300 þús á mánuði reyndist blekking!!

 

Þegar verkalýðshreyfingin fór fram á að laun fyrir skatt hækkuðu í 300 þúskr á mánuði (2018) fór Landssamband eldri borgara fram á það sama fyrir aldraða.Við afgreiðslu á nýju lögum um almannatryggingar 2016/2017 lýsti ríkisstjórn Sigurðar Inga og Bjarna Ben því yfir,að lífeyrir aldraðra og öryrkja mundi hækka í 300 þúsund 1.jan 2018.En hverjar eru  efndirnar:Aðeins 29% öryrkja fær 300 þús á mánuði fyrir . skatt,þ.e. þeir sem búa einir. Hinir fá aðeins 239 þúsund.Enn færri meðal aldraðra fá 300 þúsund fyrir skatt eða 15-20%.Hinir fá aðeins 239 þús.Auk þess er á að líta,að skatturinn á eftir að hirða af því,sem fæst fyrir skatt tæp 20%.Það er því lítið eftir fyrir húsnæðiskostnaði og öllum útgjöldum.

Hækkun lífeyris í 300  þúsund á mánuði hefur reynst blekking.Stjórnarherrarnr eru búnir að flagga þessari "hækkun" mikið.En í raun er það svo að aðeins hluti lífeyrisþega hefur fengið 300 þús og það fremur lítill hluti.Er ekki tímabært að hætta blekkingarleik og veita öldruðum og öryrkjum raunhæfar kjarabætur?

Björgvin Guðmundsson

 


Stöðugt verið að brjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum!Mannréttindabrot að halda lífeyri við fátæktarmörk eins og gert er!

Ísland hefur undiritað marga alþjóðlega mannréttindasáttmála.Þessir sáttmálar kveða m.a. á um það,að veita skuli öldruðum og öryrkjum  félagslegt öryggi og þeir kveða á um ýmis önnur réttindi,sem veita á öldruðum og öryrkjum.Einna mikilvægastur þessara sáttmála er Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna.Þá skiptir  Samningur Sþ. um réttindi fatlaðra miklu máli fyrir öryrkja en aðalatriði þess samnings er,að fatlaðir eiga að njóta sömu réttinda og ófatlaðir.En það er  ekki nóg að undirrita samninga og setja þá í gildi,það þarf að fara eftir þeim.

Það er óheimilt samkvæmt alþjóðasamningum,sem Ísland er aðili að að færa réttindi aldraðra og öryrkja til baka,þ.e. skerða þau eins og ítrekað hefur verið gert hér á landi.Mannréttindayfirlýsing Sþ.kveður á um það,að allir eigi rétt á lífskjörum til verndar heilsu og vellíðan; þar á meðal rétt til fæðis,klæða og félagslegrar þjónustu.Ennfremur segir,að allir eigi rétt á öryggi  vegna atvinnuleysis,fötlunar,veikinda,fyrirvinnumissis,elli og annars,sem skorti veldur.Í stjórnarskránni eru einnig ákvæði,sem veita ölduðum og öryrkjum vernd,svo sem að ríkið eigi að veita þeim aðstoð,ef þarf.Þá segir í lögum,að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.- Það er stanslaus verið að bjóta mannréttindi á öldruðum og öryrkjum og það er langur vegur  frá því að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband