Mánudagur, 19. maí 2008
Unga fólkinu gengur vel að fá vinnu í sumar
Atvinnuhorfur ungs fólks eru góðar og ekki virðist erfiðara að útvega því sumarstörf nú en á sama tíma í fyrra. Þetta segir Hildur Erlingsdóttir hjá Atvinnumiðlun stúdenta og í sama streng tekur Gerður Dýrfjörð hjá Vinnumiðlun ungs fólks hjá Hinu húsinu. Hún segir að meira sé um yngri umsækjendur í atvinnuleit en áður og þeir hafi áhyggjur af að fá ekki vinnu.
Þetta eru ánægjulegar fréttir i miðju krepputalinu.Þessi staðreynd bendir til þess að ástandið sé ekki alveg eins sæmt og menn hafa talið.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. maí 2008
Geir vill aukin útlán bankanna
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, segir í viðtali við norska viðskiptavefinn E24, að útlán íslensku bankanna heimafyrir séu of lítil um þessar mundir. Íslensku bankarnir verði að gæta þess að þjóna almenningi hvort sem vel eða illa árar.
Geir segir, að markaðurinn hafi nánast hætt útlánum til einkafyrirtækja og almennings. Við það getum við ekki búið til lengdar. Það sem er kallað lánsfjárþröng hefur einnig náð til Íslands. Það eru of lítil útlán," segir Geir.
Hann segist búast við að áhrifin af háum stýrivöxtum Seðlabankans fari að koma í ljós og að draga muni úr verðbólgu. Þá geti Seðlabankinn byrjað að lækka vexti á ný.
Geir segir, að grunnþættir efnahagslífsins séu sterkir þótt smá mótvindur sé um þessar mundir. Sá mótvindur stafi m.a. af atburðum á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði.
Ég tek undir þessi orð Geirs. Það gengur ekki,að bankarnir loki á öll útlán. Atvinnulífið þarf að ganga og fá sín rekstrarlán og almenningur þarf að eiga aðgang að lánum til Þess að kaupa íbúðir. Það má draga úr viðskiptum á fasteignamarkaði en það gengur ekki að stöðva þau viðskipti alveg.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Útlán of lítil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. maí 2008
Ríkið gefur auðmönnum eftir 60 milljarða í sköttum!
Kristinn Gunnarsson þingmaður frjálslyndra var í Silfri Egils í gær og skýrði frá þvíað ríkið ætlaði að gefa auðmönnum 60 milljarða með því að gefa eftir söluhagnað af hlutabréfum. Kristinn sagði:
Endanlega hefur verið afgreitt sem lög frumvarp frá fjármálaráðherra um breytingu á lögum um tekjuskatt sem fellir niður allar hugsanlega skattgreiðslur af 336 milljarða króna hagnaði af sölu hlutabréfa á árinu 2006. Sá skattur er 18% og getur numið um 60 milljörðum króna. Söluhagnaðurinn hefur verið talinn fram í reikningum fyrirtækjanna en beitt ákvæði laganna sem heimilar frestun á skattgreiðslum um tvenn áramót. Fresturinn rennur út um næstu áramót, í árslok 2008 og að öllu óbreyttu verða fyrirtækin að greiða skattinn við álagningu næsta árs.
Kristinn lýsti andstöðu sinni við þessa skatteftirgjöf og ég er sammála honum. Það er forkastalegt að á sama tíma og launafólk og eldri borgarar eru skattpíndir skuli auðmenn fá skatteftirgjafir svo tugum milljarða skiptir.Rökin eru alltaf þau,að ef ekki verði tekið með silkihönskum í skattamálum á stórfyrirtækjum og auðmönnum fari þeir úr landi. Sú röksemd gengur ekki upp. Það verða allir að boirga til samfélagsins,ekki bara launafólk.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 19. maí 2008
Skattar á láglaunafólki og barnafólki eru of háir
Nýlega kom út skýrsla um skattamál hjá OECD. Þar kemur fram, að skattar hér á landi hafa hækkað á láglaunafólki og barnafólki en lækkað á þeim hæst launuðu.Hlutfall skatta hækkaði hjá barnafólki á árunum 2000 til 2006 sem er þveröfugt við þróun í flestum ríkjum OECD. Þetta kemur skýrt fram í hinni nýju skýrslu stofnunarinnar.Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ sagði skýrsluna áfellisdóm yfir fyrri skattstefnu stjórnvalda og segir hana endurspegla að skattaumbætur á umræddum árum hafi ekki gagnast láglaunafólki.
Um þetta atriði var deilt fyrir fáum árum en þá hélt Stefán Ólafsson prófessor því einmitt fram, að skattar hefðu hækkað á þeim lægst launuðu hér en lækkað á þeim hæst launuðu. Fjármálaráðherra mótmælti þessu þá. En nú er sem sagt kominn úrskurður um þetta deilumál frá OECD. Stefán Ólafsson hafði á réttu að standa. Áður hafði komið fram hjá OECD, að heildarskattbyrðin hefði aukist á Íslandi miðað við Evrópumeðaltal.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Eurobandið fær góðar viðtökur
![]() |
Konunglegar móttökur í Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 18. maí 2008
Margir krakkar í húsdýra- og fjölskyldugarðinum
Stöð 2 bauð áskrifendum og fjölskyldum þeirra frítt í húsdýra-og fjölskyldugarðinn. Þetta var gott framtak hjá stöðinni. Gífurlegur fjöldi krakka mætti og það var góð stemmning enda skemmtiatriði og fríar pulsur og kók. En það var einn galli á þessu. Það var svo gífurlegur fjöldi,að biðraðir voru alltof langar og margir krakkar gáfust upp á því að bíða og komust því ekki í tækin. Sennilega væri skynsamlegast fyrir Stöð 2 að hafa þetta í tvennu eða þrennu lagi næst.
Sonarsonur minn,Arngrímur Guðmundsson, fór í garðinn ásamt pabba sínum og skemmti sér vel enda þótt hann kæmist ekki í nein tæki.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Hræðsluáróður Geirs um ESB
Geir H.Haarde talaði m.a. um ESB á fundi í Valhöll í gær. Þar sagði hann,að ef Ísland hefði verið í ESB nú hefði ekki verið unnt að gera neitt í efnahagsmálum annað en að auka atvinnuleysi. Ekki hefði verið unnt að breyta vöxtum eða gengi, það væri í höndum Seðlabankans í Frankfurt ef við værum í ESB.Þetta er hræðsluáróður hjá Geir. Hann er að reyna að hræða sjálfstæðismenn frá því að taka afstöðu með ESB. En ég er hissa á Geir að falla í þá gryfju að beita þessum " billegu" rökum.
Lítum á málið: Ef Ísland hefði verið í ESB hefðum við aldrei lent í þeirri stöðu,sem við erum í núna.Vextir hefðu þá verið lágir eða þeir sömu og í evrulöndum og mikið hagstæðari almenningi.Himinháir vextir hefðu þá ekki lokkað erlenda fjárfesta hingað til þess að kaupa hundruð milljarða í krónubréfum,sem síðan voru skyndilega seld og orsökuðu mikið gengisfall. Slíkar sviptingar gerast ekki hjá ESB.Gengið hefði þá verið stöðugt til hagsbóta fyrir útflutningsatvinnuvegina og allan almenning.M.ö.o: Slíkt ástand og hér er nú skapast ekki í ríkjum ESB. Að vísu verður að viðurkenna,að atvinnuástand er misjafnt í löndum ESB og í sumum löndum talvert atvinnuleysi.En þannig var það einnig áður en löndin gengu í ESB.
Atvinnuástand hefur verið gott hér um langt skeið en áður þekktum við atvinnuleysi,m.a. þegar markaðir brugðust erlendis og verð féll á afurðum okkar ytra. Ef stöðugleiki er í efnahagsmálum,vextir lágir og gengið stöðugt er auðveldara að byggja upp atvinnulíf og aukna vinnu en ef vextir rjúka upp úr öllu valdi og gengið sveiflast upp og niður.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 18. maí 2008
Morgunblaðið vill jöfnuð
Í Reykjavíkurbréfi Mbl. í dag er rætt um að,að Íslendingar vilji ekki þjóðfélag mikillar misskiptingar.Eða eins og segir í greininni,að " heppilegasta þjóðfélagsgerðin fyrir svo fámennt samfélag eins og hið íslenska sé þjóðfélag,þar sem jöfnuður ríki og efnamunur ekki of áberandi." Síðar í greininni segir: Líklega hefur mestur jöfnuður ríkt í íslensku samfélagi á Viðreisnarárunum svonefndu á árabilinu 1960-1970.
Í Reykjavíkurbréfinu segir,að hin mikla frjálshyggja hér hafi aukið misskiptingu á ný. Sú stefna hafi ítt undir vaxandi efnamun. Ég er sammmála bréfritara Reykjavíkurbréfsins ( Styrmi?) .Ég hefi nefnt það áður hér,að svo virðist sem Mbl. sé að færast til vinstri á lokaspretti ritstjóraferils Styrmis Gunnarssonar. En að vísu hefur Mbl. oft áður verið með róttæk sjónarmið í þjóðfélagsmálum. En þau sjónarmið sem haldið er fram í Reykjavíkurbréfi í dag um nauðsyn á jöfnuði í islensku þjóðfélagi eru sjónarmið jafnaðarstefnunnar.
Það þarf að berjast gegn græðgisstefnu frjálshyggjunnar og vinna að auknum jöfnuði í íslensku samfélagi.
Björgvin Guððmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 18. maí 2008
Ekkert gerist í samningum við BSRB
Aðalfundur BHM lýsir yfir áhyggjum vegna þeirrar pattstöðu sem samningaviðræður við ríkið eru komnar í. Það er óásættanlegt að samninganefndir aðildarfélaga bandalagsins mæti á fund eftir fund með samninganefnd ríkisins án þess að nokkrar eiginlegar viðræður eigi sér stað. Þessi kyrrstaða í samningamálunum er alfarið á ábyrgð fjármálaráðherra. Aðildarfélögum BHM er enn boðið upp á samning með forsenduákvæði sem þegar er brostið og því er það skýlaus krafa aðalfundar að fjármálaráðherra veiti samninganefnd sinni umboð til að ræða um samningsmarkmið sem sátt gæti náðst um.
Þannig hljóðar ályktun BSRB. Það er eðlilegt að samninganefnd samtakanna samþykki ekki samninga sem eru orðnir úreltir. Sannleikurinn er sá,að samningar þeir,sem ASÍ og SA gerðu eru alveg orðnir úreltir,þar eð verðbólgan hefur étið upp alla kauphækkunina,sem þessir aðilar sömdu um og meira til. Ljóst er að þeim samningum verður sagt upp strax um áramót.Innan BSRB er mikið af umönnunarstéttum,sem ráðamenn hafa talað um að bæta kjörin hjá. Nú er komið að því og enda þótt efnahagsástand sé ótryggt verður ekki komist hjá því að tryggja rekstur spítalanna og annarra þjónustustofnana og bæta kjör umönnunarstétta verulega.
Björgvin Guðmundsson
Bj
![]() |
BHM lýsir ríkisstjórn ábyrga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. maí 2008
Á nú að fara að hækka vexti Íbúðalánasjóðs?
Síðustu daga hefur verið rætt um það í fjölmiðlum að breytingar verði gerðar á Íbúðalánasjóði næsta haust. Greina eigi á milli almennra lána og félagslegra lána.Þá hefur komið fram að við breytingarnar muni vextir sjóðsins verða hækkaðir,þar eð ríkisábyrgðin verði felld niður.Bankarnir hafa sótt fast,að Íbúðalánasjóður verði lagður niður eða honum breytt í heildsölubanka.Nauðsynlegt er að slá skjaldborg um sjóðinn og helst þyrftu vextir að haldast óbreyttir.Það er nóg að bankarnir stundi vaxtaokur þó Íbúðalánasjóður bætist ekki við á þeirri braut.
Björgvin Guðmundsson