Björn Bjarnason hlynntur samstarfi við VG?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði í Silfri Egils á RÚV í gær að samstarfið í ríkisstjórninni væri gott en hann hefði aldrei útilokað samstarf við Alþýðubandalagið sáluga eða Vinstrihreyfinguna – grænt framboð.Samkvæmt þessu hefur Styrmir Gunnarsson nú fengið bandamann í baráttunni fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn vinni með Vinstri grænum.Eða a.m.k. hefur Björn Bjarnason nú komið út úr skápnum í þessum efnum. Björn var talinn í hópi þeirra sem hefðu fremur kosið samstarf með VG en Samfylkingunni en hann hefur aldrei sagt það opinberlega. En einmitt af þessum ástæðum var mikið vafamál hvort hann yrði í ríkisstjórninni. Ég tel,að gerð hafi verið  sú málamiðlun,að hann yrði 2 ár ráðherra en hætti svo.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Hefur aldrei útilokað samstarf við Vinstri græna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættir Björn Bjarnason eftir 1 ár?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var spurður  að því  í Silfri Egils í dag hvort hann væri á leið út úr pólitík.Hann svaraði eitthvað á þessa leið:Ég hefi sagt,að ég verði ekki í framboði til alþingis   í næstu kosningum.Hann var þá spurður hvort hann mundi hætta sem ráðherra á kjörtímabilinu.Hann sagði,að hann yrði þingmaður út kjörtímabilið. En varðandi ráðherradóm sagði hann,að það væri undir sér komið hort hann yrði ráðherra út kjörtimabilið. Þetta var loðið svar og ekki trúverðugt.Ég mundi segja,að það væri undir formanni Sjálfstæðisflokksins komið hvort hann yrði ráðherra  út tímabilið.Þegar stjórnin var mynduð var sagt,að Björn Bjarnason yrði ráðherra hálft timabilið en þá mundi hann hætta  og annar taka við. Mér finnst svar Björns í Silfri Egils staðfesta þetta.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Morgunblaðið enn í stjórnarandstöðu!

Reykjavíkurbréf Mbl. fjallar um atburðina í borgarstjórn. Blaðið harmar það,að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki mynda meirihluta með Vinstri grænum og gera Svandísi Svavarsdóttur að borgarstjóra.Þetta er plata,sem Mbl. hefur spilað stöðugt frá síðustu kosningum enda þótt ekki hafi verið sagt strax að bjóða ætti Svandísi   borgarstjórastólinn. Það þótti ekki henta að nefna það  fyrr en Ólafur F. Magnússon hafði verið gerður að borgarstjóra. Síðan fjallar Mbl. enn eina ferðina um hvað gaman hefði verið að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Morgunblaðið ( sennilega Styrmir Gunnarsson) hefur rekið áróður fyrir slíkri ríkisstórn alveg síðan í þingkosningunum. Mbl. hefur verið á móti Samfylkingunni og  á móti ríkisstjórninni.Ástæðan er sú,að Mbl. hefur aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu það að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Rvk.Össur Skarphéðinsson segir,að stjórnarandstaðan sé aðallega á Mbl. en hún sé lítil á alþingi. Þetta má til sanns vegar færa. Er ekki kominn tími til þess að  Mbl. sætti sig við ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar?

 

Björgvin Guðmundsson 


Þorgerður Katrín: Klúður í Rvk

,,Við vitum að í haust varð ákveðið klúður, mistök af okkar hálfu. " Þetta   sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,varaformaður  Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll í gær. Síðan bætti hún við:Við höfum nú fengið tækifæri til að sýna að það skiptir máli að Sjálfstæðismenn séu við stjórnvölinn í Reykjavík.

 Ekki er það komið fram enn,að það skipti máli,að Sjálfstæðismenn stjórni í Rvk.Ég tel,að það sé einungis komið fram,að það geri illt verra ,að sjálfstæðismenn séu við' stjórn í RVk. Sjálfstæðismenn hafa sett í stól borgarstjóra mann sem hefur  mjög lítið fylgi og hefur engan flokk á bak  ið sig. Ljóst er að íhaldið ætlar að reyna að stjórna honum algerlega.Þetta eru ekki góðir stjórnarhættir. Sálfstæðismenn hefðu átt að sætta sig við að þeir náðu ekki meirihluta í kosningum og  að samstarfsflokkur þeirra,Framsókn hljóp frá þeim. Það er ekki náttúrulögmál að þeir stjórni í Rvk. Skoðanakannanir sýna,að Reykvíkingar eru að refsa sjálfstæðismönnum fyrir vinnubrögðin og Samfylkingin er orðin stærri flokkur en  íhaldið í Rvk

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Fundað í Valhöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil mistök að hafna skattatillögum ASÍ

„Það voru vonbrigði að samningar skyldu ekki takast um tillögur þær sem ASÍ lagði fram, ég reiknaði satt að segja með að það myndi ganga. Mér fannst þetta borðleggjandi kostur og mér kom á óvart að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þar sem hún ræðir m.a. stöðu kjaraviðræðnanna og tillögur sem ASÍ lagði fyrir stjórnvöld.

Ég er sammmála Ingibjörgu um þetta. Það voru mikil mistök,að vinnuveitendur og ríkisstjórn skyldu hafna tillögum ASÍ um lægra skattþrep fyrir láglaunfólk.Ef það hefði verið gert hefði verið unnt að semja um mun minni kauphækkaniur en ella og verðbólga hefði haldist lægri. Verkalýðsfélögin hefðu þá metið lægra skattþrep sem  ígildi kauphækkunar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ólíkir flokkar ríkisstjórnar auka breidd í afstöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn vill íbúðabyggð í Vatnsmýri

Upp  er kominn ágreiningur í nýja meirihlutanum um Vatnsmýrina. Gísli Marteinn,borgarfulltrúi íhaldsins,lýsti því yfir,að hann vildi  20 þús. manna byggð i Vatnsmýrinni. Þetta kemur þvert á málefnasamning Vilhjálms og Ólafs um að flugvöllurinn eigi að vera áfram í Vatnsmýrinni.Það vakti mikla athygli þegar menn sáu þetta ákvæði í málefnasamningnum. Ég vissi strax. að þetta ákvæði mundi  aldrei verða efnt. Það er nú að koma á daginn.

 

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ólafur treystir Gísla Marteini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið fylgi Sjálfstæðisflokks og Ólafs í Rvk

Meirihluti borgarbúa, eða ríflega 60%, segjast óánægð með nýja meirihlutann í borginni samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 

Fylgi flokka í Reykjavík var einnig kannað og mælist Samfylkingin með mest fylgi eða 41%, Sjálfstæðisflokkur með 38% og fylgi Framsóknarflokks og Frjálslyndra og óháðra mælist um 2%.

 

 27% sögðust ánægðir  með nýja meirihlutann, 11% svöruðu hvorki né og 60% sögðust óánægðir með nýjan meirihluta. Gallup gerði einnig könnun í nóvember eftir að meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn lauk og meirihluti Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra, tjarnarkvartettinn svonefndi, var myndaður í október. 42% sögðust ánægð með þann meirihluta og 36% óánægð.

 

Þá bera borgarbúar mest traust til borgarfulltrúa Samfylkingarinnar samkvæmt þjóðarpúlsinum en 46% sögðust bera mikið traust til flokksins en 28% lítið. 41% sögðust bera mikið traust til borgarfulltrúa vinstri grænna, 36% lítið. 33% sögðust bera mikið traust til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en 50% sögðust bera lítið traust til þeirra. 9% bera mikið traust til borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra en 64% lítið. Minnst traust bera borgarbúar til borgarfulltrúa Framsóknarflokksins en 79% sögðust bera lítið traust til þeirra, 4% mikið.

Þessar  tölur koma ekki á óvart. Borgarbúar eru mjög óánægðir með óvönduð vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins  við valdatökuna í Rvk. Flokkurinn hrifsaði til sín völdin og  fékk Ólaf F.Magnússon til fylgis við sig með því að egna fyrir hann með borgarstjórastólnum. Það er einsdæmi ,að stjórnmálaflokkur hafi hagað sér   á þennan hátt.Oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir kosningar,að flokkurinn mundi gera kröfu til borgarstjórastólsins en ei að síður létu þeir hann af hendi ef Ólafur F.Magnússon væri tilbúinn að svíkja félaga sína í fyrri meirihluta og ganga gegn varamanni sínum einnig.Borgarbúar eru mjög  óánægðir með framferði Ólafs., Aðeins 16 % eru ánægðir með hann sem borgarstjóra.

Björgvin Guðmundsson

www gudmundsson.net


mbl.is Fáir ánægðir með nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin brýtur mannréttindi

Ísland brýtur mannréttindi með framkvæmd kvótakerfisins í sjávarútveginum.Það er úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.Mannréttindanefndin segir, að kvótakerfið sé ósanngjarnt, það hygli þeim,sem upphaflega fengu  úthlutað varanlegum kvóta .Nefndin gagnrýnir m.a. framsalið á kvótunum. Kvótar,sem upprunalegir handhafar nýti ekki lengur, gangi kaupum og sölum á markaðsverði og á leigumarkaði   í stað þess að þeir renni til ríkisins á ný og  sé úthlutað  að nýju með réttlátum og sanngjörnum hætti.

Ríkisstjórnin getur ekki hundsað úrskurð.Mannréttindanefndar Sþ.Hún verður að breyta kvótakerfinu.

Björgvin Guðmundsson

 


Hvers vegna skerðir lífeyrissjóður tryggingabætur?

Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir hér á landi fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar var  meiningin að þeir yrðu til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum.Það var aldrei meiningin,að lífeyrir úr lífeyrissjóði mundi skerða lífeyri frá almannatryggingum. Menn eru  búnir að greiða í lífeyrissjóð alla ævi og  þeir eiga þennan lífeyri og eiga að fá hann  óskertan á efri árum. En svo er ekki. Maður sem fær 50 þúsund kr úr lífeyrissjóði   á mánuði heldur ekki nema  helmingi af  þeirri upphæð vegna skatta og skerðinga. Tryggingabætur minnka um 25 þúsund krónur á mánuði vegna 50 þús. kr. lífeyrissjóðstekna hjá einhleypingi.Það jafngildir að lífeyrissjóðstekjurnar skerðist ium helming.Þetta er forkastanlegt. Það er verið að rífa af fólkinu lífeyrissjóðstekjur,sem það er búið að safna alla ævi.

Krafan er sú,að nú þegar verði sett frítekjumark fyrir lífeyrissjóðstekjur,a.m.k. 100 þúsund

á mánuði.Og  stefna á að því að afnema  skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrisjóðs að fullu.

 

Björgvin Guðmundsson


EES,einhver mikilvægasti samningur Íslands

Utaníkisráðherra,Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,lagði sérstaka skýrslu um Evrópumál fyrir þingið og var hún rædd á alþingi í gær. Er það í fyrsta sinn,sem slík skýrsla er lögð fyrir alþingi en áður hafa skýrslur um Evrópusambandið verið lagðar fram í utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðherra á þakkir skilið fyriir að leggja Evrópuskýrslu fyrir alþingi.

Miklar umræður urðu um skýrsluna  á alþingi. Ekkert er fjallað um evruna eða gjaldmiðla almennt í skýrslunni. Ekki er heldur á dagskrá að Ísland gangi í Evrópusambandið.Skýrslan metur  stöðu okkar í EES en aðild okkar þar að hefur haft gífurleg áhrif. Með aðild okkaf að  EES fengum við ekki aðeins frjáls vöruvipskipti og tollfrelsi fyrir iðnaðarvörur og flestar sjávarafurðir inn á EES svæðið heldur frjálsa fjármagsnflutninga,frjáls þjónustuviðskipti og vinnuaflsflutninga. Sá,sem átti stærsta þáttinn í því að koma okkur í EES var Jón Baldvin Hannibalsson,þá utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þegar hann  hóf baráttu fyriir aðild okkar að EES var Sjálfstæðisflokkurinn á móti því og vildi heldur tvíhliða samning við ESB. En Jóni tókst að fá Sjálfstæðisflokkinn til þess  að fallast á aðild að EES.Og málið náði fram að ganga.EES samningurinn er einhver mikilkvægasti samningur,sem Ísland hefur gert.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vill að Alþingi láti sig Evrópumál varða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband