Mánudagur, 22. desember 2008
Miklar skuldir bankanna erlendis
Skuldir Íslendinga erlendis eru ógnvekjandi. Íslendingar skulda rúmlega 10000 milljarða erlendis en eignir á móti eru um 8000 milljarðar.Hér er átt við allar skuldir þjóðarbúsins. Af skuldum Íslendinga skulda gömlu bankarnir mest eða 8400 milljarða en á móti koma eignir upp á rúmlega 6000 milljarða.Það eru þessar gífurlegu erlendu skuldir bankanna sem settu þá í þrot.,þar eð ókleift reyndist að fá fjármagn til endurfjármögunar..Bankarnir fóru mjög óvarlega í lántökum erlendis.Og eftirlitsstofnanir,Seðlabanki og Fjármálaeftirlit,sváfu á verðinum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 22. desember 2008
Mótmælendur drekka kaffi með Ólafi Ragnari og Dorrit
Um tugur mótmælenda drekka nú kaffi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú á Bessastöðum. Hópurinn mætti fyrir utan forsetabústaðinn til að mótmæla fyrir um klukkustund.(mbl.is)
Það var vel til fallið hjá forseta Íslands að bjóða mótmælendum í kaffi. Þannig getur hann tekið upp beinar viðræður við mótmælendur og heyrt milliliðalaus hverju þeir mótmæla. Aðrir ráðamenn gætu tekið forseta Íslands sér til fyrirmyndar í þessu efni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ólafur og Dorrit buðu mótmælendum upp á kaffi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2008
Verða breytingar á stjórninni?
Nú nálgast jól og áramót. En ekkert hefur enn verið tilkynnt um breytingar á ríkisstjórninni. Ingibjörg Sólrún sagði,að það yrðu breytingar og Geir Haarde útilokaði ekki að svo yrði.
Það var vitað þegar stjórnin var mynduð,að einhverjar breytingar yrðu á stjórninni,þegar kjörtímabilið væri hálfnað.Umræðan um breytingar á sér stað áður en kemur að þeim tímapunkti.Það er vegna þess,að almenningur krefst breytinga vegna fjármálakreppunnar. Almenningur vill að stjórnmálamenn axli ábyrgð af þeim efnahagsmistökum,sem gerð hafa verið. Oddvitar stjórnarflokkanna hafa gefið í skyn,að breytingar gætu orðið um áramót.
Hvaða breytingar eru líklegastar? Ég tel líklegast,að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hætti. Það lá í loftinu,þegar stjórnin var mynduð,að Björn yrði aðeins hálft kjörtimabilið í ráðherrastól.Þegar stjórnin var mynduð var einnig hvislað um það,að Jóhanna Sigurðardóttir yrði aðeins hálft tímabil en þá mundi koma inn ný kona frá Samfylkingu. Hvort þetta gengur eftir er hins vegar óvíst,þar eð Jóhanna hefur mælst mjög vinsæl í skoðanakönunum. En þar a móti kemur,að ráðuneyti félags-og tryggingamála er mjög erfitt og álagið á ráðherra mikið. Ég tel hins vegar,að Björgvin G. Sigurðsson verði kyrr í stjórninni.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 22. desember 2008
Dýr handvömm í stjórnkerfinu
Forsætisráðherra segist ekki hafa vitað, fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Landsbanka Íslands, um tilboð breska fjármálaeftirlitsins (FSA) um að gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu væri FSA tilbúið að færa reikninga Icesave yfir í breska lögsögu. Þetta kemur fram í svari Geirs H. Haarde, forsætisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um Icesave-ábyrgðir.
Í svarinu segir Geir að sér sé ekki kunnugt um að embættismenn eða ráðgjafar ráðherra hafi haft slíka vitneskju.(mbl.is)
Enginn í íslenskri stjórnsýslu kannast við að tilboð frá Bretum um 200 millj. punda greiðslu v. Ice Save hafi borist,þ.e. um að ef slík greiðsla bærist þá væru Bretar reiðubúnir að færa reikningana yfir í breska lögsögu.Ljóst er,að sú það hefði verið mikið ódýrara fyrir Ísland að greiða 200 millj. pundin í stað þess að þurfa að greiðs 150 milljarða kr eins og nú er útlit fyrir. Hér hafa átt sér stað handvömm.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vissi ekki af tilboði FSA vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2008
Kaupmáttur minnkað um 7,7%.Verðbólgan 18,1%
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í desember hækkaði um 1,52% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 1,71% frá nóvember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1%. Verðbólgan hefur ekki verið jafn mikil síðan í maí 1990 er hún mældist einnig 18,1%.
Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 4,4% (vísitöluáhrif 0,31%) og efni til viðhalds húsnæðis hækkaði um 7,2% (0,31%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,1% (0,27%) og verð á áfengi hækkaði um 9,2% (0,15%), að hluta til vegna hækkunar áfengisgjalds. Verð á tómstundavörum, leikföngum og ritföngum hækkaði um 2,4% (0,28%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,6% (0,17%).
Verð á bensíni og olíum lækkaði um 8,6% (-0,39%) þrátt fyrir hækkun olíugjalds. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði lækkaði um 0,5% (-0,07%). Þar af námu áhrif af lækkun markaðsverðs á húsnæði -0,04% og lækkun raunvaxta -0,03%, en vextir hafa ekki haft áhrif til lækkunar vísitölunnar frá nóvember 2005.
Fastskattavísitala neysluverðs var ekki uppfærð nú vegna þess að ekki gafst nægur tími til að meta áhrif af breytingum á áfengis-, tóbaks- og olíugjaldi auk vörugjalda sem samþykktar voru með lögum þann 11. desember. Vísitalan verður næst birt um leið og vísitala neysluverðs í janúar, að því er fram kemur í frétt Hagstofu Íslands.
Sl. tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,1% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 20,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,5% sem jafngildir 24,0% verðbólgu á ári (29,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).(mbl.is)
Kaupmáttur launa hefur sl. 12 mánuði minnkað um 7,7%.Það er gífurleg kjaraskerðing. Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur minnkað álíka mikið. Nú þýðir ekkert lengur að athuga hlutfall lífeyris af launum þar eð hvort tveggja hrapar. Það verður að setja lífeyri í samband við þjóðarframleiðslu.
Björgvin Guðmundsson

![]() |
Verðbólgan mælist 18,1% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 22. desember 2008
Kjaranefnd eldri borgara mótmælir kjaraskerðingu lífeyrisþega
Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að mótmæla harðlega kjaraskerðingu 3/4 lífeyrisþega almannatrygginga en sú kjarskerðing tekur gildi um áramót.Aðeins 1/4 v lífeyrisþega fær fullar verðlagsuppbætur á lífeyri sinn um áramót,þ.e. þeir lífeyrisþegar sem hafa lægstar bætur,130 þús. á mánuði eftir skatt en hinir fá aðeins 9,6% hækkun á lífeyri um áramót í stað 20%,sem þeir hefðu átt að fá til þess að lífeyrir héldi verðgildi sínu og hækkaði í samræmi við lögbundnar verðlagsuppbætur eins og var fram að breytingu,sem alþingi er nú að samþykkja. Ráðherrar sögðust ætla að verja velferðarkerfið en það tókst ekki.
Kjaranefnd FEB benti einnig á,að komin væri ný neyslukönnun Hagstofunnar og samkvæmt henni ætti lífeyrir eldri borgara að vera 282 þús. kr. á mánuði án skatta.En FEB hefur samþykkt að lífeyrir eldri borgara eigi að miðast við þessa neyslukönnun.Skal lífeyrir eldri borgara leiðréttur í áföngum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 22. desember 2008
Líkur á málsókn gegn Bretum
Líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu vegna harkalegra aðgerða breskra stjórnvalda gegn dótturfyrirtæki bankans hafa aukist með nýju lögunum sem sett voru í gær.
Sú ákvörðun breskra stjónvalda að beita grípa inn í rekstur dótturfyrirtækis Kaupþings í Bretlandi, Singer og Friedlander, í byrjun október er talin hafa leitt til þess að Kaupþing á Íslandi varð gjaldþrota. Þá voru innlánsreikningar Singer og Friedlander seldir til Hollands og greiðslustöðvun sett á restina af starfsemi bankans.
Strax í október fól Kaupþing bresku lögfræðiskrifstofunni Grundberg Mocatta Rakison að undirbúa málsókn á hendur breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra. Ef höfðað verður mál mun það líklega snúast umþað hvort að bresk stjórnvöld hafi farið offari með innripi sínu og jafnvel brotið jafnræðisreglu með því að beita bankann harðari úrræðum en aðra breska banka.
Í gær samþykkti Alþingi lög sem heimila ríkissjóði að styrkja málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum bönkunum í byrjun október.
Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings, telur að lagasetningin auki líkur á því að Kaupþing höfði mál gegn breska ríkinu. Með lögunum færist kostnaðurinn við lögsókn frá kröfuhöfum bankans til ríkisins og þar með aukist líkur á að eigendur gamla bankans vilji fara í mál.
Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hvort að Kaupþing höfði mál en búist er við að það skýrist í kringum áramótin. (visir.is)
Ekki kemur annað til greina en að'' lögsækja Breta. Vonandi fá Bretar makleg málagjöld fyrir það níðingsverk,sem þeir unnu á Íslandingum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 22. desember 2008
Góð tillaga Karls V.Matthíassonar
Það væri góð nýársgjöf til þjóðarinnar að tilkynna að leyfðar yrðu veiðar á 20-30 þúsund tonnum af þorski og að kvótann ætti að bjóða upp á markaði. Þetta segir Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, og leggur ríka áherslu á að bjóða ætti kvótann upp á markaði.
Ef við myndum leyfa veiðar á 20 þúsund tonnum á þorski og fá 150 krónur fyrir kílóið gæfi það af sér 3 milljarða króna, segir Karl og bætir við að féð mætti nota til þess að styðja enn frekar nýsköpun í sjávarútvegi, t.d. með því að ýta undir kræklingarækt og þorskeldi. Þetta væru góð skilaboð út í samfélagið og myndi auka atvinnu, segir Karl.
Bæði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, hafa sagt að yrði kvóti aukinn ætti hann að fara til þeirra sem urðu fyrir skerðingu þegar þorskveiðar voru dregnar saman.(mbl.is)
Þetta er góð tillaga hjá Karli og gæti verið fyrsta skrefið í að mæta gagnrýni Mannréttindanefndar Sþ. á kvótakerfið en nefndin hefur úrskurðað að í því felist brot á mannréttindum.
Björgvin Guðmundsson