Reynisfjara getur verið stórhættuleg

Almenningi verður meinaður aðgangur að Reynisfjöru verði þar ekki komið upp viðvörunarskilti, að sögn Ólafs Steinars Björnssonar, eins stærsta eiganda fjörunnar. Hann vill að Ferðamálastofa standi straum að kostnaði við gerð og uppsetningu skiltisins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er málið í vinnslu og skilti og bjarghringir verða sett upp.

Þriðjudaginn síðasta voru þýsk hjón hætt komin vestan við Dyrhólaey þegar brimalda hrifsaði þau með sér. Fréttaflutningur var hins vegar á þá leið að atvikið hefði átt sér stað í Reynisfjöru, og sköpuðust umræður um hvort ekki þyrfti að setja þar upp viðvörunarskilti til handa ferðamönnum. (mbl.is)

Nayðsynlegt er að drífa upp skilti til viðvörunar í fjörunni. Slys hafa orðið þarna og aldan er mjög hættuleg,einkum fyrir útlendinga sem eru ókunnugir  þar.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Skilti verða sett upp við Reynisfjöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haldið verði aftur af gjaldskrárhækkkunum

Ríki og sveitarfélög ættu að íhuga vandlega hvort þörf sé fyrir gjaldskrárhækkanir, segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Hið opinbera, ríki og sveitarfélög eigi að axla sinn hluta ábyrgðarinnar í baráttunni gegn verðbólgu með því að halda aftur af hækkun gjalda fyrir þjónustu sem einkum tengist skólum og frístundastarfi barna.

Nú fer í hönd sá tími þegar gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu hins opinbera eru endurskoðaðar. Þegar um er að ræða gjöld fyrir þjónustu mælast allar hækkanir á gjáldskrám í vísitölu neysluverðs og koma þar af leiðandi fram í verðbólgunni.

 Metverðbólga mælist nú, 13,6% á ársgrundvelli og hefur ekki verið meiri frá því að þjóðarsáttarsamningarnir voru gerðir 1990.

Í þeirri samningsgerð, sem einkum var að frumkvæði forystumanna vinnuveitenda annars vegar og launþega hins vegar, tókst að kveða niður verðbólguna svo kyrfilega að hún hefur ekki látið alvarlega á sér kræla fyrr en nú í sumar.

Hugmynd  hagfræðings ASÍ um að opinberir aðilar haldi aftur aF gjaldskrárhækkunum er góð. Það er nauðsynlegt að gera allt sem m0gulegt er til þess að  halda aftur af verðbólgunni.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Er fasteignamarkaðurinn að vakna?

Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.

Hann gerir ráð fyrir að afnám stimpilgjalda og hækkun hámarkslána sjóðsins skýri aukninguna. Nákvæmar tölur um aukninguna segir hann ekki hægt að gefa upp fyrr en eftir mánaðamótin næstu. „En það er sýnilegt að það hefur lifnað yfir markaðnum.“(mbl.is)

Vonandi er það rétt,að það sé að lifna yfir fasteignamarkðnum. En þó er ljóst,að framvindan fer einnig eftir efnahagsástæðum. Ef niðursveiflan heldur áfram þá er hætt við að fasteignamarkaðurinn liggi einnig niðri.Ef fólk missir vinnuna eða tekjur dragast mikið saman er erfitt að standa í fasteignakaupum.Ástandið á byggingamarkaðnum er mjög erfitt um þessar mundir og útlitið slæmt. Hætt er við miklum samdrætti í þeirri grein og sá samdráttur er byrjaður með uppsögnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fasteignamarkaðurinn vaknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamiðlun í Doha viðræðunum

Sex ríki sem gegna lykilstöðu í Doha samningaviðræðunum í Genf auk Evrópusambandsins hafa nú gert tillögu að málamiðlun um breytingar á millilandaverslun með landbúnaðarafurðir og iðnvarning. Málamiðlunin var yfirfarin af 35 stærri ríkjum og verður í dag lögð fyrir öll 153 ríkin sem standa að baki Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Málamiðlunin gengur út á að dregið verði úr landbúnaðarstyrkjum um 70 prósent í Bandaríkjunum og um 80 prósent í 15 ríkjum Evrópusambandsins. Landbúnaðartollar myndu einnig lækka en þeir myndu þó lækka minna á afurðum sem taldar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir afnámi tolla.

Þróunarlöndin fengju að skilgreina 12 prósent af tollflokkum sem viðkvæma til að tryggja afkomu fólks, matvæalaöryggi og þróun í dreifbýli.

Einstök lönd mega þó hækka tolla við sérstakar aðstæður svo sem til að bregðast við miklum verðbreytingum eða stórauknum innflutningi en áður þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði.

Ekki eru allir hrifnir af því að skylda þróunarríkin til að minnka innflutningstolla. John Hillary, framkvæmdastjóri samtakanna Stríð gegn skorti, segir málamiðlunina stórhættulega fyrir afkomu milljóna manna og helst þjóna stórfyrirtækjum.

Þetta er mjög merkur áfangi í viðræðunum og ef málamiðlunartillagan verður samþykkt  næst góður árangur.Það er lengi búið að vinna að því að brjóta niður tollmúra i viðskiptum með búvörur og hefur gengið mjög lítið.Ísland verður að búa sig undir að lækka tolla á innfluttum búvörum og sæta aukinni samkeppni. Við eigum að geta staðist hana.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Heilindi borgarstjóra dregin í efa

Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúar VG, segja að borgarstjóri verði að una því að heilindi hans séu dregin í efa. Hann fari að auki með rangt mál í yfirlýsingum sínum varðandi Kárahnjúkavirkjun.

Yfirlýsing þeirra er eftirfarandi:

„Á dögunum voru þau boð látin út ganga frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík að heilindi hans skuli ekki dregin í efa. Í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem skoðanafrelsi á að ríkja, verður jafnvel borgarstjórinn í Reykjavík að sæta því að málflutningi hans sé mótmælt og jafnvel heilindin í efa dregin.

Í yfirlýsingu borgarstjóra frá í dag, vegna Bitruvirkjunar, segir borgarstjóri m.a: „R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun." Borgarstjóra hlýtur að vera fullljóst að þessi fullyrðing stenst ekki. Kárahnjúkavirkjun var samþykkt í borgarstjórn með 9 atkvæðum gegn 5 en einn fulltrúi sat hjá. Borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (8 talsins) auk þáverandi borgarstjóra, núverandi formanns Samfylkingarinnar, samþykktu ábyrgð borgarinnar á virkjuninni. Báðir borgarfulltrúar úr Vinstri grænum, tveir borgarfulltrúar úr Samfylkingu auk núverandi borgarstjóra greiddu atkvæði gegn virkjunni. Rétt skal vera rétt.

Málflutningur borgarstjóra einkennist ekki af „heilindum" þegar hann hagræðir sannleikanum í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálfan sig."(mbl.is)

Nokkuð hefur borið á því að borgarstjóri færi frjálskega með  staðreyndir eins og fram kemur í yfirlýsingu borgarfulltrúa VG.Æskilegt er,að  sá,sem gegnir svo háu embætti sem embætti borgarstjóra vandi málflutning sinn svo hann standist.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband