Mánudagur, 21. apríl 2008
Geir: Opinbert hlutafélag ekki endilega besta hugmyndin
Ögmundur Jónaaaon þingaður VG spurði forsætisráðherra að því á alþingi í dag hvort gera ætti Landspítalann að hlutafélagi.Forsætisráðherra sagði,að Viljálmur Egilsson,formaður nefndar um Landspítalann hefði varpað þessari hygmynd fram og einnig hefði annar af forstjórum spítalans hreyft þessari hugmynd. Forsætisráðherra sagði,að vissulega gæti nefnd sú,er fjallaði um framtíð spítalans varpað fram hugmyndum um framtíð spítalans.Það væri ekkert athugavert við það. En það væri ekki endilega víst,að opinbert hlutafélag væri besta lausnin fyrir Landspítalann.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 21. apríl 2008
Norski eftirlaunsjóðurinn tók þátt í því að reyna að skaða Ísland?
Rannsóknar- og greiningarfyrirtækið Institutional Risk Analyst (IRA) hefur eftir ónafngreindum íslenskum bankamönnum, að norski eftirlaunasjóðurinn, sem sér um að ávaxta hagnað Norðmanna af olíuvinnslu, hafi tekið þátt í því með alþjóðlegum vogunarsjóðum að stuðla að því að skuldatryggingarálag íslensku bankanna hækkaði verulega.
Fulltrúar IRA fóru til Íslands í síðustu viku til viðræðna við íslenska banka- og fjármálamenn um skuldatryggingarálagið. Fram kemur á viðskiptavefnum seekingalpha.com, að nokkrir íslenskir bankamenn hafi sagt IRA að hópur breskra og bandarískra vogunarsjóða ásamt norska eftirlaunasjóðnum, hafi reynt að hafa áhrif á skuldatryggingarálagið og auka þannig lántökukostnað íslensku bankanna þriggja í þeirri von, að þeir og hugsanlega einnig íslenska ríkið lendi í lausafjárerfiðleikum.
Haft er eftir íslensku bankamönnunum, að sjóðirnir hafi meira að segja ráðið almannatengslafyrirtæki til að reka áróður gegn Íslandi. Vitnað er í síendurteknar rangar fullyrðingar í fjölmiðlum um stöðu íslensku bankanna, tilraunir til að fá blaðamenn til að birta þessar röngu fullyrðingar og hótalir vogunarsjóðanna um lögsókn á hendur blaðamönnum og sérfræðingum, sem voga sér að gagnrýna þessa sjóði.
Þetta eru ljótar fréttir. Því verður tæplega trúað,að Norðmenn hafi tekið þátt í því með ýmsum vogunarsjóðum að reyna að skaða íslenskja banka og ríkissjóð Íslands. En það virðist vera staðreynd. Það sýnir,að enginn er annars bróðir í leik.
Björgvin Guðmundssson'
![]() |
Segja norska olíusjóðinn hafa tekið þátt í áróðri gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Björn Bjarnason og Mbl. gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn fyrir ráðleysi í REI málinu
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fjallar ítarlega um málefni Orkuveitu Reykjavíkur, REI málið og umfjöllun og umfjöllun borgarfulltrúa og fjölmiðla um það á heimasíðu sinni .. Segir hann þar m.a. að vandi OR/REI sé ekki einkamál sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur.
Viðfangsefnið er miklu víðtækara bæði innan lands og utan. Á óheillabrautinni síðastliðið ár var ráðist í samstarfsverkefni í nafni OR/REI, án þess að gerð væri grein fyrir inntaki þeirra opinberlega. Raunar er ekki vitað, hvaða verkefni er hér um að ræða. Hið nýja, sem gerst hefur síðustu daga, er, að innan meirihluta stjórnar OR vilja menn kortleggja og verðmeta þessi verkefni. Er það enn til marks um leyndarhyggju, að þetta skuli ekki allt hafa verið birt stjórninni og borgarstjórn nú þegar," segir hann.-
Í grein Björns felst mikil gagnrýni á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins en greinin ber yfirskriftina: Vandræðum OR sópað undir teppið.Aðeins fáir dagar eru síðan Mbl. birti leiðara,þar sem ráðist var harkalega á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins fyrir ráðleysi og stefnuleysi í málefnum REI. Það er því ljóst,að mikill ágreiningur er innan Sjálfstæðisflokksins um REI málið og hvernig borgarfulltrúar flokksins hafa klúðrað því máli.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Björn: Vandræðum OR sópað undir teppið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Jóhann Ársælsson leggur fram sáttaleið í útvegi
Með þessari leið gætu stjórnvöld skilgreint veiðiréttinn, komið á jafnræði til nýtingarinnar og gætt eignarhaldsins á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar með skýrum og einföldum hætti, sagði Jóhann Ársælsson á kvótafundi Samfylkingarinnar á laugardaginn um tillögur sem hann lagði þar fram um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu til að svara áliti mannréttindanefndar SÞ. Meginatriði leiðar Jóhanns eru að selja 5% aflahlutdeildar á almennum markaði á hverju ári, greiða núverandi handhöfum fyrir þessar heimildir í 20 ár að hluta eða öllu leyti, og fella niður línuívilnun, byggðakvóta og fleiri sérákvæði.
Leið Jóhanns er mjög athyglisverð og mundi ef til vill duga Mannréttindanefnd Sþ.Mér finnst leiðin að vísu full rausnarleg gagnvart útvegsmönnum. Að mínu mati kemur ekki til grein að greiða útvegsmönnum að öllu leyti fyrir veiðiheimildirnar.Það má ef til vill geiða þeim að hluta til en í rauninni eiga þeir ekki rétt á neinni greiiðslu. Þjóðin á kvótana.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 21. apríl 2008
Ný könnun: Samfylking tapar,VG vinnur á
Ef gengið yrði til kosninga nú fengju Vinstri græn 14 þingmenn, Sjálfstæðisflokkur 25, Samfylking 17, Framsóknarflokkur 4 og Frjálslyndi flokkurinn 3 þingmenn.
Frá síðustu kosningum hefur Framsóknarflokkur tapað mestu fylgi samkæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.
38,6% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú. Flokkurinn héldi samkvæmt því þingmannafjölda sínum og bætir við sig 2%.
Fylgi Samfylkingar dregst verulega saman frá síðustu könnun blaðsins, fer úr 35,2% í 26,8%. Samkvæmt því fengi Samfylkingin sautján þingmenn, en hefur átján nú.
Frá síðustu könnun hefur fylgið dregist saman um tæp þrettán prósentustig á landsbyggðinni og tæp sex prósentustig á höfuðborgarsvæðinu. 10% færri karlar myndi kjósa Samfylkinguna nú og og 6,5% færri konur.
Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er samkvæmt könnuninni 62%.
Vinstri græn sækja í sig veðrið frá síðustu könnun blaðsins svo og frá kosningunum, en nú segjast 20,9% myndu kjósa Vinstri græn. Flokkurinn fengi því fjórtán þingmenn. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 14,3% atkvæða og níu þingmenn. Flokkurinn bætir mest við sig á landsbyggðinni.
7% myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er aðeins hærra hlutfall en í síðustu könnun en kjörfylgi flokksins er 11,7% og sjö þingmenn. Þeim myndi fækka niður í fjóra samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
5,5% myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, sem fékk 7,3% atkvæða í síðustu kosningum.
Hringt var í 800 manns og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir.
Niðurstaða þessarar könnunar kemur mér ekki á óvart. Samfylkingin tapar vegna þess,að hún hefur enn ekki efnt kosningaloforð sín. Hún hefur enn tækifæri til þess og ætti að láta þessa könnun verða sér til varnaðar. VG bæta við. Þeir hafa greinilega náð fylgi frá Samfylkingu,ef til vill vegna umhverfismála.Samfylkingin verður að taka sig verulega á.Ráðherrar hennar ættu að draga ur utanferðum og sinna meira innanlandsmálum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 21. apríl 2008
Er Sjálfstæðisflokkurinn að snúast?
Þorgerður Katrín Gunnarsdottir,menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins,sagði í Sílfri Egils í gær,að hún teldi rétt að breyta stjórnarskránni til þess að undirbúa aðild okkar að ESB.Þessi yfirlýsing kom eins og skollinn úr sauðarleggnum eftir að Þorgerður Katrín var búin að margítreka í þættinum að aðild að ESB mundi ekkert hjálpa okkur í þeim efnahagsvandræðum,sem við værum nú í.Hún gaf verulega til kynna að aðild að ESB væri ekki á dagskrá. En hvers vegna á þá að breyta stjórnaraskránni?Þorgerður Katrín vill greinilega hafa allt klárt fyrir aðild þó hún segi aðild ekki á dagskrá. Þessi þversögn verður aðeins skýrð með því að hún sé í raun Evrópusinni en vegna Geirs H. Haarde vilji hún ekki stíga skrefið til fulls og lýsa yfir að Íslands eigi að ganga í ESB.
En margt bendir til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé að smásnúast í Evrópumálum.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 21. apríl 2008
1419 bókatitlar gefnir út á einu ári
Árið 2006 komu út 1419 bókatitlar hér á landi en það jafngildir 4,6 bókum á hverja 1000 íbúa. Útgefnum bókum hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum eða um 275 frá því að flestar bækur komu út árið 2000. Það ár voru sex bækur gefnar út á hverja 1000 íbúa.
Þetta kemur fram í tölum, sem Hagstofan hefur tekið saman. Langflestar þeirra bóka sem gefnar eru út ár hvert eru íslensk höfundarverk, rituð á íslensku, eða nærri þrjár af hverjum fjórum útgáfum. Hlutur þýðinga hefur þó aukist jafnt og þétt á árabilinu. Hlutur þýðinga nam 22 af hundraði árið 1999 samanborið við 27 af hundraði árið 2006.
Ísland er mikil bókaþjóð og mikið gefið út af bókum hér eins og framangreindar tölur bera með sér enda þótt aðeins hafi dregið úr því.Það er vissulega margt í dag,sem togar í fólk,sjónvarpið,tölvutæknin og fleira og fleira, en bókin hefur hefur staðist áhlaupið.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
4,6 bækur á hverja þúsund íbúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Raunávöxtun Lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna neikvæð í fyrra
Hrein eign LSR í árslok til greiðslulífeyris nam tæpum 317 milljörðum króna og jókst hún um 34,6 milljarða frá árinu áður. Iðgjöld ársins námu 15,8 milljörðum króna, uppgreiðslur og innborganir vegna skuldbindinga 14,2 milljörðum og fjárfestingartekjur 15,3 milljörðum. Lífeyrisgreiðslur ársins námu 16 milljörðum króna. Hrein eign LH jókst um 985 milljónir króna á síðasta ári og var hún ríflega 23,1 milljarður í árslok. Iðgjöld sjóðsins námu 280 milljónum króna, uppgreiðslur 357 milljörðum og fjárfestingartekjur ríflega milljarði króna en lífeyrisgreiðslur ríflega 1,1 milljarði.
Undanfarin ár hefur ávöxtun lífeyrissjóðanna yfirleitt verið mjög góð. En í fyrra varð breyting á. Það er alvarlegt mál,að ávöxtun LSR hafi verið neikvæð í fyrra. Ef svo mundi halda áfram gengi á eignir lífeyrissjóðanna.Ekki má gleyma því að markmið lífeyrissjóðanna er að greiða félagsmönnum sínum eftirlaun.Í öllu starf sjóðanna verður ávallt að hafa það markmið í fyrirrúmi,einnig þegar tekin er ákvörðun um ávöxtun.
Björgvin Guðmundsson
![]() |
Raunávöxtun LSR og LH neikvæð á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Hvers vegna fór Samfylkingin í þessa stjórn?
Hvers vegns fór Samfylkingin i þessa ríkisstjórn? Var það til þess að framkvæma stefnumál jafnaðarstefnunnnar eða til þess að verma ráðherrastólana? Stundum hvarflar að mér,að það hafi verið út af hinu síðarnefnda.Samfylkingin lagði stærsta stefnumál sitt til hliðar til þess að komast í þessa ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þar á ég við kvótamálið. Það kerfi á einna stærsta þáttinn í því að skapa það misrétti og ójöfnuð,sem ríkir í landinu og kerfið sem slíkt er ósanngjarnt og broit á mannréttindum.Í síðustu kosningum lagði Samfylkingin mesta áherslu á að draga úr misskiptingu í þjóðfélaginu og að efla verlferðarkerfið. Sáralítið hefur áunnist í því efni á því tæpa ári sem flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn. Í tengslum við kjarasamninga í feb. sl. var ákveðið að hækka skattleysismörk og lækka skatta fyrirtækja.En skattalækkun almennings verður sáralítil og dreifist á mörg ár.Skattleysismörk hækka um 5800 kr. næsta ár og alls hækka þau um 20 þús. kr. á 3 árum.Það er of lítið.Skattur fyrirtækja lækkar hins vegar í einum áfanga ,þ.e. úr 18% í 15% næsta ár. Ekki eykst jöfnuður mikið við þessa ráðstöfun. Kjarasamningarnir hækkuðu hins vegar lægstu laun mest og voru góðir að því leyti en gengislækkun krónunnar hefur eytt kauphækkun samninganna að mestu leyti.Í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja hefur lítið gerst. Lífeyrir frá almannatryggingum hefur ekkert hækkað nema til samræmis við launahækkanir kjarasamninga.Leiðrétting á lífeyri aldraðra og öryrkja hefur enn ekki átt sér stað þó lofað væri í kosningunum. Mest áhersla hefur verið lögð á breytingar á tekjutengingum. Helst hefur miðað í jafnréttismálum kynjanna og í velferðarmálum barna og ungmenna.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 21. apríl 2008
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankans
Í nýrri könnun Fréttablaðsins sögðut 51,8% þeirra sem tóku afstöðu bera lítið eða mjög lítið traust til Seðlabankans. 31,9% sögðust bera nokkurt traust til bankans en 16,3 prósent bera mikið eða mjög mikið traust til hans.
Blaðið segir að í könnuninni hafi kjósendur Sjálfstæðisflokksins sagst bera mest traust til Seðlabankans, en 36,8% þeirra bera mikið eða mjög mikið traust til hans. Minnst traust á Seðlabankanum er meðal kjósenda Frjálslynda flokksins, en tveir þriðju þeirra segjast bera lítið eða mjög lítið traust til bankans. Um sextíu prósent kjósenda Samfylkingar, Vinstri grænna og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk sögðust vera sama sinnis. Þá segist þriðjungur framsóknarfólks bera lítið eða mjög lítið traust til bankans og fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Þessi k0nnun kemur ekki á óvart. Seððlabankinn hefur verið mikið til umræðu undanfarið vegna þess að bankanum hefur mistekist baráttan við verðbólguna og menn telja,að bankinn hafi sofið á verðinum. Hann hefði átt fyrir löngu að vera búinn að auka gjaldeyrisvarasjóð sinn og hann hefði átt að stöðva gegndarlausar erlendar lántökur viðskiptabankanna.
Björgvin Guðmundssoin
![]() |
Meirihluti ber lítið traust til Seðlabankanss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |