Er fasteignamarkaðurinn að vakna?

Það er greinilegt að það stefnir í að júlímánuður verði heldur stærri hjá okkur en mánuðirnir á undan, bæði hvað varðar fjölda útlána og útlán í krónum talið,“ segir Guðmundur Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.

Hann gerir ráð fyrir að afnám stimpilgjalda og hækkun hámarkslána sjóðsins skýri aukninguna. Nákvæmar tölur um aukninguna segir hann ekki hægt að gefa upp fyrr en eftir mánaðamótin næstu. „En það er sýnilegt að það hefur lifnað yfir markaðnum.“(mbl.is)

Vonandi er það rétt,að það sé að lifna yfir fasteignamarkðnum. En þó er ljóst,að framvindan fer einnig eftir efnahagsástæðum. Ef niðursveiflan heldur áfram þá er hætt við að fasteignamarkaðurinn liggi einnig niðri.Ef fólk missir vinnuna eða tekjur dragast mikið saman er erfitt að standa í fasteignakaupum.Ástandið á byggingamarkaðnum er mjög erfitt um þessar mundir og útlitið slæmt. Hætt er við miklum samdrætti í þeirri grein og sá samdráttur er byrjaður með uppsögnum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Fasteignamarkaðurinn vaknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málamiðlun í Doha viðræðunum

Sex ríki sem gegna lykilstöðu í Doha samningaviðræðunum í Genf auk Evrópusambandsins hafa nú gert tillögu að málamiðlun um breytingar á millilandaverslun með landbúnaðarafurðir og iðnvarning. Málamiðlunin var yfirfarin af 35 stærri ríkjum og verður í dag lögð fyrir öll 153 ríkin sem standa að baki Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Málamiðlunin gengur út á að dregið verði úr landbúnaðarstyrkjum um 70 prósent í Bandaríkjunum og um 80 prósent í 15 ríkjum Evrópusambandsins. Landbúnaðartollar myndu einnig lækka en þeir myndu þó lækka minna á afurðum sem taldar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir afnámi tolla.

Þróunarlöndin fengju að skilgreina 12 prósent af tollflokkum sem viðkvæma til að tryggja afkomu fólks, matvæalaöryggi og þróun í dreifbýli.

Einstök lönd mega þó hækka tolla við sérstakar aðstæður svo sem til að bregðast við miklum verðbreytingum eða stórauknum innflutningi en áður þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði.

Ekki eru allir hrifnir af því að skylda þróunarríkin til að minnka innflutningstolla. John Hillary, framkvæmdastjóri samtakanna Stríð gegn skorti, segir málamiðlunina stórhættulega fyrir afkomu milljóna manna og helst þjóna stórfyrirtækjum.

Þetta er mjög merkur áfangi í viðræðunum og ef málamiðlunartillagan verður samþykkt  næst góður árangur.Það er lengi búið að vinna að því að brjóta niður tollmúra i viðskiptum með búvörur og hefur gengið mjög lítið.Ísland verður að búa sig undir að lækka tolla á innfluttum búvörum og sæta aukinni samkeppni. Við eigum að geta staðist hana.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Heilindi borgarstjóra dregin í efa

Svandís Svavarsdóttir og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúar VG, segja að borgarstjóri verði að una því að heilindi hans séu dregin í efa. Hann fari að auki með rangt mál í yfirlýsingum sínum varðandi Kárahnjúkavirkjun.

Yfirlýsing þeirra er eftirfarandi:

„Á dögunum voru þau boð látin út ganga frá skrifstofu borgarstjórans í Reykjavík að heilindi hans skuli ekki dregin í efa. Í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem skoðanafrelsi á að ríkja, verður jafnvel borgarstjórinn í Reykjavík að sæta því að málflutningi hans sé mótmælt og jafnvel heilindin í efa dregin.

Í yfirlýsingu borgarstjóra frá í dag, vegna Bitruvirkjunar, segir borgarstjóri m.a: „R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun." Borgarstjóra hlýtur að vera fullljóst að þessi fullyrðing stenst ekki. Kárahnjúkavirkjun var samþykkt í borgarstjórn með 9 atkvæðum gegn 5 en einn fulltrúi sat hjá. Borgarfulltrúar úr Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki (8 talsins) auk þáverandi borgarstjóra, núverandi formanns Samfylkingarinnar, samþykktu ábyrgð borgarinnar á virkjuninni. Báðir borgarfulltrúar úr Vinstri grænum, tveir borgarfulltrúar úr Samfylkingu auk núverandi borgarstjóra greiddu atkvæði gegn virkjunni. Rétt skal vera rétt.

Málflutningur borgarstjóra einkennist ekki af „heilindum" þegar hann hagræðir sannleikanum í því skyni að varpa dýrðarljóma á sjálfan sig."(mbl.is)

Nokkuð hefur borið á því að borgarstjóri færi frjálskega með  staðreyndir eins og fram kemur í yfirlýsingu borgarfulltrúa VG.Æskilegt er,að  sá,sem gegnir svo háu embætti sem embætti borgarstjóra vandi málflutning sinn svo hann standist.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir í erfiðleikum

Skuldatryggingarálag bankanna hefur hækkað  að undanförnu,einkum hjá Kaupþingi og Glitni. Af þeim sökum hafa átt sér stað umræður erlendis um erfiðleika íslensku bankanna.Bankarnir eru mjög skuldsettir og hafa farið nokkuð geyst í lántökur erlendis,bæði til þess að fjármagna eigin fjárfestingar og annarra.Það mundi hjálpa bönkunum mikið ef Seðlabankinn tæki stóra lánið,sem Alþingi heimilaði.Jafnvel þó bönkunum yrði ekkert lánað af þessu fjármagni mundi það hafa góð áhrif,ef peningarnir lægju inni í Seðlabankanum og styrktu gjaldeyrisvarasjóðinn.Það mundi bætu stöðu bankanna og ríkisins erlendis.

 

Björgvin Guðmundsson


Góða veðrið í Reykjavík var kærkomið

Hitinn í Reykjavík í dag hefur farið upp í 22 gráður og þar með er dagurinn sá hlýjasti á höfuðborgarsvæðinu í ár. Sunnan- og vestanlands hafa menn heldur ekki farið varhluta af hlýindunum og fór hitinn kl. 15 upp í 23 stig á Þingvöllum og við Hjarðarland í Biskupstungum.

Haraldur Eiríksson á Veðurstofu Íslands sagði ástæðu hitans vera þá að lægð væri fyrir sunnan landið og háþrýstisvæði yfir Skandinavíu. Við værum því að fá hlýtt loft frá Vestur Evrópu.

Að sögn Haraldar mun blíðan haldast hér eitthvað áfram og er hlýindum spáð vel fram eftir næstu viku.

Einhver rigning verður í kvöld eða í nótt en ætti að vera yfirstaðin í fyrramálið. Sömuleiðis er spáð skúrum öðru hvoru næstu daga.

„Við eigum líka eftir að sjá eitthvað til sólar, mér sýnist hún muni rýfa af sér skýin á morgun og brosa eitthvað framan í okkur,“ sagði Haraldur.(mbl.is)

Hvarvetna mátt sjá fólk

 í dag njóta góða veðursins.Það var bros á hverju andliti. Veðrið hefur vissulega mikil og góð áhrif. Þessi heitasti dagur sumarsins var vissulega kærkominn Reykvíkingum.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Heitasti dagur ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðalöngum Samfylkingar leist illa á áform Landsvirkjunar í neðri Þjórsá

Á fjórða tug Samfylkingarmanna lagði í gær land undir fót í boði heimamanna við neðanverða Þjórsá, skoðaði áformað virkjanasvæði við ána og hélt spjallfund með baráttumönnum gegn framkvæmdunum. Ferðin heppnaðist hið besta og leist ferðalöngum illa á áform Landsvirkjunar um þrjár og jafnvel fjórar virkjanir í ánni frá Þjórsárdal að vatnsmesta fossi landsins, hinum volduga Urriðafossi. Ungir jafnaðarmenn og Græna netið sáu um undirbúning ferðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en leiðsögumaður var Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður.

Samfylkingarfólkið ók sem leið liggur í Skaftholt, sambýli og líffrænt bú rétt við Núpsbæina þar sem Aaltje Bakker og Guðfinnur Jakobsson tóku á móti gestunum ásamt hópi heimamanna. Þar var fyrir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður og ráðherra að loknum ágætum léttum málsverði í boði Skaftholtsbænda hóf hann spjallfund um Þjórsármálin en þeim fundi stjórnaði Sigþrúður Jónsdóttir, einn af forystumönnum Sólar á Suðurlandi.

Fróðlegt verður að sjá hvort ferð Samfylkuingarinnar að neðri Þjórsá mun hafa áhrif á afstöðu flokksins til virkjunaráforma þar.

Björgvin Guðmundsson



Mikill ágreiningur um Bitruvirkjun

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir alveg ljóst, að Bitruvirkjun hafi verið slegin af meðan á samstarfi núverandi borgarstjórnarmeirihluta stendur. Yfirlýsingin er send vegna ummæla Kjartans Magnússonar, formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, í Fréttablaðinu, um að ekki hafi verið hætt við virkjunina heldur hafi undirbúningi verið hætt á meðan málið sé skoðað betur. 

Yfiirlýsingin er eftirfarandi:

„Um árabil hefur Framsóknarflokkurinn haft lykilstöðu í borgarstjórn Reykjavíkur til að koma í veg fyrir að þau umhverfissjónarmið sem lágu til grundvallar því að Bitruvirkjun var slegin af næðu fram að ganga. Sama hefur raunar gilt varðandi önnur orku- og virkjanamál á vettvangi borgarstjórnar Reykjavikur þar sem R listinn samþykkti á sínum tíma þátttöku Reykjavíkurborgar í Kárahnjúkavirkjun. Ýmis önnur umhverfissjónarmið eins og til dæmis verndun menningarminja og gamallar byggðar hafa einnig átt undir högg að sækja í borgarstjórn Reykjavíkur af sömu orsökum. Í því sambandi má nefna að Vinstri grænir þurftu í valdatíð R listans að ganga á bak orða sinna í húsverndarmálum. Ég hef hins vegar ekki hugsað mér að framfylgja annarri stefnu í umhverfismálum eftir að ég varð borgarstjóri en þeirri sem ég hef staðið fyrir frá því ég var í minnihluta í borgarstjórn.

Það er alveg ljóst að Bitruvirkjun hefur verið slegin af.Vangaveltur um annað eru óþarfar á meðan núverandi meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks er við stjórn borgarinnar, enda er ákvörðunin í samræmi við þær grænu áherslur sem kveðið er á um í málefnasamningi meirihlutans."(mbl.is)

Þeir Kjartan Manússon formaður OR og forstjóri OR hafa báðir lýst því yfir,að Bitruvirkjun hafi aðeins verið frestað en hún hafi ekki verið slegin alveg af. Nú er aðeins eftir að sjá hvor aðilinn hefur betur: Borgarstjóri eða forusta OR.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrustu hamborgarar í heimi ekki langur á Íslandi!

Norðmenn sitja nú stoltir í efsta sæti Big Mac vísitölunnar, sem breska tímaritið Economist reiknar út árlega. Hafa Norðmenn náð efsta sætinu af Íslendingum sem oftast hafa verið afar ofarlega á listanum. Nú er Ísland í 3.-4. sæti ásamt Dönum en á eftir Norðmönnum, Svíum og Svisslendingum.

Í vísitölunni er borið saman verð á Big Mac-hamborgaranum víða um heim. Samkvæmt henni er gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal 67% hærra en það ætti að vera, þ.e. ef Big Mac kostaði jafnmikið og í Bandaríkjunum. Þetta hlutfall er hins vegar 121% í Noregi, 79% í Svíþjóð og 78% í Sviss.(mbl.is)

Íslendingar hafa verið í efsta sæti og státað af því að selja dýrustu hamborgara í heimi. Nú eru Norðmenn þessa heiðurs aðnjótandi.Þetta er ekkert grin. Þetta innsiglar hátt verðlag hér á landi. Við erum með eitt hæsta verð í heimi á matvælum.Nú   deilum við heiðrinum með Norðmönnum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ísland tapar efsta sætinu í Big Mac vísitölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgan 13,6%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verðbólgu á ári. Verðbólgan er hins vegar 13,5% ef húsnæðislið er sleppt. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í morgun.

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2008 hækkaði um 0,94% frá fyrra mánuði og er 310,0 stig og. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 278,3 stig og hækkaði um 0,87% frá júní.

Sumarútsölur eru í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 11,6%. Verð á nýjum bílum hækkaði um 5,3%, en á bensíni og díselolíu um 2,0%. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 2,2% og verð á húsgögnum og heimilsbúnaði hækkaði um 6,4%. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hækkaði um 1,1%. Þar af voru áhrif af hækkun markaðsverðs 0,11% en áhrif af hækkun raunvaxta voru 0,08%.

Samkvæmt þessu  er verðbólgan enn að hækka og háir vextir Seðlabankans virðast ekkert gagnast í baráttunni við verðbólguna. Fólki blæðir,lánin og afborganir hækka stöðugt,eldsneytið hækkar og matvælin hækka.

 

Björgvin Guðmundsson


Lífeyrir aldraðra ekki leiðréttur um eina krónu enn

Fyrir alþingiskosningarnar sl. ár sagði Samfylkingin,að hún vildi leiðrétta lífeyri aldraðra þar eð hann hefði dregist aftur úr  launum annarra hópa í þjóðfélaginu.Samfylkingin sagðist vilja leiðrétta þetta misrétti.Í dag 14 mánuðum eftir valdatöku Samfylkingarinnar hefur lífeyrir aldraðra enn ekki verið leiðréttur um eina krónu.Lífeyrir aldraðra hefur dregist aftur úr launum og nemur nú 93,74% af lágmarkslaunum en nam 100% af þeim sl. ár.Það hefur því miðað aftur á bak en ekki áfram.

Aðeins kjör þeirra eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði hafa verið bætt,þar eð dregið hefur úr tekjutengingum og hætt er að skerða bætur vegna tekna maka. En ekkert hefur verið hugsað um þá,sem ekki eru á vinnumarkaði og ekki eiga maka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband