Kaupin á Laugaveg 4 og 6 algert óráð

 Kaup borgarinnar á Laugaveg  4 og 6 munu kosta borgarsjóð alls   1 milljarð. Bókun Samfylkingarinnar á fundi  borgarráðs í morgun  segir, að ljóst sé að kaup nýs meirihluta á fasteignum að Laugarvegi 4 og 6 stefni uppbyggingaráformum við Laugarveg og í miðborg í óefni. Keypt hafi verið hús fyrir 580 milljónir króna, ofurverð sem skapi nýtt markaðsverð í sambærilegum og svipuðum málum. 

„Hefði friðun húsanna orðið að veruleika einsog gerst hefði þremur dögum eftir hin makalausu uppkaup hefði götumyndin haldið sér, skipulagsmál í miðborginni hefðu ekki verið í uppnámi, borgarsjóður hefði ekki tapað mörg hundruð milljónum og hættulegt fordæmi hefði ekki verið skapað sem skaða mun allar frekari áætlanir um húsvernd.

Rökin um að borgin hljóti að þurfa að grípa inn í með uppkaupum þegar friðun húsa er í réttum farvegi halda engan veginn og hljóta að vekja margar spurningar nú þegar tillaga um friðun 10 húsa við Laugaveg er í farvatninu. Þessi málsmeðferð og þetta verð stefnir friðunartillögum og húsverndaráformum í miðborg og Kvos í voða," segir í bókuninni.

Ég tel,að kaup Sjálfstæðismanna og Ólafs borgarstjóra á umræddum húsum hafi verið algert óráð.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Segir borgarsjóð tapa hálfum milljarði á Laugavegshúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin sækir fram

Fréttablaðið birtir skoðanakönnun í morgun,sem sýnir aukið fylgi  Samfylkingarinnar eða svipað og Sjálfstæðisflkokkurinn,þ.e. 23 þingmenn miðað við 24 hjá Sjálfstæðisflokknum. Vera kann af þetta stafi að einhverju leyti af  atburðunum,sem gerðust i borgarstjórn Reykjavíkur en Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað á  þeim atburðum en Samfylkingin hefur unnið á þeim. Einnig reikna ég með  að  þetta stafi af því,að ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið mjög duglegir að koma fram og tala,jafnvel duglegri við það en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins.

Hins vegar hefur  Samfylkinin enn ekkert framkvæmt af  kosningaloforðunum við aldraða og öryrkja. Það var tilkynnt 5.desember sl.,að draga ætti úr skerðingu  tryggingabóta á tímabilinu 1.apríl n.k. til 1.janúar 2009.Tæplega fær Samfylkingin   aukið fylgi út á slíkt fyrirheit. Enn vantar að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum og að draga úr skerðingu tryggingabóta vegna lífeyrissjóðstekna.Ég er viss um,að fylgi Samfylkingarinnar og ríkisstjórnarinnar eykst þegar þessi loforð verða efnd.

Verkamannafélagið Hlíf birtir auglýsingu í blöðunum í dag og segir ,að hækka þurfi skattleysismörkin í 140 þúsund á manuði en nú eru þau aðeins 95 þúsund á mánuði.Félagið  gagnrýnir ,að lágmarkslaun skuli vera 125 þúsund á mánuði og  gagnrýnir sérstaklega að svo lág laun skuli skattlögð. Þessi auglýsing leiðir hugann að því að Samfylkingin lofaði að bæta kjör þeirra lægst launuðu og að hækk skattleysismörkin. Nú hefur Samfylkingin  kraft til þess að framkvæma þess loforð.

Björgvin Guðmundsson


Bankarnir græða vel

Heildarhagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 samanborið við 163,7 milljarða króna árið 2006. Hagnaðurinn hefur því dregist saman um 26,1 milljarð króna á milli ára.Enda þótt hagnaður bankanna hafi dregist  nokkuð saman milli ára er gróðinn þó mjög mikill eða  137,6 milljarðar.Þetta er gífurlegur hagnaður en viðskiptavinir bankanna njóta þess í engu. Þjónustugjöld bankanna eru alltaf jafnhá og útlánsvextir hærri en nokkur staðar annar staðar.Það er engin samkeppni milli bankanna,þeir eru allir með svipuð þjónustugjöld og vexti. Bankastjórar allra bankanna  haga  sér eins. Þeir moka peningum í eigin vasa,taka sér ofurlaun,sem engin rök eru fyrir. Hluthafar bankanna segja ekkert við þessum ósóma.Þeir halda víst,að bankastjórarnir séu einhverjir ofurmenn.Það veitti ekki af að fá eins og einn erlendan banka hingað til þess að veita íslensku bönkunum samkeppni.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 

 

 


mbl.is Hagnaður bankanna dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúmennska einkis metin

Mbl. skýrir frá því á forsiðu í dag,að starfsmanni,sem unnið hafði í 44 ár hjá HB á Akranesi hafi verið sagt upp störfum.Það er dæmigert fyrir nýja tíma í rekstri atvinnufyrirtækja,að þetta skuli eiga sér stað. Maður sem sýnt hefur fyrirtæki sínu slíka trúmennsku og hollustu er rekinn eftir 44 ár í starfi. Auðvitað hefði fyrirtækið átt að bjóða honum nýtt starf. En þetta er nýi tíminn. Það er ekkert hugsað um mannlegar tilfinningar og hollustu aðeins hugsað um það eitt að græða meira.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Sagt upp hjá HB Granda eftir 44 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignagjöldin hækka

Sjálfstæðisflokkurinn gumaði mikið af því í tengslum við myndun nýs meirihluta,að fasteignagjöldin yrðu lækkuð  í Reykjavík.Nú hafa  álagningarseðlar verið bornir út og þá kemur í ljós,að fasteignagjöldin hækka en lækka ekki. Það,sem veldur mestu í því efni er hækkun fasteignamats um 12%.

Ég fékk álagningarseðil í gær. Samkvæmt honum  lækkar fasteignagjaldið um 2,4% eða um 3 þúsund krónur á minni íbúð ( 126 ferm.) Þetta er svo lítil lækkun,að það tekur því ekki  nefna hana. Þetta vegur lítið upp í þá miklu hækkun fasteignagjalds,sem kemur til vegna hækkunar fasteignamats.Það er aðeins fasteignaskattur af  íbúðum sem lækkar en holræsagjald,vatnsgjald og sorphirðugjald lækkar ekki  en þessir þrír liðir vega meira en fasteignaskattur af íbúð.

Það er alltaf verið að blekkja borgarana.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 


Veiðiheimildir sópast á fárra hendur

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hóf umræðu utan dagskrár á Alþingi  í dag um  afleiðingar niðurskurðar aflaheimilda og sagði m.a., að augu almennings séu að opnast fyrir því hversu alvarleg staðan er í mörgum byggðum landsins. Veiðiheimildir muni sópast á hendur fárra fyrirtækja og störfin hverfa í hverju þorpinu á fætur öðru eins og dögg fyrir sólu og fólkið á eftir þeim.-Kristinn sagði ,að 1000 manns myndu missa vinnuna vegna niðurskurðarins. Einar K.Guðfinsson sagði,að  300 myndu missa vinnuna vegna uppsagna  í bolfiskvinnslu.

Sagði Kristinn m.a. að sjávarútvegsráðherra ætti nú þegar að auka þorskveiðina um 40 þúsund tonn. Það væri eina mótvægisaðgerðin sem komi í veg fyrir hrun á landsbyggðinni.

Ég tek undir með Kristni. Það þarf strax að auka aflaheimildir á ný. Einnig þarf að auka mótvægisaðgerðir. Þær sem gerðar hafa verið duga ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net 

 

 


mbl.is Uppsagnir í bolfiskvinnslu ná til 300 starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verðbólgan að hjaðna?

 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í miðjum janúar 2008 er 282,3 stig (maí 1988=100). Vísitalan lækkaði um 0,1% frá því í upphafi mánaðarins en hefur hækkað um 0,18% frá desember.

.

Síðastliðna tólf mánuði (miðað við verðlag í upphafi mánaðar í fyrra en um miðjan mánuð nú) hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,8%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5% sem jafngildir 6,2% verðbólgu á ári.  

0,1% lækkun vísitölu neysluverðs á tæpum mánuði er ekki mikil lækkun en  gæti þó markað þáttaskil.Þegar sambærilegar tölur voru birtar í desember  var verðbólgan  5,9%  miðað við undanfarandi 12 mánuði.( 5,8% nú).Hvort þetta dugar Seðlabankanum til þess að lækka stýrivexti á eftir að koma í ljós. En það skiptir gífurlega miklu máli að unnt verði að lækka verðbólguna,t.d. fyrir væntanlega kjarasamninga.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Vísitala neysluverðs lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið á hjúkrunarheimilum versnar

Staðan hefur ekki batnað, því miður. Ef eitthvað er þá hefur hún versnað,“ segir Sveinn H. Skúlason, forstjóri Hrafnistu, þegar hann er inntur eftir því hvernig gangi að ráða í þau 20-30 stöðugildi sem enn var óráðið í sl. haust. Hann sagði,að síðan í desember hafi  5-7 hjúkrunarrými að jafnaði staðið auð.Sömu sögu er að segja af öðrum hjúkrunarheimilum. Víðast eru nokkur hjúkrunarrými  auð á hverju hjúkrunarheimili þar eð ekki fæst starfsfólk.Forstöðumaður Droplaugarstaða segir,að ástandið í starfsmannamálum hafi ekki verið eins slæmt síðan 1995.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að hraða eigi byggingu 400 hjúkrunarrýma. Ekki hefur þess orðið vart,að neitt hafi verið gert í því efni.Staðan er því sú ,að ástandið í hjúkrunarmálum aldraðra hefur versnað.Launakjör  fólks í umönnunarstörfum eru svo léleg,að fólk fæst ekki í þessi störf.Það er mál númer eitt að bæta kjör þessa fólks. Um það ættu ríkisstjórn og borgarstjórn að taka höndum saman.Ef vilji er fyrir hendi er unnt að gera það. En það þarf vilja.Auk þess þarf að byggja ný hjúkrunarheimili eins og lofað var.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is Rými standa auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðið fór yfir strikið

Morgunblaðið fór yfir  strikið,þegar það fullyrti sl. laugardag í leiðara,að Dagur B. Eggertsson, hefði krafið Ólaf F. Magnússon um læknisvottorð. Sagði Mbl.,að þetta væri  Degi til skammar.Nú hefur verið upplýst,að þessi fullyrðing Mbl. var alröng. Dagur fór aldrei fram á vottorð frá Ólafi. Þvert á móti  gerði hann allt til þess að gera endurkomu hans í borgarstjórn sem auðveldasta. Upplýst hefur verið,að þegar Ólafur F. Magnússson fór í veikindafrí hafi hann eins og aðrir reglulega þurft að skila læknisvottorði til borgarinnar,þar eð hann var á launum. Síðasta vottorðið,sem hann skilaði var eftir að hann var kominn til starfa  en þá var hann orðinn heill heilsu.

Mbl. réðist líka á Samfylkinguna fyrir ólætin,sem urðu á áheyrendapöllum borgarstjórnar,þegar nýi meirihlutinn tók við.Talaði Mbl. um ólæti,sem Samfylkingin hefði skipulagt. Þó var vitað,að það voru ungliðahreyfingar þriggja stjórnmálaflokka,sem stóðu fyrir mótmælum á áheyrendapöllum en auk þess fjöldi fólks,sem mótmælt hafði á netinu.Mbl. vildi greinilega ekki gagnrýna Vinstri græna fyrir ólæti á áheyrendapöllum og ekki heldur Framsókn. Mbl. hefur hrósað Vinstri grænum svo mikið í leiðurum,að það hefur ekki passað að gagnrýna þá. Þess vegna var öllu skellt á Samfylkinguna. Þetta er ekki vönduð blaðamennska hjá Mbl.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Kvótakerfið tekur tollinn sinn

540 starfsmenn hafa misst vinnuna síðan  ríkisstjórnin skar niður þorskveiðiheimildir.Niðurskurðurinn hefur bitnað verst á landsbyggðinni en þar var kvótakerfið áður búið að fara mjög illa með mjög mörg sjávarþorp.Mótvægisaðgerðirnar hafa ekki dugað nægilega. Meira verður að koma til.Hið rangláta kvótakerfi hefur ekki verndað þorksstofninn  á þann hátt,sem  vonir stóðu til. Kvótakerfið hefur brugðist en það hefur fært fáum aðilum ómældan gróða á kostnað fjöldans. Komi er tími til að stokka kerfið upp.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


mbl.is 540 missa vinnu í fiskvinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband