Samið við hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar voru rétt í þessu að undirrita samninga við ríkið. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við Mbl fyrir undirritun að þetta væri mikill léttir og að samningsaðilar væru báðir mjög ánægðir með að það hafi tekist að forða yfirvinnuverkfalli. 


 

„Þetta er búið að vera indælt stríð,“ sagði Elsa í samtalið við Morgunblaðið eftir undirritun samningsins.

Elsa sagði að þótt aðilar hefðu stundum verið missáttir við ýmis atriði hefði verið talað í gegnum þau og komist að samkomulagi sem báðir aðilar væru sáttir við.


 

„Við náðum okkar aðalmarkmiði sem var að hækka grunnlaunin. Þetta gerum við með verulegri hækkun dagvinnulauna,“ segir Elsa.

Aðalatriði samningsins eru að öðru leyti þau að yfirvinnuprósenta lækkar og einhverjar breytingar verða á vaktaskipulagi. Þá verða breytingar á réttindum hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri.


 

„Við teljum þetta vera ágætis samkomulag og núna hefjumst við handa við að kynna þetta fyrir okkar félagsmönnum. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt,“ sagði Elsa að endingu og fór að gæða sér á vöfflum með félögum sínum í samninganefndinni en að lokinni undirritun var öllum boðið í vöfflukaffi til að fagna árangrinum. Var þar glatt á hjalla.(mbl.is)

Ekki var upplýst í kvöld hve mikla kauphækkun hjúkrunrfræðingar fengu.En dagvinnulaunin hækka verulega. Það er ánægjuleg niðurstaða.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hjúkrunarfræðingar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppsagnir starfsmanna halda áfram

Byggingarvörufyrirtækið MEST er komið í verulegan lausafjárvanda og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun koma í ljós á næstu vikum hvort fyrirtækið fær það fé sem nauðsynlegt er til að halda rekstrinum áfram.

Hjalti Már Bjarnason, forstjóri MEST, sá ástæðu til að senda starfsmönnum fyrirtækisins bréf þar sem varað var við erfiðri stöðu. Starfsmönnum hefur þegar fækkað um 100 það sem af er árinu, eða um þriðjung en þeir voru um 300 í upphafi árs. Í bréfi forstjórans kom m.a. fram að kostnaðarlækkanir og eignasala hefðu ekki dugað til, auk þess sem hvorki hefði tekist að afla nægs hlutafjár né lánsfjár.(mbl.is)

Þetta er sama þróun og víða annars staðar. Það er samdráttur og fólki  fækkar.Uppsagnir halda áfram.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is MEST hefur sagt upp 100 á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfur nær yfirráðum yfir Mogganum

Björgólfur Guðmundsson,auðjöfur,hefur keypt hlut Ólafs Jóhanns í Morgunblaðinu ( Árvakri).Þar með hefur hann eignast meira en þriðjung í Mogganum. Björgólfur hefur lengi verið ákveðinn Sjálfstæðismaður. Hann var í stjórn Varðarfélagsins hér áður og studdi Sjálfstæðisflokkinn ávallt. Þegar  Hafskip var komið á kné fölnaði eitthvað ástin á Sjálfstæðisflokknum um skeið. En hann gekk á fund Davíðs  Oddsonar og fékk leyfi  hans til þess að kaupa Landsbankann. Ekki er eð vita hvernig farið hefði fyrir Björgólfi ef hann hefði haft sama háttinn á og Jón Ásgeir og Jón Ólafsson að kaupa banka í  óþökk Davíðs ( FBA).Þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fengu á sig 5-6 ára málaferli!

 

Björgvin Guðmundsson


Surtsey meðal heimsminja Unesco

Surtsey hefur verið skráð á heimsminjaskrá UNESCO, en heimsminjanefnd UNESCO fjallaði um umsókn Íslands á fundi sínum í Quebec í Kanada gær.

Fram kemur í rökstuðningi nefndarinnar að það sem þyki einna merkilegast við eyjuna er að hún hafi verið verndað friðland frá því hún myndaðist í eldgosi á árunum 1963 til 1967, hún sé því einstök rannsóknarstöð þar sem vísindamenn geta fylgst með þróun dýra- og plöntulífs.

Sérstakt leyfi Umhverfisstofnunar þarf til að heimsækja Surtsey. Aðgangurinn er takmarkaður til þess að valda sem minnstri truflun á óheftum framgangi náttúrunnar. Stöðug vöktun er með vexti lífríkisins í eynni og mótun landsins, jarðhita, landrofi og myndun móbergs. Það eru fyrst og fremst vísindamenn sem fá að heimsækja Surtsey en á síðari árum hafa nokkrir sem vinna að gerð heimildarmynda og tímaritsgreina fengið leyfi til að heimsækja eyna. Líffræðingar fara á hverju ári og fylgjast með gróðri og dýralífi og er leiðangur þeirra ráðgerður í næstu viku. Jarðfræðingar hafa farið annað hvert ár.( mbl.is)

Það er mjög ánægjulegt,að Surtsey skuli vera komin á heimsminjaskrá Unesco.Það er að þakka því að íslennskir vísindamenn hafa hugsað mjög vel um eyjuna frá fyrstu tið.Í rauninni er Surtsey algerlega einstök. Þarna hefur verið fylgst með lífi myndast frá því eyjan myndaðist.Hvergi   annars   staðar hafa íslenskir vísindamenn haft svo sérstakt tækifæri. 

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Surtsey á heimsminjaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leysist deila við hjúkrunarfræðinga í dag?

Elsa B Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfæðinga, segir samninganefnd hjúkrunarfræðinga nokkuð bjartsýna á að samkomulag muni nást í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. „Viðræður gengu ágætlega í gær og nú þýðir ekkert annað en að halda áfram með þá vinnu,” sagði hún.

„Við höfum tekið þá stefnu að sitja ekki við langt fram á nótt heldur taka okkur heldur hlé. Við höfum því nýtt kvöldin og næturnar til að hugsa og síðan mætt endurnærð aftur að morgni.

Fundur hefur verið boðaður klukkan ellefu hjá sáttanefndum félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins en Elsa segist ekki viss um að sú tímasetning standist þar sem fundur ljósmæðra hófst klukkan tíu og fundur hjúkrunarfræðinga getur ekki hafist fyrr en að honum loknum,. Hún segist þó gera ráð fyrir mun lengri fundi hjá hjúkrunarfæðingum en ljósmæðrum. „Nú bara sitjum við," sagði hún. „Jafnvel þótt það verði til fjögur á morgun." 

Yfirvinnubann hjúkrunarfræðinga mun taka gildi klukkan fjögur á morgun  náist samkomulag ekki fyrir þann tíma og segir Elsa ekki koma til greina að því verði frestað.(mbl.is)

Aðiilar eru nokkuð bjartsýnir á,að deilan leysist í dag. Vonandi gengur það eftir. Nauðsynlegt er að bæta kjör hjúkrunarfræðinga myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Yfirvinnubanni ekki frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldri borgarar enn látnir sitja á hakanum

Það hefur engin breyting  orðið á málefnum aldraðra og öryrkja við stjórnarskiptin fyrir rúmu ári. Framsókn var mikið gagnrýnd á meðan hún fór með heilbrigðis-og tryggingamálin í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.Og henni var kennt um að ekki fengust nægilegar kjarabætur fyrir aldraða. En nú segir Birkir Jón Jónsson þingmaður,að það hafi strandað á Sjálfstæðisflokknum.

Allir bjuggust við miklum breytingum til hagsbóta fyrir aldraða við tilkomu Samfylkingar í ríkisstjórn.En svo varð ekki. Það varð engin breyting.Lofað var leiðréttingu  á  lífeyri aldraðra og öryrkja vegna þess að hann hefði dregist aftur úr í samanburði við þróun lægstu launa.En lífeyrir aldraðra hefur ekki verið  hækkaður  um eina krónu til  þessarar leiðréttingar.Ef eitthvað er hefur  misréttið aukist á þessu rúma ár. Á sl.ári var lífeyrir aldraðra um 100% af lágmarklaunum en í dag er lífeyrir aldraðra 93.74% af lágmarkslaunum.Hver hefði trúað því,að þessi yrði þróunin. Og til þess að bæta gráu oafan á svart halda talsmenn ríkisstjórnarinnar því fram,að þeir hafi stórbætt kjör aldraðra. Hver greinin á fætur annarri   er skrifuð um stórfelldar kjarabætur aldraðra,þ.e. þeirra,sem séu á vinnumarkaði.

 Hvaða rugl er þetta? Það  á ekki að miða kjör aldraðra við þá,sem eru á vinnumarkaði. Ellilífeyrisþegar eru komnir af vinnumarkaðnum. Það er meginreglan. Ef einhver aldraður getur unnið  eftir að hann er kominn á eftirlaunaaldur er það ágætt en kerfið  og kjörin eiga að miðast við það að  eftirlaunamenn séu hættir vinnu og geti lifað sómasamlega af lífeyri.

 

Björgvin Guðmundsson


Hvað þýddi Fagra Ísland?

Nokkuð hefur verið rætt um Fagra Ísland,stefnu  Samfylkingarinnar í umhverfis-og stóriðjumálum,m.a. vegna greinar Ellerts B.Schram,alþingismanns,þar sem hann kemur með sína túlkun á málinu.Þess vegna er rétt að rifja upp hvað Fagra Íslands þýðir og hvað fólst í þeirri stefnu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar.Fagra Ísland þýðir   eftirfarandi í stóriðjumálum:

Samfylkingin vill slá ákvörðunum um frekari  stóriðjuframkvæmdir á frest þangað til fyrir liggur nauðsynleg  heildarsýn yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hefur verið tryggð.

Þetta er vel skýrt.Kjósendur eru engir bjánar. Þeir vita hvað Samfylkingin lagði fram fyrir kosningar í umhverfismálum.  og stóriðjumálum.Annað mál er hvað um samdist,þegar ríkisstjórnin var mynduð.Ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á fagra Ísland er best að segja kjósendum það.Alþingismenn  Samfylkingarinnar eiga að segja kjósendum  hvað samdist um við stjórnarmyndun en ekki að búa til nýja túlkun á fagra Íslandi.Það virðist hafa verið svo í mörgum málum,að Samfylkingin hafi orðið að slá af stefnumálum sínum til þess að komast í ríkisstjórn.Samfylkingin og þingmenn hennar verða að hafa kjark til þess að viðurkenna að þeir hafi slegið af stefnumálum til þess að komast í stjórn. Slíkt er algengt við stjórnarmyndanir.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 9. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband