Ályktun ASÍ og samtaka aldraðra og öryrkja: Ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar og hækki lífeyri um 18000 kr.

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga.

Megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamningum var að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu og í samræmi við það náðu aðildarsamtök ASÍ og SA samkomulagi um hækkun lægstu launa um 18.000 kr. á mánuði. Við frágang kjarasamninga var talað um sögulegt samkomulag og almenn sátt og ánægja ríkti í samfélaginu um þá leið sem farin var, enda lýsti ríkisstjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með þessar áherslur.

Það þarf enginn að fara í grafgötur með að fjöldi fólks í hópi öryrkja og aldraðra eru meðal þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi. Það skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyrisþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga aðeins að hækka um 4%, sem jafngildir kr. 4.000-5.000 hækkun á lægstu bótum.  Hvernig ríkisstjórnin getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000 kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í kjarasamningunum.

Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna – markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt.  Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum. 

Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga –það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum!

Björgvin Guðmundsson


Unnið að auknum jöfnuði-en stutt skref stigin

 

Í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sagði formaðurinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir að ríkisstjórnin hafi verið starfsöm og að unnið hafi verið að því að auka jöfnuð í íslensku samfélagi en vinna þyrfti bug á verðbólguvandanum og lækka tolla á innflutt matvæli.

Um hremmingarnar í fjármálaheiminum sagði hún: „ Spákaupmenn í fjarlægum heimshornum hagnast á hremmingum krónunnar, sem er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi, og það vefst hvorki fyrir þeim siðferðilega né fjárhagslega að taka stöðu gegn henni ef þeir sjá í því hagnaðarvon. Í fjármálaheiminum er enginn annars bróðir í leik og það er ekki spurt um heiður eða sóma heldur auð og áhrif."

Til að ráða bót á þessum vanda sagði hún að mikilvægt væri að senda skýr skilaboð til spákaupmanna um að áhlaupi þeirra verði hrundið og að efnahagskerfið verði varið með ráðum og dáð.



„ Það kann að fela í sér umtalsverða lántöku af hálfu ríkissjóðs til að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans – jafnvel þó lánamarkaðir séu óhagstæðir – en það kann líka að fela í sér að stýrivextir þurfi að hækka enn meira en þegar er orðið.," sagði Ingibjörg Sólrún.


Ingibjörg Sólrún sagði að leggja þyrfti kapp á að halda aftur af verðbólgunni. „ Þarna þurfa allir að leggjast á eitt og það er engan veginn hægt að sætta sig við yfirlýsingar kaupmanna um 20-30% hækkun á matvælaverði eru algjörlega óásættanleg tilraun til að fría sig undan ábyrgum rekstri á samkeppnismarkaði. Við sættum okkur ekki við að menn skapi sér lag til að hækka verð umfram nauðsyn og mun viðskiptaráðherra hitta forsvarsmenn ASÍ og Neytendasamtakanna til að ræða vöktun verðlags af hálfu þessara aðila á þriðjudaginn."

Ingibjörg Sólrún talaði mjög skýrt um efnahagsmálin og dró ekki undan ,að erfiðir tímar væru framundan í þeim.Varðandi velferðarmálin sagði hún,að  unnið  hefði verið að því að auka jöfnuð í samfélaginu. Hún nefndi í því sambandi aðgerðaráætlun til þess að bæta hag barna og ungmenna og yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5.desember sl. um kjör aldraðra og öryrkja.Vissulega hefur ríkisstjórnin gert vissar ráðstafanir á sviði velferðarmála,sem miða í rétta átt enda þótt skrefin séu stutt sem stigin hafa verið,t.d. á sviði hagsmunamála aldraðra og öryrkja. Skrefin í skattamálum eru einnig mjög stutt. Skattleysismörk eiga aðeins að hækka um 5800 kr. á næsta ári og það tekur 3 ár að hækka þau um 20 þúsund á mánuði. En atvinnurekendur fá lækkun á tekjuskatti sínum í einu lagi strax næsta ár,þ.e. lækkun úr 18% í 15%.Hér verður að bæta um betur. Flýta þarf skattalækkunum fyrir einstaklinga og auka tollalækkanir á innfluttum matvælum.Bensíngjald þarf að lækka.

 

Björgvin Guðmundsson


 

 

 


mbl.is Erfiðar ákvarðanir framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

30.mars,afmæli óeirða við Alþingishúsið

Í dag eru 59 ár frá  því óeirðirnar miklu urðu við Austurvöll í tengslum við inngöngu Íslands í NATO.Ég var þá í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og gekk úr skólanum heim og um Austurvöll. ER ég kom á Austurvöll var óeirðum  að ljúka og útlitið eins  og eftir loftárás.Fjöldi fólks var  á Austurvelli að mótmæla inngöngu Íslands í NATO en einnig var þar mikill fjöldi sem studdi inngönguna enda höfðu Sjálfstæðisflokkur,Framsókn og Alþýðuflokkur beðið stuðningsmenn NATO að koma á Austurvöll.Lögregla varð að skakka leikinn og þetta voru sennilega mestu óeirðir a.m.k. frá Gúttóslagnum.

 

BJörgvin Guðmundsson


Á að leggja Seðlabankann niður?

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans.

Fjallað er um reksturinn í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans nú fyrir helgina. Þar segir að hin mikla breyting á rekstri bankans úr góðum hagnaði 2006 og yfir í tap á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af gengismun.

Árið 2006 nam gengishagnaður tæpum 12 milljörðum kr. en á síðasta ári nam gengistap tæpum 6 milljörðum kr.

Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri lagði hann til,að Bæjarútgerð Reykjavíkur yrði lögð niður þar eð tap var á rekstri hennar. Með sömu rökum mætti segja nú,að leggja ætti Seðlabankann niður,þar eð tap er á rekstri hans.Margir segjs einnig,að ekkert gagn sé í Seðlabankanum.Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill meira að segja meina,að Seðlabankinn geri ógagn. Ekki er þörf  á því að reka Seðlabankann í þeim tilgangi einum að hækka stýrivexti. Það gætu margar stofnanir aðrar séð um að breyta stýrivöxtum.Ekki er heldur þörf á að reka Seðlabanka sem afdrep fyrir afdankaða pólitíkusa. Það hlýtur að mega koma þeim einhvers staðar annars staðar fyrir.Það má því hugsa um það í fullri alvöru að leggja Seðlabankann niður.Við það mundu sparast umtalsverðir fjármunir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir: 8 þúsund eftir af 25 þúsundunum!

Sú tillaga ríkisstjórnarinnar,að þeir sem ekki eru í lífeyrissjóði fái  ei að síður 25 þúsund krónur á mánuði í lífeyri  frá lífeyrissjóði felur í sér sáralitlar kjarabætur. Í fyrsta lagi er það mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem nýtur þessa. En í öðru lagi  verður þessi upphæð skattlögð og  veldur skerðingu tryggingabóta i þannig,að  eftir skatta og skerðingar verða ekki nema   um 8 þúsund krónur eftir. Það er öll kjarabótin,sem  þessi litli hópur fær. Það tekur því varla að nefna þetta lítilræði.
Þörf  á nýjum vinnubrögðum
Við höfum fengið nýja ríkisstjórn og nýjan félags--og tryggingamálaráðherra.En vinnubrögðin hafa ekkert breyst. Þau eru eins og áður,þegar Framsókn var í ríkisstjórninni. Það er verið að draga kjarabætur fyrir aldraða á langinn,tefja þær eins lengi og unnt er. Þetta gengur ekki. Vinnubrögðin verða að breytast. Við höfum ekkert að   gera við nýja  ríkisstjórn, ef  vinnubrögðin breytast ekki.Ríkisstjórnin verður að taka upp alveg ný  viðhorf til  eldri borgara og öryrkja. Hún  verður að taka upp jákvæð viðhorf. Hún á að athuga strax hvað hún getur gert til þess að bæta kjör þessara hópa og hún á að framkvæma kjarabætur strax, ekki síðar
Björgvin Guðmundsson.

Eru verslanir að misnota verslunarfrelsið?

Verðhækkanir undanfarna daga er ekki hægt að rökstyðja með gengislækkun krónunnar, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Hann segir hroll setja að sér við að sjá verðhækkanir sumra birgja. Forsendunefnd kemur saman eftir helgi til að reyna að sporna gegn því að forsendur kjarasamninga bresti.

Verðbólgan mælist nú 8,7% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. Ólafur Darri segir þetta mun meiri verðbólgu en hann hafi átt von á. Alþýðusambandið hefur varað verslunareigendur við því að hækka vöruverð. Heyrst hafi af verðhækkunum á olíu og mat.

Ólafur segir alla tapa á þessu og því sé mikilvægt að rjúfa vítahring verðbólguvæntinga. Þeir sem ákveði verð ættu að staldra við og ekki að velta allri ábyrgð yfir á neytendur.

Við gerð kjarasamninga var skipuð nefnd sem átti að fylgjast með því hvort verðbólguforsendur héldust. Nefndin kemur saman fljótlega eftir helgi til að leita leiða til að koma í veg fyrir að forsendur bresti. Ólafur Darri segir mikilvægt að efla traust á krónuna. Þá verði eftir atvikum óskað eftir samstarfi við ríkisvaldið.

Ég beini því til Samkeppniseftirlits,að það kanni hvort hækkanir verslana og birgja eru óeðlilegar miðað við gengislækkun krónunnar. Ef svo er getur Samkeppniseftirlitið kannað hvort setja þarf einhverjar vörur undir verðlagsákvæði. M.ö.o: Ef verslanir misnota frelsið á að svipta þær frelsinu til álagningar.

Björgvin Guðmundsson


Umboðsmaður alþingis nýtur trausts

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis. Segir hann aðalatriðið í því máli, sem nú er til umræðu vegna skipunar dómara, að umboðsmaður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því  máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segi til um.

Þessi stuðningsyfirlýsing forseta alþingis við umboðsmann alþingis er mjög mikilvæg.Eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann hefði mátt ætla,að umboðsmaður alþingis nyti ekki trausts.Málsmetandi þingmenn hafa einnig gefið svipaðar yfirlýsingar og Sturla. Ljóst er því að umboðsmaður alþingis nýtur fulls trausts.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvæli hækka um 20-30%

Matarverð hækkar um 20-30% á næstu vikum, að mati Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. Þetta sé vegna hækkana á erlendum mörkuðum, gengislækkunar og launahækkana í nýgerðum kjarasamningum.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að seljendur vöru og þjónustu hækki margir hverjir verð langt umfram tilefni. Ekki sé hægt að réttlæta það með mikilli gengislækkun krónunnar að undanförnu - því hún eigi ekki að vera komin fram í verðlagi.

Þetta eru miklar hækkanir,sem munu koma illa við heimilin í landinu.Þær geta   hæglega orðið meiri ef krónan heldur áfram að lækka.Allir aðilar þurfa að taka höndum saman um að spyna gegn hækkunum.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 30. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband