Færsluflokkur: Bloggar

Ríkisstjórnin gerir ekkert fyrir þá,sem verst eru staddir

Það er nú farið að skýrast hver eru áhersluatriði ríkisstjórnar Katrínar Jabobsdóttur.Það er engin áhersla lögð á það að bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir.Í því efni er sama stefna hjá ríkisstjórninni eins og var þegar íhald og framsókn voru ein í stjórn og eins og var í síðustu ríkisstjórn með aðild Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.Stefnan í þessu efni hefur ekkert breytst við aðild VG að stjórninni.VG hefur lagt mesta áherslu á loftslagsmálin og umhverfismálin. Það er gott og blessað en að minu mati er enn mikilvægara að bæta kjör þeirra,sem eiga ekki fyrir mat og eiga ekki fyrir læknishjálp eða lyfjum.Sjálfstæðisflokkurinn ræður ferðinni í kjaramálum á vinnumarkaðnum eins og sjá má í stjórnarsáttmálanum.Ríkisstjórnin mun hamla gegn leiðrettingu launa þeirra lægst launuðu.Þeir eiga áfram að vera með laun við fátæktarmörk.Þetta er svikamylla,.þar eð síðan er lífeyrir þeirra lægst launuðu miðaður við lágmarkslaun,sem 5% verkafólks fær.Sem betur fer hefur annað verkafólk hærri laun.Það vantar mikið á,að hér sé félagslegur stöðugleiki.Það á eftir að laga mikið hér á landi í félagsmálum áður en unnt er að taka upp svipaðar aðferðir í kjaramálum hér og á hinum Norðurlöndunum.Tekjuskiptingin hér á landi er mjög ójöfn.Það þarf að auka hlut láglaunafólks og lífeyrisþega í tekjuskiptingunni, til dæmis með því að láta eigendur sjávarauðlindarinnar fá hærra afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni; ríkisstjórnin vill gera þveröfugt;hún vill lækka veiðigjöldin,hún vill auka misskiptinguna í þjóðfelaginu.Krafan er skýr:Það á að stórhækka strax lífeyri aldraðra og öryrkja,það á að hækka talsvert lægstu laun og það á að hækka veiðigjöldin,hækka afgjaldið fyrir afnot af sjávarauðlindinni.Þjóðin hefur ekki efni á því að láta útgerðina nýta þessa eign þjóðarinnar fyrir lágt gjald.Þjóðin þarf að fá eðlilegt afgjald.Það er ekki skattur sem útgerðin þarf að greiða heldur afgjald fyrir afnotin; líkara leigu.Þess vegna er ekki unnt að lækka afgjaldið þó afkoma einstakra útgerða versni.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Katrín féll á prófinu!

 

 

Ég sendi forsætisráðherra,Katrínu Jakobsdóttur,opið bréf og óskaði eftir því,að hún hækkaði strax lífeyri þeirra aldraðra og öryrkja,sem hefðu lægstan lífeyri,aðeins tekjur frá almannatryggingum.Það þýddi að hækka þurfti lífeyrinn strax um leið og þing kom saman.Ég sagði,að það væri prófsteinn á störf forsætisráðherra. hvort hún tæki þessari áskorun; spurning væri hvort hún stæðist prófið.En því miður.Hún féll á prófinu.Hún gerði ekkert til þess að hækka lífeyrinn.Í staðinn var ákveðið að setja upp leiðtogaumræður.Í stað athafna var ákveðið að tala og tala.Það var helst þörf á því!. Við þurfum ekki fleiri ræður.Við þurfum ekki fleiri yfirlýsingar,eða loforð.Við þurfm framkvæmdir,athafnir. Við þurfum hækkun lífeyris þeirra lægst launuðu strax svo þeir geti lifað af lífeyrinum.Það er brýnt mál en ekki leiðtogaumræður.Þær máttu bíða.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 


Alþingi getur hækkað lífeyrinn strax í dag!

 

Alþingi kemur saman í dag eftir langt jólafrí.Þá getur þingið loks afgreitt hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja en þeir sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum eiga ekk nóg til framfærslu.Það hefði átt að hækka lífeyrinn í byrjun desember mánaðar,svo slæmt er ástandið en .það er betra seint en ekki.Unnt er að afgreiða mál þetta á einum degi.Dæmi eru um að slíkt hafi verið gert,þegar mikið liggur við.Þeir,sem verst eru staddir meðal aldraðra og öryrkja hafa lífeyri sem hér segir: Aldraðir í hjónabandi eða sambúð: 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Einhleypir aldraðir 243 þúsund kr eftir skatt.Lífeyrir öryrkja er svipaður en þó örlítið lægri.Hér er um að ræða þá,sem eingöngu hafa tekjur frá almannnatryggingum,engan lífeyrissjóð.--Ég geri ekki tillögu til alþingis um það hvað hækki eigi lífeyrinn mikið.Treysti þingmönnum til að ráða fram úr því á sanngjarnan hátt.Þeir hafa sýslað það mikið um launamál að þer eiga að geta hækkað lífeyrinn það mikið,að það dugi til framfærslu og sómasamlegs lífs.
Alþingismenn hafa talað það mikið um nauðsyn þess að efla sjálfstæði þingsins og að láta ekki framkvæmdavaldið alfarið stjórna þinginu.Nú er tækifæri til þess.Þingmenn þurfa ekki að bíða eftir tillögum ráðherra.Þeir geta tekið mál þetta í eigin hendur,gert þverpólitískt samkomulag ef vilji ef fyrir hendi.
En því miður sýnist mér sá andi svífa yfir vötnunum að ekkert muni breytast.Í stað .þess að setja á dagskrá frumvarp um hækkun lífeyris þeirra,sem eiga ekki fyrir mat er ætlunin að setja leiðtogaumræður á dagskrá þingsins.Það á m.ö.o. að tala í stað þess að framkvæma. Aldraðir og öryrkjar hafa ekkert gagn af því
 
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
 
 

Stenst Katrín prófið?

 
 
Opna bréfið til Katrínar Jakobsdóttur,forsætisráðherra,sem ég birti í gær fékk góðar undirtektir, bæði á Facebook og í persónulegum símtölum til mín.Í bréfinu skora ég á forsætisráðherra að hækka strax lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja,þar eð hann dugi ekki til framfærslu.Kaup á lyfjum og læknishjálp verði iðulega útunda og jafnvel kaup á mat.Þetta er mannréttindabrot.Og ríkisstjórn Katrínar getur ekki látið slíkt viðgangast.Lífeyrir aldraðra í hjónabandi eða sambúð er 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Það getur hver og einn litið í eigin barm og séð,að þetta dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Húsaleigan ein er í dag 150-200 þúsund,sú lægsta. Og þó einhverjar húsaleigubætur komi upp í það segir það lítið.Það þolir enga bið að leiðrétta þetta óréttlæti.Það verður að gerast strax eftir helgi um leið og þingið kemur saman.Það tekur einn dag að afgreiða frumvarp um leiðréttingu á þessu ranglæti.Ég treysti Katrínu til að leiðrétta þetta mál en þessi áskorun á hana er prófsteinn á hana.Vonandi stenst hún prófiið og leysir málið.Þessu máli má ekki fresta,ekki einu sinni í nokkra daga. Það verður að afgreiða það strax. Það þolir enga bið.
 
Björgvin Guðmundsson

Áskorun á forsætisráðherra: Lífeyrir hækki strax!

 

 
 
Í dag birtist í Fréttablaðinu opið bréf frá Björgvin Guðmundssyni til forsætisráðherra,Katrínar Jakobsdóttur um að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja sem hafa lægstan lífeyri verði strax hækkaður.Lægsti lífeyrir dugi ekki til framfærslu.Lyf og læknishjálp verði útundan og stundum jafnvel matur.Hér er um að ræða þá,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Lífeyrir aldraðra í hjónabandi eða sambúð,sem einungis hafa lífeyri frá TR er aðeins 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Engin leið er að lifa af þeirri hungurlús.Einhleypir eldri borgarar hafa 243 þúsund kr eftir skatt.Þetta eru skammarlegar upphæðir,þegar góðæri er í landinu og nógir peningar til. Staða öryrkja er svipuð og staða aldraðra,jafnvel aðeins lakari.Mál þetta þolir enga bið.Væntanlega mun forsætisráðherra veita því forgang og afgreiða strax.
 
Björgvin Guðmundsson

Hækka þarf lífeyri aldraðra ríflega

 

Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,45% af þjóðartekjum en eftirlaun í ríkjum OECD eru til jafnaðar 8,2% af þjóðartekjum.Hér er átt við eftirlaun frá ríkinu,Tryggingastofnun.Til þess að jafna þennan mun og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og í ríkjum OECD þarf að hækka eftirlaun,lífeyri frá almannatryggingum um 72.059 kr á mann til jafnaðar hjá einstaklingum. Ég hef lagt til,að lífeyrir einhleypra eldri borgara yrði hækkaður um 125 þúsund kr á mánuði fyrir skatt.Aðalatriðið er að hækka verður lífeyrinn ríflega,þar eð hann dugar ekki til framfærslu eins og hann er í dag.

Björgvin Guðmundsson

 


Stjórnvöld níðast á öldruðum!

Um áramótin 2016/2017 tóku gildi ný lög um almannatryggingar.Smáræðis hækkun varð þá á lífeyri aldraðra og 0ryrkja.Til dæmis hækkaði lífeyrir  aldraðra sem voru í hjónabandi eða sambúð þá um 12 þúsund kr.á mánuði eftir skatt,þ.e.hjá þeim,sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum.En samhliða var húsnæðisstuðningur við aldraða minnkaður þannig, að þessir eldri borgarar stóðu ekkert betur á eftir en áður,jafnvel verr.Um síðustu áramót endurtók þessi saga sig. Ellert B.Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir frá því í grein í Fréttblaðinu í gær,að um síðustu áramót hafi komið til framkvæmda örlítil hækkun á lífeyri aldraðra. Ríkið hafi haft þann hátt á að láta eldri borgara greiða hækkunina úr eigin vasa.Þessi tvö dæmi leiða í ljós,að stjórnvöld eru stöðugt að níðast á eldri borgurum.

Björgvin Guðmundsson


Sönnun fyrir því,að lífeyrissjóðir áttu að vera viðbót við almannatryggingar!

GOTT INNLEGG í MÁLAFERLI

Lítið er um skrifleg gögn því til staðfestingar að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.En slík gögn eru nauðsynleg ef til málaferla kemur vegna skerðinga,sem margir eldri borgarar telja óheimilar.

 Hér fara á eftir athugasemdir við lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.Þessar athugasemdir eru sönnun þess,að lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingarnar og því er skerðing lífeyris almannatrygginga hjá þeim,sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði,óheimil með öllu.Ættu þessar athugasemdir að vera gott innlegg í málaferli um þetta mál.

"Frumvarp til laga [222. mál] um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. (Lagt fyrir Alþingi á 83. löggjafarþingi, 1962-1963.)

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. Frumvarp þetta er samið af stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, þeim Hákoni Guðmundssyni, hæstaréttarritara, Guðmundi Guðmundssyni, tryggingafræðingi og Sigtryggi Klemenzsyni, ráðuneytisstjóra. Fylgdi því svo hljóðandi greinargerð: Hinn 13. september 1961 ritaði fjármálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins svo hljóðandi bréf

„“Þegar skerðingarákvæðin féllu úr gildi, 1. janúar 1961, kom sú skoðun víða fram, að opinberir starfsmenn ættu að gerast fullgildir aðilar að almannatryggingunum, en lífeyrissjóðir þeirra starfrækjast áfram sem viðbótartrygging. Í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, hefur verið farið inn á þessa braut, og liggja til þess ýmsar ástæður. Frá sjónarmiði almannatrygginganna er það að mörgu leyti óæskilegt, að til séu vissir hópar manna, sem hafi þar sérstöðu, enda er nú stefnt að því að afnema það með breytingu á lögunum um almannatryggingarnar. „“

Breytingar laganna eru við það miðaðar, að tryggja opinberum starfsmönnum, sem lög þessi taka til, og eftirlátnum mökum þeirra og börnum, viðhlítandi ellilífeyri og maka- og barnalífeyri, án þess að stöðugt þurfi nýja lagasetningu um uppbætur á lífeyrinn. Þessu er reynt að ná með eftirtöldum ráðstöfunum: En ætla má, að lífeyrir almannatrygginganna verði í meginatriðum látinn taka breytingum í samræmi við breytingar á kaupmætti krónunnar.

 2) Reglan um að miða ellí-, örorku- og makalífeyri við meðaltal síðustu 10 ára er felld niður og þess í stað miðað við síðustu laun sjóðfélagans.

3) Gert er ráð fyrir, að ef almenn hækkun verður á launum opinberra starfsmanna, skuli lífeyrisgreiðslur úr sjóðnum hækka á tilsvarandi hátt, en ríkissjóður endurgreiða sjóðnum þá hækkun á lífeyrisgreiðslum, sem af því leiðir. Samanlagður ellilífeyrir úr sjóðnum og almannatryggingalífeyrir fyrir einhleypan karlmann, sem starfað hefur 30 ár í þjónustu ríkisins, verður um 75 % af síð- ustu launum. En sé um hjón að ræða, sem bæði eiga ellilífeyrisrétt hjá almannatryggingunum, verður samanlagður lífeyrir þeirra misjafn eftir launa flokkum, frá 85 % í hæsta launaflokki og upp undir 100% í lægsta launaflokki, miðað við nú- gildandi launalög. Þess ber þó að geta, að giftir lífeyrisþegar eru varla til í lægra launaflokki en 12., og örfáir úr honum. Lífeyrir hjóna verður því á bilinu 85% til 95 % af síðustu launum fyrir 30 ára starfstíma. Meðalellilífeyrir fyrir alla launaflokka, og gifta og ógifta til samans, má ætla að verði mjög nálægt 80 % af síðustu launum, miðað við 30 ára starfstíma." 

Björgvin Guðmundsson

 


Ríkisstjórn VG frestar brýnustu málunum!

Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því á alþingi hvort rikisstjórnin ætlaði að gera eitthvað strax til þess að leysa vanda þeirra sem verst eru staddir í þjóðfélaginu,svaraði hún: Það verður athugað í vor,í tengslum við fjármálaáætlun!Í  kosningabaráttunni töluðu margir flokkar um nauðsyn þess að útrýma barnafátækt en 6000 börn búa við fátækt á Íslandi.Í stjórnarsáttmálanum kemur fram,að ríkisstjórnin vísar þessu brýna máli í nefnd; m.ö.o þessi brýni vandi á að veltast í nefnd í 1-2 ár! Og síðan bætist það við að eitt af kosningaloforðunum (Framsóknar) þ.e. lækkun tannlæknakostnaðar aldraðra eða afnám hans (loforð Framsóknar) á að fara í starfshóp, sem Svandís ætlar að skipa.M.ö.o: Öllum brýnustu málum er frestað.Ef einhver manndómur væri í ríkisstjórn Katrínar mundi hún kalla saman þingið strax og láta hækka lífeyri aldraðra og öryrkja,þeirra,sem minnstan lífeyri hafa og tæplega eiga fyrir mat,verða iðulega að neita sér um lyf eða læknishjálp.VG hefur fengið fylgi út á að vera róttækur vinstri flokkur og bera hag þeirra,sem minnst mega sín fyrir brjósti.Þess vegna ber flokknum skylda til þess að taka vanda þeirra,sem verst eru staddir,fyrir strax,ekki í vor og ekki 22.eða 23.janúar,heldur strax.Það þolir enga bið.Ríkisstjórnn átti að hækka lífeyri aldraðra og 0ryrkja strax í jólamánuðinum.En þá var lífeyrir ekki hækkaður um eina krónu af ríkisstjórn VG.Þeir sem verst voru staddir meðal aldraðra og öryrkja höfðu 197 þús kr eftir skatt,giftir og 230 þúsund kr eftir skatt einhleypir.Með því að ríkisstjórn VG gerði ekkert í þessu máli í desember á hún a gera það núna STRAX.Jólafrí þingmanna er orðið nógu langt.

Björgvin Guðmundsson


Ráðherrar í stjórnarandstöðu?

Það vekur athygli ,að tveir nýir ráðherrar skrifa mikið í blöðin.Þetta eru Svandís Svavarsdóttir ,heilbrigðisráðherras og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Þessir ráðherrar skrifa greinar í blöðin eins og þeir séu í stjórnarandstöðu.Þeir skrifa um að gera þurfi þetta og hitt en virðast "gleyma" því að þeir eru í valdaaðstöðu og geta því framkvæmt það sem þeir bera fyrir brjósti.Eða lemur Bjarni á puttana á þeim og stöðvar áhugamál þeirra? Líklegast er,að svo sé.Bjarni er í ríkisstjórn eins og heimaríkur hundur,búinn að vera lengi í stjórn og þykist eiga að ráða meira en aðrir og gerir það.Lilja lofaði að afnema virðisaukaskatt á bókum í kosningunum. En ekkert bólar á því.Bjarni hefur stoppað það.Svandís segir nú,að hún ætli að skipa starfshóp til þess að athuga niðurgreiðslu á tannlækningum aldraðra.Framsókn lofaði framkvæmd á því máli einnig.Ekkert gerist.Nú er málið sett í nefndf.Það er gamalkunnug aðferð til þess að svæfa mál.Það þarf enga nefnd um þetta mál. Kristján Þór Júliussson fór yfir þetta mál allt þegar hann var heilbrigðisráðherra og var búinn að lofa Félagi eldri borgara að leggja til 800 millj kr til niðurgreiðslu á tannlækningum og til þess að gera upp gamla skuld .Það var svikið.Bjarni hefur stöðvað það. Nú kemur nýtt loforð í stjórnarsáttmálanum upp á 500 mill.; hefur lækkað um 300 millj.krSvandís ætti að sýna þann manndóm að framkvæma málið,leggja fram a.m.k. 800 millj í málið um leið og ákveðin væri ný gjaldskrá sem tryggði áframhaldandi niðurgreiðslu.Hún getur fengið öll gögn um málð hjá Kristjáni Þór.Það þarf enga nefnd,nema hún vilji svæfa málið.Svandís þarf ekki að skrifa fleiri greinar.Hún þarf að láta hendur standa fram úr ermum.Það er komið að framkvæmdum.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband