Þriðjudagur, 2. janúar 2018
VG verður að gera betur fyrir aldraða og öryrkja
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hækkaði ekki lífeyri aldraðra og öryrkja neitt í jólamánuðinum,ekki um eina krónu.VG var eitt sinn sósialistiskur vinstri flokkur; Með hliðsjón af því hefði verið eðlilegt að ríkisstjórn undir forsæti þess flokks mundi strax í jólamánuðinum bæta kjör þeirra,sem hefðu um og innan við 200 þúsund á mánuði.En nei.VG hreyfði ekki legg né lið í því efni.Þegar Katrín var gagnrýnd fyrir þetta aðgerðarleysi sagði hún: Við hækkuðum frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra.Og við ætlum að auka niðurgreiðslur á tannlæknakostnaði aldraðra.Og síðan bætti hún því við í áramótaávarpi sínu í gær,að fjármagnstekjuskattur yrði hækkaður úr 20 í 22% ( gerði kröfu um 30%; íhaldið hafnaði því) Þetta er .þunnur þrettándi hjá VG.Hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna gagnast aðeins takmörkuðum hópi aldraðra.Meginreglan er sú,að eftirlaunamenn geti látið af störfum,þegar þeir hafa náð eftirlaunaaldri.Þeir hafa lokið sínu dagsverki fyrir Ísland og eiga rétt á það háum eftirlaunum,að dugi til framfærslu án þess að stunda atvinnu.Mikill hluti eldri borgara hefur ekki heilsu til þess að vera á vinnumarkaðnum.Þeir,sem hafa eingöngu tekjur frá TR, eru flestir í þeim hópi.-Aukin niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra er margnotað loforð,sem ekki er unnt að nota oftar.Það átti að taka gildi fyrir 10 árum en tannlæknar hundsuðu þá gjaldskrá,sem færa átti öldruðum aukinn afslátt á tannlæknakostnaði.Stjórnvöld vanræktu að sjá til þess að rétta gjaldskráin gilti.Varðandi hækkun fjármagstekjuskatts úr 20 í 22% er það að segja,að sú litla breyting skiptir litlu máli. Veitir aðeins um 2 milljarðs í tekjur..Auk þess er fyrirvari á þessari breytingu varðandi útreikning.Ekki er öruggt,að skatturinn nái 22% þegar upp er staðið..
VG verður að gera betur,ef flokkurinn ætlar bæta hag aldraðra og öryrkja og annarra,sem minna mega sin.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 1. janúar 2018
Aldraðir og öryrkjar þurfa kjarabætur strax!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur þá stefnu,að athuga eigi kjör þeirra,sem verst eru staddir, í vor.Það er of seint.Það verður að gerast strax.Þú biður ekki þá,sem hafa hungurlús til þess að lifa af, að bíða.Lífeyrir þeirra aldraðra og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum er svo lágur,að enginn leið er að lifa af honum.Ríkisstjórninni ber skylda til þess að leiðrétta hann strax; ekki í vor.Sama er að segja um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fátæk börn.Ríkisstjórnin ætlar að setja það mál í nefnd!!Það er fáheyrt.Þú setur ekki mál þeirra,sem hafa ekki nóg að borða,í nefnd.Þú leysir það mál strax.
Það á strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja í 325 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum (420 þúsund á mánuði fyrir skatt)Með því að þingið er ekki að störfum verður að gefa út bráðabirgalög.Þetta mál þolir enga bið.
Björgvin Guðmundsson
Sunnudagur, 31. desember 2017
VG kaus að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn þrátt fyrir aðild þess flokks að hneykslismálum
Stöð 2 valdi í dag Me too (ég líka) hreyfinguna mann ársins. Var þetta tilkynnt í Kryddsíld í dag og fulltrúar Me too á Íslandi voru mættir þar til þess að taka við viðurkenningunni.Þessir fulltrúar voru frumkvöðlar hreyfingarinnar á Íslandi.Á stuttum tíma voru dregin fram dæmi um kynferðislega áreitni á Íslandi og jafnframt dæmi um kynferðislegt ofbeldi.Dómsmálaráðherra ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar veitti dæmdum barnaníðingi uppreist æru.Mikil leyndarhyggja var í kringum það mál og hliðstætt mál.Þessi mál drógu dilk á eftir sér og leiddu til þess að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu.Eðlilegt hefði verið,að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið utan stjórnar um skeið eftir aðild að framangreindum hneykslismálum.VG leit ekki svo á.Flokkurinn kaus að verðlauna Sjálfstæðisflokkinn með því að halda honum í stjórn.
Björgvin Guðmundsson
Laugardagur, 30. desember 2017
Engin stefnumál VG náð fram að ganga!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 30. desember 2017
Lög brotin á öldruðum og öryrkjum 2015; lög brotin á þeim nú!
Margir undrast það hve mikill munur er á launahækkunum,sem kjararáð úrskurðar og þeim sem eru ákveðnar á grundvelli 69.gr. laga um almannatryggingar.Kjararáð hefur verið að úrskurða margra tuga prósenta hækkanir fyrir embættismenn,stjórnmálamenn,dómara o.fl. en ríkisvaldið hefur á sama tíma ákveðið innan við 10% hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja,t.d. nú 4,7% hækkun.Hækkanir,sem kjararáð ákveður eru oftast afturvirkar í langan tíma en hækkanir á lífeyri aldraðra og öryrkja eru aldrei afturvirkar; heldur þarf fremur að bíða nokkurn tíma eftir þeim hækkunum.Athugun leiðir í ljós,að þessi mismunun,þetta misrétti er ekki nýtt af nálinni. Til dæmis var þetta einnig á þennan hátt 2015,þegar nær öll stéttarfélög landsins sömdu um miklar launahækkannir.Þá hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja um 3% í janúar það ár og ekki meira á árinu; lágarkslaun hækkuðu um 14,5% í mai 2015.Ýmsar aðrar stéttir sömdu um miklu meiri hækkanir,t.d. framhaldsskólakennarar um 44% á 3 árum,grunnskólakennarar um 33% á 3 árum og 11% til viðbótar gegn afsali kennsluafsláttar;nýlæknar sömdu um 25% hækkun og aðrir læknar um 40%,hjúkrunarfræðingar sömdu um 23,9% á 4 árum, BHM fékk 13% a 2 árum og Mjólkurfræðingar 18% hækkun svo helstu stéttarfélgin séu nefnd.En aldraðir og öryrkjar fengu ekki frekari hækkun á árinu þrátt fyrir lagaákvæðið um að lífeyrir ætt að hækka í samræmi við launaþróun. Lífeyrir var næst hækkaður í janúar 2016 um 9,7% en um svipað leyti voru lágmarkslaun hækkuð á ný um 9,2%.Þarna var því í gangi gróf mismunun og misrétti eins og nú.Það var verið að brjóta lög á öldruðum ög öryrkjum 2015 og það er verið að bjóta lög á þeim nú.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. desember 2017
Er 242 þúsund á mánuði eftir skatt nóg fyrir eldri borgara?
Lágmarkslaun verkafólks eiga á næsta ári að hækka í 300 þúsund á mánuði fyrir skatt hjá einstaklingi.Það eru 242 þúsund eftir skatt.5% verkafólks eru á þessum taxta.Lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja á að hækka í það sama.Þetta var ákveðið 2016.Er þetta ekki mikil hækkun? Nei þessi hungurlús breytir engu.Lífeyrir eftir skatt hækkar um 12 þúsund kr,úr 230 þúsund í 242 þúsund á mánuði eftir skatt hjá einstaklingi.Þetta er eftir sem áður við fátæktarmörk.
Björgvin Guðmundsson
Mánudagur, 25. desember 2017
Jól
Gleðileg jól. Jólin eiga alltaf jafnmikið erindi til okkar mannanna eins og í upphafi.Kærleiksboðskapur jólanna á erindi til okkar.
Ég átti þess kost að fara til Betlehem,fæðingarbæjar frelsarans, fyrir 49 árum.Það var áhrifaríkt.Ég fór einnig í sömu ferð til Nasaret og Jerusalem.Ég var í Jerusalem á föstudaginn langa og gékk þann dag eftir Via Delarosa að Golgata,þar sem Kristur var krossfestur.Mikill fjöldi fólks gékk þann dag upp á Golgata og flestir báru krossa eins og Kristur.Allt hafði þetta mikil áhrif á mig.
Sá skuggi hvílir yfir jólunum hér nú,að í miðju góðæri er hópur fólks,sem ekki getur haldið áhyggjulaus jól.Þar er um að ræða fátæk börn og foreldra þeirra,lægst launaða verkafólk og aldraða og öryrkja,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum.Barnafátækt á Íslandi er blettur á íslensku samfélagi en því miður hafa stjórnvöld ekkert gert í því máli enn.Lægsti lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu.Aldraðir í hjónabandi eða sambúð hafa aðeins 197 þúsund kr í lífeyri frá TR eftir skatt.Það lifir enginn af þvi.Einhleypir aldraðir hafa örlítið hærra en hvergi nærri nóg til framfærslu.Sömu kjör hafa lægst launuðu verkamenn.Ég átti von á því,að ný ríkisstjórn mundi bæta kjör þeirra,sem verst eru staddir,í jólámánuðinum.En svo varð ekki.Þeir fengu ekki eina krónu.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. desember 2017
Kjör stjórnmálamanna og embættismanna "leiðrétt" en ekki kjör aldraðra og öryrkja
Það hefur verið gagnrýnt harðlega undanfarið hvað kjararáð hefur úrskurðað miklar launahækkanir til þingmanna,ráðherra,dómara og embættismanna.Brynjar Nielsson þingmaður tók til varna fyrir kjararáð og sagði,að kjararáð færi eftir lögum og úrskurðaði launahækkanir í samræmi við launaþróun en tæki einnig tillit til þess að laun þessara aðila hefðu verið fryst og lækkuð.Þessar skýringar hafa heyrst áður. En aldraðir og öryrkjar sættu einnig frystingu á sínum lífeyri og lækkun á kreppuárunum.Þeir hafa ekki fengið neina leiðréttingu á sínum kjörum eins og framangreindar stéttir.Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ákvað að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja skyldi hækka um 4,7% um næstu áramót til samræmis við hækkun lágmarkslauna verkafólks á árinu 2018.Með því að hækka um þá hungurlús verður lífeyri aldraðra og öryrkja áfram haldið við fátæktarmörk eins og lágmarkslaunum,sem 5% verkafólks er á.Vinstri grænir,sem komnir eru í stjórnina með gömlu íhaldsflokkunum tveimur, hafa ekki breytt neitt þessari gömlu ákvörðun um 4,7% hækkun lífeyris.VG hækkaði ekkert lífeyri í jólamánuðinum og lætur íhald og framsókn ráða hækkuninni 1.janúar n.k. Hungurlúsin á að duga.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.12.2017 kl. 08:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2017
Dýrkeyptur hégómi
Eftir kosningarnar 2017 sagðist Katrín Jakobsdóttir vilja reyna fyrst viðræður fyrrum stjórnarandstöðuflokka um stjórnarmyndun.Slíkar viðræður byrjuðu áður en Katrín fékk formlegt umboð frá forseta Íslands. Síðan fékk Katrín umboð.Viðræðurnar gengu vel.Málefnaágreiningur var enginn.Áður en viðræðurnar byrjuðu lét Sigurður Ingi formaður Framsóknar orð falla um , að meirihluti þessara flokka væri tæpur, 32 þingmenn.Ei að síður tók Sigurður Ingi þátt í viðræðunum en hljóp svo í burtu,sagði,að meirihlutinn væri of tæpur.Mönnum varð þá ljóst,að Sigurði hafði aldrei verið alvara með þátttöku í þessum viðræðum.Hann tók aðeins þátt til málamynda.Það sem er þó enn alvarlegra er það, að svo virðist sem Katrínu Jakobsdóttur hafi heldur ekki verið full alvara Eftir 3-4 daga sagði hún við Loga Einarsson,formann Samfylkingarinnar: Eigum við ekki að fara athuga með Plan B. Ekki veit ég hvað hún hefur átt við með plani B. Mun hafa verið stjórn VG,Samfylkingar,Framsóknar,Sjálfstæðisflokksins. Lá í loftinu að Framsókn hafði meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðvinstri flokkum.Svo virðist sem Katrín Jakobsdóttir hafi einnig haft meiri áhuga á stjórn með Sjálfstæðisflokknum en miðvinstri flokkunum.Katrín sleit viðræðum um miðvinstri stjórn eftir 4 daga en viðræður um stjórn með Sjálfstæðisflokknum stóðu í hálfan mánuð.Það var engnn alvöru áhugi á miðvinstri stjórn,ekki rétt,að fullreynt hafi verið að mynda miðvinstri stjórn. Var aldrei reynt að styrkja slíka stjórn með Viðreisn og Flokki fólksins.Það var mögulegt og þá hefði Framsókn ekki þurft að vera með.
Það er einhver vantmetakennt ríkjandi hjá Framsókn og Vinstri grænum gagnvart Sjálfstæðisflokknum.VG og Framsókn; vilja láta Sjálfstæðisflokkinn hindra framgang sinna stefnumála, ekki nota styrk sinn í miðvinstri stjórn og framkvæma sín stefnumál. Dæmi: VG lagði til í viðræðum við Sjálfstæðisflokk að fjármagsntekjuskattur yrði hækkaður í 30 % Sjálfstæðisfl samþykkti 2 prósentustiga hækkun.Skipti engu máli. Í miðvinstri stjórn hefði 30% verið samþykkt.Sama er að segja um hátekjuskatt.Miðvinstri stjórn hefði samþykkt hann.Miðvinstri stjórn hefði einnig getað ákveðið auðlegðarskatt. Sennilega hefðu bæði VG og Framsókn getað samþykkt einhverja hækkun á veiðigjaldi en Sjálfstæðisflokkurinn kemur í veg fyrir slíka hækkun. MÖO: Miðvinstri stjórn hefði geta tekið peninga þar sem þá er að finna,aukið tekjujöfnuð.. VG vill auka tekjujöfnuð og sennilega vill Framsókn það líka en einhver vantmetakennd heldur aftur af þessum flokkum.Þeir telja,að þeir verði að hafa Sjálstæðisflokkinn eins og einhvern stóra bróður eða stóra pabba með sér.
VG ætlaði aldrei ætlað að mynda neina miðvinstri stjórn.Allt frá samþykkt var á flokksþingi að VG vildi leiða stjórn,var stefnan tekin á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Viðræður við aðra flokka áður voru til málamynda.Margar ástæður eru fyrir því,að VG hefur mikinn áhuga á að fá forsætisráðherra,meiri áhuga á því en að koma fram stefnumálum sínum.Þetta var alltaf draumur leiðtoga Alþýðubandalagsins og Sósialista. En þegar formenn Alþýðubandalagsins fengu umboð til stjórnarmyndunar á árum áður var alltaf tekið fram,að þeir fengju ekki forsætisráðherrann; hann félli ekki í hlut kommúnista eða sósialista.Katrin ætlar ef til vill að sýna,að sósialisti geti orðið forsætisráðherra. Þetta er dýrkeyptur hégómi.Til að fá þessum metnaði, hégóma, fullnægt verður VG að fórna mörgum stefnumálum og ráðuneytum; Sjálfstæðisflokkurinn fær 5 ráðuneyti, valdamesta ráðuneytið,fjármálaráðuneytið. VG fær 2 fagráðuneyti og forsætisráðuneytið,sem er valdalaust. Forsætisráðherra er aðeins fundarstjóri ríkisstjórnarinnar .Það hefur sýnt sig áður að þegar ekki fylgir nægur þingstyrkur forsætisráðueyti er embættið alveg valdalaust.Framsóknarflokkurinn fékk forsætisráuneytið 2004 þó flokkurinn væri miklu minni en Sjálfstæðisflokkurinn.Halldór Ásgrímsson varð þá forsætisráðherra en það varð honum ekki til góðs.Framsókn tapaði miklu fylgi í sveitarstjórnarkosningum á eftir. Halldór Ásgrímsson varð að láta af störfum sem formaður Framsóknar í kjölfarið. Hégóminn reyndist dýrkeyptur.
Björgvin Guðmundsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2017 kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 20. desember 2017
VG í álögum.Eins og flokkurinn hafi gengið í björg!
Ég hlustaði á Katrínu Jakobsdóttur svara sinni fyrstu óundirbúnu fyrirspurn á þingi í gær sem forsætisráðherra.Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar spurði hana hvort gera ættu strax einhverjar ráðstafanir til þess að leysa bráðavanda þeirra,sem verst væru staddir,aldraðra,öryrkja og þeirra lægst launuðu.Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum,þegar ég hlustaði á svarið.Það var eins og Bjarni Ben væri að svara.Það var enginn munur á.Hún svaraði nákvæmlega eins og íhaldið.Það er eins og VG hafi gengið í björg, sé í álögum ( það er sá tími!) Hún sagði eitthvað á þessa leið: Við athugum þetta í vor í tengslum við fjármálaáætlun.Merkilegt,að hún sagðist ekki ætla að athuga þetta næsta ár.Bjarni mun brosa í kampinn.Hann hefði ekki svarað þessu betur sjálfur!
Björgvin Guðmundsson