Er uppsveiflunni lokið?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ítrekaði í ræðu á ársfundi Seðlabankans í dag, að íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standi traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Hins vegar bendi allt til þess, að lokið sé að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.

„Gangi spár eftir mun því augljóslega slá verulega á þenslu í efnahagslífinu og hagkerfið leita jafnvægis á ný eftir ár mikillar uppbyggingar... Hins vegar gerir það stöðuna flóknari að nú fara saman þær fyrirséðu innlendu aðstæður, sem ég hef lýst, og þær óvæntu breytingar á erlendum fjármálamörkuðum, sem enginn gat séð fyrir og við höfum ekki á okkar valdi,“ sagði Geir.

Hann sagði, að þegar horft væri á staðreyndir í efnahagslífini komi í ljós að öllum hagtölum og hagspám beri í meginatriðum saman um að horfurnar séu góðar, staða efnahagsmála sé í meginatriðum sterk og staða bankanna traust. Þetta hafi verið rækilega staðfest af þekktum erlendum fræðimönnum.

Vonandi hefur Geir rett fyrir sér,að staðan sé sterk þrátt fyrir allt. En miklar skuldir þjóðarbúsins erlendis eru uggvænlegar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Times: Íslensku bankarnir græddu 155 milljarða á gengishruninu!

Áætlað er að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum, eftir því sem fullyrt er á vefútgáfu breska blaðinu The Times.

Blaðið segir að verðgildi íslensku krónunnar hafi fallið um 30% frá því um áramótin og að menn óttist efnahagsástandið hér á landi og framtíð íslensks fjármálalífs. Hins vegar hafi stóru íslensku bankarnir gert ráð fyrir því í tvö ár að gengi krónunnar myndi lækka og því hafi þeir tekið stöðu gegn krónunni.

Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska fjárfesta, sem hafi keypt íslenskar krónur til að hagnast á háum vöxtum á Íslandi. Þetta hafi skilað bönkunum 155 milljarða króna tekjum frá ársbyrjun.

Ef þetta er rétt,sem The Times segir,þá hafa bankarnir haft mikinn haf af gengislækkun krónunnar.

Reyndu bankarnir  að hafa áhrif   á gengið?

Björgvin Guðmundsson

a   


Tíbet fái fullt sjálfstæði

Um sextíu manns efndu til mótmæla fyrir utan Kínverska sendiráðið í Reykjavík klukkan eitt í dag. Forsvarsmaður hópsins sagði að verið væri að stofna samtökin Vinir Tíbets sem vilja vekja athygli á mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet.

Mótmælin fóru friðsamlega fram og var þeim lokið um klukkan tvö enda er ákaflega kalt í veðri til að standa langar mótmælastöður.

Frumsýndur var baráttubolur sem Jón Sæmundsson hefur hannað

Ég fagna þessum mótmælum.Stöðva verður mannréttindabrot Kínverja í Tíbet.Nú er rétti tíminn til þess að herða baráttuna gegn mannréttindabrotum,þar eð Kinverjar eru að undirbúa Olympiuleikana og vita að margar þjóðir geta sniðgengið leikana, ef þeir taka sig ekki á í mannréttindamálum. Lokatakmarkið á að vera að  Tibet  fái fullt sjálfstæði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru menn hissa á því að krónan falli?

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi Seðlabankans í dag, að sú atlaga, sem þessa dagana væri gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu lykti óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.

„Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi," sagði Davíð og vísaði einnig til þess að síðustu mánuði hefði borið á vafasamri hegðun á alþjóðlegum mörkuðum. Nýleg dæmi væru rógsherferð gegn breska HBOS bankanum sem skaðaði hann mikið, þótt tímabundið væri, en það mál væri nú í rannsókn. Þá benti dæmi frá Írlandi í sömu átt.

Fram kom í ræðu Davíðs að skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hækkaði í dag í yfir 400 punkta sem væri fráleitt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ársfundinum, að fáránleiki skuldatryggingaálagsins verði augljós þegar litið sé til íslenska ríkisins, sem sé nánast skuldlaust en sé engu að síður sett í sama flokk og stórskuldug ríki.

Davíð sagði, að fátt bendi til þess að efnahagslegt vor sé í vændum og rétt væri að ganga út frá því sem vísu, að ástandið á fjármálamörkuðum muni lítið lagast í bráð. Þótt það kunni að lagast fari því fjarri að allt verði eins og áður.

Með því að íslenska krónan er á floti og gengið  fer eftir framboði og eftirspurn þýðir ekki að vera hissa yfir því að hún falli. Það þarf ekki að vera vegna þess að gerð sé atlaga að krónunni. Það var búið að spá falli hennar eftir þenslutíma Kárahnjúkavirkjunar.Viðskiptahallinn er líka það mikill að það veikir krónuna. Sennilega er okkar hagkerfi alltof lítið fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn vill þjóðarsátt

 Við viljum að stjórnvöld grípi til aðgerða til að sporna við verðbólgunni," sagði Bjarni Harðarson þingmaður Framsóknarflokks í kvöldfréttum RÚV . Hann kallaði eftir þjóðarsátt og sagði að forsendur fjárlaga væru brostnar.

Bjarni Harðarson og  Magnús Stefánsson þingmenn Framsóknarflokks hafa óskað eftir sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar alþingis og segja brýnt að ríkisstjórnin grípi til aðgerða vegna bágrar stöðu efnahagsmála.

Athygliverð hugmynd hjá Framsókn. Ef til vill krefst ástandið þess að allir taki höndum saman um aðgerðir.

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Framsókn kallar eftir aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið að svíkja aldraða og öryrkja um bætur. Fá 4% í stað 15-20%

Alþýðusamband Íslands, Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara mótmæla harðlega þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hækka elli- og örorkulífeyri um einungis kr. 4.000-5.000 í kjölfar nýgerðra kjarasamninga.

Í yfirlýsingu samtakanna segir, að megin markmið verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamningum hafi verið, að bæta kjör þeirra verst settu í þjóðfélaginu og í samræmi við það hafi  aðildarsamtök ASÍ og SA náð samkomulagi um hækkun lægstu launa um 18.000 krónur á mánuði. 

„Við frágang kjarasamninga var talað um sögulegt samkomulag og almenn sátt og ánægja ríkti í samfélaginu um þá leið sem farin var, enda lýsti ríkisstjórnin sérstaklega yfir ánægju sinni með þessar áherslur. 
Það þarf enginn að fara í grafgötur með að fjöldi fólks í hópi öryrkja og aldraðra eru meðal þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi.  Það skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyrisþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga aðeins að hækka um 4%, sem jafngildir kr. 4.000-5.000 hækkun á lægstu bótum.  Hvernig ríkisstjórnin getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000 kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í kjarasamningunum.

Það er því ljóst að ríkisstjórnin er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjarasamninganna – markmiðum sem hún áður hafði tekið undir og samþykkt.  Með ákvörðun sinni er ríkistjórnin að svipta lífeyrisþega mikilvægum og nauðsynlegum kjarabótum. 

Alþýðusambandið, Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara krefjast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýsingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til jafns við kjarasamninga –það þýðir hækkun um kr. 18.000 á mánuði fyrir þá sem eru á lægstu bótum," segir í yfirlýsingunni.

Ég tek undir mótmæli ASÍ og samtaka aldraðra og öryrkja. Það er verið að svíkja aldraðra og öryrkja um bætur,sem þeim hafði verið lofað.Þeir áttu að fá sömu hækkun og verkafólk. En þeim er skammtað 4-5 þús. þegar verkafólk fær 18000 kr. og margir 5,5% hækkun til viðbótar. Aldraðir og öryrkjar eiga því að fá 15-20% hækkun í stað 4%.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segja ekki staðið við samkomulag um hækkun bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sagan af 5 milljörðunum

 

5.desember sl.,þegar ríkisstjórnin gaf yfirlýsingu um,að hún ætlaði á yfirstandandi ári að draga úr tekjutengingum tryggingabóta kom Jóhanna Sigurðardóttir,félagsmálaráðherra í kastljós sjónvarpsins til þess að útskýra þessar ráðstafanir.Fréttakonan horfði þá á Jóhönnu með undrunarsvip og sagði: Og getur ríkisstjórnin bara tekið 5 milljarða  út úr loftinu sí sona fyrir eldri borgara og öryrkja.Það kom ekki fram í þeim þætti,að skatttekjur ríkisins mundu aukast um 4 milljarða á ári,ef 30% eldri borgara færu  út á vinnumarkaðinn En mér kom þetta viðtal við Jóhönnu í hug,þegar ég sá Morgunblaðið í morgun,mikið viðtal við Jóhönnu,þar sem hún segir: 9 millarðar til eldri borgara.Ég tel álíka mikið  að marka þessa tölu eins og töluna 5 milljarðar. I fyrsta lagi má byrja á því að draga 4 milljarðana frá,auknar skatttekjur ríkisins. Í öðru lagi  er rétt að hafa í huga,að það,sem ríkið ætlar að gera fyrir aldraða  og öryrkja kemur til framkvæmda misjafnlega fljótt á þessu ári,sumt ekki fyrr en 1.júlí og annað um næstu áramót.Í  þriðja lagi er rétt að halda því til haga,að ríkið hefur haft marga tugi milljarða af öldruðum frá 1995 með því að skerða alltaf lífeyri aldraðra í hver skipti ,sem laun hækkuðu.Núverandi  ríkisstjórn ætlar að halda áfram á þeirri braut og lætur aldraða nú fá 4-5000 kr. hækkun,þegar verkafólk fær 18000 kr. En það var búið að lofa því að aldraðir fengju það sama og verkafólk.

 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband