Föstudagur, 2. maí 2008
Splundruð þjóð.Mikil misskipting
Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, sagði í ræðu sem hann hélt baráttusamkomu verkalýðshreyfingarinnar á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag að við stofnun lýðveldisins hafi liðsheildin skipt sköpum. Þá hafi þjóðin verið samtaka um að enginn einstaklingur hafi verið meira virði en þjóðin.
Nú sé hins vegar öldin önnur, Þjóðinni hafi verið sundrað. Búið sé að telja þjóðinni trú um að eðlilegt sé að stjarnfræðileg uppsöfnun eigi sér stað innan takmarkaðs hóps ofurlaunaaðalsins á meðan aðrir hópar sitji eftir. Það er ekki ásættanlegt að 2500 fjölskyldur þurfi matargjafir fyrir jólin á meðan einkaþotuliðið heldur upp á afmæli sín fyrir hundrað milljónir," sagði hann. Það er ekki ásættanlegt að launafólk sé með 120.000 krónur í mánaðarlaun á meðal ofurlaunaaðallinn er með fimm milljónir."
Árni sagði þjóðina aldrei hafa fengið neitt á silfurfati og að nú reyni enn á ný á þolrif hennar Vikan hafi ekki byrjað gæfulega. Verðbólgan sé nú hærri en hún hafi verið í áraraðir og yfirvöld hafi ákveðið að ráðast í niðurrif á velferðarkerfinu. Talað sé um einkavæðingu Landspítalans í fullri alvöru og við það beitt vel þekktum blekkingaraðferðum. Almenningur muni hins vegar aldrei samþykkja að velferðarkerfið verði fært einkavinum ráðamanna að gjöf.
Ögmundur Jónasson flutti 1,mai ræðu í Vestmannaeyjum og Ingibjörg Guðmundsdóttir talaði á Húsavík. Lögð var mikil áhersla á það í ræðum 1.mai að verja lífskjörin og velferðarkerfið. En ræðumenn drógu víða fram,að misskipting væri mikil í þjóðfélaginu og að hún hefði aukist.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Formaður SFR: Splundruð þjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Hvannadalshnjúkur vinsæll í sumar
.
Sívaxandi áhuga gætir hjá fólki á að spreyta sig á Hvannadalshnúki, hæsta tindi landsins. Upp er runninn sá árstími sem vinsælast er að ganga á tindinn og segja starfsmenn ferðafélaga, sem Morgunblaðið ræddi við, hnúkinn aldrei hafa verið jafnvinsælan og nú.
Ferðafélag Íslands hefur skipulagt ferð upp á Hvannadalshnúk um hvítasunnuhelgina, 10.-12. maí. Að sögn Haralds Arnar Ólafssonar leiðsögumanns eru rúmlega 100 manns skráðir í þá ferð og eru 60 á biðlista. Haraldur hefur leitt ferðir upp á hnúkinn síðan árið 2005 og að hans mati hefur sprenging orðið í áhuga fólks. Spurður hvernig standi á því segir hann um að ræða samspil margra þátta en gangan sé draumur sem blundi í mörgum. Fólk sér að þetta er ekki bara fyrir allra hörðustu fjallagarpana heldur eitthvað sem allir geta gert ef þeir undirbúa sig nógu vel.
Hvítasunnuhelgin hefur löngum verið vinsæll tími til að halda á Hvannadalshnúk en Skúli H. Skúlason hjá ferðafélaginu Útivist segir félagið ekki hafa skipulagt ferð upp á hnúkinn þá þar sem það kjósi að fara heldur þegar umferðin er minni. Útivist stendur fyrir einni ferð á hnúkinn á ári og segir Skúli að farið verði í hana fljótlega. Félagið kýs þó að hafa hana heldur fámenna og er búist við að hópurinn verði aðeins um 20 manns.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn fóru síðustu helgi í fyrstu ferð vorsins upp á hnúkinn. Að sögn Elínar Sigurveigar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra félagsins, hefur hvítasunnuhelgin notið svo mikilla vinsælda undanfarin ár að nú er svo komið að hún er sú helgi þar sem flestir skrá sig í ferðir upp á aðra tinda með félaginu því margir vilja forðast umferðina upp á hnúkinn.
Í mörgum fjölskyldum eru nú einhverjir að æfa sig fyrir ferð á Hvannadalshnjúk síðar í sumar. Aðrir ætla Laugaveginn. Það er af hinu góða að Íslendingar fari í auknum mæli í fjallaferðir,bæði til þess að kynnast landinu betur og til þess að bæta heilsuna.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hvannadalshnúkur aldrei vinsælli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 2. maí 2008
Krónan dugar ekki lengur
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, talaði sagði á fjölmennum fundi á Húsavík í gær að við undirritun kjarasamninga í vetur hefði mönnum verið ljóst að erfiðleikar væru í aðsigi en taldi að enginn hefði átt von á þeirri holskeflu sem riðið hefur yfir upp á síðkastið. Ingibjörg vék að umræðu um að taka upp evru, ýmist með eða án aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Það er ljóst að það verður að gera einhverjar róttækar ráðstafanir vegna gjaldmiðilsins en persónulega sé ég ekki að lausnin sé að hoppa inn í Evrópusambandið og taka upp evru, svona rétt sem snöggvast. Sterkur gjaldmiðill myndi breyta mörgu til hins betra en það eru fjölmörg vandamál sem evra og Evrópusambandsaðild myndu ekki leysa við þessar aðstæður, sagði Ingibjörg.
Eðlilegt er að það standi í mörgum að ganga inn í ESB. En allir virðast sammmála um að krónan dugi ekki lengur.Sennilega væri rétt að fela hópi sérfræðinga í fjármálum og peningamálum ( hagfræðingum) að kanna hvaða gjaldmiðil Íslendingar ættu að taka upp í stað krónunnar,hvort það ætti að vera evra eða einhver annar gjaldmiðill. Verst er að gera ekki neitt.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Einkarekin velferðarþjónusta óhagkvæmari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Fylgi Samfylkingar minnkar
Fylgi Samfylkingarinnar hefur dregist saman um 7% undanfarinn mánuð samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í útvarpsfréttum. Er fylgi flokksins komið undir kjörfylgið. Þá hefur stuðningur við ríkisstjórnina minnkað umtalsvert frá því í lok mars og sömuleiðis ánægja með störf ráðherra.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 26% og hefur ekki verið minna á kjörtímabilinu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er nánast óbreytt eða um 37%. Fylgi VG mælist 21% og eykst um 4 prósentur milli mánaða. Fylgi Framsóknarflokks mælist tæp 10% og fylgi Frjálslynda flokksins tæp 6 eða það sama og síðast. Fylgi Íslandshreyfingarinnar mælist varla.
58% sögðust styðja ríkisstjórnina og er það 9 prósenta minna fylgi en fyrir mánuði. Þá hefur ánægja með störf ráðherra minnkað umtalsvert frá því síðast var spurt um hana í september. Mest er ánægja með störf Jóhönnu Sigurðardóttur, eða um 60% en var 70% í september. Þá sögðust 46% vera ánægðir með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og um 40% voru ánægð með störf Björgvins G. Sigurðssonar og Geirs H. Haarde en í sepember sögðust 70% ánægð með störf Geirs.
Þessi könnun kemur ekki mikið á óvart. Mikils óöryggis gætir nú hjá fólki vegna ástandsins í efnahagsmálum. Gengishrun krónunnar hefur aukið verðbólguna mikið og hækkað greiðslur af lánum. Fólk kennir ríkisstjórninni um það. Fylgið minnkar hjá Samfylkingunni þar eð Samfylkingin hefur ekki efnt kosningaloforðin nema að litlu leyti enn.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Fylgi við Samfylkingu og ríkisstjórn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Útvarpsaga í baráttu gegn Ingibjörgu Sólrúnu!
Undanfarið hefur þess orðið vart,að útvarpsaga væri í krossferð gegn Ingibjörgu Sólrúnu,formanni Samfylkingarinnar. Stöðin hleypti af stokkunum skoðanakönnun um spurninguna: Er Ingibjörg Sólrún jafnaðarmaður? Þetta er svipað og spurt hefðio verið : Er Geir Haarde sjálfstæðismaður? Síðan kom önnur spurning: Er Samfylkingin búin að svíkja verkamenn? Þess hefur ekki orðið vart ,að sambærilegar spurningar væru lagðar fram um aðra flokka.Er þetta ekki of langt gengið hjá "óháðri" útvarpsstöð.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Kröfur verkalýðsins
Helstu kröfur verkalýðsins í dag,1.mai,eru þessar:Meiri lífskjarajöfnuð.Réttlátara samfélag.Laun umönnunarstétta verði hækkuð. Tekið verði á húsnæðisvanda láglaunafólks. Látið verði af okurvaxtastefnunni.,.Skattleysismörk fylgi lágmarkslaunum. Lífeyrisréttindi verði jöfnuð.Grunnlífeyrir fylgi lágmarkslaunum. Í grein í Vinnunni,sem kemur út í dag segir Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ að leiðrétta þurfti lífeyri aldraðra og öryrkja í kjölfar kjarasamninga Þeir eigi að fá 18000 kr. hækkun eins og láglaunafólk en fengu aðeins 4000 kr,segir hann. Kröfur verkalýðsins eru mikið fleiri. En aðalkrafan er sú,að staðið verði við nýgerða kjarasamninga.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 1. maí 2008
1.mai,baráttudagur verkalýðsins
í dag er 1.mai,baráttudagur verkalýðsins um allan heim.Farin verður kröfuganga í Reykjavík og víða annars staðar á Íslandi í dag. Það er táknrænt,að aðalbaráttumál verkalýðsfélaganna hér er: Verjum kjörin.Það er vegna þess,að verkalýðsfélögin eru nýlega búin að semja um kjarabætur og það er nú verið að taka þessar kjarabætur allar til baka.Blekið var tæplega þornað á samningunum,þegar gengi krónunnar hrundi og verkafólk var svipt þeim hækkunum sem það hafði samið um.Þetta leiðir hugann að því,að það þarf að breyta um aðferðir og breyta um frágang samninga.Það gengur ekki að gera samninga,sem eru eyðilagðir daginn eftir. Hér áður voru vísitölutryggingar í samningum. Það þýddi,að ef verðlag hækkaði,þá hækkuðu launin strax í kjölfarið.Á þann hátt voru laun verkafólks tryggt en vísitölukerfið var verðbólguhvetjandi.En ef engin önnur trygging fæst fyrir verkafólk verður að taka upp vísitölukerfið aftur. Það er ekki góður kostur en ef til vill mundu stjórnvöld þá leggja meira á sig til þess að halda verðbólgunni í skefjum. Núna yppta stjórnmálamenn bara öxlum og segja: Markaðslögmálin ráða. Við ráðum engu.Á meðan það viðhorf ræður ríkjum verður verkalýðshreyfingin að taka til sinna ráða. Það verður að verja kjörin og sækja fram.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Vaktakerfið tekur ekki gildi. Uppsagnir dregnar til baka
Skurð- og svæfingahjúkrunarfræðingar á LSH munu draga uppsagnir sínar til baka og yfirstjórn sjúkrahússins hefur fallist á að fyrirhugaðar breytingar á vaktafyrirkomulaginu taki ekki gildi og að núverandi fyrirkomulag gildi til 1. maí 2009.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mbl.is náðist samkomulag fyrir skömmu og mun verða skipuð nefnd sem á að finna leið til að að laga vinnutíma hjúkrunarfræðinganna að vinnutímatilskipun ESB og á sú nefnd að skila niðurstöðu fyrir næstu áramót.
Í tilkynningu frá yfirstjórn LSH segir: Vinnuhópurinn skal skipaður einum skurðhjúkrunarfræðingi og einum svæfingahjúkrunarfræðingi og tveimur einstaklingum tilnefndum af stjórnendum spítalans auk oddamanns sem heilbrigðisráðherra tilnefnir."
Það er ánægjulegt,að þetta samkomulag skuli hafa náðst.Báðir aðilar hafa gefið eftir, yfirstjórn spítalans dregið vaktakerfið,nýja til baka. Það tekur ekki gildi næsta árið.Og hjúkrunarfræðingar dregið uppsagnir sínar til baka eða frestað þeim í 1 ár.Væntanlega næst síðan framtíðarlausn á því
ári sem nú er til stefnu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vaktakerfið dregið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)