Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ísbjörninn var drepinn
Ísbjörninn sem gekk á land að Hrauni á Skaga í gær var drepinn nú á sjöunda tímanum að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki. Segir Stefán að dýrið hafi tekið á rás í átt til sjávar og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður." Um kvendýr er að ræða.
Ég er sammmála því,að ekki var um annað að gera en að drepa dýrið miðað við aðstæður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Vér mótmælum allir
Danska stjórnin boðaði til þjóðfundar í Reykjavík sumarið 1851. Lagði hún frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðréttindi Íslendinga voru höfð að engu. Íslensku fulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frumvarp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í Hugvekjunni frá 1848. Ekki leist konungsfulltrúa, Trampe greifa, á frumvarp Jóns Sigurðssonar og samherja hans og sleit hann því fundinum í nafni konungs. Þá hljómaði setningin sem margir kannast við: Vér mótmælum allir.
Á þjóðfundinum tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka.
Geir Haarde forsætisráðherra vék að sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar í ræðu sinni á Austurvelli í dag. Hann kvað það til marks um hve minning Jóns Sigurðssonar lifði sterkt hjá þjóðinni, að enn í dag væri vitnað í Jón Sigurðsson í ræðum stjórnmálamanna.Jón Sigurðsson er óumdeildur foriingi sjálfstæðisbaráttu okkar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Sumar og sól eftir Hörð Zóphaníasson
Sumar og sól-
Sumar ríkir,sólin skín-
syngja fuglar kvæðin fin-
hérna dafnar glens og grín-
gleðin á hér óðul sín
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Forsætisráðherra er bjartsýnn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gerði efnahagsástandið að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli. Sagði Geir að Íslendingar hafi árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum.
Erfiðleikarnir þá voru mun meiri en nú. En með samstilltu átaki réð þjóðin við vandann og í hönd fóru blómleg ár. Ég er þess fullviss að svo verði einnig nú," sagði Geir.
Ríkisstjórnin sem tók við fyrir ári síðan tók, að sögn Geirs, við góðu búi, meira að segja óvenjulega góðu búi.
En skömmu eftir að hún var mynduð hófust miklar hræringar í efnahagslífi heimsins, sem við sjáum ekki enn fyrir endann á en höfum þó góða von um að séu að ganga yfir.
Erlendir fjármálamarkaðir hafa gengið í gegnum meiri sviptingar en um áratugaskeið og lánsfjárkreppa, sem af þeim hefur leitt, hvarvetna sagt til sín. Jafnvel virðulegustu og rótgrónustu fjármálastofnanir veraldar hafa lent í miklum erfiðleikum, tapað gríðarlegum fjármunum og sumar orðið gjaldþrota.
Hluti þess nýja alheimsvanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í stórhækkuðu heimsmarkaðsverði á ýmsum nauðsynjum, svo sem eldsneyti og matvælum, segir forsætisráðherra.
Það segir sig sjálft að slíkar breytingar virka sem skattur á þjóðarbú okkar og rýra óhjákvæmilega kjör allra í landinu. Þar við bætist meiri lækkun á gengi krónunnar en búist hafði verið við, m.a. vegna breytts fjárstreymis inn og út úr landinu. Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Gleymum því þó ekki hve þessi þróun leikur margar aðrar þjóðir miklu verr en okkur og verst þær sem síst máttu við nýjum áföllum.(mbl.is)
Það er gott,að forsætisráðherrann er bjartsýnn.Þegar svart er framundan er gott að þjóðarleiðtogarnir tali kjark í landsmenn og bendi þeim á,að við höfum áður upplifað þrengingar í efnahagsmálum og komist gegnum þær.Vissulega verður svo einnig nú. En áður mun að mínu mati sverfa meira að. Hætt er við auknu atvinnuleysi með haustinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forsætisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
17.júní. Til hamingju
Í dag er 17.júní,þjóðhátíðardagur Íslands,fæðingardagur Jóns Sigurðssonar.Ég minnist þess þegar lýðveldið var stofnað á þessum degi 1944. Ég sat þá heima í stofu við útvarpstækið og fylgdist grannt með öllu sem fram fór á Þingvöllum. Það var hellirigning.Ég sat sem límdur við útvarpstækið.Mér fannst allt svo merkilegt,sem var að gerast að ég vildi ekki missa af neinu.Ég var 12 ára.
Til hamingju með daginn.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Reynt að koma ísbirninum til Grænlands
Ákveðið hefur verið að danskir sérfræðingar komi hingað til lands til þess að fanga ísbjörninn.Mun ráðgert að koma honum til Grænlands ef mögulegt er.
Hjalti J Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að ísbjörninn liggi nú rólegur í æðarvarpinu að Hrauni á Skaga eftir að hafa farið á vapp fyrr í morgun. Segir hann að Danirnir komi væntanlega með búnaðinn sem þarf til að svæfa dýrið og fanga síðdegis í dag.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort einn eða tveir sérfræðingar komi frá Danmörku en að minnsta kosti komi Carsten Grøndal, sem er sérfræðingur í föngun villtra dýr og deyfingu þeirra.
Ef þetta gengur eftir er það góð lausn. En ennþá er mikið óunnið og ekki öruggt að dæmið gangi upp. plan B er að skjóta dýrið.
Björgvin Guðmundsson