Færsluflokkur: Bloggar
Þriðjudagur, 6. febrúar 2018
Skipum bara starfshóp!
Mörgum finnst ríkisstjórnin aðgerðarlítil.Hún gerir ekkert. En hún talar mikið.Og eitt er hún dugleg við að gera: Hún er dugleg við að skipa starfshópa! En hvers vegna er alltaf verið að skipa starfshópa? Hvers vegna felur ráðherra ekki starfsmönnum sínum í ráðuneytinu að undirbúa framkvæmdir? Nógu margir eru starfsmennirnir.Jafnvel mál sem eru í stjórnarsáttmálanum og eru ákveðin eru sett í starfshóp og látin veltast þar mánuðum saman.Hver er ástæðan? Ég tel,að þær séu nokkrar. Í fyrsta lagi framkvæmdafælni.Ráðherrarnir treysta sér ekki í framkvæmdir strax. Þeir vilja tefja málin í starfshóp á þeim forsendum að athuga þurfi þau betur þó þau séu fullathuguð.Í öðru lagi er verið að tregðast við í vissum málum að láta fjármagn í málin. Bjarni Ben stendur á bremsunni í mörgum málum og vill ekki láta fjármagn í þau; segir að bíða verði eftir fjármálaáætlun næsta vor.Þetta er fyrirsláttur.Hann er að reyna að koma í veg fyrir fjárveitingar til vissra mála svo sem til aldraðra og öryrkja og skýtur sér á bak við það að sjá þurfti hverng kjarasamningar fara og fjármálaáætlun verður.VG og Framsókn láta Sjálfstæðisflokkinn ráða; hafa engan sjálfstæðan vilja,láta sér duga að fá að vera í ríkisstjórninni!Lítil eru geð guma.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. febrúar 2018
Snúast Ragnar Þór og Sólveig Anna gegn Gylfa sem forseta ASÍ?
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ var gestur í Silfrinu í hádeginu í dag.Rætt var um ólguna, sem er innan ASÍ vegna hugleiðinga VR um að segja sig úr sambandinu og mikilla átaka í Eflingu,verkamannafélaginu en þar býður ung kona sig fram gegn frambjóðanda stjórnar og trúnðarmannaráðs félagsins.Það er Sólveig Anna Jónsdóttir starfsmaður á leikskólanum Nóaborg,í Reykjavík,sem býður sig fram til formanns gegn frambjóðanda stjórnar.Ragnar Þór formaður VR hefur lýst yfir stuðningi við Sólveigu Önnu sem formann Eflingar.
Fanney Birna umsjónarmaður Silfursins spurði Gylfa Arnbjörnsson, hvort hann mundi halda forsetaembætti sínu í ASí, ef Sólveig Anna mundi sigra í Eflingu og ef VR segði sig úr ASÍ.Gylfi sagði, að örlög forseta ASÍ réðust ekki af þessum atriðum.Hann kvaðst ekki hafa ákveðið, hvort hann byði sig fram sem forseti ASÍ á næsta þingi sambandsins.Hann mundi væntanlega ákveða það í júlí n.k.
Fanney Birna taldi, að ef bæði Ragnar Þór og Sólveig Anna ( hugsanlega sem nýr formaður Eflingar) mundu snúast gegn Gylfa Arnbjörnssyni á ASÍ þingi gæti orðið tvísýnt um kosningu hans.Hún fjallaði einnig um gagnrýni Sólveigar Önni á stefnu Eflingar í kjaramálm en Sólveig Anna telur, að Efling hafi ekki barist nægilega vel fyrir bættum kjörum þeirra lægst launuðu í félaginu.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. febrúar 2018
300 þús á mánuði reyndist blekking!!
Þegar verkalýðshreyfingin fór fram á að laun fyrir skatt hækkuðu í 300 þúskr á mánuði (2018) fór Landssamband eldri borgara fram á það sama fyrir aldraða.Við afgreiðslu á nýju lögum um almannatryggingar 2016/2017 lýsti ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka í 300 þúsund 1.jan 2018.En hverjar eru efndirnar:Aðeins 29% öryrkja fær 300 þús á mánuði fyrir . skatt,þ.e. þeir sem búa einir. Hinir fá aðeins 239 þúsund.Enn færri meðal aldraðra fá 300 þúsund fyrir skatt eða 15-20%.Hinir fá aðeins 239 þús.Auk þess er á að líta,að skatturinn á eftir að hirða af því,sem fæst fyrir skatt tæp 20%.Það er því lítið eftir fyrir húsnæðiskostnaði og öllum útgjöldum.
Hækkun lífeyris í 300 þúsund á mánuði hefur reynst blekking.Stjórnarherrarnr eru búnir að flagga þessari "hækkun" mikið.En í raun er það svo að aðeins hluti lífeyrisþega hefur fengið 300 þús og það fremur lítill hluti.Er ekki tímabært að hætta blekkingarleik og veita öldruðum og öryrkjum raunhæfar kjarabætur?
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. febrúar 2018
Stöðugt verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum!Mannréttindabrot að halda lífeyri við fátæktarmörk eins og gert er!
Ísland hefur undiritað marga alþjóðlega mannréttindasáttmála.Þessir sáttmálar kveða m.a. á um það,að veita skuli öldruðum og öryrkjum félagslegt öryggi og þeir kveða á um ýmis önnur réttindi,sem veita á öldruðum og öryrkjum.Einna mikilvægastur þessara sáttmála er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Þá skiptir Samningur Sþ. um réttindi fatlaðra miklu máli fyrir öryrkja en aðalatriði þess samnings er,að fatlaðir eiga að njóta sömu réttinda og ófatlaðir.En það er ekki nóg að undirrita samninga og setja þá í gildi,það þarf að fara eftir þeim.
Það er óheimilt samkvæmt alþjóðasamningum,sem Ísland er aðili að að færa réttindi aldraðra og öryrkja til baka,þ.e. skerða þau eins og ítrekað hefur verið gert hér á landi.Mannréttindayfirlýsing Sþ.kveður á um það,að allir eigi rétt á lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan; þar á meðal rétt til fæðis,klæða og félagslegrar þjónustu.Ennfremur segir,að allir eigi rétt á öryggi vegna atvinnuleysis,fötlunar,veikinda,fyrirvinnumissis,elli og annars,sem skorti veldur.Í stjórnarskránni eru einnig ákvæði,sem veita ölduðum og öryrkjum vernd,svo sem að ríkið eigi að veita þeim aðstoð,ef þarf.Þá segir í lögum,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.- Það er stanslaus verið að bjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum og það er langur vegur frá því að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. janúar 2018
Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun ellilífeyris.Hefur ekki gerst.
Skv.kosningaloforði VG átti að bæta kjör aldraðra með hækkun ellilífeyris.Einnig lofaði VG að sjá til þess að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk. Hvort tveggja hefur verið svikið.Þessi kosningaloforð eru ekki þess eðlis,að unnt sé að slá efndum þeirra a frest. Þau á að efna strax. Eins og ég hef bent á hefur ríkisstjórn VG ekki hækkað ellilífeyri um eina krónu.Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1.jan sl var ákveðið af fyrri ríkisstjórn. Var minni hækkun en hækkun lágmarkslauna. Lífeyrir aldraðra er niður við fátæktarmörk (204 þús eftir skatt hjá giftum öldruðum) (1100 þús á mánuði fyrir skatt hjá þingmönnum).Það er ekki verið að efna það loforð VG að lyfta lífeyrinum vel upp fyrir fátæktarmörk.Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn?
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 28. janúar 2018
Ríkisstjórn Katrínar hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eina krónu!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 26. janúar 2018
Stjórn VG hefur ekkert gert fyrir þá verst stöddu!
Ríksstjórn Katrinar Jakobsdóttur hefur ekkert gert fyrir þá aldraða og öryrkja,sem verst eru staddir; þá,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Þessi hópur getur ekki farið út á vinnumarkaðinn og þess vegna hefur hann ekkert gagn af frítekjumarki vegna atvinnutekna.Sú ráðstöfun hentar aðeins heilsuhraustum eldri borgurum og öryrkjum.Það er mjög undarlegt,að flokkur sem hefur talið sig róttækan vinstri flokk skuli ekki láta það hafa forgang að bæta kjör þeirra,sem einungis hafa strípaðan lífeyri.Það var raunar í stefnuskrá VG fyrir kosningar að gæta ætti þess að lífeyrir færi ekki niður að fátæktarmörkum en það hefur einmitt gerst.Lífeyrir eftir skatt er aðeins 204 þús kr á mánuði hjá þeim sem eru í hjónabandi og í sambúð.Það er engin leið að lifa af þeirri upphæð.Það er krafa aldraðra og öryrkja,að þetta verði leiðrétt strax,ekki síðar.Þess verður að vænta,að verkalýðshreyfingin hækki einnig lægstu launin.Þau eru einnig það lág,að lyfta verður þeim upp.Þjóðfélag,sem býr við methagvöxt,þar sem öll eyðsla er yfirgengileg og útlit eins og allt flói í peningum á að gera vel við sitt láglaunafólk og lægst launuðu aldraða og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2018
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sviku stór kosningaloforð gefin öldruðum 2013; VG og Framsókn ekki farin að efna kosningaloforðin við eldri borgara frá 2017
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2013. Þeir lofuðu báðir að hækka lífeyri aldraðra til þess að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, 2009-2013. Flokkarnr komust til valda en sviku kosningaloforðið gersamlega.Framsókn og VG gáfu eldri borgurum stór kosningaloforð fyrir þingkosningarnar 2017. Framsókn lofaði að gera tannlækningar eldri borgara gjaldfrjálsar. VG lofaði að tryggja það,að lífeyrir aldraðra væri ekki niður við fátæktarmörk.Ekki hefur verið staðið við þessi loforð.Þessi loforð eru þess eðlis,að það átti að efna þau strax.Það var ekki gert.Enginn áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja í ríkisstjórninni.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 25. janúar 2018
Hækka þarf lægstu laun og lægsta lífeyri
Brýnasta verkefni verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í dag er að hækka verulega lægstu laun verkafólks og lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja.Bæði lágmarkslaun og lægsti lífeyrir er við fátæktarmörk og dugar hvergi nærri til framfærslu.
Aðildarfélög ASÍ hafa á undanförnum árum lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa og náð talsverðum árangri. Á sama tíma hafa skattleysismörk verið lækkuð m.v. kaupgjald og verulega dregið úr barna- og húsnæðisbótum þannig að kaupmáttur þessara hópa hefur ekki vaxið í sama mæli og nemur hækkun launa. Við þessu verður að bregðast, m.a. með: Hækkun skattleysismarka og tengingu persónuafsláttar við launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs. Eflingu barna- og húsnæðisbótakerfanna. Fjölgun íbúða í almenna íbúðakerfinu úr 600 í 1000 á næstu 5 árum.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 24. janúar 2018
Berst ekki aðeins fyrir bættum kjörum þeirra verst stöddu heldur einnig fyrir afnámi skerðinga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.
Kona nokkur sendi mér athugasemd og sagði,að ég væri aðeins að berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem væru á strípuðum lífeyri en ekki fyrir hinum,sem hefðu lífeyri úr lífeyrissjóði og sættu mikilli skerðingu.Þetta er alrangt.Ég hef um margra ára skeið barist fyrir því,að stórlega verði dregið úr þessum skerðingum og ég hef jafntframt óskað eftir því að þessarr skerðingar verði alveg afnumndar.Sem formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Rvkk. hef ég barist af miklum krafi fyrir því að skerðing vegna greiðlna úr lífeyissjóði yrði afnumin.Ég hef hert þá baráttu un undanfarið og fengið mjög góð viðbrögð.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var tekið fram,að þeir ættu að vera viðbót til almannatryggingar.Það var aldreii gert ráð fyrir því,að þeir myndu valda skerðingu á lífeyri almannatrygginga. Það verður því að stöðva þessa skerðingu strax.
Björgvin Guðmundsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)