Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 6. mars 2018
" VG hefur róað vinnumarkaðinn" .(Haldið kaupi verkafólks niðri!
Tveir menn tóku tal saman,stjórnarssinni og stjórnarandstæðingur.Stjórnarsinninn sagði: Finnst þér þetta ekki fín ríkisstjórn?Ja,hún hefur ekkert gert.Jú,jú,hún hefur gert heilmargt.Ja nefndu eitt,sagði stjórnarandstæðingurinn.Stjórnarsinninn klóraði sér í hausnum og þagði lengi en sagði svo:Hún hefur róað vinnumarkaðinn.Ja,það er heila málið.Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er, að róa vinnumarkaðinn,halda launum niðri.Og það er fyrst og fremst verk VG,Katrínar Jakobsdóttur.Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar,að helsta baráttumál Vinstri grænna væri að halda launum verkafólks niðri.En svo er komið fyrir VG í dag.Ég sagði þetta reyndar löngu fyrir stjórnarnyndunina,að íhaldið vildi fá VG í stjórnina til þess að hjálpa til við að halda launum verkafólks niðri.Og það reyndist rétt.VG er í vinnu hjá íhaldinu við þetta verkefni.Íhaldið brosir í kampinn!
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 4. mars 2018
Kjör allra annarra en aldraðra og öryrkja "leiðrétt"!
Jóhanna Sigurðardóttir,fyrrverandi forsætisráðherra sagði á flokksþingi Samfylkingarinnar í gær,að Samfylkingun ætti að beina spjótum sínum að spillingarflokkunum,Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrst og fremst.Það má til sanns vegar færa en það er ekki þar sem sagt, að VG (Vinstri græn) verði ekki að sæta gagnrýni.VG hefur svikið stefnu sína og á stærsta þáttinn í því, að þeir flokkar,sem Jóhanna kallar spillingarflokka eru áfram við völd.Það er ekki aðeins að VG hafi villst af leið.VG stefndi að því lengi að mynda stjórn með íhaldi og framsókn.Og það er óskiljanlegt hvað VG gekk til, þar eð ekki setti flokkurinn nein skilyrði um að koma fram einhverjum mikilvægum stefnumálum sínum.VG virðist hafa farið í stjórnina fyrir hégómann einan,það er til þess að hafa forsætisráðherrann,til þess að hafa miklar vegtillur en það er ekki nóg ef íhaldsflokkarnir hafa undirtökin eins og verið hefur fram að þessu.
Stjórn Samfylkingar og VG skerti kjör aldraðra og öryrkja vegna bankahrunsins og kreppunnar.Þeir,sem voru á "strípuðum lífeyri" sættu að vísu ekki kjaraskerðingu. En þeir eldri borgarar og öryrkjar, sem sættu verulegri kjaraskerðingu í kreppunni hafa ekki fengið leiðréttingu vegna þess. Það er hins vegar á hverjum degi verið að " leiðrétta" kjör annarra.Það er búið að hækka laun þingmanna um mörg hundruð þúsund,svo og laun ráðherra,embættismanna,dómara og kirkjunnar manna; allt á þeim forsendum,að kjör þeirra hafi verið skert í kreppunni.Það þarf að " leiðrétta" kjör allra nema aldraðra og öryrkja.Og til þess að kóróna ósómann eru þingmenn og ráðherrar nú að taka sér mörg hundruð þúsund í aukagreiðslum á alþingi,græðgin er svo mikil.Ég sé ekki annað en þeir flokkar á alþingi,sem ákveðið hafa allar þessar
aukagreiðslur, séu orðnir spillingarflokkar.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. mars 2018
STÓR HÓPUR ELDRI BORGARA FÆR ENGIN EFTIRLAUN FRÁ RÍKINU!
Ísland er eina landið í OECD,þar sem ríkið greiðir ekki öllum eldri borgurum(eftirlaunamönnum ) eftirlaun.Um áramótin 2016/2017 var grunnlífeyrir felldur niður hjá stórum hópi eftirlaunamanna (ca. 5000)Þetta hefur ekki gerst hjá neinu ríki OECD nema Íslandi.Ráðamenn á Íslandi eru alltaf að guma af því hvað efnahagsástandið sé gott hér,hagvöxtur mikill sá mesti í Evrópu! En hvers vegna getur Ísland þá ekki gert eins vel við sína eldri borgara eins og nágrannalöndin. Hin Norðurlöndun gera til dæmis miklu betur við aldraða en gert er hér.Á hinum Norðurlöndunum greiðir ríkið miklu meira til eldri borgara en gert er hér.Samt er efnahagsástandið ekki eins gott þar eins og hér að sögn íslenskra ráðamanna.A tímum bankahrunsins og í kreppunni í kjölfarið taldi þáverandi ríkisstjórn,að hún þyrfti að skerða grunnlífeyrinn hjá þeim,sem væru með góðan lífeyrissjóð,mikinn lífeyri úr lífeyrissjóði en þeir sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða engan héldu grunnlífeyrinum alveg. Við sem vorum í stjórn og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík mótmæltum þessu harðlega; við töldum grunnlífeyrinn heilagan og ekki mætti skerða hann og þaðan af síður afnema hann.Ég barðist fyrir endurreisn grunnlífeyrisins í mörgum blaðagreinum.Eftir stjórnarskiptin 2013 var grunnlífeyririnn endurreistur og eðlilega fögnuðu margir því. Til mín hringdi þá einn harður sjálfstæðismaður,sem hafði verið með mér í KFUM og KR og sagði,að það væri mér,að þakka að búið væri að endurreisa grunnlífeyrinn.Mér þótti hrósið gott en benti á,að fjölmargir í stjórn FEB og kjaranefnd hefðu lagst á árarnar í þessu máli.En Adam var ekki lengi í Paradís. Sem fyrr segir var grunnlífeyririnn afnuminn um áramótin 2016/2017 og það voru sömu aðilar sem afnámu grunnlífeyrinn og höfðu endurreist hann!!Ég er ekki viss um,að það standist lagalega að gera stóran hóp eldri borgara eftirlaunalausa hjá TR,þar eð þessir eldri borgarar,eftirlaunamenn hafa greitt til almannatrygginga alla sína starfsævi; fyrst greiddu þeir tryggingagjöld og síðan greiddu þeir til almannatrygginga í formi skatta.Þeir eiga því rétt á lífeyri frá TR.En í stað þess að virða rétt þeirra sem greitt hafa alla tíð til TR eru þeir ekki aðeins sviptir grunnlífeyrinum heldur skerðir TR/ríkið lífeyri eldri borgara í lífeyrissjóðunum.Ekkert annað ríki OECD hagar sér á þennan hátt gagnvart sínum eldri borgurum.Þetta er níðingsskapur gagnvart öldruðum.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 28. febrúar 2018
Litlar kjarabætur til verkafólks þýða litlar kjarabætur til aldraðra
Skiptir það einhverju máli fyrir aldraða og öryrkja hvað verkafólk fær í kjarabætur? Skiptir það okkur máli hvað verkalýðshreyfingin semur um; hvort samningum er sagt upp eða ekki? Já það skiptir höfuðmáli.Ef verkalýðhreyfingin fær verulegar kjarabætur fá aldraðir og öryrkjar verulegar kjarabætur.Ef ríkisstjórninni og SA tekst að halda launum niðri verður lífeyri aldraðra og öryrkja einnig haldið niðri,svo einfalt er það.
Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki hækkað lífeyri um eina krónu þó þeir lægst launuðu geti ekki lifað af lífeyrinum? Það er vegna þess,að stjórnin hefur verið að bíða eftir því hvort það tækist að halda launum niðri; og ef það tekst verður lífeyri haldið niðri.Það er stefna VG og Sjálfstæðisflokksins ( kemur fram í stjórnarsáttmála og stefnu VG)
Það eru tvær ástæður fyrir því að ég tel áríðandi að hækka lægstu laun verulega: 1) vegna þess,að verkafólk getur ekki lifað af lágmarkslaunum; þau eru svipuð og lægsti lífeyrir 2) vegna þess að VG hnýtir lífeyri við lágmarkslaun.Lífeyrir hækkar ekki,ef lágmarkslaun hækka ekki.
Á meðan þessi stefna gildir er ljóst,að hagsmunir aldraðra og láglaunafólks fara saman.Það er tímabært að lyfta lægstu launum og lægsta lífeyri verulega. Annað er óásættanlegt.Laun toppanna í þjóðfélaginu hækka upp úr öllu valdi og hið sama er að semja um stjórnmálastéttina, laun hennar hækka upp úr öllu valdi.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmuundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 25. febrúar 2018
Hvað er " róttæki sósialistiski velferðarflokkurinn" að gera í þessari ríkisstjórn?
Það er nú komið í ljós hvers vegna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki hækkað lægsta lífeyri um eina krónu.Stjórnin hefur setið í 3 mánuði en hefur ekki hreyft legg né lið í þessu efni.Stefna Sjálfstæðisflokksins er þessi: Bíðum eftir lausn kjaramála á almennum markaði.Ef okkur tekst að halda launum niðri eins og Samtök atvinnulífsins stefna að (hámark 1- 1 1/2 % hækkun) þá verður lífeyrir hækkaður jafn mikið,um 1- 1 1/2%)Þetta er stefnan sem VG samþykkti að færi inn í stjórnarsáttmálann.Þess vegna er engin hækkun lægstu launa eða lægsta lífeyris í kortunum.Og sama er að segja um krónu móti krónu skerðingu öryrkja,sem lofað var að yrði leiðrétt strax í kjölfar nýrra laga um almannatryggingar og allir stjórnmálaflokkar lofuðu að leiðrétta í síðustu kosningum.Ríkisstjórn Katrínar svíkur þetta loforð líka. Þó búið sé að afnema krónu móti krónu skerðinguna hjá öldruðum heldur þessi skerðing áfram hjá öryrkjum og ríkisstjórn Katrínar gerir ekkert til þess að afnema hana.Það er framin kjaraskerðing gagnvart öryrkjum á hverjum degi vegna þessa og "róttæki sósalistiski velferðarflokkurinn" gerir ekkert til þess stöðva þann ósóma.Þess vegna spyr ég enn einu sinni: Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn. Er VG einungis að hugsa um ráðherrastóla,himinhá laun ráðherra (1,8- rúmar 2 millj) og fína bíla?Ekki er verið að hugsa um málefnin.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 25. febrúar 2018
Ríkisstjórn Katrínar reynir að halda launum og lífeyri niðri.Það er stefna Sjálfstæðisflokksins
Föstudagur, 23. febrúar 2018
ASÍ telur forsendur kjarasamninga brostnar
Forsendur kjarasamninga eru brostnar að mati ASÍ en samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar.
Það er mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því er heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi.
Vegna þessarar stöðu hefur miðstjórn ASÍ ákveðið að boða til formannafundar aðildarfélaga ASÍ miðvikudaginn 28. febrúar þar sem farið verður yfir málið og ákvörðun tekin um viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu ASÍ er mikil óvissa enn um það hvort samningum verði sagt upp. Mikil ólga er þó innan verkalýðshreyfingarinnar.Óánægja er mest hjá VR og verkalýðsfélögunum á Húsavík og á Akranesi en einnig kemur óánægja fram í framboði til formanns í Eflingu en þar er boðið fram gegn lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 21. febrúar 2018
VG ekki lengur sósalistiskur vinstri flokkur! Líkari borgaraflokki!
Hvernig flokkur er VG ( Vinstri grænir).Fyrir hvað stendur flokkurinn? Flokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera launþegaflokkur og velferðarflokkur.Það þýðir að bæta eigi kjör launþega,aldraðra og öryrkja og þeirra,sem minna mega sín.Hvernig hefur það tekist? Það hefur tekist þannig,að VG hefur tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í launþegamálum,launamálum.Í stjórnarsáttmálanum er vísað í miklar launahækkanir undanfarnna ára sem dregið hafi úr samkeppnishæfni atvinnulífsins,orðalag beint frá Sjálfstæðisflokknum.Í velferðarmálum hefur ekkert verið gert.Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefur ekki af ríkisstjórninni verið hækkaður um eina krónu.Þeir,sem verst eru staddir,aldraðir og öryrkjar og aðrir eiga að bíða til vors.Þá fyrst verða mál þeirra athuguð! VG segist vera umhverfisvænn flokkur.Það er sennilega eina stefnumálið,sem flokkurinn stendur við. Flokkurinn hefur gefið sig út fyrir að vera róttækur sósialistaflokkur.Það er orðið rangnefni.VG berst ekki lengur fyrir neinum sósialisma.Í rauninni eru Vinstri grænir orðnir borgaralegur flokkur,sem hugsar fyrst og fremst um að bæta kjör yfirstéttarinnar.Það er vel hugsað um launakjör alþingismanna og ráðherra ,æðstu embættismanna og dómara.Þingmenn fengu 350 þúsund kr kauphækkun 2016 og hækkuðu í 1,1 milljón.Ráðherrar hækkuðu í 1,8 milljón á mánuði, forsætisráherra í rúmar 2 millj kr.Biskup í 1.5 millj. Æðstu embættismenn fengu gífurlegar hækkanir og allt að 18 mánuðum til baka.Aukagreiðslur þingmanna hækka laun þeirra um hundruð þúsunda,hjá sumum um 5-600 þúsund á mán. Um þetta (ofurkjör) stendur VG vörð á sama tíma og ekki er unnt að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu.Og lífeyrir aldraðra og öryrkja er rúmar 200 þús,á mánuði eftir skatt!!Launum lægst launaða verkafólks er einnig haldið niðri!
- Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 21. febrúar 2018
Bætum kjör þeirra,sem verst standa,strax!
Ég hef mest rætt um kjör þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum,þ.e. hafa engan eða mjög lélegan lífeyrissjóð.Þessi hópur hefur það verst.Ríkisstjórnin skammtar honum svo naum kjör, að engin leið er að lifa af þeim.Það verður því að sleppa einhverjum útgjaldaliðum.Oftast verður læknishjálp útundan, stundum lyf og í einstaka tilfellum er ekki nóg fyrir mat.Það er því ljóst, að það er verið að brjóta mannréttindi á þessu fólki.Þeir, sem vegna slysa,veikinda,örorku eða elli geta ekki framfleytt sér eiga rétt á aðstoð frá hinu opinbera.Þetta eru stjórnarskrárbundin réttindi. .Þar stendur , að aðstoða eigi framangreinda aðila, ef þarf. Það er einnig bundið í lög og stjórnarskrá, ekki eigi að mismuna þegnunum; ekki má mismuna öldruðum miðað við aðra þegna þjóðfélagsins.Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra á að meðhöndla fatlaða( öryrkja) eins og þá sem ófatlaðir eru.Og Ísland hefur samþykkt þennan sáttmála.Það er kominn tími til,að Ísland fari eftir lögum og stjórnarskrá og virði alþjóðasamninga, sem þjóðin hefur samþykkt.
VG veldur vonbrigðum
.Vonir stóðu til,að ríkisstjórn undir forustu Vintri grænna mundi leiðrétta kjör þessa hóps sem verst stendur.En því miður svo hefur ekki orðið.Ríkisstjórnin hefur ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.. Það litla sem lífeyrir hækkaði um 1.janúar 2018 var ákveðið af ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins.Það er ekki unnt að slá því á frest að leysa þetta brýna vandamál. Það verður að gera það straxLeiðrétta verður verstu kjörin nú þegar.
Leiðrétting þolir enga bið
Það þolir enga bið að leiðrétta kjör þeirra,sem verst standa, þ.e. þeirra,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Í dag hafa þeir,sem eru giftir og í sambúð meðal þeirra 204 þúsund kr. eftir skatt.Allir sjá,að engin leið er að lifa af þeirri fjárhæð.Einhleypir hafa 243 þús kr eftir skatt.Það eru heldur engin ósköp
Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við almannatryggingar
Þeir sem hafa lélegan lífeyrissjóð,til dæmis, 50 þúsund úr lífeyrissjóði á mánuði eða minna eru lítið betur settir en þeir, sem hafa engan lífeyrissjóð.En skerðingar á lífeyri almannatrygginga vegna greiðslna úr lífeyrissjóði eru gróf svik við eldri borgara.Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var því lýst yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar. Alþýðusamband Íslands gaf út yfirlýsingu 1969 þess efnis, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við lífeyri almanntrygginga.Íslenskt launafólk fór að greiða í lífeyrissjóði á þessum forsendum,í trausti þess að lífeyrir úr lífeyrissjóðum yrði hrein viðbót við lífeyri almannatrygginga. En þetta hefur verið svikið.Skerðing á lífeyri almannatrygginga er svo mikil vegna greiðslna úr lífeyrissjóði að það er eins og tæpur helmingur lífeyris lífeyrissjóðanna hafi verið gerður upptækur!Ríkið hefur ekki farið inn í lífeyrissjóðina og hrifsað peningana þar en útkoman er sú sama. Ríkið tekur hlut af lífeyri aldraðra hjá Tryggingastofnun ,þ.e. hjá þeim, sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði.Þessar gripdeildir verður að stöðva og það þarf að stöðva þær strax.Eldri borgarar hafa greitt alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og þeir eiga þann lífeyri,sem þar hefur safnast upp.Ríkisstjórnin má ekki skerða hann.Dr. Haukur Arnþórsson segir,að það sé verið að skerða lífeyri aldraðra um 35 milljarða með skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóðanna..Aldraðir vilja fá þessa peninga.Þeir krefjast þess,að skerðingin verði stöðvuð og eldri borgarar fái greidda skuldina.
Tímabært að setja eldri borgara í fyrsta sæti
Stjórnvöld hafa brugðist eldri borgurum.Þau hafa níðst á þeim í kjaramálum; skilið eldri borgara eftir,þegar allir aðrir hafa fengið miklar kjarabætur.Eldri borgarar hafa fengið hungurlús í hækkun lífeyris þegar laun og hlunnindi annarra hafa stórhækkað. Aldraðir og öryrkjar þurftu að taka á sig mikla kjaraskerðingu í bankahruninu og kreppunni i kjölfarið. Aðrir,sem tóki á sig kjaraskerðingu í kreppunni hafa flestir fengið leiðléttingu en aldraðir og öryrkjar ekki. Það er því tímabært að hér verði breyting á. Setjum eldri borgara í fyrsta sæti.
Mbl. 21.feb 2018
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 20. febrúar 2018
Af hverju afnemur ríkisstjórnin ekki krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum?
Í tengslum við lögfestingu almannatryggingalaga í árslok 2016 var ákveðið að afnema krónu móti krónu skerðingu hjá ellilífeyrisfólki.Til stóð að hið sama mundi gilda fyrir öryrkja og hafði því verið lofað.En það var svikið.Og hvers vegna ? Jú vegna þess,að Öryrkjabandlagið treysti sér ekki til þess að samþykkja starfsgetufrumvarp þáverandi ríkisstjórnar.Enn neita stjórnvöld að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Ríkisstjórn Katrínar tekur upp sömu vinnubrögð og ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Stjórn Katrínar beitir sömu þvingunaraðgerðunum gegn öryrkjum og fyrri stjórn gerði: Ef þið samþykkið starfsgetumat verður krónu móti krónu skerðingin afnumin. Það er boðskapur stjórnar undir forustu "róttæka sósialistaflokksins". Þetta sagði nýr formaður Öbi skömmu eftir að hún tók við að vísu með öðrum orðum.Hún sagði,að ríkisstjórnin vildi láta öryrkja fá kjarabætur sem skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat.Þetta er nákvæmlega sama ástand og var í Sovetríkjum kommúnismans.Og þar var það svo,að þvingunum var beitt og það leiddi til þess að fólk þorði ekki að tjá sig um málin!
Mælt var fyrir frumvarpi um að afnema krónu-á-móti-krónu skerðingar á Alþingifyrir nokkru.. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis fer fyrir málinu. Með frumvarpinu er lagt til að sérstök uppbót til framfærslu verði felld úr gildi og fjárhæð hennar færð undir ákvæði um tekjutryggingu, sagði Halldóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.
Hún bætti því við að þar með yrði stuðlað að minni skerðingu fyrir lífeyrisþega þar sem sérstaka uppbótin skerðist um 100% vegna allra tekna sem lífeyrisþegi kann að fá en slík skerðing hefur í daglegu tali verið nefndar krónu á móti krónu skerðing. Það gerir það að verkum að fyrir ákveðna upphæð tekna skerðast lífeyrisgreiðslur að sama marki og verða því tekjur lífeyrisþega óbreyttar þrátt fyrir atvinnuþátttöku hans. Það að ein gerð tekna eyði annarri gerð að öllu leyti hefur mjög letjandi áhrif á atvinnuþátttöku lífeyrisþega..
Halldóra Mogensen benti á að sams konar skerðing hefði áður verið við lýði hjá ellilífeyrisþegum. Hún hafi hins vegar verið afnumin með lögum árið 2016. Að gera slíkt hið sama fyrir örorkulífeyrisþega er réttlætismál,segir hún.
Björgvin Guðmundsson