Miðvikudagur, 18. júní 2008
Hátíðarhöldin 17.júní fóru vel fram
Allt fór vel fram í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert alvarlegt upp á og dagurinn fór fram úr björtustu vonum miðað við þann gífurlega mannfjölda sem lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur. Er talið að þegar mest var hafi allt að fimmtíu þúsund manns verið á hátíðarsvæðinu í Kvosinni.
Hatíðarhöldin 17.júní eru fastur punktur í tilverunni.Fyrst og fremst skipta þau börnin miklu máli.Skrúðgöngurnar höfða fyrst og fremst til barnanna en fullorðnir hafa einnig gaman af hátíðarhöldunum og vilja gjarnan fara í bæinn til þess að sýna sig og sjá aðra.Ef einhvern tímann er ástæða til þess að klæða sig upp á í sparifötin,þá er það 17.júní.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Afnema ætti orðuveitingar
Forseti Íslands sæmdi nokkra Íslendinga orðu 17.júní eins og venja er til á þeim degi.Mér finnst þetta óttalegt prjál sem ætti að afnema.Hvers vegna að sæma mann orðu fyrir að vinna vinnuna sína? Flestir Íslendingar eru samviskusamir og stunda sín störf vel.En það yrði nokkuð stór hópur,ef sæma ætti þá alla orðu. Lengi vel neituðu jafnaðarmenn að taka við orðu. Þannig vildi Gylfi Þ.Gíslason ráðherra og formaður Alþýðuflokksins ekki taka við orðu. Þetta kann að hafa breyst. Einhverju sinni fékk ungur sýslumaður,sem var að taka við embætti,orðu. Hann hafði ekkert afrekað .Þegar ég leitaði skýringa á þessu fékk ég þetta svar: Jú hann þarf að taka á móti erlendum þjóðhöfðingja og talið er nauðsynlegt að hann verði með orðu eins og þjóðhöfðinginn! Þegar ég var í stjórn Blaðamannafélagsins var ég beðinn að mæla með því að ákveðinn félagsmaður fengi orðu. Það átti að senda erindi til orðunefndar og " sækja um orðu" fyrir umræddan mann. Mér þótti það
"kúnstugt" að sótt væri um orðu eins og að sækja um starf eða embætti. En þannig var þetta þá og er ef til vill enn.Það á að afnema orðuveitingar.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ísbjörninn var drepinn
Ísbjörninn sem gekk á land að Hrauni á Skaga í gær var drepinn nú á sjöunda tímanum að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki. Segir Stefán að dýrið hafi tekið á rás í átt til sjávar og því var ekki annað í stöðunni en að skjóta það, því miður." Um kvendýr er að ræða.
Ég er sammmála því,að ekki var um annað að gera en að drepa dýrið miðað við aðstæður.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Ísbjörninn að Hrauni dauður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Vér mótmælum allir
Danska stjórnin boðaði til þjóðfundar í Reykjavík sumarið 1851. Lagði hún frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðréttindi Íslendinga voru höfð að engu. Íslensku fulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frumvarp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í Hugvekjunni frá 1848. Ekki leist konungsfulltrúa, Trampe greifa, á frumvarp Jóns Sigurðssonar og samherja hans og sleit hann því fundinum í nafni konungs. Þá hljómaði setningin sem margir kannast við: Vér mótmælum allir.
Á þjóðfundinum tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka.
Geir Haarde forsætisráðherra vék að sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar í ræðu sinni á Austurvelli í dag. Hann kvað það til marks um hve minning Jóns Sigurðssonar lifði sterkt hjá þjóðinni, að enn í dag væri vitnað í Jón Sigurðsson í ræðum stjórnmálamanna.Jón Sigurðsson er óumdeildur foriingi sjálfstæðisbaráttu okkar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Sumar og sól eftir Hörð Zóphaníasson
Sumar og sól-
Sumar ríkir,sólin skín-
syngja fuglar kvæðin fin-
hérna dafnar glens og grín-
gleðin á hér óðul sín
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Forsætisráðherra er bjartsýnn
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, gerði efnahagsástandið að umtalsefni í ávarpi sínu á Austurvelli. Sagði Geir að Íslendingar hafi árið 1969 tekist á við einhverja erfiðustu kreppu síðustu áratuga vegna aflabrests og verðhruns á erlendum mörkuðum.
Erfiðleikarnir þá voru mun meiri en nú. En með samstilltu átaki réð þjóðin við vandann og í hönd fóru blómleg ár. Ég er þess fullviss að svo verði einnig nú," sagði Geir.
Ríkisstjórnin sem tók við fyrir ári síðan tók, að sögn Geirs, við góðu búi, meira að segja óvenjulega góðu búi.
En skömmu eftir að hún var mynduð hófust miklar hræringar í efnahagslífi heimsins, sem við sjáum ekki enn fyrir endann á en höfum þó góða von um að séu að ganga yfir.
Erlendir fjármálamarkaðir hafa gengið í gegnum meiri sviptingar en um áratugaskeið og lánsfjárkreppa, sem af þeim hefur leitt, hvarvetna sagt til sín. Jafnvel virðulegustu og rótgrónustu fjármálastofnanir veraldar hafa lent í miklum erfiðleikum, tapað gríðarlegum fjármunum og sumar orðið gjaldþrota.
Hluti þess nýja alheimsvanda, sem nú er við að fást, birtist okkur í stórhækkuðu heimsmarkaðsverði á ýmsum nauðsynjum, svo sem eldsneyti og matvælum, segir forsætisráðherra.
Það segir sig sjálft að slíkar breytingar virka sem skattur á þjóðarbú okkar og rýra óhjákvæmilega kjör allra í landinu. Þar við bætist meiri lækkun á gengi krónunnar en búist hafði verið við, m.a. vegna breytts fjárstreymis inn og út úr landinu. Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Gleymum því þó ekki hve þessi þróun leikur margar aðrar þjóðir miklu verr en okkur og verst þær sem síst máttu við nýjum áföllum.(mbl.is)
Það er gott,að forsætisráðherrann er bjartsýnn.Þegar svart er framundan er gott að þjóðarleiðtogarnir tali kjark í landsmenn og bendi þeim á,að við höfum áður upplifað þrengingar í efnahagsmálum og komist gegnum þær.Vissulega verður svo einnig nú. En áður mun að mínu mati sverfa meira að. Hætt er við auknu atvinnuleysi með haustinu.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Forsætisráðherra bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
17.júní. Til hamingju
Í dag er 17.júní,þjóðhátíðardagur Íslands,fæðingardagur Jóns Sigurðssonar.Ég minnist þess þegar lýðveldið var stofnað á þessum degi 1944. Ég sat þá heima í stofu við útvarpstækið og fylgdist grannt með öllu sem fram fór á Þingvöllum. Það var hellirigning.Ég sat sem límdur við útvarpstækið.Mér fannst allt svo merkilegt,sem var að gerast að ég vildi ekki missa af neinu.Ég var 12 ára.
Til hamingju með daginn.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Reynt að koma ísbirninum til Grænlands
Ákveðið hefur verið að danskir sérfræðingar komi hingað til lands til þess að fanga ísbjörninn.Mun ráðgert að koma honum til Grænlands ef mögulegt er.
Hjalti J Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að ísbjörninn liggi nú rólegur í æðarvarpinu að Hrauni á Skaga eftir að hafa farið á vapp fyrr í morgun. Segir hann að Danirnir komi væntanlega með búnaðinn sem þarf til að svæfa dýrið og fanga síðdegis í dag.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort einn eða tveir sérfræðingar komi frá Danmörku en að minnsta kosti komi Carsten Grøndal, sem er sérfræðingur í föngun villtra dýr og deyfingu þeirra.
Ef þetta gengur eftir er það góð lausn. En ennþá er mikið óunnið og ekki öruggt að dæmið gangi upp. plan B er að skjóta dýrið.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 16. júní 2008
Nokkrir stórir útgerðaraðilar hafa sölsað undir sig mest af kvótunum
Grandi hefur sölsað undir sig mest af kvótum landsins, 11,91% eða 44.621 tonn.Félagið hefur náð kvótanum af Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og nú er þetta mikla útgerðar-ög fiskvinnslufyrirtæki,HB & Co horfið úr atvinnulífi Akraness. Hver hefði trúað því fyrir 10-20 árum,að Haraldur Böðvarsson & Co yrði horfið úr atvinnulífi Akraness í dag. Það er gersamlega horfið.Þannig hefur kvótakerfið farið með þetta mikla fyrirtæki. Og þannig fór Brim með Útgerðarfélag Akureyrar,ÚA.Því var lofað að rekstri yrði haldið áfram á Akureyri en það var svikið. Því var lofað að rekstri frystihúss og útgerðar yrði haldið áfram á Akranesi en það var svikið. Þannig má fara allt í kringum landið. Það er sem sviðin jörð eftir afleiðingar kvótakerfisins.Stóru útgerðarfélögin hafa gleypt kvótann hringinn í kringum landið,lofað að halda atvinnu áfram á litlu útgerðarstöðunum en svikið það.Næststærsta kvótafyrirtækið er Samherji með 7,72% af kvótunum eða 28.932 tonn og þriðja stærst er Brim h.f. sem gleypti ÚA.Það er með 20.154 tonn eða 5,38% af kvótunum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 16. júní 2008
Sameiginlegt framboð Íslands til Öryggisráðsins
Geir H. Haarde forsætisráðherra situr árlegan sumarfund forsætisráðherra Norðurlanda í dag. Frederik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar er gestgjafi að þessu sinni og er fundurinn haldinn á Göta Kanal í Svíþjóð. Auk Geirs sitja fundinn Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, samstarfið á Eystrasaltssvæðinu, hlutverk Norðurlanda í alþjóðlegri friðargæslu, auk málefna sem snerta ESB eru meðal atriða sem rædd verða á fundinum, samkvæmt tilkynningu. ( mbl.is)
Hin Norðurlöndin styðja framboð Íslands til Öryggisráðsins. Það má því segja,að um sameiginlegt framboð Norðurlanda sé að ræða. Það er mjög umdeilt hér heima hvort Ísland eigi að sækjast eftir sæti í Öryggisráðinu. Þetta kostar mjög mikla peninga og ef til vill hefði þeim verið betur varið i aðrar þarfir. En ekki verður aftur snúið og úr því svo er fær Ísland vonandi sætið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Rætt um framboð Íslands til öryggisráðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |