Sættir Benedikt sig ekki við þingræðið?

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir i viðtali við RUV,að hann ætli að standa við hækkun virðisaukaskattsins á ferðaiðnaðinn. Hann virðist gleyma því,að það ríkir þingræði hér.Það þarf að samþykkja hækkun virðisaukaskattsins á alþingi,Það er ekki nóg að hann og Bjarni vilji hækka skattinn. Meirihluti fjárlaganefndar vill fresta hækkun skattsins og ég reikna með að það og  vilji þingsins vigti meira en vilji Benedikts.

Björgvin Guðmundsson


Flugstöðin einkavædd og einkaaðilar látnir græða á ferðalögum Íslendinga og annarra

Formaður fjárlaganefndar vill kanna hvort ekki sé rétt að einkvæða Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Ef það yrði niðurstaðan mundu einkaaðilar fá tækifæri til þess að græða á ferðalögum Íslendinga til útlanda.Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn sá,að hann er einráður í ríkisstjórninni,samstarfsflokkarnir eru viljalaus verkfæri,eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Fyrirstaða er engin í ríkisstjórninni.Spurningin er aðeins hvað Sjálfstæðisflokkurinn getur eyðilagt mikið á meðan hann er við völd og hvað flokkurinn getur sölsað mikið undir sig af eignum. Það eru vissulega orð að sönnu sem Lilja Alfreðsdóttir sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins,að brýnasta verkefnið í dag væri að koma ríkisstjórninni frá sem fyrst.

Björgvin Guðmundsson


Brandari: Framsókn segist hafa efnt öll kosningaloforð sín!

Átakafundi í miðstjórn Framsóknarflokksins er lokið.Ákveðið var að flýta flokksþingi Framsóknarflokksins til þess að unnt sé að kjósa nýja forustu en óánægja er með núverandi forustu flokksins.Verður flokksþing haldið í janúar n.k.

 Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður flokksins í dag.Honum er ýmislegt fremur til lista lagt en að segja brandara eða gamansögur.En hann sagði þó einn brandara í viðtali við RUV um miðstjórnarfundinn.Sigurður Ingi sagði,að Framsóknarflokkurinn væri búinn að efna öll kosningaloforð sín frá kosningunum 2013. Gamansamur maður Sigurður Ingi.Honum til upprifjunar skal minnt á,að stærsta kosningaloforð Framsóknar var að afnema verðtrygginguna.Það loforð var svikið.Annað stórt loforð sem Framsókn gaf ásamt Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningar 2013 var að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans.Þetta kosningaloforð Framsóknar var einnig svikið.Læt þetta duga til upprifjunar í dag.Það er slæmt að svíkja kosningaloforðin en það er jafnvel verra að segjast hafa efnt þau loforð,sem hafa verið svikin!

Björgvin Guðmundsson


Hefur Sjálfstæðisflokkurinn styrkt sig við að Framsókn fór úr stjórninni?

Framsóknarflokkurinn má eiga það,að hann hélt fullu sjálfstæði í ríkisstjórninni með Sjálfstæðisflokknum.Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki valtað yfir Framsóknarflokkinn. Öðru máli gegnir nú.Sjálfstæðisflokkurinn hagar sér nú eins og hann sé einn í stjórninni. Hann tekur lítið tillit til samstarfsflokka sinna.Þetta sést m.a. á einkavæðingarbrölti Sjálfstæðisflokksins.Flokkurinn reynir nú alls staðar að koma við einkavæðingu.Nú síðast vill Sjálfstæðisflokkurinn einkavæða flugstöð Leifs Eiríksssonar.Það eru engin takmörk fyrir því hvað Sjálfstæðisflokkurinn vill einkavæða.Og samstarfsflokkarnir,Björt framtíð og Viðreisn gera engar athugasemdir við þessi einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins!

Björgvin Guðmundsson


Tvöfalt meiri framlög til eftirlauna í grannlöndum okkar en hér!

 

Við samanburð á útgjöldum til eftirlauna hér á landi og í nágrannalöndum okkar kemur í ljós,að framlög til eftirlauna eru miklu meiri á hinum Norðurlöndunum og í grannlöndum okkar en hér á landi.Samanlög útgjöld ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema 5,3% af vergri landsframleiðslu hér en í Danmörku,Svíþjóð, í Hollandi og á Bretlandi eru þessi útgj0ld 10% af vergri landsframleiðslu.Það eru því nálægt tvöfalt meiri framlög til eftirlauna í grannlöndum okkar en hér.Ef eing0ngu er litið á framlög ríkisins til eftirlauna en ekki einnig framlög lífeyrissjóða kemur í ljós, að framlagið hér er aðeins fjórðungur framlags Danmerkur eða 2% miðað við 8% í Danmörku. Það er því alveg sama hvar borið er niður. Ísland rekur alls staðar lestina.Íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig. Þeir standa sig aðeins vel í munninum og dásama eigin afrek.

Nýlega sagði Fréttatíminn frá því,að það væri verið að verja 100 milljörðum meira til velferðarmála á hinum Norðurlöndunum en hér.


Almannatryggungarnar áttu að vera fyrir alla ( ÓIafur Thors)


Þegar lögin um almannatryggingar voru sett 1947 sagði Ólafur Thors, sem þá var forsætisráðherra í nýsköpunarstjórninni ( Sjálfstæðisflokkur,Alþýðuflokkur og Sósialistaflokkur) ,að almannatryggingarnar ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga á Norðurlöndum og þær ættu að vera fyrir alla án tiillits til stéttar eða efnahags.

Í dag kveður hins vegar við annan tón hjá formanni Sjálfstæðisflokksins,Bjarna Ben.Nú segir formaðurinn,að lífeyrir aldraðra og öryrkja megi ekki vera hærri en lágmarkslaun, þar eð þá sé enginn hvati fyrir þá að fara út að vinna! Með öðrum orðum formaður Sjálfstæðisflokksins vill senda gamalmenni út á vinnumarkaðinn hvort þeim þau hafa heilsu til þess að vinna eða ekki og síðan tekur ríkið mestallt í skatta og skerðingar af þeim , sem sem fara að vinna! Og ekki þýðir að slá því fran,að öryrkjar eigi að fara út að vinna; það fer algerlega eftir heilsufari þeirra,hvort þeir geta það..Ef Bjarni Benediktsson hefði verið í sporum Ólafs Thors 1946 hefðu íslensku almannatryggingarnar ekki orðið í fremstu röð.

Almannatryggingar reka lestina meðal slíkra trygginga á Noðurlöndum

Almanntryggingarnar á Íslandi fóru vel af stað en í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum Svo miklar skerðingar vegna lífeyrissjóða sem hér tíðkast þekkjast ekki á hinum Norðurlöndunum.Það er búið að eyðileggja almannatryggingar á Ísland.Þær eru ekki svipur sjá sjón miðað við það sem þær voru.Ólafur Thors væri ekki ánægður í dag ef hann sæji hvernig búið er að fara með tryggingarnar og ekki heldur Haraldur Guðmundsson,faðir alannatrygginganna á Íslandi. Segja má,að almannatryggingunum hafi verið greitt náðarhöggið um áramót,þegar grunnlífeyrir var felldur niður og 4500 eldri borgarar strikaðir út úr kerfi almannatrygginga! Þetta gerist vegna þess að þeir sem fjalla um almannatryggingarnar í dag bera ekkert skynbragð á þær; þekkja ekki forsöguna og þeir hafa því stigið stór skref í þá átt að breyta almannatryggingunum í fátækraframfærsu.En það var aldrei meiningin.Þær áttu að vera fyrir alla.



Björgvin Guðmundsson

Birt í Morgunblaðinu  18.mai 2017 
 

Af hverju dugar lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki fyrir framfærslu?

 

 

 

Flestir stjórnmálaflokkar hafa sagt,að lífeyrir aldraðra og  öryrkja frá almannatryggingum eigi að duga fyrir framfærslukostnaði.En hvers vegna hefur lífeyrir þessara aðila  þá ekki verið ákveðinn á þennan hátt,.þ.e. þannig,að hann dygði til framfærslu? Ef allir stjórnmálaflokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn vilja, að lífeyrir aldraðra og öryrkja dugi fyrir framfærslu er meirihluti á alþingi samþykkur því að þetta skref verði stigið.Öll stjórnarandstaðan vill leiðrétta lífeyrinn svo hann dugi til framfærslu og það sama er að segja um Bjarta framtíð og Viðreisn.Tveir af ríkisstjórnarflokkununum vilja þá fara þessa leið ásamt stjórnarandstöðunni.Það er þá ekki eftir neinu að bíða að lyfta lífeyri aldraðra og öryrkja þannig upp,að hann dugi fyrir framfærslukostnaði.Framkvæmið þessa leiðréttingu strax!( Miðað er við þá lífeyrsþega,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum)

Björgvin Guðmundsson


Laun aldraðra 197 þúsund krónur; Laun þingmanna 1101 þúsund krónur, Laun ráðherra 1826 þúsund krónur, Laun forsætisráðherra 2022 þúsund krónur!!

 

 

 

 

Þegar borin eru saman laun aldraðra og þeirra,sem starfa á alþingi,þingmanna og ráðherra,kemur í ljós,að laun þingmanna og ráðherra eru margföld laun (lífeyris) aldraðra.Hér er átt við þá gifta aldraða,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum.Laun þingmanna eru 5,6 föld laun aldraðra.Laun ráðherra eru rúmlega 9-föld laun (lífeyris) giftra aldraðra.Laun forsætisráðherra eru rúmlega 10 föld laun giftra aldraðra!

Um síðustu áramót hækkuðu laun giftra aldraðra um 12 þúsund krónur á mánuði (þ.e. þeirra,sem hafa aðeins tekjur frá almannatryggingum!Laun alþingismanna hækkuðu um 340 þúsund krónur á mánuði síðasta haust,ráðherrar hækkðu þá um 338 þúsund krónur og forsætisráðherra hækkaði um  rúmar 530 þúsund krónur.— Þegar við höfum skoðað þessar tölur þurfum við ekki að láta segja okkur að ekki hafi verið unnt að hækka lægst launuðu eldri borgara um meira en 12 þúsund krónur á mánuðu,þá,sem einungis hafa tekjur frá TR. Það er ekki boðlegt.

Björgvin Guðmundssn


Eru starfsaðferðir aldraðra í kjaramálum réttar? Fara á nýjar leiðir!

 

Kjarabarátta eldri borgara á erfitt uppdráttar og skilar ekki alltaf miklum árangri.Félög eldri borgara gera ályktanir um kjaramál og senda þær valdhöfunum; einnig er rætt við stjórnarherrana og útskýrt fyrir þeim, að lífeyrir aldraðra sé of lágur hjá þeim, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum og skerðingar of miklar.Ályktanirnar lenda oftast í ruslakörfu valdhafanna og viðræður við þá skila litlu.Ég hef lagt til,að teknar verði upp nýjar baráttuaðferðir: Leitað verði samstarfs við verkalýðshreyfinguna og þess óskað,að hún taki upp kjarakröfur eldri borgara í viðræðum við stjórnvöld.Reynt hefur verið að fara þá leið og þegar verkalýðshreyfingin tók upp mál eldri borgara við stjórnvöld skilaði það árangri. Stjórnvöld hlusta á verkalýðshreyfinguna enda hefur hún vopnin; hún hefur mikið vald.Á þessu samstarfi þarf að verða framhald.Einnig tel ég, að fara megi dómstólaleiðina.Stefna á ríkinu vegna brota á stjórnarskrá og vegna mannréttindabrota gagnvart öldruðum..

Hagvöxtur er meiri á Íslandi í dag en á nokkru öðru hinna Norðurlandanna.Samt gera íslensk stjórnvöld ekkert til þess að bæta kjör aldraðra.Kjör þeirra verst stöddu eru áfram 197 þúsund kr á mánuði eftir skatt hjá giftum og 230 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt.Sumir telja,að ekki eigi að finna að þessu.En ég er á annarri skoðun.Ég tel,að berjast eigi gegn þessu ranglæti þar til það hefur verð leiðrétt.Þetta eru ekki mannsæmandi laun.Kjör aldraðra voru skert meira um síðustu áramót en sem svaraði hungurlúsinni sem aldraðir fengu í „kjarabót“. Skerðing húsaleigubóta jókst um áramót og aðrar skerðingar jukust einnig ,þannig að hungurlúsin hvarf strax.Það er bæði verið að fremja stjórnarskrárbrot og mannréttindabrot á þeim eldri borgurum,sem verst eru staddir.

Björgvin Guðmundsson


Ráðstöfun Granda brot á lögunum um stjórn fiskveiða?

 

 

 

Grandi hefur ákveðið að segja upp  86 starfsmönnum fiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi, þar eð  fyrrtækið ætlar að flytja vinnsluna til Reykjavíkur.Öllum starfsmönnum botnfiskvinnslu fyrirtækisins á Akranesi er sagt upp. Grandi dró fulltrúa Akranesbæjar á asnareyrunum í margar vikur og þóttist vilja ná samkomulagi um hafnarframkvæmdir sem áttu að stuðla að því,  að Grandi gæti haldið vinnslunni áfram á Akranesi.En þetta voru málamyndaviðræður af hálfu Granda.Þeir meintu ekkert með viðræðunum.

Í 1.grein laganna um stjórn fiskveiða segir svo: Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.Ég tel,að Grandi sé að brjóta ákvæði  þessara laga með því að loka botnfiskvinnskunni á Akranesi og segja upp 86 manns þar.Fyrirtækið er ekki að tryggja með þeirri ráðstöfun trausta atvinnu og byggð á Akranesi.Fyrirtækið er að rústa atvinnu og byggð þar og ganga gegn þeim fyrirheitum,sem gefin voru þegar HB gékk til samstarfs við Granda.Fyrirtækið  Grandi hefur náð markmiði sínu; að hirða kvótann af Akurnesingum og hundsa ákvæði laganna um að tryggja trausta atvinnu og byggð a Akranesi.Grandi beitir þarna sömu aðferð og kvótakóngar hafa beitt um allt land; að  fara með kvótann á brott og skilja eftir sviðna jörð heimabyggðar.

Það verður annað hvort að skerða kvóta Granda eða hækka veiðigjöld fyrirtækisins.Sjávarútvegsráðherra vill sennilega fremur fara seinni leiðina miðað við ummæli ráðherra í fjölmiðlum.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 

 

 

 


25 ár frá því Ísland gerðist aðili að EES

Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES)Það er mikilvægasti viðskiptasamningur,sem Ísland hefur gert.

En EES er ekki aðeins viðskiptabandalag heldur einnig efnahagsbandalag.Með aðild að EES fékk Ísland fríverslunarsamning við Evrópusambandið en einnig aðild að innri markaði ESB og rétt til stofnunar fyrirtækja hvar sem er á svæði EES. Evrópska efnahagssvæðið byggist ekki aðeins á viðskiptafrelsi,fríverslun ( frjálsum vöruflutningum), heldur einnig frjálsum fjármagnsflutningum,fjálsum vinnuaflsflutningum ( frjálsum atvinnurétti)og frjálsum þjónustuflutningum.Það eru frelsin fjögur.

EES varð til með samningi milli Evrópusambandsins og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um fríverslun.Upphaflega var EES öðrum þræði hugsað sem biðstofa fyrir ríkin,sem ætluðu sér síðar að ganga í ESB.

Það var Alþýðuflokkurinn undir forustu Jóns Baldvins Hannibalsssonar,sem átt stærsta þáttinn í aðild Íslands að EES.Jón Baldvin var þá utanríkisráðherra og undirritaði EES samninginn fyrir hönd Íslands.Nauðsynlegur undanfari  aðildar Íslands að EES var aðild Íslands að EFTA. Alþýðuflokkurinn undir forustu Gylfa Þ.Gíslasonar átti stærsta þáttinn i aðild Íslands að að EFTA.Gylfi var þá vidskiptaráðherra og undirritaði EFTA-samninginn fyrir Íslands hönd-  ESB er í dag langstærsti viðskiptaaðili Íslands.Við verslum meira við ESB en nokkra aðra viðskiptablokk.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband