Keypti Seðlabankinn Glitni fyrir Landsbankann?

Fréttablaðið skýrir frá því í dag,að fundarhöld hafi verið í gærkveldi milli ráðherra  og fulltrúa Landsbankans.Það er mjög óvenjulegt,að  slíkir  fundir séu haldnir að kvöldi til utan venjulegs vinnutíma.Fjölmiðlar gera því skóna,að rætt hafi verið um  hugsanlega sameiningu Landsbankans og Glitnis með aðkomu ríkisins.Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis skýrði frá viðræðum sínum við Seðlabankann í kastljósi í  kvöld. Hann kvaðst hafa rætt um möguleikann á  að fá lán í Seðlabankanum ,svipað og bankar hafa fengið hjá seðlabönkum annars staðar í Evrópu.En áður en hann vissi hvaðan  á honum  stóð veðrið hafi verið komin tillaga í Seðlabankanum um að Seðlabankinn eða ríkið keypti stóran  hlut  í Glitni. Það hafi aldrei verið meiningin að selja ríkinu bankann.Sú spurning hlýtur að vakna hvort Seðlabankinn hafi  knúið fram þessa leið til þess að selja Landsbankanum  Glitni á útsöluverði.Glitnir var vel rekinn banki,með gott eignasafn og sterka eiginfjárstöðu.Lausafjárstaðan var hins vegar erfið.

 

Björgvin Guðmundsson


Krónan féll um 5,3% í dag

Það er óhætt að segja að það hafi fallið ýmis met á íslenskum gjaldeyrismarkaði í dag án þess þó að um jákvæð met sé að ræða. Gengi krónunnar veiktist um 5,3% og var lokagildi gengisvísitölunnar 196,7 stig og hefur aldrei verið hærra. Hæst fór vísitalan í 197,86 stig í dag en upphafsgildi hennar var 186,80 stig.

Gengi Bandaríkjadals er 106 krónur og hefur ekki verið hærra frá árinu 2001, gengi pundsins er 188,88 krónur og hefur aldrei verið hærra. Gengi evru er 149,43 krónur og hefur aldrei verið hærra. Er svo komið að gengi jens er 1 króna og er það í fyrsta skipti sem gengi jens nær svo hátt gagnvart krónu en um áramót var gengi jensins 0,55 krónur. (mbl.is)

Svo virðist sem aðgerðir ríkisins  til hjálpar Glitni hafi ekki stöðvað fall krónunnar.Það verður að gera aðrar og róttækari ráðstafanir til bjargar krónunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjakostnaður spítala jókst um 34,6%

Lyfjakostnaður Landspítalans jókst um 34,6% á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Um er að ræða S-merkt lyf en það eru lyf sem eru eingöngu til sjúkrahúsnota. Nam kostnaðurinn rúmlega 1,9 milljörðum króna í ár en var rúmlega 1,4 milljarðar á sama tíma í fyrra. Er aukningin því 488 milljónir króna en kostnaðurinn er á innkaupsverði með álagi vegna lyfjaseðla. Þetta kemur fram í nýjum starfsemisupplýsingum LSH.(mbl.is)

Mikil umræða hefur farið fram um lyfjanotkun landsmanna,bæði utan og innan spítala. Núverandi heilbitgðisráðherra hefur talað um að lækka lyfjakostnað.Þetta hafa margir fyrirrennarar hans reynt en það reynist erfitt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lyfjakostnaður Landspítalans jókst um 34,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vandræði Glitnis sök Seðlabankans?

Glitnir á að borga 150 millj. evra 15.oktober. Einn af viðskiptabönkum Glitnis lánaði Seðlabankanum 300 millj. evra. Sá banki neitaði Glitni um lán eða framlengingu á láni þrátt fyrir góð orð áður og sagði,að Glitnir gæti leitað til Seðlabankans. Seðlabankinn neitaði og vildi heldur þjóðnýta bankann eins og Þorsteinn Pálsson orðar það.

Það er  eitthvað gruggugt við þetta.Er það stefna ríkisstjórnarinnar að þjóðnýta  bankana ef þeir lenda í vandaræðum. Umræðan áður var á þann veg,að það væri gott að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega svo erlendir bankar vissu af   því, að Seðlabankinn og ríkið gætu hlaupið undir bagga ef allt um þryti. Í því sambandi var talað um kaup á skuldabréfum af bönkunum og ýmis konar lánveitingar en aldrei var talað um  að yfirtaka bankana eða kaupa ráðandi hlut í þeim.Hvað hefur breyst?

 

Björgvin Guðmundssin


Jón Ásgeir talar um hefndaraðgerð Davíðs

Blöðin fjalla ítarlega um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni.Einkum er ítarleg og góð frásögn í Morgunblaðinu.Við lestur  á frásögnum þessum verður maður hálfhissa á harkalegum aðgerðum  og hraða aðgerðanna.Eiginfjárstaða Glitnis var mjög sterk og eignasafnið gott. Menn eru sammmála um að bankinn hafi verið vel rekinn. Vandamálið var lausafjárstaðan.Bankinn hafði áhyggjur af 150 milljónum evra,sem voru á gjalddaga á næstunni. Bankinn hafði fengið lof fyrir lánalínum,sem skyndilega var  sagt upp.Erlendur banki,sem Glitnir leitaði til, sagðist hafa lánað Seðlabankanum mikið fé og  Glitnir gæti því leitað til Seðlabankans. Glitnir vildi fá lán í Seðlabankanum en því var neitað.Jón Ásgeir segir,að Davíð Oddsson hafi hér séð færi á því að koma fram hefndum gegn Baugi með því að mæla með leið sem mundi  valda honum og Stoðum tugmilljarða  tapi. Stoðir áttu 30% í Glitni og Jón Ásgeir er aðaleigandi Stoða.

Þorsteinn Pálsson skrifar leiðara í Fréttablaðið og kallar þetta þjóðnýtingu Glitnis. Hann spyr hvers vegna lánaleiðin hafi ekki verið farin. Fleiri spyrja að því.Sjálfsagt styrkir leið ríkisins fjármálakerfið og kemur skattgreiðendum vel þegar til lengdar lætur en svo virðist sem fleiri leiðir hefðu verið færar  í stöðunni.

 

Björgvin Guðmundsson


Segir Kristinn sig úr Frjálslynda flokknum?

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, íhugar stöðu sína innan flokksins í kjölfar ákvörðunar þingflokksins frá því fyrr í dag að gera Jón Magnússon að þingflokksformanni í stað Kristins.

Aðspurður hvort hann hafi hug á að segja sig úr flokknum segir Kristinn: ,,Það mun skýrast fljótlega."

Undanfarið hefur hart verið tekist á innan Frjálslynda flokksins og nýverið fór miðstjórn flokksins fram á að Kristinn yrði settur af sem þingflokksformaður. Fyrir helgi hótaði Jón að segja sig úr flokknum.

,,Ég vissi skömmu fyrir fundinn í dag að Guðjón ætlaði að bera upp aðra tillögu en hann hafði kynnt þingmönnum fyrir nokkrum vikum þegar hann sagðist ætla að gera tillögu um óbreytta stjórn," segir Kristinn og bætir við hann taki þessi ákaflega illa og hann hafi ekki samþykkt að verða varaformaður þingflokksins. Kristinn var ekki á þingflokksfundinum í dag.

Guðjón Arnar Kristjánsson var ekki fylgjandi tillögu miðstjórnar flokksins og sagði í samtali við Vísi 18. september að Kristinn væri lagður í einelti af einstaklingum í miðstjórninni.

,,Það liggur alveg fyrir að ég er ekki sammála þessari niðurstöðu," sagði Guðjón fyrir 11 dögum og bætti við að þingflokkurinn taki sínar ákvarðanir í þinginu líkt og aðrir þingflokkar. ,,Kristinn er þingflokksformaður þangað til annað verður ákveðið."

Kristinn segir að Guðjón gangi á bak orða sinn með þeim rökum að nú fá hann meiri frið í flokknum. ,,Guðjón lætur undan hótunum, ofbeldi og rógi sem beint hefur verið með skipulögðum hætti gegn mér og honum."

,,Ég hef enga trú á því að Guðjón fái einhvern frið," segir Kristinn (visir.is)

Ég er sammála   Kristni um það,að ekki á að láta undan hótunum.Samstarf í stjórnmálaflokki getur ekki byggst á hótunum.Mig undrar það einnig,að Guðjón Arnar skyldi ekki standa við orð sín gagnvart Kristni um að hann yrðu formaður þingflokksins a.m.k. fram  á vor.Það er mikið  atriði í stjórnmálum  að halda orð sín og samninga.

 

Björgvin Guðmundsson


Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð í New York

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í dag.  Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi. Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð.


Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tekin í kjölfar rannsókna sl. föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu, segir jafnframt í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.    

Enn liggur ekki fyrir  hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna.(mbl.is)

Við vonum,að Ingibjörg Sólrún nái sem fyrst fullri heilsu og sendum henni bestu kveðjur.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ingibjörg Sólrún gekkst undir aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spariféð öruggt hjá Glitni

Innstæður viðskiptavina Glitnis rýrna ekki, segir Lárus Welding, forstjóri bankans. Hann harmar gríðarlega rýrnun hlutafjár. Lárus segir að starfsfólki verði ekki sagt upp. Hann verður áfram forstjóri Glitnis og Þorsteinn Már Baldvinsson áfram stjórnarformaður. Lárus segir að engum verði sagt upp, heldur ekki í hópi stjórnenda. Til hluthafafundar verði boðað fljótlega í næstu viku. Hlutaféð hefur rýrnað mikið, segir Lárus.

 

Lárus segir að ekki sé búið að ákveða hvenær opnað verði á ný fyrir viðskipti með hluti í Glitni. Hann segir að nú séu viðsjárverðir tímar í fjármálaheiminum og yfir vofi háar afskriftir fyrirtækja. Ákveðið hafi verið að grípa til þessara aðgerða vegna þess að fyrirsjáanlegt hafi verið að ekki yrði unnt að endurfjármagna lán Glitnis.

Lárus segir að nú verði mun auðveldara fyrir bankann að fjármagna sig. Skuldatryggingaálag bankans hafði lækkað um 500 punkta þegar fréttastofa náði tali af Lárusi á tólfta tímanum í morgun. Lárus segist ekki getað svarað því hvers vegna þessi staða kom upp hjá Glitni en ekki Kaupþingi eða Landsbanki. Stjórnendur Glitnis ganga á funda forsætisráðherra síðar í dag.(ruv.is)

Aðalatriðið er að tryggja innistæður,sparifé viðskiptavina bankanna. Það er  öruggt hjá Glitni eftir aðgerðirnar.

Björgvin Guðmundsson

 


Þorsteinn Már stjórnarformaður Glitnis ekki sáttur

Stjórnarformaður Glitnis er hundfull út í ríkisvaldið og segir að vel hefði verið hægt að fara aðra leið til að bjarga bankanum.

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir kaup ríkisins ekki endilega endanlega niðurstöðu. Það sé á valdi hluthafanna að ákveða hvað verði gert á hluthafafundi. Ef betra boð í hlutabréf bankans komi þá verði farið yfir það.

Aðspurður hvort hann teldi ríkisvaldið hafa stungið Glitnismenn í bakið sagðist Þorsteinn ekki sáttur. Það hefði verið hægt að fá betri möguleika hefðu menn haft aðeins lengri tíma. Þá sagði hann það hafa skipt máli ef Seðlabanki Íslands hefði náð gjaldeyrisskiptasamningi við Seðlabanka Bandaríkjanna. Það hefði auðveldað fjármögnun bankans.

Þorsteinn Már segist telja að þjóðnýting Glitnis hafi neikvæð áhrif á viðskiptalífið í heild sinni. Sagðist hann fremur telja að ríkið hefði fremur átt að kaupa 50 prósenta hlut en 75 prósent.(visis.is)

Eðlilegt er,að hluthafar séu óánægðir með að tapa 2/3 af hlut sínum í bankanum.En spurning er samt h vort þetta var ekki það eina,sem unnt var að gera í stöðunni. Vitað er,að Glitnir hefði heldur viljað fá lán frá Seðlabankanum eða ríkinu. En það var ekki í boði.

 

Björgvin Guðmundsson




 


Ríkið yfirtekur Glitni

Ríkið hefur yfirtekið Glitni með því að kaupa 75% í  bankanum. Alls leggur ríkið 84 milljarða í bankann.Glitnir snéri sér til Seðlabankans í síðustu viku og  óskaði aðstoðar vegna erfiðleika í rekstrinum.Davíð Oddsson bankastjóri  Seðlabankans sagði í morgun,að Glitni hefði ekki lifað áfram ef aðstoð hefði ekki komið til .

Þetta

sýnir hvað skammt er milli lífs og dauða í bankarekstri. Þorvaldur Gylfason prófessor sagði nýlega,að ríkið ætti að kaupa alla bankana og setja þá síðan í hendurnar á mönnum,sem kynnu að reka banka. Hann hefur gagnrýnt hvernig staðið var að sölu bankanna og hverjir fengu að kaupa þá. 

Ekkert hafði spurst um það,að Glitni væri mjög illa staddur. En vitað er,að allir bankarnir hafa tekið mikið af erlendum lánim og farið ógætilega í því. Nú gengur illa að borga af þessum lánum. Trúlega hefur Glitnir komist í þrot af þeim orsökum.Tilkynning kom frá Kaupþingi í dag þess efnis,að bankinn stæði vel og þyrfti ekki aðstoð.Ekkert hefur heyrst frá Landsbankanum.

 

 

Björgvin Guðmundsson

Björgvin Guðmundsson

 

i


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband