Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Ólafur Ragnar tekur við embætti forseta á morgun
Svæði í miðborg Reykjavíkur verður lokað fyrir umferð á morgun vegna innsetningar í embætti forseta Íslands. Um er að ræða Kirkjutorg við Skólabrú, Templarasund við Vonarstræti og Kirkjustræti við Pósthússtræti.
Lögreglan vill benda vegfarendum góðfúslega á að finna sér aðrar leiðir. Þeir sem hyggjast nýta sér bílastæði í miðborginni eru sömuleiðis beðnir að hafa þetta hugfast svo komast megi hjá óþægindum.
(mbl.is)
Með embættistöku forseta á morgun hefst fjórða kjörtímabil hans.Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel sem forseti. Það eina sem skyggir á er,að hann skuli fara á opnunarhátíð olympíuleikanna í Peking á sama tíma og Kínastjórn fremur gróf mannréttindabrot.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Götum lokað vegna embættistöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
471 sagt upp í hópuppsögnum
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hefur um 471 starfsmanni verið sagt upp í fjöldauppsögnum í júní og júlí. Í fréttum í gær kom fram að 57 starfsmönnum Ræsis var sagt upp sem og 57 starfsmönnum hjá leikfangaverslunum Just 4 Kids.
Þrátt fyrir að veðrið leiki við landsmenn þessa dagana er fullt af fólki sem hefur misst vinnuna það sem af er sumri. Í júní var tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá þremur fyrirtækjum. Hjá byggingarfélaginu Byggt var 27 starfsmönnum sagt upp, 207 var sagt upp hjá Icelandair og flugþjónustan sagði upp 70-75 manns.
Nú í júlí hafa komið inn á borð til vinnumálastofnunar uppsagnir hjá Ræsi og Mest. 57 starfsmönnum var sagt upp hjá Ræsi og á bilinu 60-80 hjá Mest. Þá kom fram í fréttum Sjónvarps í gær að 57 starfsmönnum var sagt upp í tveimur verslunum Just 4 kids, sem opnuðu fyrir rúmlega átta mánuðum.
Þessar miklu uppsagnir eru tl marks um niðursveifluna ög samdráttinn í þjóðfélaginu.Það er byrjað að sverfa mjög að hjá mörgum.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í júní
Í júní mánuði voru fluttar út vörur fyrir 41,4 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,1 milljarð króna fob. Vöruskiptin í júní voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í júní 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 13,4 milljarða króna á sama gengi.
Fyrstu sex mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 206,8 milljarða króna en inn fyrir 231,2 milljarða króna. Hallinn á vöruskiptunum við útlönd nam 24,4 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 50 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 25,6 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður.
Þetta er ánægjulegur viðsnúningur. Vonandi er þetta upphafið að því að efnahagsmálin lagist hjá okkur. Fyrsta skilyrði þess,að við náum tökum á efnahagsmálum okkar er að við hættum að eyða um efni fram.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Skattakóngurinn greiðir 450 millj. í skatt
Kristinn Gunnarsson, apótekari, greiðir hæstu opinberu gjöld í Reykjavík á þessu ári og jafnframt á landinu öllu. Samkvæmt upplýsingum skattstjórans í Reykjavík greiðir hann 450.816.061 krónu í heildargjöld. Vilhelm Róbert Wessman, kaupsýslumaður, greiðir 284.760.200 krónur í heildargjöld og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, 275.149.863 krónur.
Alls nema heildargjöld í Reykjavík 90,9 milljörðum króna en 100.098 eru á álagningarkskrá. Þar af greiða 1540 börn skatta, samtals um 21 milljón króna.
.
- Það er athyglisvert,að apótekarar virðast enn geta rakað að sér miklum tekjum.´Ætlunin var fyrir nokkrum árum að draga úr óeðlilegum gróða apotekara en það virðust ekki hafa tekist.Sömu sögu er að segja um tannlækna. Þeir raka einnig að sér miklum gróða. Það er undarlegt hvernig sumar stéttir geta rakað að sér miklum gróða enda þótt menntun þeirra sé ekki meiri en annarra. Í sumum tilvikum,eins og hjá apotekurum er .það vegna einökunaraðstöðu sem þeir hafa haft.
- Björgvin Guðmundsson
![]() |
Greiðir 450 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Álagðir tekjuskattar og útsvar nema 213 milljörðum,hækka um 15%
- Lokið er álagningu opinberra gjalda og geta menn nú farið inn á netið og séð sína álagningu.Hér fara á eftir nokkrar upplýsingar um álagninguna:
- Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 213,6 milljörðum króna og hækkar um 15,1% frá fyrra ári. Álagðir tekjuskattar til ríkissjóðs skiptast í tekjuskatt annars vegar og fjármagnstekjuskatt hins vegar en útsvarið er tekjustofn sveitarfélaga.
- Almennan tekjuskatt, samtals 86,4 milljarða króna, greiða 178.270 einstaklingar, eða 67% framteljenda og hefur það hlutfall lækkað nokkuð frá fyrra ári. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 3,8 % milli ára meðan tekjuskattstofninn hækkaði um 10,5% á hvern framteljanda að meðaltali. Þetta stafar af lækkun skatthlutfallsins úr 23,75% í 22,75% í upphafi árs 2007, auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 10,75%.
- Útsvar til sveitarfélaga nemur alls 101,9 milljörðum króna og hækkar um 16,8% frá fyrra ári. Gjaldendur útsvars eru 256.777 og fjölgar um 4,4% milli ára. Álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar samkvæmt því um 11,8% milli ára en meðalútsvarshlutfall breyttist ekki. Hækkunin hefur aldrei áður orðið jafn mikil að óbreyttri útsvarsprósentu.
- Álagður fjármagnstekjuskattur einstaklinga nemur 25,3 milljörðum króna og hækkar um tæplega 55% milli ára. Greiðendur fjármagnstekjuskatts eru tæplega 99 þúsund og fjölgar um rúmlega 6% milli ára. Söluhagnaður skýrir 58% af skattstofni fjármagnstekjuskatts en arður og vaxtatekjur tæpan fimmtung hvor liður. Hlutur fjármagnstekjuskatts af tekjusköttum einstaklinga til ríkissjóðs jókst verulega og nam 22,6% en hlutfallið var 16,6% í fyrra.
Björgvin Guðmundsson
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Bensín á að vera 5 kr. ódýrara pr.líter. að mati FÍB
Olíufélögin hafa grætt á sveiflum á olíuverði að undanförnu. Þau hafa nýtt tækifærið til mikilla hækkana en ekki lækkað verðið sem skyldi þegar tækifæri vinnst að mati Félags Íslenskra bifreiðaeiganda.
Verð á bensíni og dísiloliíu hefur lækkað um eina og hálfa krónu á bensínlítrann að meðaltali en á sama tíma hefur kostnaður neytenda vegna eldsneytisverðs aukist um þrjár og hálfa krónu. Bensín og dísilolía ætti að vera fimm krónum ódýrara en það er nú að mati Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem telur að Olíufélögin hafi minnst fimm miljónir á dag upp úr krafsinu miðað við að ein milljón lítra seljist á degi hverjum. Hann bendir á að í hönd fari ein mesta ferðahelgi ársins með tilheyrandi eldsneytisnotkun og spyr hvort félögin dragi lappirnar þess vegna.
Það eru alvarlegar ásakanir í garð olíufélaganna,sem felast í fullyrðingum FÍB.Framkvæmdastjórinn segir að olíufélögin græði a.m.k., 5 millj.kr. á dag á of háiu olíuverði.Það er verið að hafa stórfé af neytendum.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Græða fimm milljónir á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Öllum sagt upp hjá Ræsi
Bifreiðaumboðið Ræsir hefur sagt öllum starfsmönnum sínum upp tæplega 60 að tölu. Geir Þórarinn Zoega, stjórnarformaður Ræsis, segir það gert til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti.
Hjá fyrirtækinu starfa í dag alls 57 starfsmenn sem öllum var tilkynnt í dag að þeim yrði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.Það er RÚV sem segir frá þessu.
Hann sagðist ennfremur vona að sem flestir af starfsmönnunum yrðu endurráðnir að skipulagsbreytingunum loknum(mbl.is)
Það er skammt stórra högga á milli í atvinnulífinu.Ef svona heldur áfram með uppsögnum og gjaldþrotum verður komið mikið atvinnuleysi hér næsta haust.Hvað er unnt að horfa lengi aðgerðarlaust á það að bankarnir láni ekkert til atvinnulífsins?
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Öllum sagt upp hjá Ræsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 31. júlí 2008
Ólafur F. kvartar undan Kastljósi
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, segist vera ýmsu vanur að hálfu Kastljóssins sem hafi lengi verið undirlagt af pólitískri misnotkun.
,,Pólitísk misnotkun Kastljósins er ekki ný fyrir mér. Mér er ekki bara misboðið fyrir mína hönd heldur einnig borgarbúa því Helgi sýndi borgarastjóraembættinu stæka óvirðingu," segir Ólafur sem var gestur Helga Seljans, þáttastjórnanda, í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrr í kvöld og voru borgarmálin efst á baugi. Ólafur er ekki sáttur við framkomu Helga.
Helgi Seljan var mjög frekur við Ólaf í kastljósi. Það er ekki í fyrsta sinn.Helgi er oft mjög frekjur við viðmælendur og gengur iðulega of langt að mínu mati.
Björgvin Guðmundsson