Föstudagur, 12. janúar 2018
Ráðherrar í stjórnarandstöðu?
Það vekur athygli ,að tveir nýir ráðherrar skrifa mikið í blöðin.Þetta eru Svandís Svavarsdóttir ,heilbrigðisráðherras og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.Þessir ráðherrar skrifa greinar í blöðin eins og þeir séu í stjórnarandstöðu.Þeir skrifa um að gera þurfi þetta og hitt en virðast "gleyma" því að þeir eru í valdaaðstöðu og geta því framkvæmt það sem þeir bera fyrir brjósti.Eða lemur Bjarni á puttana á þeim og stöðvar áhugamál þeirra? Líklegast er,að svo sé.Bjarni er í ríkisstjórn eins og heimaríkur hundur,búinn að vera lengi í stjórn og þykist eiga að ráða meira en aðrir og gerir það.Lilja lofaði að afnema virðisaukaskatt á bókum í kosningunum. En ekkert bólar á því.Bjarni hefur stoppað það.Svandís segir nú,að hún ætli að skipa starfshóp til þess að athuga niðurgreiðslu á tannlækningum aldraðra.Framsókn lofaði framkvæmd á því máli einnig.Ekkert gerist.Nú er málið sett í nefndf.Það er gamalkunnug aðferð til þess að svæfa mál.Það þarf enga nefnd um þetta mál. Kristján Þór Júliussson fór yfir þetta mál allt þegar hann var heilbrigðisráðherra og var búinn að lofa Félagi eldri borgara að leggja til 800 millj kr til niðurgreiðslu á tannlækningum og til þess að gera upp gamla skuld .Það var svikið.Bjarni hefur stöðvað það. Nú kemur nýtt loforð í stjórnarsáttmálanum upp á 500 mill.; hefur lækkað um 300 millj.krSvandís ætti að sýna þann manndóm að framkvæma málið,leggja fram a.m.k. 800 millj í málið um leið og ákveðin væri ný gjaldskrá sem tryggði áframhaldandi niðurgreiðslu.Hún getur fengið öll gögn um málð hjá Kristjáni Þór.Það þarf enga nefnd,nema hún vilji svæfa málið.Svandís þarf ekki að skrifa fleiri greinar.Hún þarf að láta hendur standa fram úr ermum.Það er komið að framkvæmdum.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 11. janúar 2018
Öldruðum áfram haldið við fátæktarmörk!
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2018 á lífeyrir hjá einhleypum öldruðum og öryrkjum að hækka um 4,7% frá áramótum.Auk þess kemur örlitil hækkun til viðbótar til þess að upphæð lífeyris einstaklinga fyrir skatt nái 300 þúsund á mánuði í samræmi við það,sem ákveðið var í tíð ríkisstjórnar Sigurðar Inga,þegar ný lög um almannatryggingar voru samþykkt á alþingi. Þá var ákveðið að lifeyrir mundi hækka árið 2018 í sömu fjárhæð og lágmarkslaun en þau verða 300 þúsund á mánuði fyrir skatt.5% verkafólks er á lágmarkslaunum en hinir sem betur fer á hærri töxtum.Því er það furðulegt,að lifeyrir aldraðra skuli miðaður við slíkan pappírstaxta.En á þennan hátt er tryggt að aldraðir og öryrkjar séu áfram niður við fátæktarmörk!
Nýja ríkisstjórnin,sem er undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, hækkaði ekkert lífeyri aldraðra og öryrkja í jólamánuðinum.Aldraðir og öryrkjar,sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum og engan lífeyrissjóð voru látnir halda jólin með 197 þúsund kr í lífeyri eftir skatt i mánuðinum, þeir sem eru í sambúð eða hjónabandi.Og einhleypir fengu 230 þúsund kr eftir skatt í mánuðinum.Þetta var jólagjöf ríkisstjórnar Vinstri grænna til aldraðra og öryrkja og allir geta litið í eigin barm og séð, að ekki er unnt að halda jól á þessari hungurlús. Það er ekki einu sinni unnt að greiða öll brýnustu útgjöldf af þessu lítilræði.Lyf eða læknishjálp verða oft útundan en það er mannréttindabrot.Jólamaturinn verður fábrotinn, þegar stjórnvöld skammta öldruðum og öryrkjum svona naumt.Og erfitt er fyrir afa og ömmu,langafa og langömmu að gefa jólagjafir, þegar rikisstjórnin þrýstir lífeyrinum svona niður.
Það breytir engu þó lífeyrir hækki í byrjun árs 2018 um 4,7%.Bæði Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband eldri borgara hafa móttælt því við stjórnvöld, að svo naumt eigi að skammta öldruðum og öryrkjum áfram. Aðeins 29% öryrkja fær örlitla viðbótarhækkun.!.Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands var í viðtali á Hringbraut,sjónvarpsstöð.Hún sagðist ekki skilja hvernig kjararáð,ríkisstofnun, úrskurðaði á grundvelli laga og launaþróunar, að laun stjórnmálamanna og embættismanna ættu að hækka um marga tugi prósenta og langt til baka á sama tíma og ríkisvaldið úrskurðaði að á grundvelli 69 . greinar laga um almannatryggingar,sem einnig ætti að byggja á launaþróun, að laun öryrkja (og aldraðra) ættu að hækka um 4,7%.( launahækkun þingmanna 2016 44%,laun 1,1 milljón fyrir utan aukagreiðslur,launahækkun ráðherra 36% , laun 1,8 milljón fyrir utan aukagreiðslur, laun forsætisráðherra hækkuð í rúmar 2 millj fyrir utan aukagreiðslur.Þetta gerðist haustið 2016 en fyrr á árinu,1.júní, höfðu þessir aðilar einnig fengið mikla hækkun ) Meðallaun í landinu eru tæpar 700 þúsund kr fyrir skatt. Það er því ljóst,að það stenst ekki að halda lífeyri aldraðra og öryrkja svo langt niðri eins raun ber vitni. Það er furðulegt, að Vinstri grænir, sem kalla sig róttækan vinstri flokk, skuli standa að því að níðast á þennan hátt á kjörum aldraðra og öryrkja.
Í umræddu viðtali við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur formann Öbi á Hringbraut sagði hún frá því, að svo virtist sem stjórnvöld vildu að kjarabætur, sem öryrkjar hugsanlega fengju yrðu einhvers konar skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat.En stjórnvöld hafa um tveggja ára skeið þrýst mjög á, að öryrkjar samþykktu starfsgetumat.Ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben lagði mikla áherslu á það 2016 við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar.Ríkisstjórn Sigurðar Inga gekk svo langt gegn Öryrkjabandalaginu,að hún beitti Öbi þvingunaraðgerðum.Þegar Öbi var ekki tilbúið að samþykkja starfsgetumatið strax ,vildi kynna sér það betur,sem eðlilegt er, þá beitti ríkisstjórn Sigurðar Inga öryrkja hefndaraðgerðum: Ríkisstjórnin ákvað að öryrkjar fengju ekki sömu kjarabætur og aldraðir!! Þetta var fáheyrt og minnti helst á vinnubrögð í austantjaldslöndum. Krónu móti krónu skerðingin var afnumin hjá öldruðum en hún var látin haldast hjá öryrkjum og er þar enn í gildi.Þetta var gert i hefndarskyni gegn öryrkjum.Og ríkisstjórn Sigurðar Inga komst upp með þetta!Það eru viðhöfð sömu vinnubrögð nú gegn öryrkjum og ríkisstjórn Sigurðar Inga beitti. Nýja ríkisstjórnin reynir að þvinga öryrkja til hlíðni i starfsgetumatsmálinu.Það er lýgilegt. Það er furðulegt.Þetta er eins og í bananalýðveldi. Og samkvæmt frásögn nýs formanns Öbi virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp þessi sömu þvingunarvinnubrögð!
Björgvin Guðmundsson
Fréttablaðið 11.jan.2018
www.gudmundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 10. janúar 2018
Stjórnarskráin brotin á öryrkjum!
Árið 2016 var ríkisstjórn Sigurðar Inga,sem þá var við völd,búin að tilkynna að hún ætlaði að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öldruðum og öryrkjum í kerfi almannatrygginga.Það átti að koma fram í nýjum lögum um almannatryggingar.En skömmu áður en lagafrumvarpið var lagt fram ákvað ríkisstjórnin að hætta við að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Hvers vegna? Jú,vegna þess að Öryrkjabandalagið vildi ekki fallast á kröfu ríkisstjórnarinnar um að fallast strax á starfsgetumat fyrir öryrkja.M.ö.o.;:Það var verið að refsa öryrkjum.Það er fáheyrt!Með þessu athæfi og með þessum vinnubrögðum var ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að brjóta af sér á tvennan hátt: Í fyrsta lagi er verið að brjóta stjórnarskrána með því að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öldruðum en ekki öryrkjum eins og yfirlýst hafði verið.Í öðru lagi var Öryrkjabandalagið beitt skoðanakúgun með því að gera það að skilyrði fyrir afnámi krónu móti krónu skerðingar gagnvart öryrkjum hjá TR,að öryrkjar samþykktu starfsgetumatið. Ekki hafa lengi átt sér stað svo gróf brot stjórnvalda og hér um ræðir.
Björgvin Guðmundsson
Miðvikudagur, 10. janúar 2018
Kári fyrir vonbrigðum með Katrinu!
Kári Stefánsson gagnrýnir Katrínu Jakobsdóttur harðlega í blaðagrein í Fréttablaðinu í dag.Hann kvaðst hafa talið, að hún yrði málsvari þeirra,sem minna mega sín.En dæmi um stjórnarathafnir hennar bentu til annars.Hann segir m.a.:
Svo komu fjárlögin þar sem átta hundruð milljónum var bætt við Háskóla Íslands en engin vísbending um að það eigi að hlúa betur að leikskólum og grunnskólum landsins. Ég er býsna ánægður með að stuðningurinn við Háskólann sé aukinn en hann er sá skóli þar sem hlutfall afkvæma þeirra sem vel standa í íslensku samfélagi er hæst og þeirra sem verst standa er lægst. Leikskólar og grunnskólar eru þeir staðir í skólakerfinu þar sem hægt væri að leggja mikið af mörkum til þess að jafna þau tækifæri sem börn hafa án tillits til fjölskylduaðstæðna. Það búa í það minnsta 6.000 börn á Íslandi undir fátæktarmörkum og það væri gleðilegt ef við hefðum það á tilfinningunni að það væri efst á forgangslista formanns Vinstri grænna að vinna að því að þau fái betri tækifæri í lífinu en bíða þeirra núna.
Kári telur Katrínu ekki hafa gert neitt enn í ríkisstjórn,sem staðfesti að hún vilji bæta hag þeirra,sem minna mega sín.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 9. janúar 2018
Afnema krónu móti krónu skerðinguna,ef öryrkjar samþykkja starfsgetumat!
Í viðtali þvi,sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins var í á Hringbraut,sjónarpi, gagnrýndi hún ríkisstjórnina harðlega fyrir að hafa ekki afnumið krónu móti krónu skerðingu á lífeyri öryrkja og fyrir að halda lífeyri öryrkja í fátæktargildru.Þuríður Harpa sagði,að ríkisstjórnin vildi nota starfsgetumatið sem skiptimynt gegn afnámi krónu móti krónu skerðingu ( þ.e. ef Öbi tæki upp starfsgetumat yrði krónu móti krónu skerðing afnumin).Þuríður Harpa sagði,að í kosningabaráttunni hefðu allir flokkar viljað bæta kjör öryrkja (og mátt skilja,að þeir vildu afnema króni móti krónu skerðinguna) en ekkert hefði gerst; það væri mjög ósanngjarnt og hún kvað það mjög lúalegt að ætla að nota krónu móti krónu skerðinguna sem skiptimynt gegn því að öryrkjar samþykktu starfsgetumat.Hún kvað Öbi tilbúið í samtal um einfaldara kerfi.En hún kvaðst ekki skilja hvernig unnt væri á grundvelli laga,sem kvæðu á um að taka ætti tillit til launaþróunar,að ákveða margra tuga prósenta launahækkun,nú síðast fyrir biskup (45% fyrir þingmenn,35% fyrir ráðherra,21% fyrir biskup) þegar á grundvelli annarra laga,sem einnig kvæðu á um að miða ætti við launaþróun, væri ákveðið að öryrkjar ættu að hækka um 4,7%.! Hún sagði,að dæmi væri um að öryrki hefði ekki nema 80 þúsund kr. í örorkulífeyri.- Fram kom í viðtalinu,að öryrkjum hefði brugðið svo mjög við að sjá fjárlagafrumvarpið,þar sem ekkert tillit var tekið til öryrkja þrátt fyrir öll fallegu orðin,að samtökin hefðu haldið neyðarfund og mótmælt fjárlagafrumvarpinu harðlega.
Eins og fram hefur komið áður refsaði ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben. Öryrkjum vegna þess að þeir voru ekki tilbúnir til þess að samþykkja starfsgetumat.Sú ríkisstjórn ákvað á síðustu stundu að láta öryrkja ekki fá sömu kjarabætur og aldraða í nýju frumvarpi um almannatryggingar.Var ákveðið að hætta við að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Það þýðir að öryrkjar megi ekki hafa örlitlar tekjur án þess að lífeyrir þeirra hjá TR sé skertur á móti.Þetta var refsiaðgerð.Þetta var hefndaraðgerð. Nú virðist ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera að taka upp sömu vinnubrögðin gagnvart öryrkjum samkvæmt því sem Þuríður Harpa sagði í viðtalinu á Hringbraut um skiptimyntina.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 8. janúar 2018
Lífeyrir aldraðra:Hungurlús í fyrra-hungurlús nú!
Fyrir rúmu ári um áramótin 2016/2017 hækkaði lífeyrir giftra aldraðra um 12 þúsund kr eftir skatt,þ.e. hjá þeim sem eingöngu höfðu tekjur frá almannatryggingum.Þetta var 6,5% hækkun eða úr 185 þúsund kr í 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Ég kallaði þetta hungurlús,sem skipti engu eða litlu máli.Þetta gerðist skömmu eftir að yfirstéttin hafði tekið sér mörg hundruð þús. kr launahækkanir,t.d. þingmenn 350 þúsund kr launahækkun,eða 45 % hækkun.Nú um síðustu áramót endurtekur sagan sig. Lífeyrir giftra aldraðra er hækkaður um 7 þúsund kr, á mánuði eftir skatt,úr 197 þús, í 204 þús á mánuði, þ.e. hjá þeim,sem hafa eingöngu tekjur frá TR.Þetta er 3,5% hækkun eftir skatt.Þetta er hungurlús eins og áður sem skiptir engu eða litlu máli.Það virðist engu máli skipta þó VG sé komin í stjórnina.Þetta var íhaldsstjórn,hægri stjórn áður og virðist vera íhaldsstjórn,hægri stjórn áfram þó VG sé í stjórninni.Framangreindur lífeyrir aldraðra var við fátæktarmörk og er áfram við fátæktarmörk.Þingmenn hreyfa ekki legg né lið til þess að breyta þessu.Ríkisstjórnin gerir ekkert.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 7. janúar 2018
Brýnast að bæta kjör þeirra,sem verst standa
Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag.Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra,sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi í dag.
Það eru 6000 börn,sem búa við fátækt á Íslandi í dag.Það er smánarblettur á íslensku þjóðfelagi.Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin ætlar að gera!
Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Þeir,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR.Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð) Það lifir enginn af þessari upphæð.Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot.Rikisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor.Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag með útgáfu bráðabirgðalaga úr því þingmenn þurfa miklu lengra jólafrí en allir aðrir landsmenn. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn.Það verður að gerast strax. Að lokum vil ég nefna lægstu laun .Þau eru einnig óásættanleg og verður að hækka.Þau eru eftir skatt 234 þúsund á mánuði.Ef verkalýðshreyfingin leiðréttir ekki þau laun þarf að setja lög um lágmarkslaun og hækka þessi laun verulega.
Til hvers fór VG í þessa ríkisstjórn? Ekki til þess að leysa þessi brýnu mál,sem hér hafa verið rakin.VG hefur einhverjar aðrar áherslur,sem minna máli skipta.VG hefur ekkert gert til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja það sem af er ,ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Miðvikudagur, 3. janúar 2018
Árangur Bjartrar framtíðar í samstarfi við íhald: 0; árangur VG með íhaldi:0
Þegar Björt framtíð og Viðreisn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu flokkarnir þau mistök,að þeir settu engin skilyrð fyrir stjórnaraðildinni.Þeir settu ekki þau skilyrðu,að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður að ESB og þeir settu ekki það skilyrðu,að kjör aldraðra og öryrkja yrðu bætt verulega.Afleiðing þessara mistaka urðu þau,að hvorugt þessara mála náði fram að ganga í stjórninni og Björt framtíð og Viðreisn fengu engum af helstu stefumálum sínum framgengt.
Þegar Vinstri græn gengu til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn gerðu þau sömu mistökin.VG setti engin skilyrði fyrir stjórnarsamstarfinu.Þess vegna situr VG nú í stjórn með íhaldinu án þess að koma nokkru af sínum stefnumálum fram.Engin hefðbundin stefnumál VG eru í stjórnarsáttmálannum.
Nýja stjórnin hefur setið í rúman mánuð. En stjórnin hefur ekkert gert fyrir aldraða og öryrkja.Nýja stjórnin hefur ekki hækkað lífeyri þessara aðila um eina krónu.Sú smánarbreyting,sem átti sér stað um áramót á kjörum aldraðra og öryrkja er vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga frá 2016.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. janúar 2018
Lífeyrir hækkar minna en lágmarkslaun!!
Nú um áramótin hækkaði lífeyrir aldraðra um 4,7%,ekki vegna aðgerða núverandi ríkisstjórnar heldur vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Sigurðar Inga 2016 í tengslum við ný lög um almannatryggingar.En þessi smánarhækkun er eins og aðrar hækkanir,sem stjórnvöld hafa skammtað öldruðum undanfarin ár, alltof lág og kemur alltof seint.Hún nær ekki einu sinni hækkun lágmarkslauna verkafólks en sú hækkun nemur 7,1%. Það er m.ö.o. alltaf verið að níðast á öldruðum,sérstaklega þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum og ná ekki endum saman.Og það heldur áfram þó Vinstri græn séu komin í stjórnina og breytir engu þó VG hafi forsætisráðherrann.Þetta er nákvæmlega sama útkoma og hefði verið hjá íhaldinu einu eða með öðru íhaldi með sér.
Björgvin Guðmundsson
Þriðjudagur, 2. janúar 2018
Þjóðin hefur ekki efni á að lækka veiðigjöldin; þarf að hækka lífeyri aldraðra
Ríkisstjórnin ráðgerir að lækka veiðigjöld hjá litlum og meðalstórum útgerðum.Sagt er að afkoman sé erfið hjá þeim.Samkvæmt lögum á þjóðin sjávarauðlindina og útgerðarmenn fá leigð afnot af henni gegn afnotagjaldi (leigu).Það er ekki skattur.Afkoma stærri útgerða hefur hins vegar verið mjög góð undanfarn ár og gróði mikill. Ekki hefur þó verið rætt um að hækka veiðigjöldin hjá þeim.
Þegar um leigu er að ræða er ekki venjan,að eigandinn lækki leiguna,ef afkoma leigjandans er erfið.Það á ekki heldur að gera það,þegar um leiguafnot sjávarauðlndarinnar er að ræða. Útgerðin hefur lengi notið vildarkjara við afnot sjávarauðlndarinnar.Hún hefur lengst af greitt lágt afnotagjald fyrir afnotin.Auk þess er það valinn hópur útgerðarmanna ,sem fengið hefur að leigja afnot af auðlindinni.
VG hefur talið veiðigjöldin of lág og hefur viljað hækka þau.En fulltrúar flokksins eru ekki fyrr sestir í ráðherrastóla en þeir samþykkja lækkun veiðigjalda!Sennilega að gera það til þess að þóknast samstarfsflokkunum.
Þjóðin hefur ekki efni á slíku.Hún þarf að innheimta fulla og eðlilega leigu fyrir afnotin til þess að geta hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja og byggt fleiri hjúkrunarheimili fyrir aldraða.Verkefnin eru næg.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)