Björgólfur nær yfirráðum yfir Mogganum

Björgólfur Guðmundsson,auðjöfur,hefur keypt hlut Ólafs Jóhanns í Morgunblaðinu ( Árvakri).Þar með hefur hann eignast meira en þriðjung í Mogganum. Björgólfur hefur lengi verið ákveðinn Sjálfstæðismaður. Hann var í stjórn Varðarfélagsins hér áður og studdi Sjálfstæðisflokkinn ávallt. Þegar  Hafskip var komið á kné fölnaði eitthvað ástin á Sjálfstæðisflokknum um skeið. En hann gekk á fund Davíðs  Oddsonar og fékk leyfi  hans til þess að kaupa Landsbankann. Ekki er eð vita hvernig farið hefði fyrir Björgólfi ef hann hefði haft sama háttinn á og Jón Ásgeir og Jón Ólafsson að kaupa banka í  óþökk Davíðs ( FBA).Þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fengu á sig 5-6 ára málaferli!

 

Björgvin Guðmundsson


Surtsey meðal heimsminja Unesco

Surtsey hefur verið skráð á heimsminjaskrá UNESCO, en heimsminjanefnd UNESCO fjallaði um umsókn Íslands á fundi sínum í Quebec í Kanada gær.

Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að það sem þyki einna merkilegast við eyjuna er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eldgosi á árunum 1963 til 1967, hún sé því einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn geta fylgst með þróun dýra- og plöntulífs.

Sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að heimsækja Surtsey. Aðgangurinn er takmarkaður til þess að valda sem minnstri truflun á óheftum framgangi náttúrunnar. Stöðug vöktun er með vexti lífríkisins í eynni og mótun landsins, jarðhita, landrofi og myndun móbergs. Það eru fyrst og fremst vísindamenn sem fá að heimsækja Surtsey en á síðari árum hafa nokkrir sem vinna að gerð heimildarmynda og tímaritsgreina fengið leyfi til að heimsækja eyna. Líffræðingar fara á hverju ári og fylgjast með gróðri og dýralífi og er leiðangur þeirra ráðgerður í næstu viku. Jarðfræðingar hafa farið annað hvert ár.( mbl.is)

Það er mjög ánægjulegt,að Surtsey skuli vera komin á heimsminjaskrá Unesco.Það er að þakka því að íslennskir vísindamenn hafa hugsað mjög vel um eyjuna frá fyrstu tið.Í rauninni er Surtsey algerlega einstök. Þarna hefur verið fylgst með lífi myndast frá því eyjan myndaðist.Hvergi   annars   staðar hafa íslenskir vísindamenn haft svo sérstakt tækifæri. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Surtsey á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leysist deila við hjúkrunarfræðinga í dag?

Elsa B Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfæðinga, segir samninganefnd hjúkrunarfræðinga nokkuð bjartsýna á að samkomulag muni nást í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. „Viðræður gengu ágætlega í gær og nú þýðir ekkert annað en að halda áfram með þá vinnu,” sagði hún.

„Við höfum tekið þá stefnu að sitja ekki við langt fram á nótt heldur taka okkur heldur hlé. Við höfum því nýtt kvöldin og næturnar til að hugsa og síðan mætt endurnærð aftur að morgni.

Fundur hefur verið boðaður klukkan ellefu hjá sáttanefndum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins en Elsa segist ekki viss um að sú tímasetning standist þar sem fundur ljósmæðra hófst klukkan tíu og fundur hjúkrunarfræðinga getur ekki hafist fyrr en að honum loknum,. Hún segist þó gera ráð fyrir mun lengri fundi hjá hjúkrunarfæðingum en ljósmæðrum. „Nú bara sitjum við," sagði hún. „Jafnvel þótt það verði til fjögur á morgun." 

Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga mun taka gildi klukkan fjögur á morgun  náist samkomulag ekki fyrir þann tíma og segir Elsa ekki koma til greina að því verði frestað.(mbl.is)

Aðiilar eru nokkuð bjartsýnir á,að deilan leysist í dag. Vonandi gengur það eftir. Nauðsynlegt er að bæta kjör hjúkrunarfræðinga myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Yfirvinnubanni ekki frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri borgarar enn látnir sitja á hakanum

Það hefur engin breyting  orðið á málefnum aldraðra og öryrkja við stjórnarskiptin fyrir rúmu ári. Framsókn var mikið gagnrýnd á meðan hún fór með heilbrigðis-og tryggingamálin í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Og henni var kennt um að ekki fengust nægilegar kjarabætur fyrir aldraða. En nú segir Birkir Jón Jónsson þingmaður,að það hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum.

Allir bjuggust við miklum breytingum til hagsbóta fyrir aldraða við tilkomu Samfylkingar í ríkisstjórn.En svo varð ekki. Það varð engin breyting.Lofað var leiðréttingu  á  lífeyri aldraðra og öryrkja vegna þess að hann hefði dregist aftur úr í samanburði við þróun lægstu launa.En lífeyrir aldraðra hefur ekki verið  hækkaður  um eina krónu til  þessarar leiðréttingar.Ef eitthvað er hefur  misréttið aukist á þessu rúma ár. Á sl.ári var lífeyrir aldraðra um 100% af lágmarklaunum en í dag er lífeyrir aldraðra 93.74% af lágmarkslaunum.Hver hefði trúað því,að þessi yrði þróunin. Og til þess að bæta gráu oafan á svart halda talsmenn ríkisstjórnarinnar því fram,að þeir hafi stórbætt kjör aldraðra. Hver greinin á fætur annarri   er skrifuð um stórfelldar kjarabætur aldraðra,þ.e. þeirra,sem séu á vinnumarkaði.

 Hvaða rugl er þetta? Það  á ekki að miða kjör aldraðra við þá,sem eru á vinnumarkaði. Ellilífeyrisþegar eru komnir af vinnumarkaðnum. Það er meginreglan. Ef einhver aldraður getur unnið  eftir að hann er kominn á eftirlaunaaldur er það ágætt en kerfið  og kjörin eiga að miðast við það að  eftirlaunamenn séu hættir vinnu og geti lifað sómasamlega af lífeyri.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað þýddi Fagra Ísland?

Nokkuð hefur verið rætt um Fagra Ísland,stefnu  Samfylkingarinnar í umhverfis-og stóriðjumálum,m.a. vegna greinar Ellerts B.Schram,alþingismanns,þar sem hann kemur með sína túlkun á málinu.Þess vegna er rétt að rifja upp hvað Fagra Íslands þýðir og hvað fólst í þeirri stefnu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.Fagra Ísland þýðir   eftirfarandi í stóriðjumálum:

Samfylkingin vill slá ákvörðunum um frekari  stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg  heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Þetta er vel skýrt.Kjósendur eru engir bjánar. Þeir vita hvað Samfylkingin lagði fram fyrir kosningar í umhverfismálum.  og stóriðjumálum.Annað mál er hvað um samdist,þegar ríkisstjórnin var mynduð.Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á fagra Ísland er best að segja kjósendum það.Alþingismenn  Samfylkingarinnar eiga að segja kjósendum  hvað samdist um við stjórnarmyndun en ekki að búa til nýja túlkun á fagra Íslandi.Það virðist hafa verið svo í mörgum málum,að Samfylkingin hafi orðið að slá af stefnumálum sínum til þess að komast í ríkisstjórn.Samfylkingin og þingmenn hennar verða að hafa kjark til þess að viðurkenna að þeir hafi slegið af stefnumálum til þess að komast í stjórn. Slíkt er algengt við stjórnarmyndanir.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Einkaheimilislæknastöðvar í uppsiglingu

Samninganefnd heilbrigðisráðherra (SHBR) og samninganefnd Læknafélags Íslands hafa gert samning um þjónustu heimilislækna á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Þetta er rammasamningur til fimm ára. Á grundvelli hans er stefnt að útboði á rekstri læknastofu þriggja til fimm heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu síðar á árinu.

Samningurinn á sér langan aðdraganda, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu, en meginmarkmið hans er að efla heilsugæslu og heimilislækningar sem undirstöðu heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Með samningnum er ætlunin að bæta aðgengi sjúklinga að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, en einnig að gera stjórnvöldum og veitendum þjónustunnar kleift að bregðast skjótar en áður við breyttum aðstæðum og nýjum áherslum, samkvæmt tilkynningu.

„Þannig er samningnum ætlað að bæta þá þjónustu sem í boði er á hverjum tíma, auka svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma og auðvelda útfærslu heilbrigðisþjónustunnar eins og henta þykir hverju sinni. Með því að efla grunnþjónustuna er jafnframt leitast við að styrkja stöðu þeirra sem sérhæfa sig í heimilislækningum."

 

.

Sambærilegar kröfur munu gerðar til læknastöðva og lækna sem vinna eftir þessum samningi og gerðar eru í hinu opinbera heilsugæslukerfi. Miðað er við að sjúklingar velji lækni og að hann geti stöðvað skráningu sjúklinga á sig þegar þeir verða 1.500. Réttur sjúklings til að skipta um lækni er að öðru leyti tryggður. Þeir eiga að geta leitað til síns læknis með komu á stöð, í gegnum síma eða með tölvupósti og fengið viðunandi úrlausn samdægurs.(mbl.is)

Ekki er ég mjög hrifinn af þessuim samningi. Ég tel  mikilvægara að tryggja að alltaf séu til reiðu heimilislæknar á heilsug.stöðvum en oft er misbrestur á því.Sagt er,að  gjald verði hið sama á þessum nýjum stöðvum og þeim eldri en hætt er við því að það breytist  fljótlega..

 

 Björgvin Guðmundsson


mbl.is Samið við heimilislækna um rekstur læknastofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún: Harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Ramses

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að það hafi verið harðneskjulegt af Útlendingastofnun að tvístra fjölskyldu keníska flóttamannsins Pauls Ramses. Hún vill að dómsmálaráðherra fjalli um málið.

Paul Ramses var vísað úr landi í síðustu viku eftir að Útlendingastofnun ákvað að fjalla ekki um beiðni hans um pólitískt hæli hér á landi. Hann dvelur nú á gistiheimili fyrir flóttamenn í Róm.

Utanríkisráðherra hefur beðið sendifulltrúa Íslands í Róm um að beita sér í máli Paul Ramses til að tryggja að hann fái réttláta málsmeðferð hjá ítölskum yfirvöldum.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sagði við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund í morgun að það ætti eftir að afgreiða mál Ramses endanlega hér ál landi. Ekki væri búið að nýta allar kæruleiðir og niðurstaða því ekki fengin. Það væri mikilvægt að nýta allar kæruleiðir og að dómsmálaráðherra fengi að fjalla um málið.

Spurð hvort eðlilegt væri að vísa Ramses úr landi sagði utanríkisráðherra að hún þekkti ekki öll efnisatriði málsins en það væri harðneskjulegt að tvístra fjölskyldu Pauls Ramses. Ítrekaði hún að mikilvægt væri að nýta allar kæruleiðir í málinu.

Hér hefur utanríkisráðherra tekið mjög ákveðna afstöðu í máli Ramses.Ég tel margt mæla með því,að Paul Ramses verði veitt pólitískt hæli á Íslandi. Hann hefur mikil tengsl við landið og hjálparstofnanir hér.Ísland veitir sárafáum pólitískt hæli. Það er komin tími til,að .þar verði breyting á.

 

Björgvin Guðmundsson


Paul Ramses kærir ríkið

Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur Paul Ramses, hyggst skila inn kæru til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið vegna meðferðarinnar á Paul Ramses.

"Já, þetta verður kært. Ég mun skila inn kærunni til dómsmálaráðuneytisins í fyrramálið. Þá er málið komið til háttvirts Björns Bjarnasonar og fær meðferð þar."

Katrín segist kæra ákvörðun dómsmálaráðherra að vísa Paul Ramses úr landi á þeim forsendum að þar hafi verið brotin lög.

"...bæði íslensk lög og mannúðarlög. Þetta brýtur í bága við stjórnsýslulög, barnalög, lög um mannréttindarsáttmála og ýmislegt annað," segir Katrín.

Ég fagna því,að brottvísun Paul skuli kærð. Lögfræðingur hans hefur mörg veigamikil rök í málinu.Þegar   þau bætast við mannúðarsjónarmið virðist Paul hafa sterka stöðu.Ég tel að flytja eigi hann aftur til Íslands.

 

Björgvin Guðmundsson

 





 



Atvinnuhorfur slæmar í haust

Þegar sumarfrístímanum lýkur í haust er hætt við að margir missi vinnuna. Horfur á vinnumarkaði eru með þeim hætti að atvinnuleysi gæti á skömmum tíma farið úr 1% í rúm 3%. Í dag eru um tvö þúsund manns án atvinnu en gangi svartsýnustu spár eftir, upp á 3,8% atvinnuleysi á næsta ári, jafngildir það að um 6.700 manns verði atvinnulausir.

Atvinnulausum gæti því fjölgað um allt að fjögur þúsund næsta árið eða svo. Er hér miðað við vinnuafl í landinu upp á tæplega 180 þúsund manns en erlendu starfsfólki gæti átt eftir að fækka verulega vegna minnkandi eftirspurnar á vinnumarkaðnum.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir gott atvinnuástand hafa varað lengur fram á þetta ár en spáð var. Síðan muni atvinnuleysið birtast hratt með haustinu og líkast til hraðar en menn hafi séð í þrjá áratugi. Breytingin verði meiri en margir geri sér í hugarlund.

Þó að klipið hafi verið af framlagi í Atvinnuleysistryggingasjóð, með því að láta hluta tryggingagjalds launa renna í Fæðingarorlofssjóð hefur sjóðurinn fitnað vel í góðærinu.

„Góðu heilli eigum við vel til mögru áranna,“ segir Gissur en eigið fé sjóðsins nemur nú um 13 milljörðum króna. Hann segir sjóðinn „þola“ um 2,3% atvinnuleysi áður en fer að ganga á eigið fé. Þó beri að hafa í huga að launagreiðslur geti átt eftir að minnka samfara minnkandi umsvifum á vinnumarkaði.(mbl.is)

Þessir spádómar um atvinnuhorfur koma ekki á óvart. Það var búist við þessu þegar niðursveiflan byrjaði. Það kemur sér vel,að Íslendingar eiga gildan atvinnuleysistryggingasjóð.En ei að síður er atvinnuleysi  það versta sem getu dunið yfir. Og gera ber allt til þess að  hundra það og eyða.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Þúsundir án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokatilraun til þess að semja við hjúkrunarfræðinga

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga mun hitta samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, sagði  skömmu fyrir fundinn að hún vonist til að fundurinn verði langur það sem það gefi þá til kynna að eitthvað sé að gerast á honum.

Hún sagðist ekki beint hafa vísbendingar um það að árangurs sé að vænta af fundinum en vonast til þess, enda sé að allra hagur að samningar náist sem fyrst.

„Við höfum varpað fram ýmsum möguleikum sem við vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við og svo hefur það einnig gerst frá því við áttum síðast fund með samninganefnd ríkisins, að ljósmæður hafa ákveðið að skrifa ekki udnir samning og læknar hafa hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum í haust. Við vonumst til þess að þegar þetta kemur allt saman sjái ríkisvaldið að það þurfi eitthvað að gera í heilbrigðisgeiranum og jafnvel grípa til sértækra aðgerða varðandi kjör kvennastétta innan hans," sagði hún.  „Þannig að við skulum bara segja að þetta leggist frekar vel í okkur en hitt."(mbl.is)

 Vonandi nást  samniningar við hjúkrunarfræðinga,þar eð ef yfirvinnubanns kemur skapast neyðarástand.Það er full þörf á því að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þau eru hvergi nærri nógu góð og mikill fjlöldi hefur flúið stéttina vegna slæmra kjara.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


mbl.is Vonast eftir löngum fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband