Mjótt á munum milli Clintons og Obama

Hillary Clinton og Barack Obama, sem berjast um að verða forsetaefni bandaríska Demókrataflokksins, hafa ráðist harkalega hvort að öðru í kosningaræðum sínum um helgina. Prófkjör flokksins fer fram í Pennsylvaniu á þriðjudag og er talið er að úrslit þess geti ráðið úrslitum um það hvort þeirra verður í framboði í haust. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Obama sagði m.a  að Clinton tryði á það að segja og gera hvað sem væri til að koma hagsmunamálum í gegn í Washington. Að þannig telji hún að hlutirnir eigi og verði að vera. „Þið eigið því að kjósa hana af því að hún hefur verið lengur í Washington og kann því leikinn betur," sagði hann.

Clinton sagði hins vegar að Obama hafi gripið til niðurrifsaðgerða eftir að þau mættust í kappræðum í síðustu viku. „Það er ekki furða hvað andstæðingur minn hefur verið neikvæður undanfarna daga enda held ég að þið hafið þá séð þann mikla mun sem er á okkur," sagði hún og vísaði þar til kappræðnanna. „Þetta snýst um val á leiðtoga og ég býð ykkur leiðtoga sem þið getið treyst," sagði hún. 

Fréttaskýrendur eru flestir sammála um að Clinton verði að sigra í prófkjörinu á þriðjudag til að geta haldið baráttu sinni áfram en þrátt fyrir sigur í Pennsylvaniu mun hún ekki vinna upp forskot Obama.

Samkvæmt síðustu talningu AP fréttastofunnar hefur Obama nú tryggt sér stuðning 1.638 kjörmanna á flokksþingi Demókrataflokksins sem fram fer í ágúst en Clinton hefur tryggt sér stuðning 1.502 kjörmanna

Ef Clinton vinnur  Pennsylvaniu hefur hún möguleika á að  verða frambjóðandi ,ef hún fær nógu marga fulltrúa á flokksþingi  demokrata. En ef hún tapar Pannsylvania er hún sennilega úr leik.

Að mínu mati skiptir engu máli hvor þeirra verður frambjóðandi.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Clinton og Obama takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið ráðgerir að gera Landspítalann að hlutafélagi !

Íhaldið hefur nú kastað grímunni varðandi rekstur Landspítalans. Björn Zoega annar starfandi forstjóri spítalans og Vilhjálmur Egilsson formaður nefndar um spítalann segja,að vel komi til greina að breyta Landspítalanum í opinbert hlutafélag.

Vel kemur til greina að gera Landspítalann að opinberu hlutafélagi. Þetta er mat Björns Zoëga, annars starfandi forstjóra spítalans. Vilhjálmur Egilsson, formaður nefndar um Landspítalann, segir slíkt rekstarform geta aukið sveigjanleika í rekstri. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. 

 Nokkurs óróa gætir meðal starfsmanna Landspítalans vegna óvissu um framtíð hans en nefnd sem Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra skipaði í október til að skoða rekstur Landspítalans gaumgæfilega mun skila niðurstöðum sínum í júní.

Vilhjálmur Egilsson segir að skoðað verði hvort gera eigi Landspítalann að opinberu hlutafélagi en að nefndin hafi ekki tekið ákvörðun um neitt enn. Hann viti hins vegar til þess að vilji sé til þess hjá mörgum innan spítalans að svo verði og að reynsla frá Noregi sé góð. Verði Landspítalinn gerður að opinberu hlutafélagi gæti það aukið sveigjanleika í rekstri.

Ég sé ekki að það þurfi að breyta spítalanum  í hlutafélag til þess að auka sveigjanleika í rekstri. Ráðherra getur gefið forstjóra aukið vald og hætt að skipta sér af daglegum rekstri og þá gæti forstjóri haft frjálsari  hendur með rekstur,en fram til þessa hefur verið farið öfugt að.Sett var stjórnarefnd yfir forstjóra til þess að gera reksturinn þyngri í vöfum.

Ef breyta á Landspítalanum í hlutafélag,þó opinbert sé,er það fyrsta skrefið í því að einkavæða spítalann. Þannig var þetta t.d. með Símann. Hann var fyrst hlutafélag og síðan seldur.Ég trúi því ekki að Samfylkingin samþykki þetta.,

Björgvin  Guðmundsson

 


mbl.is Landspítalinn opinbert hlutafélag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn klofin í afstöðunni til ESB

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekkert hafa um ummæli Valgerðar Sverrisdóttur í hádegisfréttum Stöðvar 2 að segja. Þar lýsti Valgerður, sem er varaformaður Framsóknarflokksins, þeirri skoðun sinni að ríkisstjórnin ætti að hefja undibúning að aðildarviðræðum við Evrópusambandið nú þegar.

„Ég hef ekkert um þetta að segja," sagði Guðni í samtali við Vísi. Aðspurður hvort meirihluti þingflokks framsóknar tæki undir þessi sjónarmið Valgerðar sagði Guðni svo ekki vera. „Hún hefur haft þessa skoðun lengi og það er ekkert meira um það að segja," sagði Guðni og bætti því við að þessi mál væru öll á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Samkvæmt þessu er ljóst,að Framsókn´ er klofin í þessu máli., Magnús Stefánssonn alþm. er sammmála Valgerði en  Bjarni Harðarson er á línu Guðna.

Björgvin Guðmundsson


Valgerður vill hefja aðildarviðræður

Í kjölfar skoðanakönnunar Fréttablaðsins  í dag,sem sýnir,að mikill meirihluti þjóðarinnar vill hefja undirbúning aðildarviðræðna að ESB hafa margir málsmetandi menn lýst stuðningi við það,að undirbúningur viðræðna yrði hafinn eða farið í viðræður.Valgerður Sverrisdóttir varaformaður Framsóknarflokksins er í þessum hópi.Hún lýsti því yfir í morgun,að niðurstaða skoðunarkönnunar Fréttablaðsins væri svo afgerandi,að  rétt væri að hefja viðræður við Evrópusambandið.Þetta er mjög merkileg yfirlýsing,ekki síst vegna þess,að formaður Framsóknar,Guðni Ágústsson,er á öndverðum meiði. Guðfinna Bjarnadóttir,þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gaf svipaða yfirlýsingu og Valgerður í morgun. Hún kvaðst vilja ganga í ESB.-Þeir sem voru á aðalfundi SA hittu óvenju marga sem voru hlynntir aðild að ESB og í þeim hópi voru margir Sjálfstæðismenn. Ljóst er,að stuðningur við aðild að ESB eykst í Sjálfstæðislokknum.Það mun áreiðanlega styttast í það að forusta flokksins fylgi grasrótinni í þessum efnum.

Björgvin Guðmundsson


Eru erfiðleikar Spánar evrunni að kenna?

Í Reykjavíkurbréfi Mbl. er talað mikið um efnahagserfiðleika Spánar og Írlands um þessar mundir. Byggingariðnaðurinn á Spáni sé að hrynja en  Spánverjar geti ekkert gert nema að væla. Þeir geti ekki lækkað vexti,þar eð það mál væri í höndum Seðlabanka Evrópu. Spánn getur heldur ekki breytt genginu,þar eð gengismálin eru í höndum Seðlabanka Evrópu. Síðan er gefið í skyn,að  það sé nú annað hér. Íslendingar hafi þessi mál í eigin höndum og geti breytt gengi og vöxtum. Jú,það er satt,að mál þessi eru í okkar eigin höndum í  dag, En hjálpar það okkur.Er ekki byggingariðnaðurinn að hrynja hjá okkur líka og Seðlabankinn að spá 30% lækkun fasteignaverðs.Ekki er það vegna þess að við séum með evru. Nei,við getum ráðið vöxtum og gengi sjálf. En samt lækkun við ekki vextina og samt handstýrum við ekki genginu.Þó við séum ekki með evru eða annan alþjóðlegan gjaldmiðil erum við komin inn í alþjóðlegt viðskiptaumhverfi. Við tökum þátt í hnattvæðingunni. Gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn og enginn leggur til ,að við tökum upp handstýringu á genginu á ný. Fasteignamarkaðurinn hjá okkur er ekki að hrynja vegna flotkrónunnar.Hann er að hrynja vegna þess að það hefur verið byggt alltof mikið í góðærinu   og Íslendingar eru ekki mikið fyrir að skipuleggja. Þeir héldu áfram að byggja á fullu þó allar spár segðu,að góðærinu væri að ljúka og  niðursveifla að byrja. Byggingarmeistararnir og fasteignasalarnir tóku ekkert mark á þessu og héldu áfram á fullu eins og nýtt góðæri væri framundan. Og raunar er það sama að  segja um einkaneyslu landsmanna. Það var metinnflutningur á bílum í janúar og febrúar.Og eftirspurn eftir utanlandsferðum til orlofsstaða er meiri en nokkru sinni fyrr.Íslendingar láta ekki segjast í þessu efni nema þeir missi vinnuna.

Erfiðleikar Spánverja og Írlands í efnahagsmálum eru ekki evrunni að kenna. Að einhverju leyti er ástandið í byggingariðnaðinum það sama á Spáni og hér að byggt hefur verið meira en eftirspurn er eftir og þá yfirfyllist markaðurinn og hrynur.

 

Björgvin Guðmundsson


Geir:Unnið baki brotnu að því að leysa efnahagsvandann

Geir H. Haarde,forsætisráðherra flutti ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sl. föstudag.Þar sagði hann,að ríkissstjórni og Seðlabankinn ynnu baki brotnu að því að leysa efnahagsvandann.Einkum væri mikið unnið að málinu í Seðlabankanum.

Þar kom að því,að þeir fengu eitthvað að gera í Seðlabankanum.Þeir eru þá ekki aðeins að naga blýanta þar í dag. Geir sagði,að mál þetta væri mjög erfitt viðureignar og það gæti tekið langan tíma að leysa það. Stjórnvöld tala mikið í gátum um efnahagsbandann og fjármálakreppuna en það sem  Seðlabankinn mun vera að glíma við   fyrst og fremst er að útvega stórt lán erlendis á góðum kjörum til þess að auka gjaldeyrisvarasjóðinn. Það er mjög erfitt að fá stórt lán á góðum kjörum vegna þess að íslensku bankarnur hafa spillt   orðspori Íslands erlendis. Ríkissjóður er skuldlaus en bankarnir skulda óheyrilegar fjárhæðir.Ekki er unnt að taka stórt lán á hvaða kjörum sem er. Þess vegna getur tekið langan tíma að  útvega stórt lán.

Talið er nauðsynlegt að auka gjaldeyrisvarasjóðinn mikið. Það mundi styrkja stöði  Íslands og það mundi styrkja stöðu  bankanna. Þáð væri þá unnt að benda á ,að Seðlabankinn stæði á bak við bankana.Sérfræðingar hafa bent á,að aðalatriðið sé að nægilegur sjóður sé til í Seðlabankanum,þannig að unnt sé að benda á hann en ekki sé víst að koma þurfi til þess að lána bönkunum fé.

Björgvin Guðmundsson


Álit Mannréttindanefndar Sþ.verður ekki hundsað

Samfylkingin hélt ráðstefnu um kvótakerfið  í gær m.a. í tilefni af áliti Mannréttindanefndar Sþ. um að  kvótakerfið  sé brot á mannréttindum. Meðal ræðumann á fundinum var Þorvaldur Gylfason próf. Hann gagnrýndi kvótakerfið harðlega og sagði,að ríkisstjórnin gæti ekki hundsað álit mannréttindanefndar Sþ. Álitið væri bindandi og  því yrði að fara eftir því. En hann sagði,að ekkert hef'i enn heyrst frá stjórnvöldum um málið. Þorvaldur sagði, að  úthlutun veiðiheimilda í upphafi hefði verið ósanngjörn og þess vegna stæðist framsal  veiðiheimilda ekki. Annað mál er ef úthlutun í upphafi hefði verið sanngjörn og eðlileg (og menn greitt eðlilegt gjald fyrir veiðiheimildir) þá hefði mátt hafa framsal.Hann sagði,að stokka yrði allt kvótakerfið upp.

 

Björgvin Guðmundsson


Sala Orkuveitu á 200 MW til Alcan fellur niður

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fól á síðasta fundi sínum forstjóra fyrirtækisins að ganga frá samkomulagi við Alcan í samræmi við álitsgerð Helga Jóhannessonar hrl. varðandi álitaefni í samningi OR og Alcan. Hafa samningsaðilar sæst á að samningur aðila falli niður og að hvorugur geri kröfur á hendur hinum um bætur.

OR hafði gert samning við Alcan um að selja fyrirtækinu 200 MW vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Forsendur þess samnings breyttust þegar ljóst var að ekki yrði af stækkun þegar Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í íbúakosningu vorið 2007. Í framhaldinu óskaði Alcan eftir því að geta nýtt orkuna sem um hafði verið samið til uppbyggingar annars staðar en í Straumsvík. OR taldi forsendur samnings hins vegar brostnar þar sem orkusölusamningur OR og Alcan hefði verið bundinn við stækkun álversins í Straumsvík.

Ekki er ljóst enn hvað Alcan í Straumsvík gerir í stað þess að stækka verksmiðjuna þar.Rætt hefur verið um að  Alcan vilji reisa álverkmiðju annars staðar,t.d. í Þorlákshöfn eða í Keilisnesi. Einnig eru einhverjar hugmyndir um landfyllingu í Straumsvík þannig að aukið rými skapaðist þar fyrir stækkun. Allt er þetta óráðið en  OR og Alcan eru sammmála um að 200 MC orkusalan falli niður.

 

Björgvin  Guðmundsson

 


mbl.is 200 MW orkusala úr sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill meirihluti að snúast á sveif með að hefja eigi undirbúning aðildarumsóknar að ESB

67,8 prósent þátttakenda í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins  segjast nú vilja að ríkisstjórnin hefji undirbúning aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Stuðningurinn er mestur meðal kjósenda Samfylkingar, 87,2 prósent, en minnstur meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, 42,9 prósent. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Enginn munur er á afstöðu svarenda könnunarinnar eftir kyni og mjög lítill munur eftir búsetu. Þannig segjast 69,5 prósent svarenda á höfuðborgarsvæðinu vilja að undirbúningur hefjist, en 65,1 prósent íbúa á landsbyggðinni.

Þessi niðurstaða í skoðanakönnun Fréttablaðsins er mjög athyglirverð. Hún bendir til þess að mikill meirihluti sé að snúast á þá sveif að Ísland eigi að hefja undirbúning aðildarumsóknar að ESB.Það fer því að verða erfitt fyrur Sjálfstæðisflokkinn  að hundsa vilja almennings í þessu efni. En samkvæmt stjórnarsáttálanum er aðildarumsókn ekki á dagskrá en sérsök Evrópunefnd á að fylgjast með þróun hjá ESB og meta stöðuna hverju sinni. Þessi nefnd hefur aðeins nýlega verið skipuð og hefur lítið sem ekkert starfað.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband