Mánudagur, 26. maí 2008
VG vill innkalla veiðiheimildir
Vinstri grænir leggja það til að lögum um stjórn fiskveiða verði breytt í kjölfar niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að fiskveiðistjórnkerfi Íslendinga brjóti í bága við mannréttindasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem Íslendingar eru aðilar að.
VG vilja að stjórnvöld fullvissi mannréttindanefndina um að niðurstaða hennar verði tekin alvarlega. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um sjávarútvegsmál sem unnar voru í samráði við stjórn og þingflokk.
VG leggur til að íslensk stjórnvöld hefji þegar undirbúning að nauðsynlegum lagabreytingum í því skyni að gera það mögulegt að innkalla aflaheimildir frá núverandi handhöfum.
Til að flýta fyrir og hefja þegar aðlögun að framtíðarskipan mála munu stjórnvöld tryggja með lögum að unnt verði frá og með næsta fiskveiðiári að halda eftir hluta þeirra aflaheimilda sem leigðar eru innan ársins (t.d. 5%), þegar til endurúthlutunar kemur að ári.
Ég fagna þessum tillögum VG. Þær eru mjög samhljóða tillögum fiskveiðinefndar Samfylkingarinnar.Fróðlegt verður að sjá hvernig þeim reiðir af á alþingi. Frjálslyndir munu væntanlega styðja þær en spurning er með Framsókn. Samfylkingin lendir í erfiðleikum með að taka afstöðu til tillagnanna. Ef Samfylkingin styður tillögurnar gæti það þýtt stjórnarslit, nema Sjálfstæðisflokkurinn breyti um afstöðu vegna álits Mannréttindanefndar Sþ.. En tillögurnar eru samhljóða stefnu Samfylkingarinnar. Ég tel,að Samfylkingin verði að styðja tillögurnar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
40 ára afmæli hægri umferðar
Horfið var aftur til vinstri umferðar eitt andartak í Reykjavík eftir hádegið í dag, þegar sviðsettur var sá sögulegi atburður er skipt var í hægri umferð á Íslandi fyrir 40 árum. Bíl var ekið af vinstri akrein yfir á þá hægri, líkt og fyrst var gert að morgni 26. maí 1968.
Akreinaskiptin voru sviðsett á sama stað og þau fóru fram fyrir 40 árum, og undir stýri á gömlum Rambler var Valgarð Briem, sem ók þá fyrstur yfir á hægri akrein. Við hlið hans nú sat Kristján Möller samgönguráðherra, og í nýtísku tvinnbíl á eftir þeim kom Geir H. Haarde forsætisráðherra.
Það var Umferðarráð sem stóð að sviðsetningunni í dag, og að henni lokinn var efnt til hátíðarsamkomu í lestrarsal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu, þar sem Kristján flutti stefnuræðu sína í umferðaröryggismálum.
Það verður að segjast eins og er,að breytingin yfir í hægri umferð fyrir 40 árum tókst sérstaklega vel.Hygg,að það hafi verið vegna þess að undirbúningur var góður og kynning þar á meðal góð.Nú er engu líkara en hægri umferð hafi alltaf verið við lýði hér.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sögulegur atburður endurtekinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
Íslensk kona rekur barnaheimili í Kenya.Er með 5 fósturbörn
Viðmælandi Evu Maríu í sjónvarpinu í gækveldi var Þórunn Helgadóttir fyrrverandi kennari sem rekur barnaheimili fyrir 200 börn í Kenya og hefur tekið í fóstur 5 börn í Kenya.Áhugi hennar vaknaði,þegar hún ákvað að styrkja 1 barn á vegum ABC,hjálparstarfs.Síðan fór hún til Kenya og sá hvað neyðin er mikil þar og tók að sér 5 fósturbörn. Jafnframt tók hún á leigu hús fyrir barnaheimili og rekur það nú með 200 börnum.Öll starfsemin í Kenya á vegum Þðrunnar er rekin fyrir framlög frá Íslandi.
Starf Þórunnar í Kenya er aðdáunarvert.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 26. maí 2008
Orkufrumvarpið rætt á alþingi
Verið er að ræða á Alþingi um frumvarp um breytingar á ýmsum auðlinda- og orkusviði en iðnaðarnefnd þingsins lauk umfjöllun um frumvarpið í síðustu viku. Þingmenn VG segja, að með
frumvarpinu sé stigið stórt skref í þá átt að færa nýtingu orkuauðlindanna úr félagslegri forsjá sveitarfélaga og ríkis og fyrirtækja þeirra yfir til einkaaðila á markaði.
Frumvarpinu er ætlað að tryggja núverandi eignarhald ríkis og sveitarfélaga á vatns- og jarðhitaréttindum yfir tilteknum viðmiðum. Miðað er við að eignarhaldið sé bundið í lög þannig að opinberum aðilum er óheimilt að framselja varanlega áðurnefndar auðlindir til annarra en ríkis, sveitarfélaga eða félaga sem alfarið eru í eigu þessara aðila og sérstaklega stofnuð til að fara með þessi réttindi. Verði frumvarp þetta að lögum munu opinberir aðilar geta veitt öðrum tímabundinn afnotarétt á auðlindum í þeirra eigu til 65 ára eða skemur.
Fram kemur í áliti meirihluta iðnaðarnefndar, að nefndinni hafi borist margar ábendingar um að kominn væri tími til að endurskoða lagaramma utan um starfsemi sérleyfishafa með það að leiðarljósi að tryggja hagkvæman rekstur og að fyrirtækin sjái sér hag í að byggja upp raforkukerfið. Fulltrúar iðnaðarráðuneytis hafi upplýst nefndina um að verið væri að skipa nefnd til að endurskoða raforkulögin og að þessir þættir mundu þá koma til skoðunar.
Í nefndaráliti VG segir, að með frumvarpinu séu orkuauðlindir, sem þegar eru í almannaeign, vissulega varðar en það sé engu síður ávísun á einkavæðingu 49100% af öllum öðrum eignum og rekstrarþáttum stærstu rafveitna og hitaveitna á landinu. Á sama tíma treysti iðnaðarráðherra sér ekki til að hrófla við eignarhaldi einkaaðila á orkuauðlindunum.
Frumvarp þetta er að mínu mati til bóta. Það tryggir að ekki sé unnt að selja einkaaðilum mikilvægar orkulindir þjóðaarinnar sem nú eru í eigu opinberra aðila til varanlegrar eignar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Rætt um nýtingu orkuauðlinda á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
Kvótakerfið brot á mannréttindum
Samkvæmt úrskurði Mannréttindanefndar Sþ. felur kvótakerfið íslenska í sér brot
á mannréttindum.Það er þungur dómur og til skammar fyrir Íslendinga að hafa búið til fiskveiðistjórnunarkerfi,sem mismunar þegnum landsins svo,að um brot á mannréttindum er að ræða.íslennskir jafnaðarmenn hafa um margra ára skeið gagnrýnt kvótakerfið og krafist leiðréttingar á því. Þeir settu fram tillögur um svonefnda fyrningarleið,sem gengur út á það að innkalla veiðiheimildir smátt og smátt og úthluta síðan á ný gegn gjaldi. Fiskveiðinefnd Samfylkingarinnar hefur nú ítrekað þessa leið og vill,að hún verði svar Íslands til Mannréttindanefndar Sþ. I þingkosningunum 2003 barðist Samfylkingin skelegglega fyrir fyrningarleiðinni. En í kosningunum 2007 var hún lögð til hliðar og raunar lagði Samfylkingin þá allt kvótamálið til hliðar,sennilega til þess að greiða fyrir ríkisstjórn með íhaldinu.
Nú kalla menn eftir svari ríkisstjórnarinnar við áliti Mannréttindanefndar Sþ. En ríkisstjórnin ypptir öxlum og segir ekkert. Hún gæti alveg eins sagt: Hvað varðar okkur um mannréttindi? Margt bendir til þess að hún muni engu svara eða engu sem skiptir máli. Sennilega mun hún segja: Við munum athuga hvað unnt er að gera vegna álits Mannréttindanefndarinnar. Það er ekkert svar og ef jafnaðarmenn í ríkisstjórninni standa að slíku svari yrði það þeim til skammar. Við getum ekki í öðru orðoinu gagnrýnt mannréttindabrot út um heim en í hinu skellt skollaeyrum við gagnrýni þess efnis,að við brjótum mannréttindi sjálf.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 26. maí 2008
Meirihluti vill hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni
Meirihluti þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins, eða 58,5% vill að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri. 41,5% vilja að flugvöllurinn verði fluttur annað.
Flestir þeirra, sem vilja að flugvöllurinn verði fluttur, sögðust vilja að innanlandsflug yrði fært til Keflavíkurflugvallar eða 51,8%. 34,7% nefndu ekki ákveðinn stað og 13,8% sögðust vilja að flugvöllur yrði byggður á Hólmsheiði.
Ég er ósammála niðurstöðu þessarar skoðanakönnunar.Ég tel,að flugvöllurinn eigi að fara.Fyrir því eru að mínu mati 2 ástæður: Vatnsmýrin er mjög verðmætt byggingarland og mikil slysahætta er af því að hafa flugvöllinn inni í miðri borginni.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
Metverðbólga í 18 ár
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í maí hækkaði um 1,37% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 12,3% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4% sem jafngildir 28% verðbólgu á ári (32,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis). Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili hefur ekki verið jafn mikil frá því í ágúst 1990 eða í tæp átján ár er hún mældist 14,2%. Í maí í fyrra mældist verðbólgan 4,7% en 4% í júní.
Er þetta meiri hækkun á vísitölu neysluverðs heldur en greiningardeildir bankanna spáðu. Greiningardeild Landsbankans spáði 1,2% hækkun vísitölunnar, Greiningardeild Kaupþings spáði 1,6% hækkun og Greining Glitnis spáði 1,2% hækkun vísitölu neysluverðs í maí.
Forsætisráðherra hefur spáð því,að verðbólgukúfurinn gangi fljótt yfir.Ekki eru allir jafntrúaðir á það.
En vonandi hefur Geir rétt fyrir sér. Ef verðbólgan gengur ekki fljótt niður verða allir kjarasamningar í uppnámi upp úr áramótum. Íbúðareigendur hafa fundið fyrir verðbólgunni að undanförnu. Afborganir af lánum hafa stórhækkað og neytendur finna einnig áhrif verðbólgunnar við innkaup í verslunum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Mesta verðbólga í tæp 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
10 stærstu útgerðirnar hafa sölsað undir sig 52,47% kvótans
Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru nú með 52,47% heildarkvótans, hálfu prósenti meira en fyrir ári. HB Grandi hf. er sem fyrr með mestan kvóta íslenskra útgerðarfyrirtækja, tæplega 12% af heildinni sem er það hámark sem útgerð má hafa.
Fiskistofa hefur eftirlit með stöðu stærstu handhafa aflaheimilda og eignatengslum þeirra til að framfylgja ákvæðum um hámarksaflahlutdeild einstakra aðila í lögum um stjórn fiskveiða. Stofnunin hefur nú birt upplýsingar um kvótastöðu 100 stærstu útgerðanna, miðað við 21. maí.
Í töflu stofnunarinnar kemur fram hlutdeild útgerða í þeim tegundum sem lúta ákvæðum um hámarkseign, einnig aflaheimildir viðkomandi útgerða í þorskígildum reiknað. Sleppt er stofnum sem alfarið veiðast utan íslenskrar lögsögu.
Útgerð er heimilt að eiga allt að 12% heildaraflamarks, samkvæmt þessum útreikningum. HB Grandi er sem fyrr með mestu aflaheimildirnar, nærri 45 þúsund tonn sem svarar til 11,91% af heildaraflamarki íslenskra skipa. Er það heldur hærra hlutfall en fyrir ári. Fyrirtækið er því rétt undir því hámarki sem sett er í lögum.
Þorskígildin eru mun færri en fyrir ári vegna niðurskurðar aflaheimilda en hlutföllin hafa ekki breyst mikið. Tíu stærstu útgerðarfélögin eru nú með 52,47% heildarkvótans. Er það heldur hærra hlutfall en fyrir ári þegar það var slétt 52%. Hlutur tíu stærstu útgerðanna á hverjum tíma hefur hækkað með árunum. Var til dæmis 47,7% haustið 2005.
Á listann yfir tíu stærstu útgerðirnar er komin Skinney-Þinganes, í níunda sæti, hefur bætt hlutdeild sína, en Síldarvinnslan í Neskaupstað, sem var í fjórða sæti síðast, dettur niður í það ellefta. Ísfélag Vestmannaeyja hefur bætt við sig kvóta og hækkað á listanum um nokkur sæti og FISK-Seafood hefur einnig bætt við sig.
Samherji er með 7,1% af þorskkvótanum og HB Grandi er með 6,6% af ýsukvótanum en hámarkið er 12% í báðum þessum tegundum.
Hámarkið í nokkrum öðrum tegundum er 20%. Þar er HB Grandi stærstur í ufsanum með 17,56%, Brim er kvótahæst í grálúðunni með 19,99%, HB Grandi er með 18,68% í loðnu, Skinney-Þinganes með 18,97% af síldarkvótanum og Hraðfrystihúsið Gunnvör er með 15,99% úthafsrækjukvótans. HB Grandi er síðan með 31,95% karfakvótans en hámarkið þar er 35%.
Það er hörmulegt,að nokkrum stórum aðilum skuli hafa tekist að sölsa undir sig meirihluta kvótans.Enginn einn aðili má eiga meira en 12% en útgerðirnar hafa verið að berjast fyrir því að fá það mark hækkað. Það kemur ekki til greina.Í framangreindu yfirliti birtist í hnotskurn ástandið í kvótamálum hér a landi enda þótt ekki komi fram það versta að margir eru alveg útilokaðir frá veiðum og aðeins tiltölulega fáir fengu fríar aflaheimildir þegar kerfið var sett a fót. Í því eru m.a. fólgin mannréttindabrotin sem Mannréttindanefnd Sþ. kvartar yfir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Tíu stærstu útgerðirnar með 52,5% kvótans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 26. maí 2008
BRSB fékk 20.300 kr hækkun en aldraðir 9.400 kr.!
Gengið var undir miðnættið frá samningi aðildarfélaga BSRB, sem áttu lausa samninga við ríkið 1. maí sl., við samninganefnd ríkisins. Gert var
ráð fyrir að Starfsgreinasambandið skrifaði einnig undir kjarasamning við ríkið innan skamms.
Ég er mjög ánægður að samkomulag skuli vera í höfn, sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í kvöld í samtali við Morgunblaðið. Ég tel hagsmunum félaga í BSRB vel borgið með því að gera skammtímasamning um krónutöluhækkun á laun við þessar aðstæður. Þó að samningurinn sé til skamms tíma eyðir þetta óvissu."
Samningur BSRB gildir frá 1. maí sl. til loka mars á næsta ári. Samið var til skamms tíma eða til loka mars á næsta ári. Samið var um 20.300 króna hækkun allra launataxta og einnig var samið um hækkun greiðslu ríkisins í styrkarsjóði BSRB um 0,2 prósentur, úr 0,55% í 0,75% um næstu áramót. Þá er í samningnum gengið frá ýmsum öðrum réttindamálum. Meðal annarra atriða sem samið var um er að desemberuppbótin hækkar úr 41.800 í 44.100 krónur.
Það er fagnaðarefni,að þessir samningar skuli hafa náðst. En þó harma ég,að umönnunarstéttirnar skyldu ekki fá sérstaka leiðréttingu.Ég vek athygli á því,að kauphækkun opinberra starfsmanna er 20.300 kr. á mánuði en aldraðir og öryrkjar fengu 9.400 kr. hækkun á mánuði. Það verður alltaf betur og betur ljóst hvers lags smánarbætur það voru sem öldruðum og öryrkjum voru skammtaðar.Allt bendir til þess að skorið hafi verið af réttlátum uppbótum til lífeyrisþega til þess síðan að láta þá fá einhverja hækkun síðar og segja,að ríkið væri þá að láta þessa hópa fá hækkun: Semt sagt taka af nú og afhenda síðar.Þetta eru vinnubrögð sem lífeyrisþegar geta ekki látið bjóða sér. Þeir eiga rétt á sömu hækkun og launþegar frá 1.feb sl. Það sem kann að koma síðar eru viðbótarleiðréttingar.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Samningar gerðir við ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 26. maí 2008
Ríkisstarfsmenn semja
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Útvarps, að hann gerði sér von um að samningar myndu nást við ríkið í kvöld. Verið er að ræða um samning til 11 mánaða og um krónutöluhækkanir til allra. Gert er ráð fyrir að laun ríkisstarfsmanna, sem BSRB semur fyrir, hækki um 20.300 krónur á mánuði og samningurinn verði afturvirkur til 1. maí.
Samningafundur hefur staðið yfir í dag og Ögmundur sagði að samningar væru ekki í höfn enn.
Hann sagði að í dag hefði aðallega verið rætt um samningstíma og upphæð launahækkana. Einnig hefði verið rætt um kröfu BSRB um sérstaka umbun umönnunarstétta, sem Ögmundur sagði nú ljóst að myndi ekki nást fram í þessum samningum.
Vonandi nást samningar.Þeir samningar sem rætt er um virðast á svipuðum nótum og samningar ASÍ og SA.BSRB vill ekki semja til langs tíma vegna mikillar verðbólgu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Vongóður um að samningar náist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |