Afnema þarf skerðingu TR vegna lífeyrissjóða!

Það er athyglisvert,að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara.Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar.Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti,  verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það.Ríkisstjórnin er aðgerðarlaus i þessum málaflokki.Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel. 

Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! 

Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara?

Það er þetta:  Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega.Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar,  sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði.Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annað hvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir.Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat.Þá verður viðkomand eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor.Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi  ástand; þetta er mannréttindabrot.Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði.Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra  bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 

425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark 

Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr  á mánuði fyrir skatt.311 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar.Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað,  til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR.Hann hrekkur ekki til þess. 

Miklar skerðingar lífeyris TR 

Þeir,sem hafa lágan lífeyri  úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir.Þeir geta veitt sér meira á efri árum.Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði.Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð.Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir.En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar.Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir.Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta  að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég  tek  undir það. 

Kostar 35 miljarða að afnema allar skerðingar 

Dr. Haukur Arnþórsson  hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær.Hann telur,að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur,að það kosti ríkið 35 milljarða  kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna.En auk þess telur hann, það vanti svipaða upphæð upp á, ,að greiðslur ríkisins hér til  eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD ríkjunum.Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós.Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða.Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða..Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar.

Björgvin Guðmundsson 

Fréttablaðið 31.mai 2018

 

 

 


Samfylkingin vinnur á í Rvk

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem tekin var í gær er Samfylkingin að vinna á.Flokkurinn fengu 30,5% og 8 borgarfulltrúa,ef kosið væri nú.Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,4% og 6 borgarfulltrúa.VG fengi 11% og 3 fulltrúa, ,Viðreisn 8% og 2 fulltrúa,Piratar 7,5% og 2 fulltrúa og Miðflokkurinn 7% og 2 fulltrúa..Flokkur fólksins 2,8%,Framsókn og Kvennaframboð 2,5%,Framboð Sveinbjargar Birnu 1% en önnur framboð minna en 1%. -Samkvæmt þessu héldi núverandi meirihluti,Samfylkingar,VG og Pirata velli,fengi 13 fulltrúa af 23.

Björgvin Guðmundsson


Búið að stórskaða almannatryggingarnar!

 

Árið 1946 voru almannatryggingar stofnaðar af ríkisstjórn Alþýðuflokksins,Sjálfstæðsflokksins og Sósialistaflokksins en sú stjórn var undir forustu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins.Þegar tryggingingunum var komið á fót, lýsti Ólafur Thors því yfir,að tryggingarnar ættu að vera fyrir alla óháð stétt og efnahag og að þær ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu.Almannatryggingarnar stóðu undir nafni fyrstu árin og þær voru þá í fremstu röð en síðan drógust þær aftur út og í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum.Það er búið að stórskaða almannatryggngarnar á Íslandi Um áramótin 2016/2017 var grunnlífeyrir felldur niður.Ríkisstjórn framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir því.Það gekk algerlega í berhögg við að almannatryggngarnar væru fyrir alla.En almannatryggingar á Norðuröndum eru fyrir alla, ekki fátæktarframfærsla eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vija hafa tryggingarnar.Þess breyting svo og að lífeyrir dugar ekki til framfærslu (hjá þeim,sem ekki hafa lífeyrissjóð) þýðir,að Íslendingar hafa horfið frá norræna velferðarmodelinu.Það hefur verið horfið frá upphaflegu markmiði almannatrygginga,að þær væru fyrir alla.Hægri menn í dag vilja hafa almannatryggingarnar sem fátæktarframfærslu en ekki í anda upphaflegs markmiðs trygginganna og ekki i anda norræna velferðarmodelsins.Það er búið að stórskaða almannatryggingarnar miðað við það,sem áður var.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Íslendingar hafa horfið frá norræna velferðarmódelinu!

Íslendingar hafa horfið frá  norræna velferðarmódelinu.Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eiga stærsta þáttinn í því.Vinstri græn ("Sósialistiskur vinstri flokkur") hjálpa íhaldsflokkunum nú við það verkefni.

Björgvin Guðmundsson


Hvað er VG að gera í þessari rikisstjórn?

Svandís heilbrigðisráðherra kom fram í sjónvarpi í gær og lýsti stuðningu við ljósmæður i kjaradeilu þeirra.Hún er áreiðanlega einlæg í því.Hún kvaðst bjartsýn á að deilan mundi leysast fljótlega.En ekki löngu seinna kom annar ráðherra fram og þá kvað við annan tón.Þetta var Bjarni Ben fjármála i síma frá Berlín ( var að taka út dagpeningana sína).Honum lá mikið á að slá á puttana á Svandisi.Hann sagði,að ekki kæmi til greina að fallast á kröfu ljósmæðra,sem þýdd 20% meiri kauphækkun en aðrir fengju.Þessar tvær yfirlýsingar í sjónvarpinu sýndu í hnotskurn hvernig ástandið er í ríkisstjórninni og hver ræður.Ráðherrar VG mega tala og tala og skrifa og skrifa.En þeir ráða engu.Bjarni ræður.Sjálfstæðisflokkurinn ræður öllu í ríkisstjórninn.Það er vegna þess að VG og Framsókn gerðu sömu mistökin við myndun ríkisstjórnarinnar og Björt framtið gerði; sömdu ekki um framgang neinna af stefnumálum sínum.VG og Framsókn var svo mikið kappsmál að komast í stjórn með íhaldinu,að stefnumálin voru látin sitja á hakanum. Hégóminn var aðalatriðið, að fljúga um loftin blá og keyra í fallegum bíl.Þess vegna stjórnar íhaldið öllu í ríkisstjórninni.Sigurður Ingi verður meira að segja að taka upp stefnu Jóns Gunnarssonar últra hægrimanns um veggjöld,ef hann ætlar að gera eitthvað í samgöngumálum.Niðurlægingin er alger! Hvað er VG að gera í þessari rikisstjórn? Framsókn  ræður engu heldur.

Björgvin Guðmundsson

 


Mikil ólga í verkalýðshreyfingunni vegna sjálftöku auðstéttar í launamálum

 

 

Það sem einkenndi baráttufund verkaýðshreyfingarinnar í Reyjavik 1.mai var mikill baráttuhugur verkalýðsforingjanna,sem töluðu.Það kom skýrt fram,að það er mikil ólga innan verkalýðshreyfngarinnar og óánægja með sjálftöku yfirstéttarinnar i kjaramálum og að láglaunafólk skuli hafa verið skilið eftir i kjaramálum.Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi þessa þróun harðlega i ræðu á Ingólfstorgi.Hann sagði,að verkafólk hefði ekkert gagn af háum prósentutölum hækkana þegar launin dygðu ekki til mannsæmandi lífs.Stjórnvöld taka allan ávinning bættra kjara til baka í versnandi kjörum á húsnæðismarkaði,minni vaxtabótum,minni barnabótum,minni húsnæðisstuðningi og óhagstæðri stefnu í skattamálum fyrr láglaunafólk.Ragnar Þór boðaði átök strax eftir áramót,ef stjórnvöld breyttu ekki um stefnu.Hann boðaði hörð skæruverkföll og sagði,að allsherjarverkföll heyrðu sögunni til.

Björgvin Guðmundsson

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband