Þriðjudagur, 20. maí 2008
Matvara hér 64% hærri en hjá ESB!
Verð á matvöru hér á landi er 64 prósentum hærra en að meðaltali í ESB-ríkjunum og allmargir samningar birgja og matvöruverslana fela í sér ákvæði sem kunna að raska samkeppni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um viðskiptasamninga birgja og matvöruverslana og annað samstarf fyrirtækja á matvöru markaði.
Eftir því sem segir í tilkynningu stofnunarinnar ber birgjum og matvöruverslunum að ganga úr skugga um að samningar þeirra feli ekki í sér samkeppnishindranir. Þá bendir könnun Samkeppniseftirlitsins til þess að forverðmerkingar birgja á matvörum takmarki verðsamkeppni milli matvöruverslana. Verðmunur á þessum vörum milli verslana sé margfalt minni en eðlislíkra vara sem ekki eru forverðmerktar.
Bendir eftirlitið aðilum á þessum markaði á nokkur atriði í samningum sem geti fali í sér samkeppnishindranir og segist munu fylgja því eftir að samningar feli ekki í sér brot á samkeppnislögum. Fyrirtæki sem verða uppvís að samkeppnislagabrotum mega vænta þess að þurfa að sæta viðurlögum," segir í tilkynningunni. Telur Samkeppniseftirlitið að með umræddum aðgerðum sé hægt að efla samkeppni og lækka verð til íslenskra neytenda.
Ég fagna því að Samkeppniseftirlit láti þessi mál til sín taka. Og væntanlega fylgir hún málinu vel eftir og sektar þá,sem uppvísir eru að brotum á samkeppnislögum með samkeppnishindrunum eða öðrum brotum.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Byrja átti hækkun á lífeyri aldraðra fyrir sl. áramót
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Orkuveitan hættir við Bitruvirkjun
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í morgun að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Í áliti Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda við Bitruvirkjun kemur fram að bygging virkjunarinnar sé ekki viðunandi vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu. Segir í áliti Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð Bitruvirkjun myndi breyta landslagsásýnd þessa lítt raskaða svæðis í ásýnd iðnaðarsvæðis.
Það er stefna stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að gæta varúðar í hvívetna við framkvæmdir á vegum fyrirtækisins. Að fengnu áliti Skipulagsstofnunar á mati á umhverfisáhrifum Bitruvirkjunar samþykkir stjórn OR að hætta undirbúningi Bitruvirkjunar og að fresta öllum frekari framkvæmdum á svæðinu.
Ákvörðun um framhald verkefnisins verði tekin að höfðu samráði við sveitastjórnir eigenda Orkuveitu Reykjavíkur og sveitarfélagsins Ölfuss, sem hefur skipulag svæðisins með höndum," að því er segir í tillögu sem samþykkt var á stjórnarfundi OR í morgun.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundinum að halda áfram undirbúningi virkjunar í Hverahlíð í samræmi við álit Skipulagsstofnunar og í samkomulagi við sveitarfélagið Ölfus.
Í áliti Skipulagsstofnunar um framkvæmd við Hverahlíð kemur fram að stofnunin telur að setja þurfi skilyrði fyrir framkvæmdinni er lúta að áhrifum á jarðhitaauðlindina, áhrifum á grunnvatn og áhrifum á loftgæði.
Samþykkt Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun kemur á óvart. Hér er um jarðgufuvirkjun að ræða sem er mun betri fyrir umhverfið en vatnsaflsvirkjun. Þessi úrskurður þýðir í rauinni það að það er verið að íta aðilum út í vatnsaflsvirkjanir á ný.Það er að sjálfsögðu mun umhverfisvænna að virkja jarðgufu en fossa landsins.Umræddur úrskurður Skipulagsstofnunar getur haft mikil áhrif.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hætt við Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Heildareignir sjávarútvegs 400 milljarðar
Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2006 voru 387 milljarðar króna, heildarskuldir 290 milljarðar og eigið fé því 97 milljarðar.
Til samanburðar voru heildareignirnar 354 milljarðar króna og eigið fé 104 milljarðar ári áður. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagstofunnar, Sjávarútvegur, sem birt er í dag og fjallar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2005-2006.
Hreinn hagnaður af botnfiskveiðum, reiknaður samkvæmt svokallaðri árgreiðsluaðferð, hækkaði úr 9,5 prósentum af tekjum í 18,5 prósent fyrir 2005-2006. Þá jókst hagnaður af botnfiskvinnslu úr 3,5 prósentum í 9,5 prósent af tekjum.
Þessar tölur leiða í ljós,að staða sjávarútvegs er sterk. Það er því góður tími nú til þess að stokka upp kvótakerfið eins og Mannréttindanefnd Sþ. gerir raunar kröfu til . Það þarf að draga inn allar veiðiheimildir og úthluta þeim á ný gegn gjaldi eða bjóða allar upp. Við þessa uppstokkun ættu nýir aðilar greiða leið inn í greinina en greinin hefur nánast verið lokuð.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Ingibjörg Sólrún andvig hrefnuveiðunum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að það sé skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi ákvörðun um að gefa út hrefinuveiðikvóta.
Nú þegar sjávarútvegsráðherra tekur ákvörðun um útgáfu reglugerðar um hrefnuveiðikvóta, er það skýrt á milli ráðherra í ríkisstjórninni að ráðherrar Samfylkingarinnar eru ekki fylgjandi þessari ákvörðun. Útgáfa reglugerðar um hrefnuveiðikvóta er ákvörðun sjávarútvegsráðherra, tekin í framhaldi af stefnu sem hann mótaði 2006.
Sjávarútvegsráðherra hefur stjórnskipulegt forræði á útgáfu reglugerðar sem þessarar án þess að hún komi til afgreiðslu í ríkisstjórn. Sem utanríkisráðherra tel ég að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni þrátt fyrir að kvótinn sé minni í ár en fyrri ár. Ég mun á erlendum vettvangi og þar sem þess gerist þörf útskýra þau rök um sjálfbæra nýtingu hrefnustofnsins sem að baki liggja," segir í yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar.
Þsð vekur athygli,að formaður Samfylkingarinnar skuli gefa út sérstaka tilkynningu til þess að lýsa því yfir,að ráðherrar Samfylkingarinnar séu ekki fylgjandi hrefnuveiðunum. Þetta mun í fyrsta sinn sem Samfylkingin gefur slíka yfirlýsingu sem opinberar ágreining milli flokkanna.Ég hefði nú talið mikilvægara að gefa slíka yfirlýsingu í öðrum málum. Ég hefi ekki sterkar skoðanir á hrefnuveiðunum
og geri ekki athugasemdir við leyfi til veiða á þeim. En mér finnst athyglisvert að sjávarútvegsráðherra skyldi geta ákveðið veiðarnar upp á sitt eindæmi. Ríkisstjórnin er að vísu fjölskipað stjórnvald. Ráðherrar Samfylkingarinnar ættu að nota vald sitt á sama hátt og Einar K.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Hagsmunum fórnað með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Annir á alþingi
Það eru annasamir dagar fram undan á Alþingi, en aðeins fimm þingfundardagar eru eftir af þinginu sem lýkur 29. maí. Um 80 stjórnarfrumvörp liggja fyrir þinginu sem eftir er að afgreiða og um 70 þingmannafrumvörp. Þá eru þingsályktunartillögur ótaldar, en þær eru allmargar.
Þingið sem nú starfar er fyrsta þing sem vinnur eftir nýjum þingskaparlögum, en þau fela m.a. í sér að mál sem ekki klárast fyrir þinglok verða tekin fyrir í haust. Ekki þarf að flytja málin að nýju eins og áður tíðkaðist. Þetta ætti að minnka þá tímapressu sem jafnan hefur verið við þinglok að ljúka afgreiðslu mála.
Frumvarp um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði, sem fjallar m.a. um vatns- og jarðhitaréttindi, er að koma úr nefnd, en um það verða örugglega talsverðar umræður.
Ekki er öruggt að frumvarp um sjúkratryggingar og frumvarp um matvælalöggjöf verði afgreidd úr nefnd, en bæði þessi mál komu seint inn í þingið. Víst er að stjórnarandstæðingar telja nauðsynlegt að ræða ýtarlega um þessi frumvörp. Margar athugasemdir hafa verið gerðar við matvælafrumvarpið og margir umsagnaraðilar hvetja eindregið til þess að málinu verði frestað til næsta þings.
Alþingi heldur uppteknum hætti og hrúgar upp málum í lok þings eða rétt fyrir hlé í stað þess að láta þingið starfa allt árið og taka hóflegt sumarleyfi eins og aðrir landsmenn. Það eru engin rök fyrir hinu langa sumarhléi þingsins. Gömlu rökin eiga ekki lengur við. Þessi vinnubrögð auka líkur á mistökum við afgreiðslu mála á lokaspretti þingsins.Það eru engin rök fyrir því að þingið sé í kapphlaupi við tímann tvisvar á ári,fyrir jólahlé og fyrir sumarhlé.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Annasamir dagar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Jóhanna stendur vörð um Íbúðalánasjóð
Ekki stendur til að láta íbúðarlánasjóð hætta almennum útlánum segir félagsmálaráðherra . Áfram verði staðinn vörður um sjóðinn. Boðaðar breytingar muni hins vegar styrkja félagslega hluta hans
Ég fagna þessum ummælum Jóhönnu um Íbúðarlánasjóð og treysti á samkvæmt þeim,að hún standi vörð um sjóðinn. Hins vegar liggur fyrir að afnema verður ríkisábyrgðina og sennilega mun það leiða til hærri vaxta.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Margt ungt fólk lifir á yfirdráttarlánum
Þeim sem leita til Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna neyslulána hefur fjölgað talsvert frá því í fyrra. Maður verður var við að ungt fólk með börn hefur skuldsett sig mikið á stuttum tíma, segir Ásta S. Helgadóttir, forstöðumaður ráðgjafarstofunnar.
Hún bendir á að fólk hafi keypt fasteignir á 100 prósenta lánum og láti afborgarnir af þeim ganga fyrir. Auðvitað reynir fólk að greiða af þeim. Það er jafnvel með lánsveð hjá foreldrum sínum. Þetta leiðir til þess að fólkið þarf að taka yfirdráttarlán í banka fyrir rekstri heimilisins.
Þetta eru mjög óhagstæð lán til lengri tíma því að þau eru með háum vöxtum. Þau eru hins þægileg að því leyti að ekki þarf veð fyrir þeim og það þarf heldur ekki að þinglýsa þeim. En fólk veltir vandanum á undan sér. Þegar það fær ekki lengur meiri yfirdrátt er það komið á endastöð. Þessi þróun hefur verið áberandi að undanförnu, greinir Ásta frá.
Þetta er slæm lýsing á fjármálum hjá mörgu ungu fólki og fleirum.Hún kemur ekki á óvart,þar eð eyðslan hefur veri' mikil síðustu árin og oft um efni fram. Það var einnig mjög varasamt að taka 100% húsnæðislán og gagnrýnivert að bankarnir skyldu bjóða upp á þau.æi mörgum tilvikum var fólk ekki að taka lán fyrir íbúðakaupum heldur vegna bílakaupa o.fl. Ég tel,að það hafi fremur verið bankarnir en Íbúðalánasjóður,sem valdið hafi mikilli þenslu í efnahagslífinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Lifað á yfirdráttarlánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |