Vísa þarf kjaramálum aldraðra til mannréttindadómstóls Evrópu

 

 

 

Ég hef skrifað reglulega um málefni aldraðra og öryrkja á Facebook undanfarið. Margir hafa  sagt í tilefni af skrifum mínum, að tímbært væri að fara með mál aldraðra og öryrkja til mannréttindadómstóls Evrópu.Og það er rétt.Með því að íslenskir stjórnmálamenn eru ekki færir um að ákvarða öldruðum og öryrkjum mannsæmandi kjör og brotin eru mannréttindi á þessum hópum hvað eftir annað er vissulega ástæða til þess að láta alþjóðlega mannréttindadómstóla fjalla um málefni aldraðra og öryrkja.

Ég ræddi þetta mál i kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík á meðan ég var formaður þar. Fékk ég tvo lögfræðinga á fund í nefndinni til þess að ræða málið; voru það lögfræðingar,sem höfðu verið að vinna fyrir Öryrkjabandalag Íslands.Lögfræðingarnir töldu að það kæmi til greina að stefna ríkinu vegna vissra mála en ekki allra.Þeir töldu, að það athæfi Tryggingastofnunar að rifa allan lífeyri af eldri borgurum sem færu á hjúkrunarheimili væri örugglega mannréttindabrot og brot á stjórnarskránni.Þeir töldu dómsmál vegna þess máls vera gjörunnið.Þeir töldu erfiðara að fara í mál vegna skerðinganna,þar eð lítið fyndist skriflegt um að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar enda þótt fjölmargir verkalýðsleiðtogar og aðrir staðfestu,að það hefði verið undirskilið,að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar og aldrei hefði komið til greina,að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu tryggingalífeyris.Rétt er þó að halda því til haga að munnlegar yfirlýsingar geta verið jafngildar skriflegum.Talið var að það væri mjög vandmeðfarið að fara í mál vegna þess að lífeyrir dygði ekki fyrir framfærslukostnaði. Það þyrfti að fá dómsúrskurð eða dómkvadda matsmenn til þess að ákvarða hvað mikið þyrfti til framfærslu.- Framangreint eru helstu atriðin,sem komu fram,þegar rætt var um hugsanleg málaferli í kjaranefnd FEB.-Velferðarráðuneytið hefur látið semja neysluviðmið og dæmigert neysluviðmið Við vinnu velferðarráðuneytis að málinu var stuðst við neyslukönnun Hagstofunnar en sú könnun  fjallar um meðaltalsútgjöld heimila og einhleypinga í landinu.Með því,að tvær opinberar stofnanir hafa unnið að neysluviðmiði og neyslukönnun heimila og einstakinga í landinu ætti að vera auðvelt að kveða upp úr um framfærslukostnað aldraðra og öryrkja.

Ástæðan fyrir því,að ég fjalla hér mikið um hugsanleg málaferli innan lands er sú,að áður en unnt að er vísa kjaramálum aldraðra og öryrkja til Mannréttindadómstóls Evrópu þarf að leggja málið fyrir innlendan dómstól.Það er nauðsynlegur undanfari

.

Björgvin Guðmundsson

 

  www.gudmundsson.net

 


Verið að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna?

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp Bjarna Benediktssonar um lífeyrisréttindi.Ögmundur Jónasson fyrrverandi formaður BSRB og fyrrverandi þingmaður og ráðherra kom í viðtal hjá RÚV í morgun um málið.Hann sagði,að ef frumvarp Bjarna yrði samþykkt mundi það geta valdið mikilli kjaraskerðingu opinberra starfsmanna.

Opinberir starfsmenn hafa haft betri lífeyrisréttindi en starfsmenn á almennum markaði en á móti samþykktu þeir að sætta sig við verri launakjör en almenni markaðurinn.Frumvarpið gerir ráð fyrir samræmingu lífeyrisréttinda gegn yfirlýsingu (loforði) stjórnvalda um að launakjör opinberra starfsmann verði bætt.Auk þess á að færa lífeyrisaldurinn úr 65 árum í 67 ár.Ögmundur telur,að þetta hvort tveggja geti skert kjör opinberra starfsmanna. BSRB hefur ekki samþykkt frumvarpið.Vill,að haldið verði við samkomulag sem stjórnvöld gerðu við BSRB og fleiri samtök launamanna um málið.En ekki sé staðið við það samkomulag í frumvarpinu.

Ég tek undir með BSRB og Ögmundi.Ég gef ekkert fyrir loforð ráðherranna um að launakjör opinberra starfsmanna verði bætt í framtíðinni. Þessi loforð eru ekki pappírsins virði,sem þau voru skrifuð á.Þessir föllnu ráðherrar eru marguppvísir að því að svíkja öll loforð.Það treystir þeim enginn.Opinberir starfsmenn þurfa að fá örugga tryggingu,ef samþykkja á frumvarpið.

Björgvin Guðmundsson


Ágreiningur milli FEB og LEB um almannatryggingar !

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur verið mjög gagnrýnið á frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um almannatryggingar.Einkum gagnrýndi FEB,að ætlunin var að samþykkja frv óbreytt enda þótt engin hækkun lífeyris væri í frumvarpinu og ekkert frítekjumark.Eftir fjölmennan fund FEB í Háskólabíó þar sem frumvarpinu var mótmælt í óbreyttri mynd var ákveðið að hækka lífeyri og frítekjumörk verulega.FEB gagnrýnir Landssamband eldri borgara fyrir að hafa gagnrýnislaust samþykkt frumvarpið um almannatryggingar.Virðist svo sem kominn sé upp opinn ágreiningur milli FEB og LEB.Það er óvenjulegt.

Björgvin Guðmundsson


Lítill áhugi stjórnmálamanna á kjörum aldraðra og öryrkja!

 

 

Það hefur verið nefnt við mig,  að lítið sé rætt um  kjaramál aldraðra og öryrkja í stjórnarmyndunarviðræðum. Og það er rétt.Hver er ástæðan? Hún er einföld:  Sáralítill áhugi á málefnum aldraðra og öryrkja.Og sinnuleysi fyrir nauðsyn aðgerða í þessum málaflokki.Þetta er sama ástand og verið hefur í þessum málaflokki  á alþingi.

  Ég held,að ein ástæðan fyrir þessu áhugaleysi og sinnuleysi sé sú,  að stjórnmálamenn geri sér ekki ljóst hvað ástandið er alvarlegt í þessum málaflokki. Það er eins og stjórnmálamenn átti sig ekki á því, að það ríkir neyðarástand í kjaramálum aldraðra og öryrkja.Það er ekkert annað en neyðarástand, þegar sumir aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á þvi að fara til læknis,verða stundum að sleppa því að leysa úr lyfin sín og geta í vissum tilvikum ekki keypt nauðsynlegan mat.

Í stjórnarmyndunarviðræðunum er  mikið rætt um sjávarútvegs-og landbúnaðarmál,um stjórnarsrkrána og um Evrópusambandið en málefni aldraðra og öryrkja komast varla að. Á þessu þarf að verða breyting. Bætt kjör aldraðra og öryrkja eiga að vera eitt af stóru málunum.Og þingið,sem nú situr að störfum á að taka rögg á sig og ákveða að bæta kjör aldraðra og öryrkja.Þingmenn eiga ekki að bíða eftir einhverjum umboðlausum  ráðherrum.Þeir eiga að hafa frumkvæðið sjálfir og flytja frumvarp til laga um bætt kjör aldraðra og öryrkja vegna neyðarástands ,sem ríkir í kjörum þeirra. Það færi vel á því að gera þetta fyrir jólin.Tvær leiðir koma til greina: 1) að gera frambúðarleiðréttingu á kjörum aldraðra og öryrkja 2) að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja vegna jólanna  svo þessir aðilar geti haldið jól eins og aðrir í þjófélaginu.

Björgvin Guðmundsson

 


Meðferðin á öldruðum og öryrkjum stenst ekki mannréttindi!

Stenst það mannréttindi að skammta öldruðum og öryrkjum svo naumt, að þeir eigi erfitt með að framfleyta sér og þurfi alltaf að kvíða morgundeginum? Ég segi nei. Það stenst ekki mannréttindi.Það er hreint mannréttindabrot.Samkvæmt stjórnarskránni á að veita öldruðum og öryrkjum aðstoð frá hinu opinbera ef þarf.Það er ljóst að það þarf aðstoð,þegar lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki fyrir brýnustu nauðsynjum og læknishjálp og lyf verða hvað eftir annað að mæta afgangi og stundum í lok mánaðar er heldur ekki nóg fyrir mat.Margir úr hópi aldraðra og öryrkja þurfa að leita til hjálparstofnana nú fyrir jólin.Það er til skammar fyrir íslenskt samfélag og það er til skammar fyrir stjórnvöld.

Einhleypir eldri borgarar og öryrkjar þurfa að halda jól af 207 þús króna mánaðarlífeyri eftir skatt;  húsaleiga er ef til 150 þúsund og þá er lítið eftir fyrir mat,jólamat,jólagjöfum og öðrum kostnaði.Lífeyrir þeirra,sem búa með öðrum er rúmar 185 þúsund eftir skatt.Það sér hver maður að það er engin leið að lifa af þessari hungurlús.Á að verðlauna ráðherra,sem hafa haldið lífeyrisfólki við þessi hungurmörk í rúm 3 ár með því að halda þeim áfram við völd! Það gerist ef Sjálfstæðisflokkurinn verður áfram i ríkisstjórn!Ég tel það einnig mannréttindabrot að mismuna þegnunum eins og gert er í þessu landi; að láta ráðherra,þingmenn og embættismenn fá gífurlegar launahækkanir og marga mánauði til baka en segja við aldraðra og öryrkja,að þeir eigi að bíða mánuðum saman eftir að fá örlitla hækkun.Þetta er gróf mismunun og mannréttindabrot.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Greiðsluþátttaka sjúklinga hér í heilbrigðisþjónustu miklu meiri en á hinum Norðurlöndunum!

 

 

Heilbrigðisráðherra hefur gefið út reglugerð um hámarksgreiðsluþáttöku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustu og lyfjakaup.Reglugerðin veldur miklum vonbrigðum vegna þess hve hátt greiðsluþakið er en það er miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum.Hámarksgreiðsluþátttala einstaklinga í heilbrigðisþjónustu á 12 mánaðatímabili er er 49.200- 69.700 kr eftir því hve mikið viðkomandi sjúklingur notar heilbrigðisþjónustu  6 mánuðina á undan 12 mánaða tímabilinu.En hámarksgreiðsluþátttaka fyrir lyf er 41000 kr á 12 mánaðatímabili.Alls er hér samanlagt um að ræða  90.200-110.700 fyrir hvort tveggja.Það er alltof hátt. Í Svíþjóð er sambærileg tala 40 þúsund eða aðeins 45% af því sem það er lægst hér..Í Noregi er sambærileg tala aðeins  29000 kr á 12 mánaða tímabili.

Greiðsluþakið hjá öldruðum og öryrkjum er  46.467 kr fyrir heilbrigðisþjónustu á 12 mánaða tímabili.Fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf samanlagt er greiðsluþakið  87.476 kr  fyrir aldraða og öryrkja. Það er alltof hátt með hliðsjón af því hve lífeyrir aldraðra og öryrkja er lágur.

Með því að hagvöxtur er nú  meiri hér en á hinum Norðurlöndunum og Ísland er nú orðið eitt vinsælasta  ferðamannalandið og hefur mjög miklar tekjur sem slíkt er óskiljanlegt hvers vegna stjórnvöld bjóða Íslendingum ekki sömu kjör og hin Norðurlöndin að því er varðar greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu og lyfjakaupum.Ísland býður eldri borgurum og öryrkjum mun verr kjör en hin Norðurköndin gera og nú bætist það við  að Ísland ætlast til,að íslenskir sjúklingar greiði mun stærri hlut í heilbrigðisþjónustu og lyfjakaupum en íbúar hinna Norðurlandanna.Það er eins og ráðamenn hér haldi,að það sé enn kreppa hér

Það er kominn tími til,að Íslendingar njóti sömu kjara og íbúar hinna norrænu landanna.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Ekkert gert í málefnum aldraðra og öryrkja?

 


Mikil hætta er nú á þvi, að einhvers konar hægri stjórn verði mynduð eftir,að tilraunir til þess að mynda 5-flokka stjórn fóru út um þúfur.Ef tveir hægri flokkar mynda stjórn með þriðja flokknum munu þeir ráða nær öllu í slíkri stjórn.Það verða þá engar umbætur gerðar í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum og nær engar breytingar gerðar á stjórnarskránni. Það,sem er þó enn verra er það,að hægri stjórn mun ekki veita öldruðum og öryrkjum neinar kjarabætur til viðbótar við þá hungurlús,sem á að koma til framkvæmda nú um áramót og skiptir engu máli.
5-flokka ríkisstjórn hefði væntanlega bætt kjör aldraðra og öryrkja verulega.Samfylking,Piratar ,VG og væntanlega Björt framtíð líka vilja bæta kjör aldraðra og öryrkja verulega.Piratar eru eini stjórnmálaflokkurinn á alþingi,sem vill afnema skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni.Gera má ráð fyrir,að 5- flokka stjórn hefði annað hvort afnumið allar skerðingar eða gengið mjög langt í afnámi þeirra.Það er gífurleg kjarabót.Sjálfstæðisflokkurinn vill ekkert gera til þess að bæta kjör lífeyrisfólks umfram hungurlúsina.Bjarni Ben vill senda allt lífeyrisfók út á vinnumarkaðinn,aldna,80-90 ára gamla og óvinnufæra öryrkja.Hann er haldinn fjandsamlegri stefnu í garð aldraðra og öryrkja og mun reyna allt til þess að halda kjörum þeirra niðri.
Sennilega hafa fulltrúar 5-flokksins ekki gert sér grein fyrir því hvað mikilvægt það væri,að þeir næðu samkomulagi.Með því að glutra þvi niður voru þeir að koma i veg fyrir myndun umbótastjórnar,koma í veg fyrir verulega breytingu á stjórnarskránni og standa í vegi fyrir nauðsynlegum kjarabótum aldraðra og öryrkja strax.

Það þolir enga bið að leiðrétta óásættanleg kjör lífeyrisfólks.

Björgvin Guðmundsson

 
 
 

"Góðærið nær ekki til aldraðra g öryrkja" !

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nýlega,að Íslendingar hefðu aldrei haft það eins gott og í dag! Á sama tíma og hann segir þetta berast þessar fréttir: Fjölskylduhjálpin segir,að fleiri leiti þangað en áður eftir mataraðstoð og neyðin sé mjög mikil.Margir eldri borgarar og öryrkjar leiti þangað.Og mikil neyð ríki hjá mörgum,sem illa fóru út úr hruninu; þeir mistu jafnvel íbúðir sínar og verði nú að leigja og greiða þá okurleigu,sem sett sé upp í dag.Húsnæðismál öryrkja séu verri en nokkru sinni fyrr.Og hið sama sé að segja um húsnæðismál ungs fólks. Það geti ekki keypt sér húsnæði vegna þess hve verðið sé orðið hátt og útborgun há.Og það á einnig erfitt með að leigja vegna okurleigu.Æ  fleiri verða að neita sér um að fara til læknis vegna efnahags.

Lífeyrir aldraðra og öryrkja er enn við fátæktarmörk.Eygló félagsmálaráðherra og endurskoðunarnefnd TR lagði fram frv að nýjum lögum með 0 krónu hækkun lífeyris hjá þeim,sem höfðu aðeins lífeyri frá TR.Þegar Páll Valur Björnsson fyrrverandi þingmaður spurði hvers vegna ekki væri lögð til nein hækkun,svaraði Eygló því til,að það væru svo fáir sem hefðu einungis lífeyri frá TR! Ég sagði þá að þó það væri aðeins einn sem ætti ekki fyrir mat,væri það einum of mikið.Eftir 1000 manna mótmælafund eldri borgara í Háskólabíó,þar sem púað var á Bjarna,gaf ríkisstjórnin sig og slakaði örlítið á. En ekki voru breytingarnar stórmannlegar: Lífeyrir sem var 185 þús kr á mánuði í frumvarpinu var hækkaður um 10 þús kr. á mánuði í 195 þús kr á mánuði eftir skatt.Þetta gildir fyrir gifta og þá,sem eru í sambúð.Einhleypir áttu að fá 20 þúsund kr hækkun.Góðærið hefur því ekki komið til aldraðra og öryrkja og kemur ekki til þeirra um áramót.Spurning er hvar góðærið er? Það er sennilega í Sjálfstæðisflokknum og hjá þeim,sem geyma fjármuni sína í skattaskjólum!

 

Björgvin Guðmundsson

 


8000 manns höfðu ekki efni á að fara til læknis 2015!

 

Fjórar af hverjum hundrað konum og tveir af hverjum hundrað körlum neituðu sér um þjónustu læknis eða sérfræðings árið 2015 vegna kostnaðar, eða samtals tæplega 8 þúsund manns. Kostnaður er meiri fyrirstaða fyrir tekjulægri hópana en þá tekjuhærri, en 6% fólks í tekjulægsta fimmtungnum fór ekki til læknis vegna kostnaðar á móti rúmlega 1% fólks í efsta tekjufimmtungi.

Hlutfallslega margir á Íslandi neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar miðað við önnur Evrópuríki sé tekið mið af nýjustu samanburðartölum sem eru frá árinu 2014 en þá fór ríflega 3% Íslendinga ekki til læknis vegna kostnaðar sem var sjötta hæsta hlutfallið í Evrópu.

Áætlað er að 25 þúsund manns, eða um 10% fullorðinna á Íslandi, hafi árið 2015 einhvern tíma ekki farið til tannlæknis vegna kostnaðar þegar þau þurftu, um 11 þúsund karlar og 14 þúsund konur. Kostnaður er oftar tilgreindur sem ástæða fyrir því að sleppa tannlæknisheimsóknum hjá tekjulægri hópunum en þeim tekjuhærri, en 17% fólks í lægsta tekjufimmtungi fór ekki til tannlæknis vegna kostnaðar árið 2015 á móti 4% fólks í tekjuhæsta fimmtungnum.-Þetta er skv upplýsingum frá Hagstofunni.Ekki benda þessar upplýsingar til þess að mikið góðæri sé hér.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Desemberuppbót þingmanna og ráðherra hækkuð,desemberuppbót aldraðra og öryrkja afnumin

 

-Kjörnir fulltrúar og aðrir þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fá ríflega 75 prósentum hærri desemberuppbót en launafólk á hinum almenna vinnumarkaði. Á meðan launafólk almennt fékk um 5 prósentum hærri desemberuppbót í ár en í fyrra samkvæmt kjarasamningum þá hækkaði uppbótin til þeirra sem undir kjararáð heyra um 22 prósent milli ára. Ráðamenn fá því sem fyrr umtalsvert ríkulegri jólabónus en almúginn. Nýlegar launahækkanir kjararáðs til handa þjóðkjörnum fulltrúum hafa sætt harðri gagnrýni.

Algeng upphæð desemberuppbótar samkvæmt kjarasamningi hjá starfsmönnum á hinum almenna vinnumarkaði, ríkisstarfsmönnum og fleirum er 82 þúsund krónur, en var 78 þúsund krónur í fyrra. Það gerir aðeins um fjögur þúsund króna hækkun eða sem nemur 5 prósentum.

Allir þeir sem heyra undir kjararáð fengu hins vegar 181.868 krónur í desemberuppbót nú um mánaðamótin. Það er 22 prósentum hærri upphæð en í fyrra þegar hún var 148.542, eða sem nemur ríflega 33 þúsund krónum. 
Samkvæmt reglum kjararáðs um starfskjör fá þeir sem taka laun samkvæmt úrskurði þess greiddar 19 einingar í desemberuppbót samkvæmt launaflokki 136 í launatöflu kjararáðs nr. 502. Ein eining gerir nú 9.572 krónur, alls 181.868 krónur.Eftir síðustu hækkun eru laun þingmanna kr.1101.194 á mánuði en hjá ráðherrum  kr.1826,273 á mánuði.Fréttr berast af því að ætlunin sé ap fella niður desemberupbót aldraðra og öryrkja frá og með 2017!

 

Björgvin Guðmundsson

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband