30.mars,afmæli óeirða við Alþingishúsið

Í dag eru 59 ár frá  því óeirðirnar miklu urðu við Austurvöll í tengslum við inngöngu Íslands í NATO.Ég var þá í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu og gekk úr skólanum heim og um Austurvöll. ER ég kom á Austurvöll var óeirðum  að ljúka og útlitið eins  og eftir loftárás.Fjöldi fólks var  á Austurvelli að mótmæla inngöngu Íslands í NATO en einnig var þar mikill fjöldi sem studdi inngönguna enda höfðu Sjálfstæðisflokkur,Framsókn og Alþýðuflokkur beðið stuðningsmenn NATO að koma á Austurvöll.Lögregla varð að skakka leikinn og þetta voru sennilega mestu óeirðir a.m.k. frá Gúttóslagnum.

 

BJörgvin Guðmundsson


Á að leggja Seðlabankann niður?

Tap varð á rekstri Seðlabanka Íslands á liðnu ári og nemur það rúmlega 1,2 milljarði króna. Árið áður eða 2006 varð hinsvegar tæplega 12 milljarða króna hagnaður af rekstri bankans.

Fjallað er um reksturinn í ársskýrslu Seðlabankans sem birt var á aðalfundi bankans nú fyrir helgina. Þar segir að hin mikla breyting á rekstri bankans úr góðum hagnaði 2006 og yfir í tap á síðasta ári skýrist fyrst og fremst af gengismun.

Árið 2006 nam gengishagnaður tæpum 12 milljörðum kr. en á síðasta ári nam gengistap tæpum 6 milljörðum kr.

Þegar Davíð Oddsson var borgarstjóri lagði hann til,að Bæjarútgerð Reykjavíkur yrði lögð niður þar eð tap var á rekstri hennar. Með sömu rökum mætti segja nú,að leggja ætti Seðlabankann niður,þar eð tap er á rekstri hans.Margir segjs einnig,að ekkert gagn sé í Seðlabankanum.Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vill meira að segja meina,að Seðlabankinn geri ógagn. Ekki er þörf  á því að reka Seðlabankann í þeim tilgangi einum að hækka stýrivexti. Það gætu margar stofnanir aðrar séð um að breyta stýrivöxtum.Ekki er heldur þörf á að reka Seðlabanka sem afdrep fyrir afdankaða pólitíkusa. Það hlýtur að mega koma þeim einhvers staðar annars staðar fyrir.Það má því hugsa um það í fullri alvöru að leggja Seðlabankann niður.Við það mundu sparast umtalsverðir fjármunir.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Aldraðir: 8 þúsund eftir af 25 þúsundunum!

Sú tillaga ríkisstjórnarinnar,að þeir sem ekki eru í lífeyrissjóði fái  ei að síður 25 þúsund krónur á mánuði í lífeyri  frá lífeyrissjóði felur í sér sáralitlar kjarabætur. Í fyrsta lagi er það mjög lítill hópur ellilífeyrisþega,sem nýtur þessa. En í öðru lagi  verður þessi upphæð skattlögð og  veldur skerðingu tryggingabóta i þannig,að  eftir skatta og skerðingar verða ekki nema   um 8 þúsund krónur eftir. Það er öll kjarabótin,sem  þessi litli hópur fær. Það tekur því varla að nefna þetta lítilræði.
Þörf  á nýjum vinnubrögðum
Við höfum fengið nýja ríkisstjórn og nýjan félags--og tryggingamálaráðherra.En vinnubrögðin hafa ekkert breyst. Þau eru eins og áður,þegar Framsókn var í ríkisstjórninni. Það er verið að draga kjarabætur fyrir aldraða á langinn,tefja þær eins lengi og unnt er. Þetta gengur ekki. Vinnubrögðin verða að breytast. Við höfum ekkert að   gera við nýja  ríkisstjórn, ef  vinnubrögðin breytast ekki.Ríkisstjórnin verður að taka upp alveg ný  viðhorf til  eldri borgara og öryrkja. Hún  verður að taka upp jákvæð viðhorf. Hún á að athuga strax hvað hún getur gert til þess að bæta kjör þessara hópa og hún á að framkvæma kjarabætur strax, ekki síðar
Björgvin Guðmundsson.

Eru verslanir að misnota verslunarfrelsið?

Verðhækkanir undanfarna daga er ekki hægt að rökstyðja með gengislækkun krónunnar, segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Hann segir hroll setja að sér við að sjá verðhækkanir sumra birgja. Forsendunefnd kemur saman eftir helgi til að reyna að sporna gegn því að forsendur kjarasamninga bresti.

Verðbólgan mælist nú 8,7% miðað við hækkun vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. Ólafur Darri segir þetta mun meiri verðbólgu en hann hafi átt von á. Alþýðusambandið hefur varað verslunareigendur við því að hækka vöruverð. Heyrst hafi af verðhækkunum á olíu og mat.

Ólafur segir alla tapa á þessu og því sé mikilvægt að rjúfa vítahring verðbólguvæntinga. Þeir sem ákveði verð ættu að staldra við og ekki að velta allri ábyrgð yfir á neytendur.

Við gerð kjarasamninga var skipuð nefnd sem átti að fylgjast með því hvort verðbólguforsendur héldust. Nefndin kemur saman fljótlega eftir helgi til að leita leiða til að koma í veg fyrir að forsendur bresti. Ólafur Darri segir mikilvægt að efla traust á krónuna. Þá verði eftir atvikum óskað eftir samstarfi við ríkisvaldið.

Ég beini því til Samkeppniseftirlits,að það kanni hvort hækkanir verslana og birgja eru óeðlilegar miðað við gengislækkun krónunnar. Ef svo er getur Samkeppniseftirlitið kannað hvort setja þarf einhverjar vörur undir verðlagsákvæði. M.ö.o: Ef verslanir misnota frelsið á að svipta þær frelsinu til álagningar.

Björgvin Guðmundsson


Umboðsmaður alþingis nýtur trausts

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segist bera fullt traust til umboðsmanns Alþingis. Segir hann aðalatriðið í því máli, sem nú er til umræðu vegna skipunar dómara, að umboðsmaður Alþingis fái starfsfrið til að ljúka athugun sinni á því  máli, sem til hans hefur verið vísað, og geti gefið álit sitt á því, eins og lög segi til um.

Þessi stuðningsyfirlýsing forseta alþingis við umboðsmann alþingis er mjög mikilvæg.Eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á umboðsmann hefði mátt ætla,að umboðsmaður alþingis nyti ekki trausts.Málsmetandi þingmenn hafa einnig gefið svipaðar yfirlýsingar og Sturla. Ljóst er því að umboðsmaður alþingis nýtur fulls trausts.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Ber fullt traust til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matvæli hækka um 20-30%

Matarverð hækkar um 20-30% á næstu vikum, að mati Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra stórkaupmanna. Þetta sé vegna hækkana á erlendum mörkuðum, gengislækkunar og launahækkana í nýgerðum kjarasamningum.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að seljendur vöru og þjónustu hækki margir hverjir verð langt umfram tilefni. Ekki sé hægt að réttlæta það með mikilli gengislækkun krónunnar að undanförnu - því hún eigi ekki að vera komin fram í verðlagi.

Þetta eru miklar hækkanir,sem munu koma illa við heimilin í landinu.Þær geta   hæglega orðið meiri ef krónan heldur áfram að lækka.Allir aðilar þurfa að taka höndum saman um að spyna gegn hækkunum.

Björgvin Guðmundsson


Er uppsveiflunni lokið?

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, ítrekaði í ræðu á ársfundi Seðlabankans í dag, að íslenskt bankakerfi og íslensk efnahagsmál standi traustum fótum þótt á móti blási um þessar mundir. Hins vegar bendi allt til þess, að lokið sé að sinni mikilli uppsveiflu í íslensku efnahagslífi.

„Gangi spár eftir mun því augljóslega slá verulega á þenslu í efnahagslífinu og hagkerfið leita jafnvægis á ný eftir ár mikillar uppbyggingar... Hins vegar gerir það stöðuna flóknari að nú fara saman þær fyrirséðu innlendu aðstæður, sem ég hef lýst, og þær óvæntu breytingar á erlendum fjármálamörkuðum, sem enginn gat séð fyrir og við höfum ekki á okkar valdi,“ sagði Geir.

Hann sagði, að þegar horft væri á staðreyndir í efnahagslífini komi í ljós að öllum hagtölum og hagspám beri í meginatriðum saman um að horfurnar séu góðar, staða efnahagsmála sé í meginatriðum sterk og staða bankanna traust. Þetta hafi verið rækilega staðfest af þekktum erlendum fræðimönnum.

Vonandi hefur Geir rett fyrir sér,að staðan sé sterk þrátt fyrir allt. En miklar skuldir þjóðarbúsins erlendis eru uggvænlegar.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Uppsveiflunni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The Times: Íslensku bankarnir græddu 155 milljarða á gengishruninu!

Áætlað er að íslensku bankarnir hafi hagnast um 155 milljarða íslenskra króna á gengisfalli íslenskru krónunnar á undanförnum vikum, eftir því sem fullyrt er á vefútgáfu breska blaðinu The Times.

Blaðið segir að verðgildi íslensku krónunnar hafi fallið um 30% frá því um áramótin og að menn óttist efnahagsástandið hér á landi og framtíð íslensks fjármálalífs. Hins vegar hafi stóru íslensku bankarnir gert ráð fyrir því í tvö ár að gengi krónunnar myndi lækka og því hafi þeir tekið stöðu gegn krónunni.

Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska fjárfesta, sem hafi keypt íslenskar krónur til að hagnast á háum vöxtum á Íslandi. Þetta hafi skilað bönkunum 155 milljarða króna tekjum frá ársbyrjun.

Ef þetta er rétt,sem The Times segir,þá hafa bankarnir haft mikinn haf af gengislækkun krónunnar.

Reyndu bankarnir  að hafa áhrif   á gengið?

Björgvin Guðmundsson

a   


Tíbet fái fullt sjálfstæði

Um sextíu manns efndu til mótmæla fyrir utan Kínverska sendiráðið í Reykjavík klukkan eitt í dag. Forsvarsmaður hópsins sagði að verið væri að stofna samtökin Vinir Tíbets sem vilja vekja athygli á mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet.

Mótmælin fóru friðsamlega fram og var þeim lokið um klukkan tvö enda er ákaflega kalt í veðri til að standa langar mótmælastöður.

Frumsýndur var baráttubolur sem Jón Sæmundsson hefur hannað

Ég fagna þessum mótmælum.Stöðva verður mannréttindabrot Kínverja í Tíbet.Nú er rétti tíminn til þess að herða baráttuna gegn mannréttindabrotum,þar eð Kinverjar eru að undirbúa Olympiuleikana og vita að margar þjóðir geta sniðgengið leikana, ef þeir taka sig ekki á í mannréttindamálum. Lokatakmarkið á að vera að  Tibet  fái fullt sjálfstæði.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Mannréttindabrotum mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju eru menn hissa á því að krónan falli?

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi Seðlabankans í dag, að sú atlaga, sem þessa dagana væri gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu lykti óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.

„Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi," sagði Davíð og vísaði einnig til þess að síðustu mánuði hefði borið á vafasamri hegðun á alþjóðlegum mörkuðum. Nýleg dæmi væru rógsherferð gegn breska HBOS bankanum sem skaðaði hann mikið, þótt tímabundið væri, en það mál væri nú í rannsókn. Þá benti dæmi frá Írlandi í sömu átt.

Fram kom í ræðu Davíðs að skuldatryggingarálag íslenska ríkisins hækkaði í dag í yfir 400 punkta sem væri fráleitt. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á ársfundinum, að fáránleiki skuldatryggingaálagsins verði augljós þegar litið sé til íslenska ríkisins, sem sé nánast skuldlaust en sé engu að síður sett í sama flokk og stórskuldug ríki.

Davíð sagði, að fátt bendi til þess að efnahagslegt vor sé í vændum og rétt væri að ganga út frá því sem vísu, að ástandið á fjármálamörkuðum muni lítið lagast í bráð. Þótt það kunni að lagast fari því fjarri að allt verði eins og áður.

Með því að íslenska krónan er á floti og gengið  fer eftir framboði og eftirspurn þýðir ekki að vera hissa yfir því að hún falli. Það þarf ekki að vera vegna þess að gerð sé atlaga að krónunni. Það var búið að spá falli hennar eftir þenslutíma Kárahnjúkavirkjunar.Viðskiptahallinn er líka það mikill að það veikir krónuna. Sennilega er okkar hagkerfi alltof lítið fyrir sjálfstæðan gjaldmiðil.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband