Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 27. júní 2018
Hver eru völd forsætisráðherra?
Margir halda,að forsætisráðherra ráði miklu í ríkisstjórninni,jafnvel mestu.En það er misskilningur.Forsætisráðherra ræður mjög litlu nema lögð sæeu til hans einhver mikilvbæg mál. En svo er ekki nú. Það eru minniháttar mál,sem heyra undir forsrætisráðueytið svo sem Hagstofan,Seðlabankinn..,ríkislögmaður,Umboðsmaður barna og Óbyggðanefnd.Það er Bjarni Benediktsson,sem ræður mestu í ríkisstjórninni.Hann stýrir valdamesta ráðuneytinu og er auk þess formaður í stærsta stjórnarflokknum en það eykur hans völd enn.Auk þess veikir það völd Katrínar og VG,að sá flokkur kom engum stórum baráttumálum VG inn í stjórnarsáttmálann.VG var svo mikið kappsmál að komast i stjórnina,að baráttumálin gleymdust. Forsætisráðherra er fyrst og fremst fundarstjóri í ríkisstjórninni og setur mál á dagskrá.En að öðru leyti eru völd forsætisráðherra lítil sem engin.Það veikir enn völd forsætisráðherra,að flokkur hans er minni en flokkur Bjarna og veikur flokkur.Ástandið í ríkisstjórninni minnir á ástandið í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar,þegar hann var forsætisráðherra í stjórn með Davíð Oddssyni Sjálfstæðisflokki.Framsókn,flokkur Halldórs,var þá miklu veikari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. það Hháði Framsókn í stjórnarforusrtu rétt eins og það háir VG nú.Halldór náði sér aldrei á strik sem forsætisráðherra og lét af störfum sem formaður Framsóknar,þegar stjórnin fór frá.
Það fer ekki á milli mála,að Sjálfstælðisflokkurinn ræður öllu í stjórninni nú.En hvers vegna sækjast flokksforingjar þá eftir að komast í slíka stjórn þó þeir ráði engu? Svarið er: Vegna hégómans.Það er "heiðurinn" titillinn og allt prjálið og óhófið og ferðalögin til útlanda.En þetta er dýrkeyptur hégómi. Og þetta er annð en kjósendur VG ætluðust til.Þeir telja sig svikna.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. júní 2018
Könnnun MMR:Piratar stærri en VG
Ný skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna var birt í gær.Samkvæmt henni eru Piratar stærri en VG (Vinstri græn) með 14% atkvæða en VG með 12,7%.Samfylking er með 15,1%,Framsókn með 9,5%,Viðreisn með 5,8%,Flokkur fólksins með 8,2% og Sjálfstæðisflokkur með 21,6%.
Hvers vegna er forustuflokkur ríkisstjórnarinnar með svona lítið fylgi,12,7% og minna en Píratar,sem eru nýr flokkur,sem margir hafa reynt að rakka niður.Það er vegna þess,að kjósendum VG finnst sem þeir hafi verið sviknir.VG kom fram í kosningunum 2017 sem róttækur vinstri flokkur en eftir kosningar gekk flokkuinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og leiddi þann flokk til valda á ný þrátt fyrir mikil hneykslismál sem Sjálfstæðisflokkurinn var viðriðinn bæði í síðistu ríkisstjórn og ríkisstjórninni þar á undan: Uppreist æru málið,trúnaðarbrest ,sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndist sekur um í síðustu ríkisstjórn og aðild formanns flokksins að Panamaskjölum (skattaskjóli) í stjórninni þar á undan. Það var tækifæri til þess að hvíla Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarstörfum eftir síðustu kosningar en þá kom VG eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný.Meira að segja tók VG upp hanskann fyrir dómsmálaráðherrann,þegar borið var upp vantraust á hann en enginn flokkur hafði gagnrýnt dómsmálaráðherra meira en VG.Segja má,að VG hafi gefð kjósendum langt nef eftir kosningarnar 2017; m.a. hefur VG gefið öldruðum og öryrkjum langt nef.Þeir hafa algerlega "gleymst".
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. júní 2018
Hóp aldraðra haldið utan samfélagsþátttöku.Mannréttindabrot
Hvernig stendur á því, að hvorki ríkisstjórn né alþingi hafa nokkurn áhuga á því að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja? Hvernig stendur á því , að þessir ráðamenn láta það afskiptalaust, að lægst launuðu aldraðir og öryrkjar hafi ekki nóg fyrir brýnustu útgjöldum? Þessir aðilar eiga jafnvel ekki fyrir mat siðustu daga mánaðarins.Þeir geta ekki átt eða rekið bíl; þeir geta ekki keypt tölvu og rekið hana; þeir verða oft að neita sér um að fara til læknis og geta ekki leyst út lyfin sín. Þessi hópur getur því ekki tekið fullan þátt í samfélaginu.Ríkisstjórn og alþingi kemur í veg fyrir það.Það er mannréttindabrot.
Ég hef velt því fyrir mér, hvers vegna alþingi og ríkisstjórn séu gersamlega áhugalaus um kjör og hag þess hóps, sem er á lægsta lífeyri almannatrygginga og hefur engar tekjur aðrar en lífeyri TR. Mér hefur komið eftirfarandi í hug: Sumir stjórnmálamannanna vita ekkert hvernig hagur þessara eldri borgara og öryrkja er í raun! Þeir telja, að umræddir lífeyrisþegar hafi nógu góð kjör.Þetta sást vel, þegar Ellert Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík talaði við fyrrverandi alþingismann.Þessi fyrrverandi alþingismaður sagði eitthvað á þessa leið: Hvað eruð þið alltaf að væla.Eldri borgarar hafa það ágætt! Og ég hugsa að margir fleiri alþingismenn og jafnvel ráðherrar hugsi eins og telji hag verst launuðu aldraðra og öryrkja í lagi. Er hagur þeirra ef til vill í lagi ? Ég legg tölurnar fyrir lesendur svo þeir geti dæmt sjálfir: Aldraðir,sem hafa einungis tekjur frá TR, hafa 204 þúsund -243 þúsund kr á mánuði eftir skatt. Algengt er, að húsaleiga sé í kringum 200 þúsund kr á mánuði. Ef um eignarhúsnæði er að ræða getur húsnæðiskostnaður verið nokkru minni en það munar þó ekki miklu.Fyrir það,sem afgangs er þarf að greiða alla aðra útgjaldaliði,mat,fatnað,hreinlætisvörur,samgöngukostnað,lækniskostnað,lyf,gjafir,sjónvarp, síma,og fleira.Það er engin leið, að þetta dæmi gangi upp.Stjórnmálamenn, sem hafa nú orðið mjög há laun ættu að skilja þetta.En það virðist þveröfugt. Það virðist svo sem eftir því, sem þeir hafa betri laun, átti þeir sig síður á því, að ekki er unnt að lifa af þeirri hungurlús, sem þeir skammta öldruðum og öryrkjum.
Þingmenn hafa í dag 1,1 milljón í laun fyrir skatt á mánuði. Síðan hafa flestir þeirra mörg hundruð þúsund til viðbótar í aukasporslur,fyrir að vera formenn í flokki (550 þús,),forsetI alþingis og varaforsetar, fyrIr að vera formenn í nefndum og fyrir að sitja í nefndum.Þingmenn fá 1,1 milljón á mánuði þó þeir geri ekkert á alþingi,flytji ekki eina einustu tillögu á alþingi og sitji þegjandi .En um leið og þeir gera eitthvað fá þeir greitt sérstaklega fyrir það! Eins og frægt er orðið fá þingmenn mikla bílastyrki og þeir fá einnig mikla dageninga í utanlandsferðum.Þeir geta sent hótelreikninginn heim í alþingi til greiðslu en fá þá helming dagpeninga. Hvort þeir geti skrifað kostnað á hótelreikningana veit ég ekki en kæmi það ekki á óvart.Miðað við bruðl og óhóf þeirra er óskiljanlegt,að þeir skuli ekki manna sig upp í að leiðrétta kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja og leiðrétta kjör þeirra allra.- Ráðherrarnir lifa við enn meira bruðl og óhóf.Þeir hafa fría bíla; þeir hafa nánast fríar utanferðir.Þeir fá miklu hærri dageninga en þingmenn;geta sent hótelreikningana heim í ráðuneytið og skrifað margs konar kostnað á hótelreikningana.Þeir þurfa varla að taka upp veskið.Þetta eru mennirnir,sem eiga að ákveða hvað aldraðir og öryrkjar þurfi mikið í lífeyri sér til framfærslu.Þetta eru mennirnir,sem segja að hungurlúsin nægi öldruðum og öryrkjum.Er ekki tímabært, að þessir menn fari að borga eitthvað af sínum kostnaði af eigin launum eins og annað launafólk.Mættu þeir ekki greiða rekstur bíls af sínum eigin launum eins og aðrir. Það er tímabært að skera allt þetta bruðl og óhóf niður.Það fengjust þá peningar upp í kjarabætur aldraðra og öryrkja.
Kjör annarra eldri borgara eru betri en þó ekki til þess að hrópa húrra fyrir.Þeir ,sem hafa lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir,sem hafa engan lífeyrissjóð vegna mikilla skatta og skerðinga ríkisins.Skerðing TR vegna 150 þús kr. úr lífeyrissjóði er tæpur
helmingur upphæðarinnar.Það er allt annað en lagt var upp með en þá var gert ráð fyrir, að lífeyrissjóður væri hrein viðbót við almannatryggingar.Það hefur verið svikið.
Björgvin Guðmundsson,
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. júní 2018
Öryrkjar voru sviknir 2016.Hætt við að láta þá fá kjarabætur, sem búið var að lofa þeim.Svikin hafa staðið í 17 mánuði.VG aðili að svikunum í 6 mán.
- Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2018
ASÍ vill,að þingmenn og ráðherrar lækki laun sín!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2018
Ríki OECD greiða margfalt meira til eftirlauna aldraðra en íslenska ríkið!
Hinn hópurinn er miklu betur staddur, þ.e. sá,sem hefur greiðslur úr lífeyrissjóði og jafnvel aðrar tekjur einnig.Enda þótt margir í þessum hóp sæti gífurlega miklum skerðingum er staða þeirra samt miklu betri en hinna.Auk þess er það svo , að í þessum hópi eru meiri eignamenn, þ.e. fólk,sem á hússeignir, skuldlausar eða skuldlitlar.Það breytir öllu um afkomuna á efri árum.Miðað við stöðuna hjá eldri borgurum í öðrum OECD löndum ætti staða eldri borgara á Íslandi að vera miklu betri en hún er í dag.
Upplýsingar og útreikningar dr. Hauks Arnþórssonar leiða í ljós, að íslenska ríkið greiðir miklu minna til eftirlauna en nemur meðaltali slíkra greiðslna í OECD löndum, ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu.Gera verður þá kröfu til íslenska ríkisins, að það það lyfti sínum eftirlaunagreiðslum upp í það sama og gerist erlendis, a.mk. á meðan hagvöxtur er meiri hér en í samanburðarríkjunum.Íslenska ríkið greiðir í eftirlaun til eldri borgara á árinu 2017 alls 36 milljörðum minna en nemur meðaltalsgreiðslum OECD ríkja til eftirlauna, miðað við hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Meðaltal greiðslna OECD ríkja til eftirlauna aldraðra er tæplega 8% af vergri landsframleiðslu eða nær fjórfalt meira en hjá íslenska ríkinu. Á Ítalíu greiðir ítalska rikið tæplega 16% af vergri landsframleiðslu til eftirlauna aldraðra eða nær 8 sinnum meira en hér.Hvernig má það vera, að munurinn sé þetta mikill.Þessi samanburður undirstrikar, að íslensk stjórnvöld hafa hlunnfarið eldri borgara á Íslandi; Það er tímabært, að staða aldraðra á Íslandi verði leiðrétt, ríkið geri jafnvel við þá eins og gert við eldri borgara í öðrum löndum Evrópu.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2018
VG talar eins og íhaldið!
Mig hefur lengi undrað, að Katrín Jakobsdóttir formaður VG,"róttæka sósialistaflokksins",skuli ekki hafa hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu í valdatíð sinni en þannig er það.Þessi lífeyrir hefur ekkert hækkað fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar.En svarið við þessari undran minni kom hjá Katrínu í síðustu viku á morgunvakt Rásar 1 hjá RUV en þá sagði Katrín,að lífeyrir hefði hækkað svo mikið um áramótin 2016/ 2017 við gildistöku nýrra laga um TR!En um leið gagnrýndi Katrín það,að strax daginn eftir gildistöku nýju laganna og lögfestingu "hækkunar lífeyris" hefði verið komin óánægja með hækkunina! En stöldrum við: Fyrir þingkosningarnar sl haust var það í stefnu VG,að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.M.ö.o: Í kosningabaráttunni 2017 sagðist VG vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja.En nú gefur VG til kynna,að kjörin hafi verið bætt nóg 2016/2017! Augljóst er hvað hér er að gerast:Það er ekki aðeins,að VG hafi tekið upp stefnumál Sjálfstæðisflokksins heldur tekur Katrín og VG upp málflutning Sjálfstæðisflokksins.Sjálfstæðisflokkurinn ( B.Ben) hefur lengi undanfarið haldið því fram,að kjör aldraðra og öryrkja hafi verið stórbætt.Til skamms tíma hefur VG ekki tekið undir það.En á Morgunvaktinni í síðustu viku varð allt í einu breyting: Katrín talaði eins og Bjarni: Sagði,að miklar kjarabætur hefðu orðið hjá öldruðum og öryrkjum 2016/ 2017.Og hverjar voru þessar kjarabætur:Jú giftir aldraðir fengu 9,7% hækkun lífeyris eða 18 þús kr hækkun og fóru í 204 þúsnd kr á mánuði!.Forsætisráðherra hækkaði hins vegar um 64% ,um 7-800 þúsund kr og fór í 2 milljónir fyrir utan öll hlunnindin,þingmenn hækkuðu um 45% eða um 350 þúsund á mánuði og hækkuðu í 1,1 milljón á mánuði en við bætast hundruð þúsunda aukagreiðslur.Hvernig getur formaður "róttæka sosialiistaflokksins" og forsætisráðherra borið það á borð fyrir þjóðina,að 9,7% hækkun aldraðra,18 þús kr.,hækkun i 204 þúsund á mánuði eftir skatt sé mikil hækkun.Þarf hún að láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna sér.getur hún ekki hugsað sjálfstætt.Óttast VG,að stjórnin springi ef VG heldur fram stefnumálum sínum?Lýkur þá hinu ljúfa lífi og fórna verður hégómanum?Það er hættan!
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. júní 2018
Vinstri grænir orðnir NATO flokkur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. júní 2018
"VG viðskila við eigin hugsjónir"
Kristinn H.Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður skrifar um veiðigjöldin á heimasíðu sína. Hann segir m.a.; Með frumvarpinu (um veiðigjöldin) skipa Vinstri grænir sér opinberlega í flokk með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem auðmjúkir þjónar útgerðarauðvaldsins.Þeir eru þrír eitt og hið sama..Fyrir vinstri flokk er í slíkri vegferð engin vitglóra .Flokkurinn er orðinn viðskila við eigin hugsjónir,eigin stefnu og eigin kjósendur.Vinstri grænir hafa dæmt sig úr leik.-Ég er sammála Kristni í einu og öllu.
Björgvn guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 9. júní 2018
Katrín ánægð með Bjarna og Sigurð Inga!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)