Ríkisstjórnin metur vogunarsjóðina meira en öryrkja!

Við umræður um  fjármálaáætlun á alþingi í dag sagði Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins,að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefði veitt fjármagni til vogunarsjóða í stað þess að láta það ganga til öryrkja.Bankaskattur hefði verið lækkaður og arðgreiðslur auknar til vogunarsjóða,sem ættu í bönkunum; alls hefðu 2 milljarðar verið færðir til vogunarsjóða frá bönkunum í stað þess að láta öryrkja njóta fjármagnsins. Þetta er ríkisstjórn vogunarsjóðanna,sagði Birgir.

 

Björgvin Guðmundsson


Ekki ein einasta króna sem á að fara í vasa eldri borgara!

Ég hafði ekki mikla trú á því, þegar forsætisráðherra sagði að skipa ætti starfshóp til þess að fjalla um vanda eldri borgara.Það var heilmikið í kringum þetta. Nær öll stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík var boðuð til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra  í byrjun mars til þess að hlíða á boðskap hennar um að skipa ætti starfshóp um mál eldri borgara.Undur og stórmerki.Ég taldi ekki þurfa neinn starfshóp.Ég taldi þurfa aðgerðir strax,hækkun lífeyris  nú þegar. Allar staðreyndir málsins liggja á borðinu.Það þarf þess vegna engan starfshóp.Það tefur aðeins málið.

Nú skrifar Ellert Schram formaður FEB á heimasíðu félagsins: Samþykkt var að skipa starfshóp en hvað svo.Ekkert.Engin nefnd.Engin umræða. Tíminn líður... hvergi sé ég eina einustu krónu,sem á að fara í vasa eldri borgara.

Eins og ég sagði:Ég hafði ekki mikla  trú á fyrirheiti forsætisráðherra um að skipa starfshóp.En ég reiknaði þó með því,að starfshópurinn yrði myndaður. Það er ekki einu sinni gert.Það er algeng aðferð stjórnmálamanna að svæfa mál í nefnd eða starfshóp.Ég legg því til að hætt verði við starfshópinn og gengið strax í að hækka lífeyri þeirra,sem verst eru staddir

Björgvin Guðmundsson

 


Félagsmálaráðherra ætlar að afnema krónu móti krónu skerðingu gegn því að þeir samþykki starfsgetumat!

Félagsmálaráðherra,Ásmundur Einar Daðason,sagði eftirfarandi á alþingi í gær:

Ég get sagt það að nú á þessu vori og fram á sumar og næsta haust er áætlað að ráðuneytið setji allan kraft í það mál sem lýtur að örorkulífeyrisþegum, sem lýtur að bættum kjörum þeirra, sem lýtur að því að endurskoða almannatryggingakerfið á þeim grunni að innleiða starfsgetumat og m.a. afnema krónu á móti krónu skerðinguna samhliða því. Öll sú vinna sem þar fer fram; hvernig dagsetningar verða, hverjar upphæðir verða, hvar línur verða dregnar, er nokkuð sem mun koma í ljós í þeirri vinnu sem er að hefjast. Það er mjög erfitt að slá fram einhverjum ákveðnum hlutum hérna, nema að ég segi: Það er fullur pólitískur vilji til þess að sú vinna fari af stað og það er fullur pólitískur vilji  til þess að út úr henni komi jákvæð niðurstaða fyrir örorkulífeyrisþega.

Samkvæmt þessu er ríkisstjórnin hætt að leyna því að beita eigi þvingunum til þess að fá öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat.Kjarabætur,sem öryrkjar áttu að fá um áramótin 2016/2017  eins og aldraðir er orðið verslunarvara.Skilaboðin til öryrkja eru þessi: Þið fáið aðeins afnám krónu móti krónu skerðingar,ef þið samþykkið starfsgetumat,annars ekki!Öryrkjum var lofað afnámi krónu móti krónu skerðingar 2016/2017.Það var svikið.Síðan var sagt við þá,að þeir fengju þessa lagfæringu mjög fljótlega.Það var svikið. Allir flokkar  lofuðu afnámi krónu móti krónu skerðungar hjá öryrkjum.Við það var ekki staðið.En nú ætlar Ásmundur félagsmálaráðherra að versla við öryrkja um málið. Það er siðlaust.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


VG samdi um aðild að íhaldsstjórn án skilyrða!

Það er ekki nýtt í alþjóðlegri hreyfingu sósialdemokrata og sósialista, að rætt sé um samstarf við borgaralega  flokka. Þetta var umdeilt á árum áður og kallað ráðherrasósialismi.En það er nýtt að gengið sé í slíkt samstarf án skilyrða.  það gerðist hjá VG í lok nóvember 2017.VG gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn án þess að semja um nokkur stefnumál; lét sér nægja 3 ráðherrastóla.

Þegar Alþýðuflokkur og Sósialistaflokkur mynduðu stjórn með Sjálfstæðisflokknum 1944,nýsköpunarstjórnina,voru sett ströng skilyrði fyrir samstarfinu. Alþýðuflokkurinn setti það skilyrði,að stofnaðar yrðu almannatryggingar.Þegar viðreisnarstjórnin var mynduð 1959 setti Alþýðuflokkurinn á ný ströng skilyrði fyrir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn,skilyrði um mikla eflingu almannatrygginga,fjölskyldubóta.En þegar VG myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokknum setti flokkurinn engin skilyrði um eflingu velferðarkerfis.Það eina,sem flokkurinn hefur fengið fram eru einhverjar ráðstafanir í loftslagsmálum; allir eru sammmála  um þær.VG fær þvi engar kjarabætur fram fyrir aldraða,öryrkja eða hina lægst launuðu.Sennilega er reynsluleysi forustumanna flokksins um að kenna,að samið hefur verið svona illa. Því verður varla trúað,að ætlun flokksins hafi verið sú ein að fá ráðherrastóla í stjórn með íhaldinu.En það blasir við.

 

Björgvin Guðmundsson


Dýrkeyptur hégómi!

Haustið 2017 skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni " Dýrkeyptur hégómi".Þar fjallaði ég um þann hégóma,að Katrín Jakobsdóttir skyldi leggja höfuðáherslu á að fá stól forsætisráðherra í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og í raun leggja meiri áherslu á það en að koma fram stefnumálum Vinstri grænna. Í greininni sagði ég m.a.: "Það reyndist Katrínu dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn.Hún ræður engu í stjórninni.Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina.En það leynist engum,að Bjarni ræður öllu í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lægst launaða lífeyrisfólk nema  með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanferðir til Parísar og Berlínar.En það er dýrkeyptur hégómi!Stefnumálin skipta meira máli.Þeim hefur verið fórnað fyrir hégómann!

Björgvin Guðmundsson


Hvað er VG að gera í ríkisstjórninni?

Eftir,að fjármálaáætlun og fjármálastefna ríkisstjórnarinnar er komin fram er ljóst hver ræður ferðinni í ríkisstjórninni. Það er Sjálfstæðisflokkurinn.VG virðist ekki koma neinum málum fram.Félagshyggjuflokkur eins og VG hefur verið og vill sjálfsagt vera ætti að setja mark sitt á ríkisstjórn,sem flokkurinn veitir forstöðu.En ekki er að sjá,að það hafi tekist.Fjármálaáætlunin gerir ekki ráð fyrir neinni raunhækkun til aldraðra og öryrkja; aðeins hækkun vegna fjölgunar lífeyrisfólks.Framlög til byggingar leiguíbúða lálaunafólks eru skorin niður um helming.Hvorki vaxtabætur sé  barnabætur eru hækkaðar næstu 5 árin.Þó hafði forsætisráherra boðað,að svo yrði.Miðað við ákvæði stjórnarsáttmálans um kjaramál er heldur ekki útlit fyrir,að ríkisstjórn Katrínar beiti sér fyrir hækkun lægstu launa.

Spurningun er því þessi:Hvað er Katrín að gera í þessari ríkisstjórn? Hún kemur ekki neinum velferðar- málum VG fram? Það eru helst einhver umhverfismál og loftslagsmál,sem VG getur eignað sér.En varla hefur VG farið í ríkisstjórnina vegna þeirra mála eingöngu.VG hlýtur að vilja hafa áhrif á hefðbundin velferðarmál einnig.En það hefur ekki tekist enn.Í þeim málum ræður Sjálfstæðisflokkurinn ferðinni.Það er algerlega á ábyrgð VG að Sjálfstæðiflokkurinn skuli geta stöðvað allar kjarabætur til aldraðra,öryrkja og láglaunafólks.

Björgvin Guðmundsson


Engin raunaukning til aldraðra og öryrkja!

Ríkisstjórnin kynnti í gær fjármálaáætlun og fjármálastefnu til næstu 5 ára.Áætlunin veldur miklum vonbrigðum.Hún eykur ójöfnuð í landinu og gerir ekki ráð fyrir auknum framlögum til aldraðra og öryrkja nema vegna fjölgunar.Hins vegar á að lækka skatt á bönkum.RUV ræddi við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar og Birgi Þórarinsson frá Miðflokknum um áætlunina.Logi sagði,að þetta væri íhaldsáætlun; hún bæri greinlegan svip hægri stefnu.Engin hækkun væri á vaxtabótum og barnabótum þrátt fyrir loforð forsætisráðherra þar um;framlag til leiguíbúða fyrir þá tekjulægstu væru lækkuð um helming.Birgir sagði,að ríkisstjórn Katrínar lækkaði bankaskattinn en gæti ekki hækkað lífeyrir aldraðra og öryrkja.Hann gagnrýndi það.

Björgvin Guðmundsson


Hvergi eins lágt framlag ríkis til eftirlauna og hér!

Bvergi á byggðu bóli greiðir ríkið eins lágt framlag til eftirlauna aldraðra og hér á landi.Framlagið hér nemur 2% af vergri landsframleislu.Á Ítalíu nemur það 16%,í Frakklandi 14%,í Portugal 13%,í Danmörku 6% og í Noregi 5 %.Það er sama hvar borið er niður.Framlag ríkis til eftirlauna er alls staðar hærra en hér.Búum við í vanþróuðu ríki?

 

Björgvin Guðmundsson


Hvers vegna er ríkisstjórnin neikvæð gagnvart þeim lægst launuðu?

 

 
 
 Um páskana gefst gott tækifæri til þess að hugsa um vanda þeirra,sem verst eru staddir og hvað unnt sé að gera i þeirra málum.Að minu mati eru lægst launuðu aldraðir og öryrkjar,svo og láglauna verkafólk verst statt.Spurningin er .þessi. Af hverju hefur ríkisstjórnin ekkert gert í málum þessa fólks? Af hverju er ríkisstjórnn neikvæð i garð þessara hópa?Ástæðan getur ekki verið nema ein: Forustuflokkur ríkisstjórnarinnar lætur Sjálfstæðisflokkinn ráða ferðinni,þegar kemur að vanda framangreindra hópa. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár verið mjög neikvæður í garð þessara hópa.Aðild VG að ríkisstjórninni hefur ekki gert stjórnina að neinu leyti jákvæðari gagnvart þeim lægt launuðu en áður var.Stefnan er jafnvel enn neikvæðari en áður.

Stjórnin hefur setið í 4 mánuði en á þeim tíma hefur hún ekki haft frumkvæði að því að hækka lægsta lífeyri um eina krónu og ekki heldur að hækka lágmarkslaun.Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að útrýma barnafátækt.-Þrátt fyrir lagaákvæði um,að lífeyrir eigi að fylgja launaþróun hækkaði lífeyrir minna um síðustu áramót en lágmarkslaun eða um 4,7% en lágmarkslaun hækkuðu um 7%. Þingmenn hækkuðu um 45% 2016 og ráðherrar enn meira!
Lífeyrir aldraðra og öryrkja,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum er sem hér segir: Giftir 204 þúsund á mánuði eftir skatt.einhleypir 243 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Lágmarkslaun eru svipuð.Það er engin leið að lifa af þessari hungurlús.Þetta er rétt rúmlega fyrir húsaleigu.En samt hreyfir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki legg ne lið til þess að laga þetta.Þingið sefur líka,þegar það kemur saman."Róttækur verkalýðs-og velferðarflokkur" (VG?) hefði átt að láta það verða sitt fyrsta verk að laga þessi slöku kjör; það hefði átt að gerast á fyrstu viku rikisstjórnarinnar.En ekkert gerðist.VG virðist hafa gleymt stefnu sinni.Laun þingmanna eru 1,1 milljón á mánuði fyrir skatt fyrir utan allar aukasporslurnar og laun ráðherra eru 1,8 milljón á mánuði og hjá forsætisráðherra rúmar 2 millj. á mánuði.Hlunnindi og aukagreiðslur til ráðherra eru miklu meiri en til þingmanna.Ráðherrar þurfa mjög sjaldan að taka upp veskið! Luxuskjör yfirstéttarinnar ættu að reka á eftir henni að bæta kjör  þeirra lægst launuðu.En það gerist ekki.

Björgvin Guðmundsson

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband