Föstudagur, 27. júní 2008
Flugumferðaratjórar semja
Skrifað var undir samkomulag flugumferðarstjóra og Flugstoða hjá Ríkissáttasemjara á tíunda tímanum í morgun, eftir að fundur hafði staðið í sólarhring samfleytt. Felur samningurinn m.a. í sér 4,75% launahækkun strax.
Báðir deiluaðilar kváðust sáttir við niðurstöðuna. Samningurinn gildir til 31.október 2009 og felur í sér samtals um 11% hækkun.
Það er mikið lán,að verkfallið skyldi aðeins standa stutt. Það hefði haft ómældan skaða í för með sér,ef verkfallið hefði staðið lengi.Það er talsverð kauphækkun,sem svo hátt launuð stétt sem flugumferðarstjórar, fá.
Björgvin Guðmundsson
.
![]() |
Samningur í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 27. júní 2008
Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fá fjárhagslegt sjálfstæði
Á næstu misserum er ætlunin hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu að bæta úr aðstæðum aldraðra í ljósi stefnu ríkisstjórnarinnar. Meðal annars verður dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum fjölgað. Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.
Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf. Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti, að því er segir á vef ráðuneytisins. Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.(mbl.is)
Fagna ber því,að fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði eytt að mestu.Einnig er það mikið fagnaðarefni,að eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fái fjárhagslegt sjálfstæði.Nauðsynlegt er einnig að stórfjölga hjúkrunarrýmum og eyða biðlistum.
Björgvin Guðmundsson
Föstudagur, 27. júní 2008
Verkfall flugumferðarstjóra hafið
Enn er verið að funda hjá flugumferðarstjórum og viðsemjendum þeirra en fundurinn hófst klukkan 10 í gær. Verkfallsboðun stendur því enn og þýðir það að engar lendingar verða í Keflavík næstu fjóra tímana. Tvö flugtök verða leyfð á klukkustund. Allt innanlandsflug liggur niðri þar til klukkan ellefu fyrir utan sjúkra- og neyðarflug.
Ástandið er því óbreytt og fer allt fram samkvæmt viðbúnaðaráætlun í dag. Gert er ráð fyrir 7-11 sjúkra- og neyðarflugum í Keflavík í dag. Yfirflug yfir landinu verður óbreytt að minnsta kosti í dag en að öðru leyti má segja að allt annað flug sé lamað.
Ekkert verður flogið innanlands þá fjóra klukkutíma, sem verkfallið stendur hvern dag.
Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að félagið væri að skoða stöðuna og til hvaða ráðstafana yrði gripið. Hann nefndi sem dæmi að kæmi boðað verkfall á dag til framkvæmda eins og raun er orðin yrði ekkert flogið milli klukkan 7 og 11 fyrir hádegi. Á þeim tíma eru áætluð um 16 flug og megi gera ráð fyrir að um 500 farþegar séu bókaðir í þau.
Flugfélagið Ernir var einnig að skoða stöðuna. Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri sagði að 6 áætlunarferðir væru áformaðar í dag og ljóst væri að mikil röskun yrði hjá félaginu. Hann taldi að félagið myndi geta klárað þessar ferðir þótt þær færðu fram á daginn.
Samkvæmt upplýsingum,sem birtar hafa verið um kjör flugumferðarstjóra virðast þeir hafa ágæt kjör. Þeir ættu því ekki að þurfa að fara í verkfall vegna bágra kjara. Þeir eru greinilega að nýta sér sterka aðstöðu sína til þess að stöðva allt flug og knýja fram enn betri kjör. Það leiðir hugann að því hvort svona stétt ætti að hafa verkfallsrétt.Það er alls ekki sjálfsgefið enda þótt margar fleiri stéttir,sem hafa sterka stöðu hafi verkfallsrétt. En verkfallsréttur er vandmeðfarinn og ekki má beita honum nema í algerri neyð og þegar kjörin eru slæm.
Björgvin Guðmmundsson.
![]() |
Verkfall skollið á |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júní 2008
Hanna Birna dregur ekkert að
Samfylkingin fengi átta fulltrúa og meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosningar færu fram nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun HÍ vann dagana 2.-22. júní fyrir Samfylkinguna. Fylgi Samfylkingar mælist 48,2%, en fylgi Sjálfstæðisflokks 29,2%, sem myndi skila flokknum fimm fulltrúum. VG fengi 13,5% fylgi og tvo fulltrúa.
Í könnun sem Capacent Gallup gerði í maí fékk Samfylkingin 45% fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn 27%.
Af þeim sem tóku afstöðu vildu 53,7% fá Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra, en 26,8% vildu fá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem tók við sem oddviti Sjálfstæðisflokksins þegar framkvæmd könnunarinnar var hálfnuð.(mbl.is)
Þessi könnun leiðir í ljós,að engin breyting hefur orðið við .að sparka Villa sem leiðtoga og taka Hönnu Birnu í staðinn. Hún hefur ekkert dregið að. Könnunin sýnir,að vandi Sjálfstæðisflokksins í Rvk. stafar ekki af foringjavanda. Vandinn er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn beitti bolabrögðum til þess að ná völdum í Rvk., og keypti Ólaf F. til fylgis við sig með borgarstjórastölnum. Reykvíkingar vilja ekki slík vinnubrögð.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samfylkingin fengi meirihluta í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Enn eykst verðbólgan
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,89% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 12,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8% sem jafngildir 25,1% verðbólgu á ári. En verðbólga án húsnæðisliðar mælist 29,4%.
Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið jafn mikil síðan í ágúst 1990 er hún mældist 14,2%.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 275,9 stig og hækkaði um 0,84% frá maí, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.
Verð á bensíni og olíum hækkaði um 7,2% (vísitöluáhrif 0,35%). Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 0,4% (0,06%). Þar af voru áhrif af lækkun markaðsverðs -0,04% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,10%. Greidd húsaleiga hækkaði um 4,3% (0,10%). Þá hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða á húsnæði um 2,0% (0,10%).
12,7% verðbólga er mikið og ekkert bólar enn á því að hún minnki.Forsætisráðherra hefur sagt oftar en einu sinn,að verðbólgan muni ganga fljótt niður.Vonandi er,að það gangi eftir en ekki er ég of trúaður á það.Á meðan krónan fellur í verði og innfluttar vörur hækka í verði eykst verðbólgan.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Verðbólga mælist 12,7% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Krónan styrkist um 4%
Krónan styrktist um 4% í dag. Lokagildi gengisvísitölunnar er 161 stig en var 167,80 stig við opnun markaða. Veltan á millibankamarkaði nam 65,7 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis. Gengi Bandaríkjadals er 80,45 krónur, evran er 125,29 krónur og pundið er komið niður fyrir 160 krónur á ný. Er 158,25 krónur.
Styrking krónunnar í dag um 4% er næst mesta styrking hennar á einum degi frá því að flotgengisstefnan var tekin upp í mars 2001.
Það er merkilegt,að krónan skuli hafa styrkst svo mjög
í dag sem raun ber vitni.Engin leið er að spá fyrir um framvindu krónunnar. Flestir sérfræðingar telja þó,að gengislækkun krónunnar muni ekki nema að litlu leyti ganga til baka. Fyrir daginn í dag hafði krónan veikst um 39 % frá áramótum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Krónan styrktist um 4% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Mesti kaupmáttarsamdráttur í áratug
Kaupmáttarsamdráttur hefur ekki verið meiri í áratug segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. Atvinnuástand versnar til muna með haustinu og fyrirtæki koma til með að segja upp fólki á næstunni segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins.
Fram að þessu hefur almenningur ekki tekið mikið mark á yfirlýsingum ráðamanna um erfiðleika í efnahagslífinu. En menn geta ekki lengur stungið hausnum í sandinn. Það er komið samdráttarskeið. Hvort sem það verður að kreppu eða ekki á eftir að koma í ljós.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Hvert verður framfærsluviðmið lífeyrisþega?
Eftir 6 daga á framfærsluviðmið félags-og tryggingamálaráuneytisins að birtast.Það kemur þá í ljós
hvað það ráðuneyti telur,að lífeyrisþegar þurfi sér til framfærslu.Einhleypir ellilífeyrisþegar,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum hafa í dag 136 þús. kr. fyrir skatta.Ég hefi ekki trú á því,,að sú upphæð hækki mikið við nýtt framfærsluviðmið.Ef til vill hækkar hún um 15-25 þús. kr. á mánuði,þannig ,að lífeyrir þessa hóps eldri borgara fari í 150-160 þús á mánuði fyrir skatta.Samtök eldri borgara fara fram á 226 þús. kr á mánuði.Það er sú upphæð sem Hagstofan telur á grundvelli neyslurannsókna,að einhleypingar þurfi til þess að standa undir neysluútgjöldum.Það er án skatta.Með sköttum þurfa þessir einstaklingar rúm 300 þús.á mánuði.Samfylkingin taldi einnig fyrir síðustu kosningar,að einhleypir ellilífeyrisþegar án lífeyrissjóðs þyrftu 226 þús. á mánuði.Flokkurinn vildi koma því stefnumáli í framkvæmd í áföngum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga 10.júlí. Lamast spítalinn?
Engin árangur náðist á fundi samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins hjá ríkissáttarsemjara í dag. Af þeim sökum hefur Fíh boðað til yfirvinnubanns hjúkrunarfræðinga frá kl. 16 fimmtudaginn 10. júlí nk. Frá þeim tíma munu hjúkrunarfræðingar aðeins skila vinnuskyldu sinni í samræmi við umsamið starfshlutfall.
Hætt er við,að Landspítalinn lamist að verulegu leyti,þegar yfirvinnubannið skellur á.Það hefur verið nógu erfitt að halda spítalanum gangandi með fulltri yfurvinnu,hvað þá þegar yfirvinna leggst af.Það þarf að stórbæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þau eru í dag alltof lág.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Yfirvinnubann boðað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Virkjað í neðri Þjórsá?
Áætlun um gerð Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar er tilbúin eftir að breytingartillögur á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps voru samþykktar. Landsvirkjun ætlar að sækja um framkvæmdaleyfi en meðal kaupenda að orkunni er álverið í Straumsvík.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps var samþykkt samhljóða á fundi Hreppsnefndar. Breytingin felur í sér að Holtavirkjun og Hvammsvirkjun komast inn á skipulagið. Inntakslón Hvammsvirkjunar, Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá. Lónið verður 4,6 ferkílómetrar og mun stórt landsvæði fara undir vatn. Nokkrir bæir missa land undir lónið.
Fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir hafa sætt mikilli gagnrýni. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir breytingartillöguna vera nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. Hann segir virkjunarframkvæmdirnar geta orðið vítamínsprauta fyrir atvinnulífið á svæðinu.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að fyrirtækið ætli að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Ekki er hins vegar búið að taka ákvörðun um það hvenær það verður gert. Friðrik segir Landsvirkjun vera með kaupendur að orkunni en búið er að skrifa undir samning við Verne Holding. Meðal annarra kaupenda er álverið í Straumsvík.
Mjög eru skiptar skoðanir um framangreindar virkjanir.Margir telja,að hér sé um náttúruperlur að ræða,sem eigi að hlífa. Einnig er bent á,að laxveiðin á þessu svæði Þjórsár kunni að vera í hættu ef virkjað er þarna.Persónulegalega tel ég æskilegra að ráðast í gufuaflsvirkjanir og ef unnt er að fá nægilega mikla rafirku frá slíkum vikjunum þá eigi að sleppa vatnaaflvirkjunum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)