Miðvikudagur, 9. júlí 2008
Björgólfur nær yfirráðum yfir Mogganum
Björgólfur Guðmundsson,auðjöfur,hefur keypt hlut Ólafs Jóhanns í Morgunblaðinu ( Árvakri).Þar með hefur hann eignast meira en þriðjung í Mogganum. Björgólfur hefur lengi verið ákveðinn Sjálfstæðismaður. Hann var í stjórn Varðarfélagsins hér áður og studdi Sjálfstæðisflokkinn ávallt. Þegar Hafskip var komið á kné fölnaði eitthvað ástin á Sjálfstæðisflokknum um skeið. En hann gekk á fund Davíðs Oddsonar og fékk leyfi hans til þess að kaupa Landsbankann. Ekki er eð vita hvernig farið hefði fyrir Björgólfi ef hann hefði haft sama háttinn á og Jón Ásgeir og Jón Ólafsson að kaupa banka í óþökk Davíðs ( FBA).Þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fengu á sig 5-6 ára málaferli!
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.7.2008 kl. 17:37 | Facebook
Athugasemdir
Niðurlag pistilsins er varla þér sæmandi Björgvin....eða hvað?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.7.2008 kl. 18:52
Margir telja,að DO hafi tekið því mjög illa,að Jón Ásgeir og Jón Ólafsson skyldu kaupa stóran hlut í FBA. Ríkisstjórnin á þeim tíma vildi,að um dreifða eignaraðild yrði að ræða en öllum að óvörum komu þeir Jónar fram og keyptu stóran hlut í FBA.Ég er ekki viss um að Samson hefði náð kaupum á ráðandi hlut í Landsbankanum,ef eigendur þess félags hefðu ekki fengið leyfi stjórnvalda til þess að bjóða í bankann.
Kv. BG
Björgvin Guðmundsson, 9.7.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.