lýstu forsvarsmenn spítalanna allir vilja sínum til að koma að áætluninni í góðu samstarfi við sitt starfsfólk. Einnig verður haft samstarf við sjúkrahúsið á Akureyri,“ sagði Guðlaugur Þór.

Áætlunin felur í sér að hægt verður að viðhalda lágmarksbráðaþjónustu á Landspítala, þ. á m. gera keisaraskurði og skurðaðgerðir vegna krabbameins, en öðrum aðgerðum verður vísað til samstarfsspítalanna eins og unnt er.

Mbl. segir í leiðara í dag,að það sem sé að á Landspítalanum sé  samskiptavandi. Það sé ekki lengur unnt að' stjórna starfsfólki með boðvaldi. Það þarf samstarf og samvinnu. Ég er sammmála Mbl. Það verður að koma á samstarfi og samvinnu á ný. Það hefur orðið alveg trúnaðarbrestur oig getur orðið erfitt að vinna trauast starfsfólksins á ný.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Neyðaráætlun með öðrum spítölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðstóll lána rýkur upp

Sú skyndilega hækkun vísitölu neysluverðs sem varð í apríl kemur sér mjög illa fyrir þá sem tekið hafa verðtryggt lán. Vísitalan hækkaði um 3,4% á milli mánaða og hefur ekki hækkað meira í tæpa tvo áratugi.

Svo tekið sé einalt dæmi þýðir 3,4% hækkun vísitölu neysluverðs að sá sem þarf að greiða 100.000 krónur af jafngreiðsluláni í maí, þarf að greiða 103.400 krónur af því í júní þegar hækkun vísitölu í apríl er farin að taka gildi til verðtryggingar. Að sama skapi hækkar höfuðstóll 20 milljóna króna láns í rúmar 20.682.000 krónur.

Einnig má taka dæmi af einstaklingi sem tók 20 milljóna króna jafngreiðslulán til 40 ára með 4,15% vöxtum 1. september 2004. Ef lánið hefði verið óverðtryggt, næmi hver mánaðargreiðsla tæpum 86 þúsund krónum. Eins og vísitalan hefur þróast þarf viðkomandi hins vegar að greiða tæpar 110 þúsund krónur í afborgun 1. júní nk., eða tæpum þriðjungi meira.

 

Ef verðbólga hefði haldist 3,7%, eins og hún var í ágúst 2004, hefði afborgunin 1. júní nk. verið tæpar 98 þúsund krónur. Hin raunverulega afborgun er 12% hærri, og til þess að greiðslubyrðin hafi ekki þyngst, þurfa laun viðkomandi því að hafa hækkað um það sem því nemur á umræddu tímabili.

Þetta er  hroðalegt. Hætt er við að  erfitt verði hjá mörgum að halda íbúðum sínum. Sérstaklega getur þetta orðið erfitt hjá ungu fólki.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Höfuðstóllinn rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í hnút á Landspítalanum

Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingum á Landsspítala segjast ekki sjá sér ekki fært að verða við tilmælum stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi 1. maí. Þetta var ákveðið á fundi hjúkrunarfræðinga nú síðdegis. Ekki hafa fengist viðbrögð frá stjórnendum sjúkrahússins enn.

„Ekkert hefur komið fram sem bendir til samningsvilja yfirmanna um að hvikað verði frá fyrirhuguðum breytingum á vaktafyrirkomulagi. Við vísum ábyrgð á því ástandi sem kann að skapast á hendur yfirmanna og heilbrigðisráðherra um leið lýsum við vantrausti á yfirstjórn LSH.

Skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar sjá sér ekki fært að halda áfram störfum undir þessum kringumstæðum þar sem við teljum að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október," segir í yfirlýsingunni, sem var lesin upp á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Reykjavík nú síðdegis.

Stjórnendur Landspítala ákváðu í gær, að fresta til 1. október breytingum á vaktakerfi, sem áttu að taka gildi 1. maí.  Anna Stefánsdóttur og Björn Zoëga, sem hafa verið sett til að gegna starfi forstjóra til hausts, sögðu á blaðamannafundi í gær, að mikilvægt væri að tryggja öryggi sjúklinga og hagsmuni starfsmanna og samfara því skipti miklu máli að nýja vaktafyrirkomulagið samrýmdist þeim kröfum sem þyrfti að uppfylla í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins, sem hefði verið innleidd með breytingum á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Björn sagði að óhjákvæmilegt hafi verið að grípa í taumana með fyrrgreindum hætti. Óformlegar viðræður frá 2004 hafi ekki dugað, óskað hafi verið eftir meira samráði og með frestun sé rétt fram sáttarhönd í þeirri von að málið leysist.

Það eru mikil vonbrigði ,að hjúkrunarfræðingar skyldu ekki  treysta sér til þess að fallast á frest til hausts.En þeir segja,að ekki sé meiningin að nota tímann til þess að koma til móts við starfsfólkið heldur sé einungis meiningin að  fresta gildistöku nýja vaktafyrirkomulagsins. Það er því skiljanlegt að starfsfólkið hafi ekki treyst sér til þess að fallast á frestinn.En það er óskiljanlegt hvernig yfirstjórn spítalans hefur getað komið öllum málum þar í jafn mikinn hnút og raun ber vitni. Fyrst er forstjórinn flæmdur burtu og síðan hætta 100 hjúkrunarfræðingar störfum.Hvað er að  gerast? Það er of seint að bjóða frest á nýju vaktafyrirkomulagi 2 dögum áður en það átti að taka gildi. Það átti að bjóða frest fyrir mörgum vikum.Það er klaufalega að málum staðið.

 

Björgvin  Guðmundsson


 

Fara til baka 


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótinn: Braskað með 1000 milljarða

Rætt var á alþingi í dag  um þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna um að  Ísland samþykki  álit Mannréttindanefndar Sþ. um kvótakerfið.Harðar deilur urðu um málið. Grétar Mar þingmaður frjálslyndra sagði,að  nokkrir útvaldir hefðu fengið fiskveiðiheimilildirnar  "gefins" í upphafi. Heimildirnar væru nú að verðmæti um 1000 milljarðar.Þær væri braskað með. Jón Magnússon þingmaður frjálslyndra spurði Karl Matthíasson þingmann Samfylkingar hvort hann samþykkti að ríkisstjórnin yrði við kröfu Mannréttindanefndar Sþ. um breytingar á kvótakerfinu. Karl svaraði því játandi.

Álit MANNRÉTTINDANEFNDAR SÞ. er bindandi. Það verður að fara eftir því og breyta kvótakerfinu eins og nauðsynlegt  er vegna álitsins.

 

 

 

Björgvin Guðmundsson


Samræmd próf í grunnskólum byrjuð

Samræmd próf í 10. bekk grunnskóla landsins hófust í morgun og var fyrsta prófið í íslensku. Alls eru prófin sex talsins, en auk íslensku er prófað í ensku, náttúrufræði, samfélagsfræði, dönsku og stærðfræði. Síðasta prófið fer fram 8. maí nk. Alls taka 4000 nemendur prófið.
Það er alltaf mikill  viðburður þegar samræmdu prófin í grunnskólum byrja. Prófin reyna á hvern og einn nemanda.Á þessum tíma er farið að sumra,sól skín og hlýindi aukast. Það er því freistandi fyrir krakkana að vera úti í góða veðrinu en þau verða flest hver að neita sér um það  og lesa fremur undir próf.
Björgvin Guðmundsson
  • Steyptist í heiminn

mbl.is Samræmdu prófin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband