Þriðjudagur, 2. desember 2008
Kjararáð segist ekki geta lækkað laun!
Kjararáð ætlar ekki að lækka laun æðstu ráðamanna. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar að leita lausna til þess að lækka launin. Til greina kemur að setja lög. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú rétt í þessu.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir dagaspursmál hvenær ákvörðun ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar kjararáðs verður kynnt. Geir skrifaði bréf til kjararáðsins þar sem beint var þeim tilmælum til ráðsins að það ákveði tímabundið launalækkanir á bilinu 5-15% hjá þeim sem heyra undir ráðið.
Kjararáð vísar m.a. í lög um ráðið og telur þau ekki heimila að tekin verði ákvörðun um launalækkun með þessum hætti. Ráðið segir að sér sé ljóst að hrun íslensku bankanna og hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi haft og muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir allan almenning og ríkissjóð. Líklegt sé, að áhrifin á launaþróun verði veruleg. Ráðinu sé hins vegar ekki ætlað að vera stefnumótandi um kjaraþróun í landinu.
Í ljósi þess að skammt er liðið frá því að efnahagsáföllin dundu yfir, kjarasamningar hafa ekki verið endurskoðaðir og traust gögn um launaþróun síðustu tveggja mánaða liggja ekki enn fyrir, telur kjararáð ekki lagaskilyrði til að fella nýjan almennan úrskurð um laun og starfskjör þeirra, sem úrskurðarvald ráðsins tekur til. Kjararáð mun, eins og endranær, fylgjast með þróun kjaramála og taka málið upp þegar upplýsingar liggja fyrir, sem gera það skylt," segir í svarbréfi ráðsins. (mbl.is)
Ákvörðun kjararáðs vekur nokkra undrun svo og að rikisstjórnin skuli ekki hafa látið lögfræðinga sína kanna lagalega hlið þessa máls nægilega vel. Það er nauðsynlegt að ´lækka laun æðstu embættismanna svo og laun bankastjóra ríkisbankanna en þeir eru nú með rúmlega tvöföld ráðherralaun.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
![]() |
Kjararáð getur ekki lækkað launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Ríkisstjórnin verður að gera betur
Ríkisstjórnin hefur birt aðgerðir í 12 liðum,sem hún hyggst gera í þágu fyrirtækja.Þessar tillögur ganga ekki nógu langt. Það verður að gera betur. Hið sama er að segja um aðgerðir í þágu heimilanna.Þær ganga hvergi nærri nógi langt. Almenningur er óánægður. Hann vill kröftugri aðgerðir. Og almenningur vill,að stjórnvöld axli ábyrgð.Þess vegna verður að kjósa,í síðasta lagi næsta vor. Og það verður að víkja frá yfirstjórn Seðlabanka og forstjóra FME. Þessar eftirlitsstofnanir brugðust og þær verða að axla ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Hörð mótmæli starfsmanna RÚV
Fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins sem haldinn var klukkan eitt samþykkti ályktun þar sem segir að aðgerðir og aðgerðaleysi stjórnvalda feli í sér aðför að almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins. Harmað er að æðstu stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki séð aðra leið en að segja upp fólki og skerða laun. Rétt væri að þeir litu í eigin barm og deildu kjörum með þeim sem undir þeim vinna. Ekki sé hægt að réttlæta ofurlaun hjá almannaútvarpi í ríkiseigu á meðan fólk sé rekið í sparnaðarskyni. Þess er krafist að uppsagnir verði dregnar tafarlaust til baka. Kjaraskerðingu og skerðingu á samningsbundnum réttindum, þar með talinni flatri launalækkun er hafnað.
Páll Magnússon útvarpsstjóri bað stjórn Félags fréttamanna um fund í morgun til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri vegna harðrar ályktunar félagsins þar sem fréttalestur hans er meðal annars afþakkaður vegna þess sem er sagt vera skilningsleysi á hlutverki Ríkisútvarpsins. Aðalbjörn Sigurðsson formaður félagsins segir að engar breytingar séu á afstöðu félagsins eftir fundinn með útvarpsstjóra í dag. Félagið hefur óskað eftir fund með Menntamálanefnd Alþingis um málið.(mbl.is)
Eðlilegt er,að starfsmenn RUV séu reiðir og mótmæli. Það hefur verið bruðlað mikið í rekstri RUV og þar á meðal með óhófslaunum útvarpsstjóra,sem eru tvöföld laun forsætisráðherra. Einnig er bruðlað í bílakostnaði útvarpsstjóra. Óhófseyðsla hefur verið víðar hjá RUV.
Björgvin GuðmundssonHörð
![]() |
Óréttlætanleg ofurlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Hvers vegna hrynur fylgið af Sjálfstæðisflokknum?
Í hverri skoðanakönnun á fætur annarri hrynur nú fylgið af Sjálfstæðisflokknum og er nú komið í 21% í þeirri síðustu. Hvers vegna gerist þetta? Er það vegna núverandi ríkisstjórnar og forustu Sjálfstæðisflokksins í henni eða er verið að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir gamlar syndir?Ég hallast af því síðarnefnda.Það er verið að refsa Sjálfstæðisflokknum fyrir einkavæðingu bankanna og frjálshyggjuna undanfarin mörg ár.Einkavæðingin mistókst og frjálshyggjan einnig. Ef þátttakendur í skoðanakönnunum vildu refsa ríkisstjórninni mundi Samfylkingin einnig hrapa í fylgi en það gerist ekki. Menn vita,að Samfylkingin var ekki í stjórn þegar einkavæðing bankanna var framkvæmd og þegar frjálshyggjan hóf innreið sína. Þess vegna sleppur Samfylkingin. En vitanlega ber núverandi ríkisstjórn ábyrgð á eftirlitsstofnunum sem brugðust undanfarin misseri. Þess vegna þarf að kjósa næsta vor til þess að ríkisstjórnin geti axlað ábyrgð.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Ísland í 2.sæti hjá OECD varðandi framlög til fræðslumála
Heildarútgjöld til fræðslumála námu 106,4 milljörðum króna eða 8,2% af landsframleiðslu árið 2007, eftir því sem fram kemur í nýrri útgáfu af Hagtíðindum Hagstofunnar. Þar af var hlutur hins opinbera 96,3 milljarðar króna en hlutur einkaaðila 10,1 milljarður eða 9,5% af útgjöldunum. Af heildarútgjöldum hins opinbera árið 2007 runnu 18,8% til fræðslumála. Sem hlutfall af landsframleiðslu hafa heildarútgjöld til fræðslumála hækkað úr ríflega 7,1% af landsframleiðslu 1998 í rúmlega 8,2% á árinu 2007 eins og áður segir.
Heildarútgjöld til fræðslumála í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) voru að meðaltali 5,7% af landsframleiðslu ríkjanna árið 2005 en mikill munur er á því hlutfalli milli einstakra ríkja. Í Ísrael var hlutfallið hæst eða 8,3% árið 2005 en 3,4% í Grikklandi það ár. Á þennan mælikvarða litið var Ísland í 2. sæti OECD-ríkjanna en hér runnu 8% af landsframleiðslu til fræðslumála á árinu 2005.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Opnað á ríkisstjórn Samfylkingar og VG?
Vinstri græn eru orðin stærsti flokkurinn samkvæmt Gallup og Ögmundur Jónasson formaður þingflokks VG hefur sagt,að þjóðin þurfi að fá að greiða atkvæði um það hvort Ísland eigi að ganga í ESB eða ekki.það verði ekki gert nema áður fari fram viðræður við ESB.Ef þessi ummæli Ögmundar þýða stefnubreytingu hjá VG í Evrópumálum þá hefur opnast möguleiki á því að Samfylkingin og VG myndi ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar.Afstaða VG til ESB hefur verið helsti Þrándur í Götu þess að Samfylking og VG gætu myndað ríkisstjórn.Eftir næstu þingkosningar,hvort sem þær verða fljótt eða á réttum tíma eru yfirgnæfandi líkur á að Ísland sæki um aðild að ESB.Svo gæti farið,að bæði Sjálfstæðisflokkur og VG snúist á sveif með Evrópusambandinu. En það er þó engan vegin víst og helmingslíkur eru á því,að stefnan verði óbreytt i báðum flokkum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Lífeyrissjóðir vilja endurreisa fyrirtæki
Nokkrir stórir lífeyrissjóðir vinna nú að stofnun sérstaks fjárfestingasjóðs í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.
Sjóðurinn, sem hefur verið nefndur Endurreisnarsjóður atvinnulífsins, verður stofnaður þannig að lífeyrissjóðirnir leggja honum til fjármagn sem fjárfestar. Endanleg upphæð liggur ekki fyrir en stofnféð gæti numið tugum milljarða króna. Ekki hefur verið rætt um aðkomu ríkisins að sjóðnum en viðmælendur blaðsins vilja þó ekki útiloka það. Undirbúningur að stofnun sjóðsins er hins vegar langt á veg kominn.
Hugmyndin að þessum sjóði kviknaði mjög snemma á sérstökum neyðarfundum sem voru haldnir í kjölfar hruns bankanna, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Auk SA og stærstu lífeyrissjóðanna koma ASÍ og Viðskiptaráð einnig að stofnun sjóðsins.
Hlutverk sjóðsins verður að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs, segir Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem hefur unnið að framgangi málsins fyrir hönd lífeyrissjóðanna. Líkast til verður sjóðurinn rekinn sem hlutafélag en samlagsfélagaformið hefur ekki verið útilokað. Honum er ekki ætlað að vera björgunarsjóður heldur sjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum með góða möguleika á ávöxtun.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að mörg fyrirtæki séu umkomulaus og hafi tapað eigin fé sínu. ASÍ hafi talið mikilvægt að hafin yrði vinna til að endurfjármagna lífvænleg og arðbær fyrirtæki.(mbl.is)
Það er athyglisvert,að nokkrir lífeyrissjóðir skuli vilja koma að endurreisn atvinnufyrirtækja í landinu. Það eru að sjálfsögðu hagsmunir lífeyrissjóðanna,að atvinnulífið rétti sem fyrst af.Þess vegna er það vissulega rétlætanlegt,að lífeyrissjóðir stofni sjóð til þess að taka þátt í atvinnuuppbyggingu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vilja endurreisa fyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |