SAMA HUNGURLÚS LÍFEYRIS OG 2018

Samkvæmt reiknivél TR eru greiðslur TR til aldraðra sem hér segir 2019:Býr einn: Ellilífeyrir 248 þús,heimilisuppbót 63 þús tæpl..Alls tæp 311 þús.Samtals eftir skatt 252 þús. Ca. 25% fá heimilisuppbót,hinir fá aðeins 248 þús kr á mán.-Þetta er sama hungurlúsin og var 2018.
Á maka,býr ekki einn:Ellilífeyrir 248 þús.Samtals eftir skatt 213 þús tæpar.- Eins og ég hef sagt áður er þessi "hækkun" ekki nægileg fyrir verðbólgunni.Raunhækkun er því engin. Verðhækkanir eru þegar byrjaðar.Strætisvagnar hafa hækkað verð um 4%,heimsendur matur til aldraðra hefur hækkað og verð í matvöruverslunum einnig enda þótt gengið hafi styrkst nokkuð og ekki hafi eingöngu verið um gengisveikingu að ræða.Bensín hækkar.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Er kaþólskari en páfinn?

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2,Vísis og Bylgjunnar.Hún er vel að þessum heiðri komin.Sólveig Anna varpaði nokkrum spurningum til  flokksleiðtoganna í Kryddsíldinni.Hún spurði foringjana,m.a. hvort þeir gætu lifaf af lágmarkslaunum verkafólks,rúmlega 300 þúsund á mánuði.Þeir Logi,Bjarni og Sigmundur Davíð svöruðu spurningunni neitandi en Katrín svaraði ekki.Það var skrítið.Það er auðvelt að svara þessari spurningu.Málið er að vísu viðkvæmt fyrir Katrínu,þar eð enginn hefur barist eins hatrammlega gegn hækkun lágmarkslauna eins og hún.Hún hefur tekið harðari afstöðu gegn verkafólki en sjálfur lærifaðir hennar,Bjarni.Hún er því orðin kaþólskari en páfinn.Hinir leiðtogarnir svöruðu ekki spurningunni skýrt.Þeir drápu málinu á dreif!

Björgvin Guðmundsson


Er best að losa sig við þingið??

 

Nýlega er búið að samþykkja samgönguáætlun á alþingi.Ekkert er minnst á veggjöld í henni enda var Sigurður Ingi,sem nú er samgönguráðherra á móti veggjöldum í kosningabaráttunni haustið 2017.En eftir að þingið hafði afgreitt samgönguáætlun fóru fulltrúar ríkisstjórnarinnar að vinna að því í bakherbergjum þingsins að tekin væru upp veggjöld.Og í framhaldi af því tala þeir um veggjöld eins og þau hafi verið samþykkt á þinginu en svo er ekki.Ljóst er,að þingið þvælist fyrir þeim!Það hlýtur því að hvarfla að þeim að best sé að losa sig við þingið!
Það er búið að taka af bíleigendum og kaupendum bílaeldsneytis gífulega háar upphæðir fjármuna,sem áttu að renna í vegaframkvæmdir en þessir fjármunir hafa farið í allt annað.Sumir segja,að þessum fjármunum hafi verið "stolið"!
 
Björgvin Guðmundsson

GLEÐILEGT NÝTT ÁR!

Ég óska vinum mínum og ættingjum gleðilegs nýs árs.Þakka gömlu árin og ánægjulega samveru og samstarf.

Björgvin Guðmundsson


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband