Miðvikudagur, 28. maí 2008
Við verðum að taka við flóttamönnum
Ísland getur ekki skorast undan því að taka við erlendum flóttamönnum.Við erum aðilar að Sameinuðu þjóðunum og verðum að axla ábyrgð af flóttamönnum sem eru á vergangi eins og aðrar þjóðir.Þær raddir heyrast að það væri skynsamlegra af okkur að hjálpa flóttmönnum þar sem þeir eru nú vistaðir. En það er ekki svo einfalt. Flóttamenn eru margir hverjir landlausir,hafa ekkert ríkisfang. Hafa ef til vill árum saman búið í flóttamannabúðum. Það er ekkert líf. Þeir verða að fá varanlegan samastað.Við getum ekki valið einföldustu lausninan fyrir okkur og sent peninga út til flóttamannanna. Það þarf að útvega flóttamönnum ný heimili,varanlegan dvalarstað. Það getum við Íslendingar gert. Akranes ætlar að taka á móti 30 flóttamönnum og ég tel það fagnaðarefni. Akranes er í stakk búið til þess.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Kaupmáttur mun rýrna og forsendur kjarasamninga bresta
Laun æðsta stjórnanda Kaupþings árið 2006 jafngiltu því að í kringum 10. mars væri hann búinn að vinna sér inn upphæð sem venjulegt verkafólk er alla starfsævina að strita fyrir og það tók 321 fullvinnandi verkakonu allt árið að vinna fyrir launum hans. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Alþýðusambands Íslands sem kynnt var í dag.
Samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ harðnar nú á dalnum í íslensku efnahagslífi. Eftir mikinn gang í hagkerfinu á liðnum árum er nú komið að lokum hagsveiflunnar. Framundan sé snörp aðlögun hagkerfisins með tveggja ára samdrætti landsframleiðslu.
Segir í hagspá ASÍ að heimilin séu þegar farin að draga saman seglin í kjölfar gengisfalls og mikillar verðbólgu og við blasi mikill samdráttur á íbúðamarkaði og í atvinnuvegafjárfestingum.
Hagsveiflan endar því með hefðbundnum hætti: gengisfalli, mikilli verðbólgu, samdrætti í atvinnu og minnkandi kaupmætti."
Horfur í efnahagslífinu hafa áskömmum tíma breyst til hins verra. Síðasta haust var bjart yfir flestum hagspám og spáð var mjúkri lendingu hagkerfisins í lok stóriðjuframkvæmdanna. Nú bendir á hinn bóginn flest til harkalegrar lendingar.
Alþjóðleg lausafjárkreppa ásamt miklu ójafnvægi í þjóðarbúskapnum hefur leitt til mikils gengisfalls krónunnar og innlendrar lánsfjárkreppu. Í kjölfarið hefur fylgt mesta verðbólga í 18 ár. Gagnvart þessari stöðu standa stjórnvöld ráðalítil, samkvæmt nýrri hagspá ASÍ.
Þetta er svört spá hjá ASÍ. En því miður mun hún sönn. Það eru erfiðir tímar framundan og erfiðleikarnir eru rétt að byrja. Það má búast við erfiðleikum a.m.k næsta árið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Sjöfaldar ævitekjur á einu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Eftirlaunalögin til meðferðar í sumar
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lýsti því yfir á Alþingi í kvöld, að frumvörp um breytingar á eftirlaunalögum og um bætur til þeirra sem dvöldu á Breiðavíkurheimilinu á sínum tíma, komi ekki fram á Alþingi nú í vor. Búast megi við slíkum frumvörpum í haust.
Um eftirlaunalögin sagði Geir, að formenn stjórnarflokkanna hefðu rætt það mál og beint þeirri ósk til formanna annarra stjórnmálaflokka á Alþingi að allir flokkar vinni sameiginlega að þessu máli til að finna á því lausn. Hefðu þeir tekið vel í þá málaleitan. Sagði Geir, að væntanlega verði unnið í sumar að því þingmáli, sem yrði lagt fram í haust.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sagðist fagna því að niðurstaða hefði fengist í þetta mál.
Vænranlega næst samkomulag um mál þetta í sumar. En ekki er sama hvernig það samkomulag verður. Það verður að afnema misréttið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Farið yfir eftirlaunalög í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Kveða þarf niður verðbólgudrauginn
Verkefnið núna er að kveða niður verðbólgudrauginn og koma betra jafnvægi á efnahagsmál þjóðarinnar, sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra meðal annars í eldhúsdagsumræðunum á þingi í gær. Við þetta þyrfti samstöðu og samráð en þegar í harðbakkann slægi stæðu Íslendingar saman. Össur rakti einnig árangur og verkefni í velferðarmálum og nýja atvinnulífinu, og fjallaði sérstaklega um þáttaskil í umhverfismálum og nýja tíma í orkumálum nú þegar leysa þarf af hólmi olíu, kol og gas.
Aðrir talsmenn Samfylkingarinnar í umræðunum voru Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem talaði meðal annars um jafnréttismál og Einar Már Sigurðarson sem ræddi einkum um breytingarnar í skólunum .
Ræða Össurar var mjög þróttmikil og hann kom víða við.Hann ræddi mikið um nýsköpun í atvinnulífinuifinu og umhverfismál. Hann sagði,að viðkvæm svæði í nattúrunni hefðu verið vernduð .Ekki yrðu gefin virkunarleyfi á viðkvæmum svæðum.
Björgvin Guðmundsson.
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Söguleg sátt um orkulindir þjóðarinnar
Söguleg sátt hefur náðst um að slá skjaldborg um orkulindir þjóðarinnar, sagði formaður iðnaðarnefndar á Alþingi í morgun þegar ljóst var að þingheimur myndi allur styðja meginefni frumvarps iðnaðarráðherra um að tryggja að mikilverðustu vatns- og jarðhitaréttindi verði í eigu ríkis og sveitarfélaga.
Deilur í fyrra í kjölfar sölu ríkisins á eignarhlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja urðu til þess að nýr iðnaðarráðherra boðaði lagafrumvarp um orkumál en það er nú í lokameðferð Alþingis.
Vinstri grænir leggja til breytingartillögur þess efnis að ekki megi einkavæða smærri virkjanir eins og Mjólkárvirkjun og Andakíl en frumvarpið miðast aðeins við virkjanir sem eru tíu megavött eða stærri. Þá vilja þeir festa í lög að Landsnet, sem annast dreifikerfið, verði í eigu opinberra aðila.
Engu að síður lítur formaður iðnaðarnefndar, Katrín Júlíusdóttir, svo á að víðtæk samstaða sé um málið. Hún sagði við atkvæðagreiðslu í dag eftir aðra umræðu að segja mætti að söguleg sátt hefði náðst um að slá skjaldborg um orkulindir þjóðarinnar.
Frumvarp iðnaðarráðherra gerir jafnframt ráð fyrir að rafmagns- og hitaveitur verði ætíð í meirihlutaeigu opinberra aðila. Össur Skarphéðinsson sagði við umræðurnar að svo virtist sem allur þingheimur stæði að baki frumvarpinu og þeirri hugmynd að orkulindir landsins sem væru í samfélagslegri eigu yrðu það áfram.
Það er ánægjulegt að þetta frumvarp skuli ná í gegn á alþingi. Það eru að vísu nokkur áitaefni sem bíða. En meginatriðð nær í gegn: Oskuauðlindir,sem eru í eigu opinberra aðila verða það áfram.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Lífeyrisþegar þurfa meira í launaumslagið ( þá varðar ekkert um einhverja 9 milljarða)
Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði í eldhúsdagsumræðunuim í gærkveldi,að búið væri búið að hækka greiðslur til lífeyrisþega um 9 milljarða af núverandi ríkisstjórn. Þetta er sama talan og Jóhanna Sigurðardóttir hefur nefnt.En staðreyndin er sú,að það sem gert hefur verið á þessu ári kostar ríkið í ár 1,7 milljarða en 2,7 milljarða þegar það er komið til framkvæmda sem á að gerast 1.júlí og 1.ágúst.Á heilu ári verða þessar tölur hærri.
En hvaða þýðingu hefur það fyrir lífeyrisþega að heyra hvað einhverjar ráðstafanir kosta ríkissjóð. Það hefur enga þýðingu.Það eina sem hefur þýðingu er hvað lífeyrisþeginn fær í launaumslagið. Hann fær í dag 121 þús. kr. eftir skatta ( 136 fyrir skatta).Einhleypur ellilífeyrisþegi.Þessi lífeyrisþegi er ekkert betur setur þó sá sem er úti að vinna fái ekki lengur skerðingu tryggingabóta. Á sl. ári námu lífeyrisgreiðslur ca. 100% af lágmarkslaunum ( samkvæmt staðtölum TR) En í ár nema lífeyrisgreiðslurnar aðeins 93,74% af lágmarkslaunum. Þær hafa lækkað vegna þess að lífeyrisþegar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og launþegar fengu á launum sínum í feb. sl. Þetta þarf að leiðrétta og meira til. Lífeyrisþegar þurfa ekki á talnaleikfimi að halda. Þeir þurfa meira í launaumslagið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Eftirlaunaósóminn saltaður
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það nánast útilokað að frumvarp um breytingu á eftirlaunum ráðherra og þingmanna verði afgreitt fyrir þinghlé. Hann býst við því að Geir H. Haarde forsætisráðherra leggi til að málið verði rætt á meðal formanna flokkanna í sumar og að hann sé sáttur við það.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að ekki standi á sér og sínum að ræða slíkt frumvart komi það fram en hann segir málið ekkert hafa verið rætt við sig í vikunni.
Ég fordæmi þessi vinnubrögð.Þau sýna algert ábyrgðarleysi stjórnmálamanna í þessu máli. Það vísar hver á annan. Stjórnarandstaðan segist bíða eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Stjórnin segir,að það þurfi samstöðu allra flokka málið.Það vantar viljann til að afgreiða málið.
Björgvin Guðmundsson
.
B
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Hefur einkarekstur brugðist í heilbrigðiskerfinu?
Rætt var um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu á alþingi í fyrradag. Þuríður Backman þingmaður VG tók málið upp utan dagskrár í tilefni af athugasemdum ríkisendurskoðanda við rekstur hjúkrunarheimilisins Sóltún,sem er einkarekið heimili.Það hefur alla tíð fengið hærri greiðslur frá ríkinu en önnur hjúkrunarheimili.Munur hér 14-17%.Ríkisendurskoðandi hefur gert athugasemdir við skráningar Sóltúns. Telur ríkisendurskoðun,að ekki komi fram í skráningum,að sú meðferð hafi verið veitt sem heimlið gerir kröfu um að fá greiddar.Þuríður Backman sagði,að ljóst væri samkvæmt þessu dæmi,að einkarekin heimili væru dýrari í rekstri en hjúkrunarheimli á vegum hins opinbera og sjálfseignarstofnanir.
Guðlaugur Þór ráðherra sagði,að 80 % allra hjúkrunarheimila væru einkarekin. Hér gaf ráðherra ekki tæmandi upplýsingar,þar eð flest einkareknu heimili eru sjálseignarstofnanir,sem ekki eru rekin í gróðaskyni. Hins vegar er þessu öðru vísi farið með Sóltún. Þar ræður hagnaðarvonin.Ef til vill skýrir það mikinn kostnað við rekstur heimilisins.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ungt fólk í fjárhagsvanda
Unga fólkið sem leitar til okkar er með hærri skuldir. Þetta er fólkið sem tók bílalánin og erlendu lánin og önnur lán, nokkuð sem er að koma fram núna frá þeim tíma þegar fólk var að skuldsetja sig og gat gengið á milli lánastofnana og er því nú með skuld á svo mörgum stöðum. Það sem við gerum er að setja dæmið upp og leita eftir upplýsingum frá öllum lánastofnunum og með því fær fólkið heildarsýn yfir fjármálin.
Aðspurð hvenær þessi vandi hafi komið í ljós segir Ásta þá þróun hafa orðið undanfarin ár að áður hafi aldurshópurinn á milli þrítugs og fertugs verið fjölmennastur meðal þeirra sem leita til Ráðgjafarstofu þau 12 ár sem stofan hafi starfað. Það hafi breyst og á árinu 2007 hafi hópur skuldsetts fólks á þrítugsaldri orðið jafn fjölmennur. Árið 2006 hafi yngri hópurinn jafnvel verið stærri.
Þetta er alvarlegt mál. Hér eiga bankarnir verulega sök. Þeir hafa óspart otað lánum að ungu fólki,þar á meðal lánum í erlendri mynt. Það vantar mikið meiri fræðslu um fjármál. Það þarf að auka þá fræðslu verulega í skólunum.Unga fólkið í dag vill eignast allt um leið og það fer að búa. En það er ekki unnt nema með því að sreypa sér í verulegar skuldir.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |