Gylfi Magnússon: Vikja þarf frá bankaráði og stjórn Seðlabankans

Stjórn og stefna Seðlabankans er komin í algjört þrot og uppstokkun er nauðsynleg, sagði Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, í samtali við r Sjónvarpið í kvöld. Hann segir að það sé sjálfstætt vandamál hve litla trú menn hafi á Seðlabanka Íslands.

“Það þarf að efla þá trú,” sagði Gylfi og kvaðst efast um að það yrði hægt nema með uppstokkun. Víkja þurfi frá bankaráði og stjórn bankans og setja faglegt bankaráð sem taki ákvarðanir í peningamálum og aðrar meiriháttar ákvarðanir.

Sömu kröfu setti Jón Baldvin Hannibalsson fram fyrir skömmu. Og Þorvaldur Gylfason prófessor hefur oft gagnrýnt það að settir væru inn í Seðlabankann sem bankastjórar fyrrverandi stjórnmálamenn,þegar þar ættu að sitja sérfræðingar í peningamálum.

 

Björgvin Guðmundsson


Seðlabankinn óttast of miklar kauphækkanir!

Nú liggja fyrir kjarasamningar stærstu aðila á almennum vinnumarkaði sem eflaust munu marka brautina fyrir kjarasamninga sem framundan eru. Á yfirborðinu virðist sem kjarasamningarnir gætu samrýmst verðbólgumarkmiðinu. Reynsla fyrri kjarasamninga sýnir hins vegar að niðurstaðan verður oft fjarri því sem upphaflega er lagt upp með. Þetta kemur  fram í nýútgefnum Peningamálum Seðlabanka Íslands.

„Varðandi þá kjarasamninga sem nú liggja fyrir er einkum tvennt sem veldur Seðlabankanum áhyggjum. Hið fyrra er að þótt meðalhækkun launa gæti samrýmst verðbólgumarkmiði eru lægstu laun hækkuð mun meira, eða um allt að þriðjung á þriggja ára tímabili. Þessar hækkanir gætu skriðið upp launastigann eins og gerðist eftir aukasamningana árið 2006, einkum ef ekki dregur nægilega hratt úr spennu á vinnumarkaði.

Hið síðara er að samningunum er ætlað að tryggja kaupmátt launa. Í því skyni eru ákvæði sem gætu leitt til frekari hækkunar ef ekki tekst að hemja verðbólgu, t.d. ef gengi krónunnar lækkar.  Efnahagsvandinn sem þjóðin stendur frammi fyrir er hins vegar ekki síst fólginn í því að kaupmáttur er meiri en útflutningstekjur standa undir. Verði komið í veg fyrir að raunlaun lækki verður meira atvinnuleysi," samkvæmt Peningamálum.

Á hinn bóginn er líklegt að hækkun lægstu launa skríði ekki jafn ört upp launastigann á næstu árum og gerðist árin 2006 og 2007 þegar mikill skortur var á vinnuafli, samkvæmt Peningamálum.

Seðlabankinn virðist hafa miklar áhyggjur af því að launþegum takist að varðveita kaupmátt launa sinna.Seðlabankinn vekur athygli á endurskoðunarákvæðum kjarasamninga,ef verðbólga verður of mikil og kaupmáttur helst ekki. Þá geta launþegar farið fram á viðbótarlaunahækkanir.Seðlabankinn vonar,að nægilega ört dragi úr spennu á vinnumarkaði og helst virðist bankinn óska þess,að til einhvers atvinnuleysis komi.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Kjarasamningar fela í sér hættu á launaskriði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SA vill evruvæða atvinnulífið

I

Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að setja á laggirnar nefnd sérfræðinga til þess að meta möguleika á evruvæðingu atvinnulífsins sem felur í sér að einkaaðilar noti ervuna sem gjaldmiðil í öllum viðskiptum sín á milli.

Segja samtökin, að veik samkeppnisstaða krónunnar hafi ýtt mjög undir umræður innan atvinnulífsins um hvort íslenska krónan eigi yfirleitt framtíð fyrir sér sem gjaldmiðill þjóðarinnar.

Í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins, sem kom út síðdegis, segir framkvæmdastjórn samtakanna, að enn og aftur hafi Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti sína, nú í 15,5%, og enn og aftur sé það misráðin ákvörðun af hálfu bankans.

„Seðlabankinn hefur alveg litið fram hjá því við vaxtaákvarðanir sínar á undanförnum misserum að íslenska fjármálakerfið verður sífellt alþjóðlegra og tengdara erlendum fjármálamörkuðum. Sú staðreynd hefur dregið úr virkni hefðbundinnar peningamálastefnu auk þess sem víðtæk verð- og gengistrygging fjárskuldbindinga hefur haft sömu áhrif. Ótæpilegar vaxtahækkanir Seðlabankans hafa því ekki unnið á verðbólgu heldur verið undirrót ójafnvægis og gengissveiflna sem hafa valdið íslensku atvinnulífi miklum skaða," segir m.a.

SA eru  mjög óánægð með vaxtahækkanir Seðlabankans. Ég er ekki hissa á því. En ljóst er,að SA vilja,að sem flest fyrirtæki  í einkaeigu noti evrur,sem gjaldmiðið í viðskiptum sín á milli.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Evruvæðing atvinnulífs metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyfjakostnaður 5% meiri sl. ár en 2006

Árið 2007 nam lyfjakostnaður hins opinbera 7.055 milljónum króna og var 5% meiri en á árinu 2006. Helstu ástæður eru meiri notkun lyfja almennt, tilfærsla yfir í notkun dýrari lyfja og áhrif gengis.

Greina má hærri kostnað í öllum lyfjaflokkum, þó mest í flokki tauga- og geðlyfja um 136 milljónir króna.

Mesta aukning í kostnaði milli ára er í flokki geðrofslyfja en þar jókst hann um 64 milljónir eða um 15%. Ástæðan er meiri notkun á nýlegu geðrofslyfi auk þess sem þessi lyf eru í auknum mæli notuð til meðferðar á þunglyndi, þá sem viðbótarmeðferð með öðrum þunglyndislyfjum.

Kostnaður vegna flogaveikilyfja jókst um 55 millj. kr. sem er um 17% aukning. Aukning í kostnaði vegna örvandi lyfja sem efla heilastarfsemi (lyfja við ofvirkni) nam 42 milljónum sem er um 16% aukning milli ára. Ástæðan er meiri notkun á langverkandi lyfjaformum sem eru dýrari en eldri lyfin, samkvæmt vef Tryggingastofnunar.

Stjórnvöld hafa   talað um að lækka lyfjaverð. En þess hefur ekki orðið vart enn. Lyf eru dýrari hér en á hinum Norðurlöndunum. Hár lyfjakostnaður kemur sérstaklega illa við eldri borgara,sem nota mikið af lyfjum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Lyfjakostnaður jókst um 5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjör mundu batna við aðild að ESB

 Í nýrri skýrslu, sem Evrópufræðasetrið við Háskólann við Bifröst hefur unnið fyrir Neytendasamtökin, kemur fram að margt bendi til þess að kjör almennings myndu batna við aðild Íslands að Evrópusambandinu og evrunni, einkum vegna verðlækkunar á landbúnaðarvörum og lægri vaxta á húsnæðislánum.

Telur stofnunin að matvælaverð geti lækkað um allt að 25% með inngöngu Íslands í ESB. Þá megi gera ráð fyrir að með aðild að myntbandalagi ESB  lækki vextir á íbúðarlánum töluvert. Erfitt er hins vegar að segja til um hve mikil sú lækkun yrði en hvert prósentustig hafi mikla þýðingu fyrir heimilin.  

Þetta  er athygliverð niðurstaða og veigamikil röksemd fyrir aðild að ESB.

 

Björgvin Guðmundsson 


mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð vill hemja verðbólgu

Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, segir að vegna mikilla skulda heimila og fyrirtækja mun gengislækkunin sem orðin er hafa samdráttaráhrif en viðvarandi verðbólga kemur skuldsettum heimilum og fyrirtækjum verst og grefur undan stöðugleika fjármálakerfisins til lengri tíma. „Það er því þjóðarnauðsyn að verðbólga verði hamin."

Þetta kom fram í máli Davíð á fundi með fréttamönnum er hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 15,5%. Vaxtahækkunin fylgir í kjölfar 1,25 prósentu hækkunar

Það er gott markmið að vilja hemja verðbólgu. En hækkun stýrivaxta hefur ekki dugað til þess.

 

Bjöergvin Guðmundsson


mbl.is Þjóðarnauðsyn að hemja verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerðin átti að taka verkið í eigin hendur án útboðs

Miklar umræður hafa orðið um hin tíðu slys á Reykjanesbraut.Almenningur hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir seinagang við framkvæmdir á veginum en  telja  má líklegt,að sá seinagangur hafi skapað aukna slysahættu. Verktaki,sem var að vinna við framkvæmdir þarna gafst upp af fjárhagsástæðum.Vegagerðin kannaði þá hvort hún gæti tekið verkið í eigin hendur eða samið án útboðs við annan  verktaka til þess að spara tíma. Vegagerðin treysti sér ekki í það vegna athugasemda annarra verktaka um að skylt væri að bjóða út. Þess vegna var verkið boðið út á ný með öllum þeim töfum,sem því fylgdi.

Þetta leiðir hugann að því að þegar óvænt tilvik koma upp eins og þau að verktaki segi sig frá verki þá þurfa að vera fyrir hendi heimildir um að vegagerðin geti  undir slíkum kringumstæðum tekið verkið í eigin hendur án nýs útboðs. Hér er um líf og dauða  að tefla og  það ætti að vera unnt að beita undanþágum eða neyðarrétti undir slíkum kringumstæðum.

 

Bjö0rgvin Guðmundsson


Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 21.sinn!

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,5% og verða þeir 15,5% eftir hækkunina. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast þann 25, mars sl. um 1,25%, á auka vaxtaákvörðunardegi. Er það mesta hækkun stýrivaxta síðan núverandi fyrirkomulag peningamála var tekið upp. Hefur bankinn því hækkað stýrivexti um 1,75% á tæpum þremur vikum.

Þetta er 21. vaxtahækkun Seðlabankans í röð frá því bankinn byrjaði að hækka vexti á miðju ári 2004.  Stýrivextir bankans eru eins og áður sagði nú 15,5%, en voru 5,16% fyrir fjórum árum.

Það er löngu komið í ljós,að vaxtahækkanir Seðlabankans hafa engin áhrif á verðbólguna.Markmið Seðlabankans með vaxtahækkunum er að lækka verðbólguna en verðbólgan hefur farið hækkandi en ekki lækkandi þrátt fyrir stöðugar vaxtahækkanir Seðlabankans.Það má færa rök fyrir því að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi þveröfug áhrif miðað við það,sem er ætlunin: Viðskiptabankarnir hækka útlánsvexti,þegar Seðlabankinn hækkar stýrivexti. Viðskiptavinir bankanna sem fá á sig hærri vexti velta þeim út í verðlagið og neytendur borga brúsann í hærra verðlagi,aukinni verðbólgu.Einu áhrifin,sem vaxtahækkun   Seðlabankans hefur haft er að hækka gengi krónunnar

 og skaða útflutningsatvinnuvegina. En auk þess eru hinir geysiháu vextir Seðlabankans farnir að vekja athygli erlendis og  valda því að erlendar fjármálastofnanir telja,að það hljóti að vera eitthvað að hér úr því að stýrivextir hér eru hærri en í nokkru öðru Evrópulandi. Meira að segja Tyrkland er nú með lægri stýrivexti en Ísland.

 

Björgvin Guðmundsson

r


mbl.is Seðlabankinn hækkar stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjúkrunarfræðingar óánægðir með ríkisstjórnina

Félag hjúkrunarfræðinga hefur átt fjóra fundi með samninganefnd ríkisins. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins, segir ekkert útlit fyrir að ríkisstjórnin ætli að efna loforð í stjórnarsáttmála um að rétta hlut kvenna og kvennastétta. Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi hjúkrunarfræðinga eru konur.

Elsa B. Friðfinnsdóttir, segist hafa bundið vonir við að sjá góðar tillögur frá samninganefnd ríkisins um það hvernig staðið yrði við fyrirheit í ríkisstjórnarsáttmálanum um að bæta kjör kvenna og kvennastétta. Hún segist ekki sjá þess nein merki að ríkisstjórnin hyggist standa við loforð sín.

Það er illt að heyra þetta af samskiptum hjúkrunarfræðinga við ríkið.Kjör hjúkrunarfræðinga eru slæm. Af þeim sökum er efitt að manna sjúkrastofnanir. Ríkisvaldið verður að bæta kjör þessarar stéttar svo ekki verði vandræðaástand. Ekki er betra að flytja inn hjúkrunarfræðinga því kaup þeirra á hinum Norðurlöndunum er mikið hærra en hér.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Ingvar Helgason lækkar nýja bíla um 8%

Bifreiðaumboðin B&L og Ingvar Helgason hafa lækkað verð á nýjum bílum um allt að 8% en bílar hjá þeim hækkuðu meira en það frá áramótum. Brimborg hefur haldið að sér höndum varðandi hækkanir á árinu og bíður með lækkanir þar til krónan styrkist frekar.

Andrés Jónsson, upplýsingafulltrúi B&L, segir að þegar gengið hafi fallið mikið fyrir skömmu, hafi hækkanir verið óumflýjanlegar en nú voni menn að jafnvægi sé náð með styrkingu krónunnar og því hafi verið ákveðið að lækka verðið aftur og skila styrkingunni til viðskiptavinanna.

Lækkunin er misjöfn eftir tegundum en Andrés segir að hún sé frá um 100 þúsund krónum upp í rúmlega milljón á bíl og með frekari styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækkunum.

Karl Steinar Óskarsson, sölustjóri hjá Ingvari Helgasyni, tekur í sama streng. Hann segir að allir nýir bílar hafi lækkað í fyrradag um allt að 8%. Hann bendir á að bílar hjá umboðinu hafi hækkað samtals um 15% í þremur áföngum frá áramótum en um leið og krónan hafi styrkst, hafi verðið verið lækkað. Hann segir að verði áframhald á styrkingu krónunnar megi gera ráð fyrir frekari lækkunum.

Þetta er hinn rétti andi: Að halda verði niðri og helst að lækka það til þess að vega á móti áhrifum gengislækkunarinnar. Ingvar Helgason og B&L eiga þakkir skilið fyrir þessa nýju stefnu.Þetta þurfa matvöruverslanir einnig að gera.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Lækka verð á nýjum bílum um allt að 8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Bloggfærslur 10. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband