Misstu bæði ráð og rænu,þegar sást í ráðherrastólana!

Hverju lofaði "Róttæki sósialistaflokkurinn",sem ekki er lengur sósialistaflokkur fyrir kosningar 2017.Flokkurinn lofaði ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra heldur lofaði einnig að uppræta fátækt.Hvort tveggja hefur verið svikið.En til þess að bæta um betur er flokkurinn kominn í vinnu hjá íhaldinu,orðinn eins konar húskarl þar við að berja niður launakröfur verkafólks og tekur undir söng atvinnurekenda um,að ekki sé svigrúm fyrir neinar launahækkanir.Það hefur ekki verið stefna "róttæka sósialistaflokksins "eða forvera hans að halda ætti launum verkafólks niðri en nú er það allt í einu orðin stefna flokksins.Þetta er gjaldið,sem þarf að greiða fyrir hégómann,fyrir háu launin,fína bílinn og ferðirnar um loftin blá og fyrir starf fundarstjóra í stjórninni.Framsókn setti fram það kosningaloforð fyrir kosningarnar 2017 að hækka ætti lægstu laun umtalsvert.Hefur ekki minnst á það síðan. Það er eins og formaður flokksins og formaður "Róttæka sósialistaflokksins" hafi misst bæði ráð og rænu,þegar þeir sái hilla undir ráðherrastólana.Já,hégóminn er máttugur!

Björgvin Guðmundsson


Tangarsókn gegn verkafólki!

 

 
Samtök atvinnulífsins og stjórn KJ gera nú tangarsókn gegn verkafóki.Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins mætir í fréttatímum RUV og Stöðvar 2 á kvöldin á besta tíma og syngur sama sönginn og áður um að ekki megi hækka launin nema um rúmt 1 % og stjórn KJ tekur undir og segir,að ekki liggi fyrir hvort svigrúm sé fyrir neinum launahækkunum.Athyglisvert er, að atvinnurekendur eru boðaðir eða samþykktir til þess að boða áróður gegn verkalýðnum kvöld eftir kvöld en fulltrúar verkafólks eru ekki boðaðir um leið eða eins oft.Það er einnig ljóst hvar stjórn KJ og Seðlabanki standa í þessum átökum. Þessir aðilar allir,SA,stjórn og Seðlabanki eru á fullu að reyna að halda launum, verkafólks niðri. Framkvæmdastjóri SA er með 3 millj. á mánuði a.m.k. og verkstjóri stjórnarinnar með rúmar 2 millj.á mánuði utan hlunninda.En lágmarkslaun verkafólks eru 300 þús kr á mánuði,235 þús kr. á mán eftir skatt.
 
Björgvin Guðmundsson
 
www.gudmundsson.net

Hverju lofuðu flokkarnir fyrir kosnningar?

 
 
Stjórnarflokkarnir lofuðu allir kjósendum,einkum eldri borgurum og öryrkjum miklum kjarabótum.Það hefur allt verið svikið.Mest eru svikin hjá forustuflokki ríkisstjórnarinnar,"Róttæka sósialistaflokknum",sem ekki er lengur sósialistaflokkur og ekki lengur róttækur.Flokkurinn sagði í kosningunum 2017,að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður.Hefur verið svikið. Ekki hefur verið hækkaður lífeyrir um eina krónu að frumkvæði forustuflokksins.Flokkurinn lofaði einnig að uppræta fátækt á Íslandi.Einnig svikið.Framsókn sagði,að umtalsverð hækkun lægstu launa ætti að vera forgangsverkefni í kjarasamningagerð og að hækkun bóta ætti að fylgja slíkum hækkunum. Flokkurinn hefur ekki minnst á þessi mál frá því hann fór í ríkisstjórn-Alger svik.Sjálfstæðisflokkurinn sagði,að tryggja ætti fjárhagslegt sjálfstæði ellilífeyris eldri borgara.Það hefur verið gert þveröfugt:Lægsta lífeyri haldið niðri við fátæktarmörk,við sultarmörk,langt undir viðmiði velferðarráðuneytis,í rúmlega 200 þús á mánuði eftir skatt sem engin leið er að lifa af.Kosningaloforðin þverbrotin.
 
Björgvin Guðmundsson

Tillaga um hvernig stöðva má svik stjórnmálamanna við kjósendur!

Einhver mesta meinsemdin í íslenskum stjórnmálum er sú,að íslenskir stjórnmálamenn lofa öllu fögru í kosningum en svíkja það síðan,þegar þeir hafa náð völdum.Allir flokkar eru sekir í þessu efni.Þessu verður að linna.Gerist það ekki er lýðræðið á Íslandi í hættu. Ég er með tillögu um það hvernig uppræta má þessa meinsemd úr stjórnmálunum.Tillagan er þessi: Lögfest verði,að frambjóðendum til þings sem ná kjöri verði gert skylt að standa við kosningaloforð sín.Geri þeir það ekki missi þeir þingsæti sitt.Ég tel þetta einu leiðina til þess að uppræta "kosningasvikin" Það eru svo mörg dæmi um það,að flokkar komist til valda á fölskum forsendum,að mál er að stöðva slíka meðferð og svik við kjósendur.Það liggur við,að stjórnmálamenn dragi kjósendur á asnaeyrunum; gefi þeim fölsk kosningaloforð og þegar búið er að kjósa gefa þeir kjósendum langt nef. Tímabært er að stjórnmálamenn verði gerðir ábyrgir gerða sinna. Það eina,sem þeir skilja er,að þeir missi völdin,missi þingsæti sitt,ef þeir svíkja kjósendur.Er til of mikils mælst,að stjórnmálamenn verði að standa við stóru orðin,stóru loforðin.Ég tel ekki. Það er tímabært að stjórnmálamenn séu gerðir ábyrgir gerða sinna.

Björgvin Guðmundsson


Atvinnurekendur bjóða verkafólki 1,2% !!

Eftir að atvinnurekendur hafa dregið verkalýðsfélögin á asnaeyrunum í margar vikur með kaffifundum,þar sem rætt hefur verið um daginn og veginn og veðrið og ekki boðið eitt einasta prósent í kauphækkun þrátt fyrir ofurlaunahækkanir yfirstéttarinnar fengu atvinnurekendur loks málið í gær og sögðust geta boðið 1,2-2,1% launahækkun! Mikil náð og miskunn.Þetta er algert grín.Sjálfur er framkvæmdastjóri SA með milljónir á mánuði og allir forstjórar fyrirtækja eru á slíkum launum en þeir bjóða nú verkafólki 3600 kr launahækkun ofan á 300 þús kr brútto á mán.Þetta er minna en hagfræðingur forsætisráðherra taldi unnt að hækka laun um en hann nefndi 4%.Ef þetta er afstaða atvinnurekenda stefnir þráðbeint í verkföll. Verkafólk lætur ekki bjóða sér þetta.
Atvinnurekendur tönnlast á því að ekkert sé til skiptanna. Það er nóg til skiptanna. Það þarf aðeins að gefa upp á nýtt,breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu; færa tekjur frá atvinnurekstrinum til verkafólks,með breytingum í skattamálum,tryggingamálum almannatrygginga og með því að láta úgerðina greiða eðlilegt afgjald fyrir afnot sjávarauðlindarinnar,sem þjóðin á en fær ekki eðlilegan arð af. Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu. Það þarf aðeins að skipta þeim rétt.- PS. Laun þingmanna hafa hækkað um 70% og laun ráðherra um 64%.En laun verkafólks eiga að hækka um 1,2-2.1%!! Þetta er brandari.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Mjög lítil virðing borin fyrir lögum og stjórnarskrá!

 

Það er athyglisvert hve lítil virðing er borin fyrir lögum og stjórnarskrá á Íslandi. Þegar ráðherrum er bent á, að skipan þeirra í embætti eða önnur stjórnarathöfn sé brot á stjórnarskrá þá segja þeir einfaldlega: Það verður þá bara kært.Svo einfalt er það í þeirra huga. Virðing fyrir stjórnarskrá er engin og enn minni fyrir lögum.Þetta kæruleysi gagnvart lögum og stjórnarskrá er sennilega ástæða þess að lög og stjórmarskrá eru stöðugt brotin gagnvart öldruðum og öryrkjum.Frá því ég fór að fylgjast með málefnum aldraðra og öryrkja fyrrir 16 árum hafa lög stöðugt verið brotin á öldruðum og öryrkjum,einkum ákvæðið um,að lífeyrir eigi að hækka í samræmi við launahækkanir ( taka mið af launaþróun en aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs).Það er alveg sama hvaða flokkar hafa verið við völd; þetta ákvæði hefur stöðugt verið brotið.
Stjórnarskrárbrotin eru ef til vill ekki eins augljós en ég tel þó að stjórnarskráin sé margoft brotin á lífeyrisþegum. Í íslenskum lögum stendur að ekki megi mismuna borgurunum,ekki megi láta aldraða sæta mismunun; þeir eigi að njóta jafnréttis á við aðra borgara.Þessi ákvæði eru stöðugt brotin t.d. í heilbrigðiskerfinu.Þar eru þeir yngri teknir fram fyrir þá eldri.T.d. fá eldri borgarar á hjúkrunarheimilum ekki sömu læknisþjónustu og þeir yngri fá á spítölum. Þá eru jafnréttisákvæði í stjórnarskránni ; þau eru oft brotin á öldruðum og öryrkjum.
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Hoggið í sama knérunn og áður!

Sú ákvörðun Tryggingastofnunar og ríkisstjórnar að fresta framkvæmd laga og níðast á öryrkjum allan janúar í staðinn er yfirgengileg og leiðir í ljós,að halda á uppteknum hætti 2019.Hér á ég við ný lög alþingis um að hætta eigi skattlagningu uppbóta öryrkja á lífeyri,uppbóta vegna reksturs bifreiða o.fl Alþingi samþykkti að lögin ættu að taka gildi 1.janúar 2019.Fulltrúar Tryggingastofnunar voru boðaðir í alþingi,þegar unnið var að afgreiðslu málsins.Tryggingastofnun var því með í ráðum og vissi allt um gildistöku málsins. Það er því alger fyrirsláttur hjá stofnuninni,að TR hafi ekki vitað um málið fyrr en rétt fyrir áramót.En stjórnvöld og TR eru orðin svo vön að valta yfir öryrkja (og aldraða raunar einnig) að þessir aðilar telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum! Og óvirðing stjórnvalda og TR við lög og reglur er svo mikil,að þessir aðilar komast upp með allt,sbr. hvernig þeir geta stöðugt níðst á öryrkjum í krónu móti krónu skerðingar málinu.- Það á ekki að réttlæta framferði stjórnvalda og TR á nokkurn hátt.Hér er verið að brjóta lög á öryrkjum,Svo einfalt er það. Það er enginn ljós punktur í málinu.Þetta er lögbrot, Þetta er svívirða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


SAMA HUNGURLÚS LÍFEYRIS OG 2018

Samkvæmt reiknivél TR eru greiðslur TR til aldraðra sem hér segir 2019:Býr einn: Ellilífeyrir 248 þús,heimilisuppbót 63 þús tæpl..Alls tæp 311 þús.Samtals eftir skatt 252 þús. Ca. 25% fá heimilisuppbót,hinir fá aðeins 248 þús kr á mán.-Þetta er sama hungurlúsin og var 2018.
Á maka,býr ekki einn:Ellilífeyrir 248 þús.Samtals eftir skatt 213 þús tæpar.- Eins og ég hef sagt áður er þessi "hækkun" ekki nægileg fyrir verðbólgunni.Raunhækkun er því engin. Verðhækkanir eru þegar byrjaðar.Strætisvagnar hafa hækkað verð um 4%,heimsendur matur til aldraðra hefur hækkað og verð í matvöruverslunum einnig enda þótt gengið hafi styrkst nokkuð og ekki hafi eingöngu verið um gengisveikingu að ræða.Bensín hækkar.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Er kaþólskari en páfinn?

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2,Vísis og Bylgjunnar.Hún er vel að þessum heiðri komin.Sólveig Anna varpaði nokkrum spurningum til  flokksleiðtoganna í Kryddsíldinni.Hún spurði foringjana,m.a. hvort þeir gætu lifaf af lágmarkslaunum verkafólks,rúmlega 300 þúsund á mánuði.Þeir Logi,Bjarni og Sigmundur Davíð svöruðu spurningunni neitandi en Katrín svaraði ekki.Það var skrítið.Það er auðvelt að svara þessari spurningu.Málið er að vísu viðkvæmt fyrir Katrínu,þar eð enginn hefur barist eins hatrammlega gegn hækkun lágmarkslauna eins og hún.Hún hefur tekið harðari afstöðu gegn verkafólki en sjálfur lærifaðir hennar,Bjarni.Hún er því orðin kaþólskari en páfinn.Hinir leiðtogarnir svöruðu ekki spurningunni skýrt.Þeir drápu málinu á dreif!

Björgvin Guðmundsson


Er best að losa sig við þingið??

 

Nýlega er búið að samþykkja samgönguáætlun á alþingi.Ekkert er minnst á veggjöld í henni enda var Sigurður Ingi,sem nú er samgönguráðherra á móti veggjöldum í kosningabaráttunni haustið 2017.En eftir að þingið hafði afgreitt samgönguáætlun fóru fulltrúar ríkisstjórnarinnar að vinna að því í bakherbergjum þingsins að tekin væru upp veggjöld.Og í framhaldi af því tala þeir um veggjöld eins og þau hafi verið samþykkt á þinginu en svo er ekki.Ljóst er,að þingið þvælist fyrir þeim!Það hlýtur því að hvarfla að þeim að best sé að losa sig við þingið!
Það er búið að taka af bíleigendum og kaupendum bílaeldsneytis gífulega háar upphæðir fjármuna,sem áttu að renna í vegaframkvæmdir en þessir fjármunir hafa farið í allt annað.Sumir segja,að þessum fjármunum hafi verið "stolið"!
 
Björgvin Guðmundsson

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband